Morgunblaðið - 16.04.2008, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„ÉG er að fríka út,“ sagði pollró-
legur nemi í arkitektúr, Hrafn-
hildur Jónsdóttir, þegar blaða-
maður leit inn með ljósmyndara á
efstu hæð Listaháskóla Íslands í
gær. Þar sátu sveittir nemendur á
lokaári í arkitektúr og lögðu loka-
hönd á útskriftarverk sín í tölvum.
Arkitektúrnemar sýna afrakstur
hönnunarvinnu við menningar- og
náttúrufræðihús á Álftanesi, sem
er í deiliskipulagi fyrir svæðið en
þó ekkert ákveðið hvort ráðast
eigi í framkvæmd þess.
Í næstu stofu sátu, öllu sveitt-
ari, nemar í fatahönnun að setja
saman flíkur. Blasti þar fyrst við
svört flík alsett álkeilum, lokaverk
Örnu Sigrúnar Haraldsdóttur.
„Ofursexí grimm kona í brynju
með klær,“ svaraði Arna án um-
hugsunar þegar blaðamaður bað
hana að segja frá verkinu í stuttu
máli. Hún væri orðin „rugluð af
þreytu og stressi“.
Úr LHÍ var haldið á Kjarvals-
staði þar sem allir virtust vera að
smíða, mála eða festa eitthvað.
Við inngang stóð kofi einn en þó
ekki í honum jólasveinn heldur
fúlskeggjaður myndlistarnemi,
Guðbrandur Bragason. „Ég er
eini nemandinn sem er að útskrif-
ast úr verslunarfræðideild sem
kaupmaður,“ sagði Guðbrandur
blaðamanni. „Ég verð hérna með
hveiti, salt og sykur og ýmislegt.
Kandís, döðlur, koníak, slifsi.“
Annar myndlistarnemi var í
næsta horni að smíða, Steinunn
Gunnlaugsdóttir. „Það ríkir aldrei
friður,“ sagði Steinunn um verkið,
líkt og borg yxi verkið og tæki yfir
svæði, skriði út úr Kjarvals-
stöðum. Annar myndlistarnemi,
Jóhanna K. Sigurðardóttir, var að
bisa við að koma myndvarpa fyrir
sem varpaði teikningu af huggu-
legum manni á vegg. „Þetta er
reyndar ég,“ sagði Jóhanna við
blaðamann þegar hann spurði
hvort maðurinn væri austurríski
myndlistarmaðurinn Egon
Schiele.
Annars staðar var Friðgerður
Guðbrandsdóttir vöruhönn-
unarnemi að reisa vegg úr pappa,
hönnun sem hún kallar Stuðla.
Veggir þessir eiga að nýtast sem
skilrúm og hefur hver litur sinn
eiginleika.
Útskriftarsýning LHÍ verður
opnuð á laugardaginn kl. 20 á
Kjarvalsstöðum. Nánari upplýs-
ingar um sýninguna má finna á
vef skólans, www.lhi.is.
„Rugluð af þreytu og stressi“
Útskriftarnemar Listaháskóla Íslands leggja lokahönd á verk sín
Morgunblaðið/Valdís Thor
1 2
3 4
5
6
SÝND Á AKUREYRI
- Sigurjón M. Egilsson
Mannlíf
eeee
,,Myndin er sannarlega þess virði
að fólk flykkist á hana.“
- Páll Baldvin Baldvinnsson
Fréttablaðið
eee
,,Pétur Jóhann í toppformi
í aðalhlutverkinu í bland
við bráðskemmtilega
toppleikara og furðufugla..."
- Snæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið
eee
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Á
STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 10 ára DIGITAL
SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 LEYFÐ DIGITAL
RUINS kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
FOOL'S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára
DOOMSDAY kl. 8 LÚXUS VIP
DOOMSDAY kl. 10:30 B.i.16 ára
10,000 BC kl. 8 B.i. 12 ára DIGITAL
10,000 BC kl. 10:10 LÚXUS VIP
THE BUCKET LIST kl. 6 B.i. 7 ára
STEP UP 2 kl. 5:40 LEYFÐ
UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ
,,Góð framleiðsla með topp
leikurum í öllum hlutverkum,
sem óhætt er að skella
gæðastimplinum á."
- Stefán Birgir Stefánsson
sbs.is
SÝND Í ÁLFABAKKA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI