Morgunblaðið - 28.04.2008, Side 4

Morgunblaðið - 28.04.2008, Side 4
4 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til París í sumar. París er ótrúlega spennandi borg, hvort sem þú vilt þræða lista- söfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda sem þessi einstaka borg býður í ríkum mæli. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á frábærum kjörum eða skrepptu með fjölskylduna í hinn einstaka ævintýraheim Disney í París. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is París í sumar frá kr. 14.222 Verð kr. 14.222 Flugsæti aðra leið með sköttum, far- gjald A. Netverð á mann. Verð kr. 31.293 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, far- gjald A. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. TÓNLIST vorsins fyllti loftið á suð- urhorni landsins í gær og ljóst af mannfjöldanum sem streymdi út úr húsunum að fólk er orðið langeygt eftir góðu veðri. Starfsfólk kaffihúsa í miðborg Reykjavíkur hafði víða sett borð út á gangstétt og vegfarendur kunnu vel að meta þann gjörning svo snemma sumars. Í görðum var fólk að störfum eða leik, margir voru að klippa runna og þrífa eftir veturinn en börnin léku sér í sumarlegum leikjum. Fuglar sungu í trjám og lóan gladdi hlustirnar með sínum alkunna söng: dýrðin, dýrðin. Gæðum veðursins var þó nokkuð ójafnt skipt eftir landshlutum í gær og bárust jafnvel fréttir af élja- gangi og snjókomu á norðurhluta landsins. Framundan eru norð- lægar áttir, 5-13 metrar á sekúndu og él norðanlands, áfram bjart syðra en hitastigið er lágt, hlýjast tíu stig sunnan til. Stirður Hundurinn gengur hnípinn í burtu enda eru hafnfirsku yngismeyjarnar honum augljóslega færari í „twister“. Leikurinn gengur út á að teygja sig á alla enda og kanta og snerta sem flesta litaða fleti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðborg Reykjavíkur Víða stóðu borð kaffihúsa úti á gangstétt og sólþyrstur landinn gat þannig sleikt sólina um leið og kaffisopinn var drukkinn. Landsmenn orðnir langeygir eftir blíðunni og þyrptust út í góða veðrinu Tónlist vorsins fyllti loftið Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LANDSPÍTALINN hefur auglýst eftir geislafræðingum til starfa á myndgreiningarsviði í 100% starf, en 40 af 52 geislafræðingum hafa sagt upp störfum frá og með 1. maí og ganga því út á miðnætti á miðviku- dag að öllu óbreyttu. Deilt um 100 tíma Kristín Þórmundsdóttir, geisla- fræðingur, segir að staðan sé óbreytt. Stjórnendur spítalans hafi rætt við hvern og einn geislafræðing einslega og hafi þeim viðtölum lokið á þriðjudag í liðinni viku án árang- urs. Breytt vaktafyrirkomulag þýði að geislafræðingar þurfi að vinna um 100 tíma til viðbótar á ári fyrir sömu laun og það sætti þeir sig ekki við. „Eins og staðan er í dag sýnist mér að það stefni í það að við göngum út á miðnætti á miðvikudaginn,“ segir hún. Að sögn Kristínar eru umræddir geislafræðingar farnir að líta í kring- um sig eftir nýrri vinnu en allir voni samt að hægt sé að leysa hnútinn í tíma. Horft til Noregs Landspítalinn auglýsti eftir geislafræðingum í Morgunblaðinu í gær. Hansína Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri á myndgreiningarsviði, segir að gangi allar uppsagnirnar eftir þurfi að ráða jafnmarga í stað- inn. Hún segir að rætt hafi verið um að auglýsa eftir geislafræðingum á Norðurlöndum og jafnvel á Írlandi, en fyrir utan föstu stöðurnar vanti líka fólk í afleysingar. Hins vegar sé ekki hægt að segja hve marga vanti fyrr en vitað sé hvort uppsagnirnar standi og þá hve margar. Hansína segir að einkum sé horft til Noregs en sex norskir geislafræð- ingar hafi verið ráðnir á undanförn- um tveimur árum. Störf geislafræðinga á Landspítalanum auglýst Í HNOTSKURN » Á Landspítalanum starfa 52geislafræðingar. 40 þeirra hafa sagt upp og þar af fjórir frá Noregi. » Landspítalinn horfir helst tilNoregs til að manna stöður geislafræðinga en í gær höfðu 12 staðfest uppsagnir sínar. » Staða geislafræðinga áNorðurlöndum er ekki góð vegna verkfalla í Danmörku og Svíþjóð og of fárra starfa í Nor- egi. FYRSTU geitungarnir eru farnir að sjást og feitar og loðnar hunangs- flugur byrj- aðar að sveima mak- indalega um garða lands- manna. Erling Ólafsson skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun þor- ir lítið að spá um hvernig skordýra- sumarið verður, en segir þó að snjórinn sem verið hefur í vetur hafi haft verndandi áhrif á skor- dýralífið. Býflugan er mjög stundvís og fer yfirleitt að sjást 19. maí, en í ár sást sú fyrsta þó degi fyrr. Þá má nefna að fiðrildið birkivefari er farið að sjást mikið, en birkivefarinn liggur í dvala fullorðinn. Hann hverfur svo þegar vorið líður. Skordýrin komin á kreik MÖRGUM sem fylgdust með út- sendingu frá átökum lögreglu og mótmælenda við Rauðavatn í síð- ustu viku brá þegar lögreglumenn gengu fram með miklum hrópum og beittu piparúða á suma mótmæl- endur. Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá Lögreglu höfuð- borgarsvæðisins og segir hann við- brögð lögreglumanna við þessar að- stæður þaulæfð og þjóna mikilvægum tilgangi. „Vinnubrögðin eru skipulögð og lúta lögreglumenn ströngu boðkerfi skipana þar sem yfirmaður á staðn- um stýrir því hvað skuli gera hverju sinni. Aðferðir okkar eru þær sömu og notaðar eru í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og alltaf leitumst við við að grípa ekki til sterkari meðala en tilefni er til.“ Áður en úðanum var beitt segir Arnar Rúnar að mótmælendur hafi ítrekað verið varaðir við að piparúði yrði notaður. „Okkar markmið er ekki að reyna að klekkja á neinum og við gætum þess að almenningur hafi alltaf útgönguleið. Til þess að svo verði upplýsum við mótmælend- ur fyrirfram um hvað við hyggjumst gera, hvort sem beita á úða eða kylfum, og veitum þeim þannig tækifæri til að yfirgefa svæðið án átaka.“ Rétt aðferð við beitingu piparúða ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.