Morgunblaðið - 28.04.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 115. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
REYNSLUBOLTINN
ARON KRISTJÁNSSON Á SÉR ÓSK UM ÚR-
SLITAKEPPNI FJÖGURRA LIÐA >> ÍÞRÓTTIR Baðstofan >> 33
Komdu í leikhús
Leikhúsin í landinu
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8-
00
80
NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
VOR er í lofti og sumar raunar kom-
ið, ef marka má dagatalið. Menn spá í
hvernig sumarið verði og þykir sitt-
hvað benda til þess að það verði ekki
mjög ólíkt sumrinu í fyrra, en eitt-
hvað hlýrra verði þó líklega í suður-
hluta landsins og jafnvel þurrara.
Veðurfræðingar segja að þrátt fyr-
ir leiðindaveður víða um land á liðn-
um vetri sé hann í heildina ekki verri
en aðrir vetur. Segir Trausti Jónsson
veðurfræðingur að frá 1965 til 1995
hafi veður verið mun leiðinlegri en
síðan þá. Þó hafi illviðri verið tíðari og
verri nú í vetur en sl. rúman áratug.
Frá september sl. fram í miðjan febr-
úar komu tvær til fjórar lægðir yfir
landið í hverri viku. Það er í raun ekki
óalgengt, en þó gerist það sjaldan að
fjórar mjög djúpar lægðir fari yfir
landið á einni viku eins og gerðist í
desemberbyrjun.
Athygli vekur að nýliðinn mars er
talinn næsthlýjasti mánuður á landi
síðan mælingar hófust.
Veðurfar dyntótt sem endranær
Veðurfræðingar á Veðurstofunni
hafa skoðað langtímaspár Evrópsku
veðurstofunnar (ECMWF) og segir
Sigrún Karlsdóttir veðurfræðingur
að árstíðarspáin fyrir maí til júlí
bendi til að hiti verði um eða yfir
meðallagi, einkum yfir landinu sunn-
anverðu og suður af því. Spáð er með-
altalsúrkomu, en þó gæti úrkoma
orðið minni á sunnanverðu landinu.
Spáin gerir ráð fyrir að loftþrýst-
ingur verði undir meðallagi yfir norð-
anverðu Atlantshafi, Bretlandseyjum
og Íslandi. Gæti það bent til að
lægðabrautir verði nálægt landinu
fyrri hluta sumars, en þær gætu einn-
ig legið nálægt Bretlandseyjum eins
og algengt var sl. sumar. Sigrún segir
að langtímaspáin gefi einvörðungu
vísbendingar um hvernig heild-
armyndin gæti litið út en segi ekkert
um hvernig veðrið verði frá degi til
dags. Hlýnað hefur nærri alls staðar í
heiminum á undanförnum áratugum.
Það þýðir að sjaldgæfari veðurtil-
brigði fara að skjóta upp kollinum,
um leið og önnur slík eru víkjandi.
Veðrið heldur því áfram að vera dynt-
ótt og illútreiknanlegt sem endranær.
Spáð í
sumar-
veðrið
Hlýrra á sunnan-
verðu landinu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vor Lambagras í sumarbyrjun.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
KONA á níræðisaldri brenndist mikið
þegar eldur kom upp í íbúð hennar í
þjónustuíbúðum aldraðra við Dal-
braut í Reykjavík í gær. Henni er
haldið sofandi í öndunarvél á gjör-
gæsludeild Landspítalans. Sjö til við-
bótar voru fluttir á slysadeild vegna
reykeitrunar. Fimm þeirra var leyft
að fara heim en tveimur slökkviliðs-
mönnum var haldið þar í nótt að
minnsta kosti.
Allt tiltækt slökkvilið var sent á
staðinn og fimm sjúkrabílar. Marteinn
Geirsson, deildarstjóri hjá slökkvilið-
inu, segir að íbúarnir hafi verið í mikilli
hættu og þakka megi fyrir að slökkvi-
liðið hafi ekki verið bundið við sinu-
bruna eins og fyrr um daginn.
Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs Reykjavíkur, hélt á stað-
inn um leið og hún heyrði af brun-
anum. Hún segir að svo virðist sem
starfsmenn hafi brugðist rétt við, en
farið verði yfir ferlið og athugað hvort
allar brunavarnir hafi verið í lagi.
Hilmar Svavarsson var í heimsókn
hjá Sigríði Guðmundsdóttur, móður
sinni, þegar kallað var á þau og þeim
sagt að fara strax út. „Við tókum
þessu með æðruleysi en það voru
sumir sem fengu áfall,“ segir Hilmar
og bætir við að mjög vel hafi gengið
að koma fólkinu út.
Morgunblaðið/Júlíus
Viðbragð Slökkvilið og lögregla gátu brugðist skjótt við þegar tilkynnt var um bruna í þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut.
Kona alvarlega slösuð
Sjö fluttir á slysadeild Landspítala vegna reykeitrunar og tveimur slökkviliðs-
mönnum haldið þar í nótt Grunur um að kviknað hafi í út frá sígarettu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðhlynning Starfsmaður með reykeitrun fluttur á slysadeild. Átta flutt | 6
LÖGREGLAN í Austurríki hefur
handtekið Josef Fritzl, grunaðan
um að hafa lokkað dóttur sína ofan
í kjallara þegar hún var 18 ára.
Þar hafi hann haldið henni fang-
inni í 24 ár og beitt hana kyn-
ferðisofbeldi. Dóttir hans er nú 42
ára gömul og að sögn lögreglu
eignaðist hún sjö börn með föður
sínum. Þrjú barnanna dvöldu í
kjallaranum ásamt móður sinni,
eitt lést í fæðingu en þrjú bjuggu
ásamt afa sínum [föður] á efri
hæðum hússins. | 14
Eignaðist sjö börn
með föður sínum
AP
Húsið Hér var konan fangin í 24 ár.