Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 39 TÓNLEIKAMYNDIN Shine a Light (Lát ljós þitt skína) hefst með nokkurs konar inngangi, eða forspili, þar sem leikstjórinn Martin Scorsese og meðlimir rokkhljómsveitarinnar The Rolling Stones, sem er viðfangs- efni myndarinnar, spekúlera í und- irbúningi tónleikaupptökunnar. Tónninn í þessum aðdraganda rokk- tónleikanna sem á eftir fylgja er létt- ur og stundum kómískur. Þar má segja að Scorsese leitist við að brjóta ísinn og draga örlítið niður af stall- inum þá risa sem þar mætast, þ.e. sjálfan sig sem einn virtasta kvik- myndaleikstjóra Bandaríkjanna og Rollingana sem eina frægustu rokk- sveit 20. aldarinnar. Scorsese birtist hér sem tauga- veiklaður og trekktur, ögn uppnum- inn af því að eiga samskipti við Mick Jagger. Bæði Scorsese og hljóm- sveitarmeðlimir verða hins vegar að hálfgerðum smástrákum frammi fyr- ir Bill Clinton, heiðursgesti tón- leikanna, sem er öryggið og valds- mannsbragurinn uppmálaður. Tónleikarnir sem um ræðir voru haldnir sem styrktartónleikar fyrir Clinton-stofnunina í Beacon- leikhúsinu í New York haustið 2006. Þar eru Rollingarnir í toppformi, lagalistinn er blanda af rokksmellum og blúslögum sveitarinnar, og gesta- söngvararnir Jack White, Christina Aguilera og Buddy Guy eiga innslag. Mick Jagger (sem er 63 ára þegar tónleikarnir eru haldnir) stekkur um sviðið eins og unglingur, geislandi sínum sérstaka kynþokka og sviðs- þokka. Hrukkur og (misdjúpar) skorur á andlitum rokkaranna minna á tímans tönn, en að öðru leyti er kvikmyndin í heild sinni eins konar ögrun við lögmál tímans og viðteknar hugmyndir um það að aldurinn dragi lífsorkuna og sköpunarkraftinn úr fólki, nokkuð sem er leikstjóranum e.t.v. hugleikið, en hann er á sama aldri og þeir Jagger og Richards. Ég held að óhætt sé að fullyrða að eng- inn kæmist upp með þá sviðstakta sem Mick Jagger hefur tamið sér án þess að líta út eins og vanviti, en þeir virka þveröfugt hjá Jagger og því er það alltaf upplifun að sjá söngvarann á sviði, og reyndar hljómsveitina alla, þar sem rokkararnir og tónlistin renna saman og verða eitt. Það er þessi stemning sem Scor- sese leggur sig í líma við að fanga í kvikmyndinni, en innskotum um bak- grunn hljómsveitarinnar er haldið í lágmarki. Einstaka safnupptökum úr viðtölum, aðallega við Jagger og Richards, er skotið inn, og er leið- arstefið þar spurningin um hversu lengi þeir telji sig geta haldið þessu áfram, auk þess sem atriðin veita innsýn í hina ólíku persónuleika tvíeykisins. En fyrst og fremst er Shine a Light tónleikamynd, og eng- in venjuleg tónleikamynd. Scorsese hefur safnað saman hópi snillinga til að sjá um kvikmyndatöku, en stjórn- ina annast Robert Richardson, einn nánasti samstarfsmaður Scorseses undanfarin ár. Ekkert fer fram hjá tökuliðinu og hraðar klippingarnar skapa fágaða og lifandi samfellu, sem veitir áhorfendum þau forréttindi að vera líkt og alls staðar í salnum í einu. Sá samfundur Scorseses og The Rolling Stones sem á sér stað í Shine a Light er áhugaverð viðbót við sam- slátt kvikmyndalistarinnar og Roll- inganna, þar sem leikstjórar á borð við Jan-Luc Godard, Maysles- bræður og Peter Whitehead hafa gert sér mat úr þeim efniviði sem hljómsveitin er. Að sama skapi má líta á myndina sem skemmtilega hugleiðingu á ferli leikstjóra sem hefur notast við tónlist hljómsveit- arinnar á afgerandi hátt í myndum sínum og gerir þessa tónleikamynd að nokkurs konar sýnidæmi um þá lífsorku sem felst í listinni. Keith og Mick Eru báðir fæddir árið 1943, þótt ótrúlegt megi virðast. Engin venjuleg tónleikamynd KVIKMYND Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Keflavík Leikstjórn: Martin Scorsese. Fram koma: The Rolling Stones o.fl. 122 mín. Banda- ríkin/Bretland, 2008. Lát ljós þitt skína (Shine a Light) bbbbn Heiða Jóhannsdóttir PLÖTUBÚÐ Smekkleysu að Laugavegi 28 verður brátt lokað og stendur yfir rýmingarsala í versl- uninni til mánaðamóta. Þá verður Laugavegurinn enn einni versl- uninni fátækari. „Við ætlum að leggja verslunina niður í þessu formi um sinn,“ segir Ásmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Smekkleysu. „Við munum reyna að efla samstarfið við þá aðila sem eru á markaðnum núna eins og Skífu-verslanirnar og Eymundsson. Okkar vörur eru til þar og munu verða til þar í meira mæli,“ segir Ás- mundur. Smekkleysa muni nú ein- beita sér enn frekar að eigin fram- leiðslu og því efni sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir á íslenskum mark- aði, sölu og dreifingu á plötum er- lendra útgáfufyrirtækja. „Það má líka segja að við höfum ekki séð, í því plássi sem verslunin var í, vaxtarmöguleika til þess að þetta yrði þokkalega arðbær eining, smásalan. Við erum líka í því að efla okkar viðveru á netinu.“ Vefsala Smekkleysu Á vefsíðu Smekkleysu, www.smekkleysa.net, er hægt að kaupa plötur, m.a. valda geisladiska sem hægt er að hala niður í tölvu á meðan beðið er þess að diskurinn berist manni í pósti. Ásmundur segir síðuna hafa verið í mjög góðu standi hvað útgáfu Smekkleysu varðar, útgáfan hafi öll verið sýnileg þar og á næstu miss- erum stendur til að styrkja vefsíðuna enn frekar hvað þjónustu við not- endur varðar og plötusölu. Útgefnir plötutitlar á vegum Smekkleysu eru hátt í 300. „Fyrir utan þá útgáfu sem við höfum réttinn á á Íslandi, þá á ég við Bjarkar- og Sykurmolakatalóg- inn og ýmislegt annað, nokkrar plöt- ur Sigur Rósar o.s.frv. sem eru gefn- ar út og dreift undir öðrum merkjum,“ bætir Ásmundur við. Malaði ekki gull Plötubúð Smekkleysu við Lauga- veg hefur ekki malað gull, að sögn Ásmunds, þann stutta tíma sem hún hefur verið starfrækt. Margt komi til, m.a. breyting á því formi sem tón- list er seld á. „Okkar verslun hefur verið staðsett við hliðina á Skífunni, að Laugavegi 28. Það er mín von að þeir aðilar sem eru með Skífuna muni efla sína þjónustu,“ segir Ás- mundur. Smekkleysubúðin hafi verið lítil og ekki haft möguleika á því að bjóða upp á eins breitt úrval tónlist- ar og Smekkleysumenn hafi viljað. Smekkleysa lokar plötuverslun sinni Vefsíðan styrkt og samstarf eflt við verslanir Skífunnar og Eymundsson Morgunblaðið/Valdís ThorÁsmundur Jónsson Þú færð 5 % endurgreitt í Regnboganum Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum J E S S I C A A L B A ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ The air I breathe kl. 6 B.i. 16 ára FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA „Vel gerð ævintýra- og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL eeee Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 - H.J., MBL eeee DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS CARAMEL FALLEG www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 m/ísl. tali l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15Sýnd kl. 8 og 10 POWERSÝNING Sala á 12 mynda pössum hafin á Miði.is og í Regnboganum. BÍÓDAGARREGNBOGINN11.-30. APRÍL GRÆNA LJÓSSINS 10 Bella enskur texti kl. 6 Leyfð The Age og Ignorance enskur texti kl. 8 Leyfð Surfwise sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 8 Leyfð Lake of Fire sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 10 B.i. 14 ára War/Dance sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 10:15 Leyfð -bara lúxus Sími 553 2075 TILBOÐ Í BÍÓ * Gildir á allar sýningar merktar með rauðum tíma * - A.S., MBL - S.V., MBL - S.V., MBL eee - H.J., MBL - H.J., MBL Tropa de Elite enskur texti kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára King of Kong íslenskur texti kl. 10 Leyfð The Band’s Visit enskur texti kl. 6 Leyfð Caramel enskur texti kl. 8 Leyfð Beufort enskur texti kl. 5:40 B.i. 14 ára - V.J.V., TOPP5.IS/FBL “Tryllingslegt hnefahögg í andlitið!” - S.V., MBL - K.H.G., DV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.