Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 2
2 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
SVÍNARÆKTENDUR hafa óskað
eftir því í tvö ár að fá að flytja inn
svínasæði frá Noregi til notkunar á
svínabúum hér á landi, í stað þess að
flytja inn kynbótadýr í gegnum ein-
angrunarstöðina í Hrísey. Yfirdýra-
læknir hefur lagst gegn málinu.
„Við viljum fá heimild til að taka
sæði á kynbótastöð norskra svína-
bænda á Hamri og sæða á búunum.
Til þess þarf lagabreytingu en hún
hefur ekki fengist,“ segir Ingvi Stef-
ánsson, formaður svínabænda.
Hann segir að tilgangurinn sé að
auka hagræði í rekstrinum, bæði
með því að draga úr kostnaði við
kynbótastarfið og flýta kynbótum.
Ingvi segir að dýralæknir svína-
sjúkdóma hafi talið þetta öruggari
leið gagnvart sjúkdómum en að
flytja inn lifandi kynbótagripi og
undir það hafi dýralæknaráð tekið
og dýralæknastofnunin í Noregi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra hafi hins vegar ekki treyst sér
til að leggja fram nauðsynlegt frum-
varp í andstöðu við yfirdýralækni.
„Okkur finnst með ólíkindum að á
sama tíma og til stendur að heimila
innflutning á fersku kjöti til lands-
ins sé þetta ekki heimilað,“ segir
Ingvi.
Missa stjórnina
Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir telur að því myndi fylgja
aukin áhætta á því að dýrasjúkdóm-
ar bærust inn í landið ef farið yrði að
flytja sæði beint á búin. Mikil vörn
sé í því að taka erfðaefnin í gegnum
einangrunarstöðina í Hrísey þar
sem fylgst er með heilbrigði dýr-
anna áður en þau fara heim á bæina.
Halldór tekur undir það að minni
hætta sé á að sjúkdómar berist með
sæði en lifandi svínum en ef erfða-
efnið færi beint á búin misstu yf-
irvöld þá stjórn sem þau vildu hafa á
innflutningi dýra til landsins. Hann
lætur einnig í ljós þá skoðun að með
þessu kæmi fordæmi sem bændur í
öðrum búgreinum gætu vísað til.
Því væri mikilvægt að endurskoða
reglurnar í heild, ef á annað borð
væri farið að hreyfa við þeim. Yf-
irdýralæknir taldi ekki ástæðu til að
slaka á reglum um innflutning
erfðaefnis þótt fyrirhugað væri að
heimila innflutning á hráu svína-
kjöti. Sagði hann ekki hægt að
leggja sjúkdómahættuna af þessu
tvennu að jöfnu.
Vilja flytja inn svínasæði
Yfirvöld leggjast gegn sæðingum þótt innflutningur á hráu kjöti verði leyfður
Segja sæði beint til búa auka áhættu á að dýrasjúkdómar berist hingað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svín Íslensk svínarækt í núverandi mynd er talin hafa hafist um 1930.
Miklar framfarir hafa orðið með kynbótum á síðustu 15 árum.
Í HNOTSKURN
»Svínaræktarfélag Íslandshefur flutt inn kynbótadýr
frá Noregi í 14 ár. Dýrin eru
höfð í sóttkví í átta vikur í
einangrunarstöð í Hrísey áður
en þeim er dreift á búin.
»Svínabændur vilja flytjasæði frá Noregi beint á
búin. Því hefur yfirdýralæknir
hafnað.
»Sjávarútvegs- og landbún-aðarráðherra er að und-
irbúa skipan starfshóps til að
fara á ný yfir hugmyndir
svínabænda og mun yf-
irdýralæknir eiga sæti í hon-
um.
ÁÆTLAÐ er að árlega megi
rekja a.m.k. 1.300 beinbrot hjá Ís-
lendingum til beinþynningar.
Beinbrot af hennar völdum eru
mun algengari meðal kvenna en
karla og telja sumir sérfræðingar
að önnur hver kona um fimmtugt
megi gera ráð fyrir því að bein-
brotna síðar á lífsleiðinni og
fimmti hver karl. Þetta kom m.a.
fram á fundi Beinverndar í síð-
ustu viku undir yfirskriftinni
Sterk bein, sterkar konur.
Rannsóknir hafa sýnt að bein-
þynning hefur mikil áhrif á lífs-
gæði þeirra sem af henni þjást. Í
rannsókn Kolbrúnar Alberts-
dóttur hjúkrunarfræðings um
áhrif samfallsbrota á lífsgæði ís-
lenskra kvenna, sem kynnt var á
fundinum, kemur fram að fjöldi
samfallsbrota í hrygg er ógreind-
ur, þ.e.a.s. fólk veit ekki að það
hefur brotnað.
„Það er svo margt sem breytist
í lífinu, svo margt sem maður
þarf að læra upp á nýtt. Ég er
menntaður sjúkraliði en get ekki
lengur unnið við það. Ég þarf að
passa mig á að detta ekki og það
er verst þegar hálkan kemur og
þá er þetta oft erfitt.“ Þannig lýs-
ir Hildur Gunnarsdóttir, sem er
42 ára gömul, lífinu eftir að hún
greindist með beinþynningu fyrir
fimm árum. Hildur sagði sögu
sína á fundinum og einnig í nýju
fréttabréfi Beinverndar. Hildur
segir sjúkdóminn hafa haft mikil
áhrif á líf sitt og allrar fjölskyld-
unnar en hún er gift og á þrjú
börn. „Ég er búin að brotna tvisv-
ar á ristinni auk samfallsbrot-
anna sem ég fékk við fæðingu
yngstu dótturinnar,“ segir Hild-
ur. „Á síðustu meðgöngunni fékk
ég kvef og hóstaði í sundur rif-
bein.“ Hún tekur lyf til að auka
beinþéttnina og segir þau hafa
borið nokkurn árangur en ekki
nægan.
Rætt um skimun
Á fundi Beinverndar var m.a.
rætt um hvort það eigi að D-
vítamínbæta mjólkurvörur, því
samkvæmt nýrri rannsókn nær
a.m.k. þriðjungur fullorðinna
ekki æskilegum mörkum af D-
vítamíni á veturna og hlutfallið
er enn hærra hjá börnum og ung-
lingum. Einnig var rætt um mik-
ilvægi hreyfingar fyrir beinin,
hvort skima ætti fyrir beinþynn-
ingu, að rannsóknir og menntun
geti skipt sköpum í bættri grein-
ingu og meðferð og þá voru
stjórnvöld hvött til að forgangs-
raða beinþynningu á heilbrigð-
isáætlun.
„Hóstaði í sundur rifbein“
STURLA Jónsson, sem farið hefur fyrir
flutningabílstjórum í mótmælum síðustu
vikna, gekk mótmælagöngu í gær frá Húsi
verslunarinnar niður á Austurvöll.
Fór hann fótgangandi, að sögn vegna
þess að hann hefur verið sviptur öku- og
atvinnutæki sínu.
Hópur, 10-15 manns, slóst í för með
Sturlu sem bar skilti þar sem hann mót-
mælti álögum á eldsneyti, vörslusviptingu
og óskaði breytinga á reglum um hvíld-
artíma flutningabílstjóra.
Hélt Sturla stutta tölu á Austurvelli,
þakkaði viðstöddum fyrir stuðninginn og
kvaðst ætla að halda baráttunni áfram.
Sturla mótmælti
fótgangandi
Ákveðinn Veðrið lék við Sturlu og stuðn-
ingsmenn hans á mótmælagöngu í gær.
Morgunblaðið/Júlíus
KRISTJÁN Möller sam-
gönguráðherra segir að
núverandi samningur
við rekstraraðila Breiða-
fjarðarferjunnar Bald-
urs verði tekinn til end-
urskoðunar við næstu
endurskoðun samgöngu-
áætlunar í ljósi þess
hvernig gengur að bæta
vegasamband við suður-
hluta Vestfjarða. Samkvæmt núgildandi
samningi við rekstraraðila Baldurs er gert
ráð fyrir stiglækkandi opinberum stuðningi
við ferjusiglingarnar yfir Breiðafjörð á
næstu árum og mun það hafa í för með sér
að ferðum ferjunnar fækkar og leggjast
þær að mestu af yfir vetrartímann þegar
samningurinn verður að fullu kominn til
framkvæmda. Samgönguráðherra hefur
fengið áskoranir frá bæjarstjórnum og fé-
lögum um að endurskoða þessar áætlanir,
nú síðast frá Félagi Vinstri grænna í Stykk-
ishólmi. Þar er skorað á ráðherra að ganga
nú þegar til samninga við Sæferðir vegna
ferða Baldurs. Markmiðið þurfi að vera að
tryggja áfram og til lengri tíma óbreyttan
ferðafjölda og þjónustu ferjunnar yfir
fjörðinn, segir í ályktun félagsins.
Kristján segir að áætlanir um nið-
urtröppun opinbers stuðnings við ferjusigl-
ingarnar hafi tekið mið af bættu vega-
sambandi við suðurhluta Vestfjarða og þar
með bættum samgöngum við landshlutann.
Hann segir að vegabæturnar hafi gengið
hægar en áformað var en unnið sé að und-
irbúningi og framkvæmd stórra verkefna.
Telur hann eðlilegt að endurskoða áform
um ferjusiglingar þegar vegamálin skýrast
betur enda hafi markmiðið verið að bæta
samgöngurnar en ekki hafa þær verri. Ráð-
herra tekur fram að engar ákvarðanir hafi
verið teknar um málið en von sé á því að
það verði skoðað við endurskoðun vega-
áætlunar sem áformuð er í haust.
Kristján Möller
Siglingar endur-
skoðaðar í ljósi
ástands vega
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins fór í
fjögur útköll aðfaranótt sunnudags, þar af
þrjú vegna íkveikna.
Kveikt hafði verið í rusli við Rétt-
arholtsskóla og Lágafellsskóla í Mos-
fellsbæ og eldur var slökktur í dekkja-
hrúgu og rusli við Krýsuvíkurveg. Þá kom
upp eldur í jepplingi við Naustabryggju í
Bryggjuhverfi um miðnætti. Stóð bíllinn í
ljósum logum þegar slökkvilið kom á stað-
inn en slökkvistörf gengu greiðlega.
Þrjár íkveikjur
í höfuðborginni
UM helgina voru páskar hjá rétttrúnaðarkirkjunni
og af því tilefni var sérstök dagskrá hjá söfnuði rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Hluti dag-
skrárinnar var að blessa páskamatinn og sá séra
Timur Zolotuskiy um athöfnina að safnaðarfólki við-
stöddu í safnaðarheimilinu við Sólvallagötu.
Páskar hjá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páskamaturinn blessaður
ÖRYGGISVÖRÐUR varð fyrir
árás viðskiptavinar í verslun 10-11
í Austurstræti aðfaranótt sunnu-
dags. Er þetta þriðja árásin á ör-
yggisvörð í versluninni í þessum
mánuði.
Tveir ungir menn höfðu verið
með háreysti í versluninni um kl. 5
og réðst annar þeirra að öryggis-
verði sem vildi biðja mennina að
róa sig. Fékk öryggisvörðurinn
hnefahögg í andlitið en að sögn
Sigurðar Reynaldssonar, fram-
kvæmdastjóra 10-11, var vörðurinn
ekki alvarlega slasaður eftir árás-
ina og stóð hann vaktina til enda.
Voru mennirnir tveir ölvaðir og
handtók lögregla þá báða.
Sigurður segir atvik mánaðarins
sýna að öryggisverðir á staðnum
séu í stakk búnir til að takast á við
uppákomur sem þessar en fjórir
verðir eru á vakt á nóttunni um
helgar í versluninni.
Segir Sigurður mikla eftirspurn
eftir þjónustu verslunarinnar og
standi hvorki til að breyta af-
greiðsluháttum né afgreiðslutíma.
Aftur árás
í 10-11