Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 43

Morgunblaðið - 16.04.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 43 - kemur þér við Sérblað umVerk og vit fylgir blaðinu í dag Móðir í algjörri afneitun Skagastrætó slær í gegn Allir geta náð tökum á golfinu Íshokkíhetjan Rúnar Freyr gerist poppari Ágúst Bogason vill halda í jöfnuðinn sem eftir er Hvað ætlar þú að lesa í dag? LÍBANSKA myndin Caramel fjallar um konur, gerð og skrifuð af konu, hinni heillandi og hæfi- leikaríku Nadine Labaki sem jafn- framt fer með aðalhlutverk Layale. Hún er bæði eigandi og ein í kvennahópnum sem vinnur á hár- greiðslu- og snyrtistofu í Beirút. Andinn svífur innandyra, skrafað, spjallað og hlegið og mikil sam- heldni ræður ferðinni. Viðskiptin snúast vitaskuld um kvenfólk en karlar eru lífseigt umræðuefni í hópnum. Einkum og sér í lagi ásta- mál Layale, hún er í þingum við gift- an mann sem nýtur góðs af henni en vill ekki skilja við konuna. Nisrine (Al Masri) er að fara að gifta sig en í fortíðinni hefur köttur komist í ból bjarnar og hún er í öngum sínum, heittrúaður músliminn. En konur kunna ráð við slíkum smámunum. Þannig rekur myndin sig áfram, það eiga flestir í persónulegum vanda og veröldin svipuð þeirri til- veru sem konur búa við um allan heim, þó að einhverjum áhorfendum þyki vafalaust kjör þeirra og staða ósanngjörn að einhverju leyti. Það kemur t.d. undarlega fyrir sjónir Vesturlandabúans að hin andlega og efnahagslega sjálfstæða Layale býr enn hjá foreldrum sínum. Labaki dregur fram forvitnilegar hliðar á samfélaginu, sumar eru framandi en tónninn er alþjóðlegur, þetta eru harðduglegar og áhuga- verðar konur sem kunna að komast af hvað sem tautar og raular. Hand- ritið er ekki síður fyndið en drama- tískt og leikurinn afbragð og ánægjulegt að fá að skyggnast um í þessum óljósa heimi þó ekki sé til annars en að fræðast og skilja ögn betur heimsmyndina. Beirútskar blómarósir KVIKMYND Regnboginn: Bíódagar Græna ljóssins Leikstjóri: Nadine Labaki. Aðalleikarar: Nadine Labak, Yasmine Al Masri, Joanna Moukarzel, Gisèle Aouad. 96 mín. Frakk- land/Líbanon 2007. Caramel ’– Sukkar Banat bbbnn Forvitnileg „Labaki dregur fram forvitnilegar hliðar á samfélaginu, sumar eru framandi en tónninn er alþjóðlegur.“ Sæbjörn Valdimarsson SJÁLFSAGT muna einhverjir eftir Airplane!, skopstælingunni um Air- port-myndirnar, og háðfuglinum David Zucker sem kom stæl- ingabylgjunni af stað. Hún stendur enn, tæpum þremur áratugum síðar, en verður verri og ófyndnari með hverju árinu. Samt er það svo að þessi kvikmyndagrein kostar smá- aura í framleiðslu og fær unglinga- hjörð til að kaupa sig inn svo sem tvær fyrstu sýningarhelgarnar og dótið skilar vænni fúlgu í kassann. Meðan svo er sitjum við uppi með fyrirbrigðið, síðast var það Meet the Spartans, nú er röðin komin að Leð- urblökumanninum og öðrum ofur- hetjum bíómyndanna sem fá sinn skammt af aulafyndni í The Super- hero Movie. Afbakanirnar eru byggðar á sömu formúlu; snúið út úr frummyndinni með hallærisbrönd- urum, fluttum og gerðum af liðleskj- um í leik, handritsgerð og leikstjórn. Bell er þó hreint ekki alvondur To- bey Maguire-fimmaurabrandari, annað er hvimleitt. Dapurlegt að sjá Leslie gamla Nielsen taka þátt í slóðaskapnum í slæmum sketsum, hann er nú einu sinni leikarinn sem á bestu atriðin í myndabálknum. Skopstæling Ýmsar ofurhetjur bíómyndanna fá sinn skammt af aulafyndni í The Superhero Movie. Leðurblöku- maðurinn sem náði sér ekki á flug KVIKMYND Háskólabíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Craig Mazin. Aðalleikarar: Drake Bell, Sarah Paxton, Christopher McDonald, Leslie Nielsen, Marion Ross. 85 mín. Bandaríkin 2008. The Superhero Movie bbnnn Sæbjörn Valdimarsson HEIMILDARMYNDIN Logandi vatn tekur fyrir átakamál sem hef- ur klofið bandarískt samfélag í ára- tugi – fóstureyðingar. Bretinn Tony Kaye vann að myndinni yfir 17 ára tímabil og ræddi við fjölda fólks. Bæði þá sem styðja rétt kvenna („pro-choice“) og þá sem eru á móti fóstureyðingum („pro- life“). Vandi Bandaríkjamanna er að bókstafs- og öfgatrúarmenn hafa mikið til rænt umræðunni um fóstureyðingar og konur þurfa að verja réttindi sín gagnvart þeim. Á þessu tímabili náði Kaye að safna og festa á filmu ekki ein- göngu marga skemmtilega talandi hausa og merkilegar – og stundum framandi – skoðanir, heldur gríp- andi sögur um mannleg afdrif. Til dæmis er ótrúleg saga Normu McCorvey, konunnar sem var „Jane Roe“ í dómsmálinu sem gerði fóstureyðingar löglegar í Bandaríkjunum. Nú berst hún á móti fóstureyðingum í fylkingunni Operation Rescue. Maður getur kannski glott yfir þessu, en hún hefur að minnsta kosti ekki drepið neinn. Það hafa aftur á móti nokkr- ir af skoðanabræðrum hennar gert! Eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar myndin byrjaði var: Af hverju er myndin svart/hvít? Það eru nokkur svör við því. Kaye hef- ur sjálfur látið hafa eftir sér að ekki sé hægt að komast að end- anlegri niðurstöðu – málið sé á gráu svæði! – þess vegna passi svona filma. Logandi vatn er fallega svart/ hvít. Grái liturinn gerir alla jafna. Hvort sem það er ofmálað banda- rískt kvenfólk eða illa hirtir banda- rískir karlmenn, og allt þar á milli. Sérstaklega í ljósi þess að Kaye velur nærgöngula nærmynd sem sitt helsta römmunarplan. Myndin hefði líka verið hrein- lega of óhugnanleg í lit. Myndirnar af sundurlimuðum fóstrunum hefðu ofboðið langflestum, held ég. Samt þýðir ekkert að loka augunum fyrir því sem er gert. Logandi vatn er hugrökk mynd. Kaye reynir að leyfa sem flestum skoðunum á málinu að njóta sín og leggur fyrir áhorfandann að gera upp hug sinn í þessu erfiða máli. Hann bendir á að valið sem fólk stendur frammi fyrir er margþætt og erfitt. Hvort myndin hafi nokk- ur áhrif á öfgamenn í Bandaríkj- unum er annað mál. Ég efast um að þeir komi upp úr skotgröfunum! Anna Sveinbjarnardóttir Átakamál „Kaye reynir að leyfa sem flestum skoðunum á málinu að njóta sín …“ Líf verður til KVIKMYND Regnboginn – Bíódagar Græna ljóssins Leikstjóri: Tony Kaye. Fram koma: Pat Buchanan, Noam Chomsky, Randall Terry, Alan Dershowitz, Emily Lyons, Pet- er Singer, Nat Hentoff, Frances Kissling, Norma McCorey o.fl. 152 mín. Bandarík- in. 2006. Logandi vatn – Lake of Fire bbbbn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.