Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SLÖKKVILIÐIÐ þurfti að kljást við
nokkra sinuelda í gær. Sá stærsti
logaði við Hvaleyrarvatn í Hafn-
arfirði um hádegi. Eldurinn barst í
tré og annan gróður.
Talið er að um hektari lands hafi
brunnið og tóku slökkvistörf um
fimm klukkustundir.
Greiðlega gekk að slökkva minni-
háttar sinubruna sem voru í Graf-
arvogi, í Huldulandi, og á Garða-
holti á Álftanesi.
Jafnframt var slökkvilið kallað út
vegna elds í þvottavél í Teigaseli.
Þá komu upp sinubrunar í ná-
grenni Selfoss og við Stokkseyri og
fór sá fyrrnefndi nálægt íbúðar-
húsum.
Miklar ann-
ir vegna
sinuelda
HALDNIR verða tónleikar til
styrktar forvarnarfélaginu Blátt
áfram 8. maí næstkomandi.
Margar af
stærstu stjörn-
um íslensks tón-
listarlífs munu
koma þar fram
og gefa vinnu
sína.
Tónleikarnir
verða haldnir á
skemmtistaðnum
Nasa en fram
koma 12 hljóm-
sveitir, þar á
meðal Sálin hans Jóns míns, Ný
Dönsk, Buff, Ljótu hálfvitarnir,
Mercedez Club, Brain Police, Ny-
lon og Rokksveit Rúnars Júl-
íussonar.
Fræðsla og samskipti
Sigríður Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Blátt áfram, segir
markmiðið með söfnuninni að fjár-
magna auglýsingaherferð sem ætl-
að er að minna foreldra og for-
ráðamenn á mikilvægi forvarna og
samskipta við börnin sín.
„Vonir standa til að auglýsing-
arnar verði sýndar í sjónvarpi á
næstu vikum en þar leggjum við
áherslu á forvarnir með fræðslu
þar sem foreldrar tala við börnin
sín um mörk og samskipti,“ út-
skýrir Sigríður en þetta verður
þriðja sjónvarpsauglýsinga-
herferðin sem Blátt áfram stendur
fyrir.
Sigríður segir foreldra oft halda
að þeir þekki til hlítar umhverfi
barnsins og það fólk sem það um-
gengst.
„En staðreyndin er sú að það er
oft mjög erfitt að vita hvort ein-
hver í umhverfi barnsins er of-
beldismaður. Þess vegna þarf að
ræða við börnin hvað má ekki og
kenna þeim að þau megi segja nei,
líka við fólk sem er þeim nákomið.
Opin samskipti tryggja síðan að
barnið segi frá atvikum sem
bregðast þarf við.“
Miðasala fer fram á Rizzo Piz-
zeria við Grensásveg. Miðaverð er
2.000 kr. og er 20 ára aldurs-
takmark á tónleikana.
Stjörnu-
tónleikar
fyrir Blátt
áfram
Sigríður
Björnsdóttir
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
KONA í þjónustuíbúðum aldraðra
við Dalbraut í Reykjavík brenndist
alvarlega þegar eldur kom upp í íbúð
hennar síðdegis í gær. Henni er
haldið sofandi í öndunarvél á gjör-
gæslu Landspítalans. Annar íbúi,
þrír starfsmenn, tveir slökkviliðs-
menn og lögreglumaður voru einnig
fluttir á slysadeild vegna reykeitr-
unar og var slökkviliðsmönnunum
haldið þar í nótt en hin fengu að fara
heim að lokinni rannsókn. Að sögn
lögreglu leikur grunur á að kviknað
hafi í út frá sígarettu og verið er að
athuga hvort eldvarnarkerfi hafi
verið í fullkomnu lagi.
Tilkynnt var um eldinn til lögreglu
klukkan 17:15 og fór allt tiltækt
slökkvilið og lögregla á staðinn. Mik-
ill reykur var í húsinu og fóru tveir
reykkafarar inn í herbergið þar sem
eldur var laus og náðu konunni út.
Húsið er á tveimur hæðum og var
eldurinn í íbúð á neðri hæð en allar
23 íbúðirnar í álmunni voru rýmdar.
Samtals eru 46 íbúðir í tveimur álm-
um og þurftu um 50 manns aðstoð
við að komast út.
Marteinn Geirsson, deildarstjóri
hjá slökkviliðinu, sagði á vettvangi
að nokkurn tíma hefði tekið að flytja
fólk úr íbúðum sínum enda sumir í
hjólastólum og aðrir háðir göngu-
grindum. Slökkvistarfi lauk um níu
mínútum eftir að tilkynning barst
eða kl. 17:24. Var ákveðið að enginn
fengi að gista í íbúðunum í nótt.
Íbúum var safnað saman í matsal
og þangað mættu níu sjálfboðaliðar
og starfsfólk frá Rauða krossinum til
að veita íbúunum aðhlynningu og
sálrænan stuðning, aðstoða þá við að
nálgast lyf sín, svara spurningum,
útvega þeim gistingu sem á þurftu að
halda og skrá næturstað þeirra, auk
þess sem starfsfólki var boðin áfalla-
hjálp.
Starfsfólki hrósað
Oddný Daníelsdóttir, 81 árs, fór
heim með dóttur sinni. Hún segist
hafa verið í íbúð sinni á neðri hæð-
inni þegar starfsstúlka hafi komið og
beðið sig að fara út, því það væri
kviknað í. „Ég flýtti mér svo mikið að
ég gleymdi stafnum mínum,“ segir
hún og bætir við að mikill reykur
hafi verið á ganginum þegar hún hafi
komið fram. Hún segist samt hafa
tekið ástandinu með mikilli ró enda
starfsfólkið verið mjög yfirvegað.
„Starfsfólkið stóð sig mjög vel,“ seg-
ir hún.
Átta flutt á slysadeild eftir
bruna í íbúð fyrir aldraða
Grunur um að kviknað hafi í út frá sígarettu Eldvarnarkerfið kannað
Morgunblaðið/Júlíus
Aðstoð Lögregla, starfsfólk, gestir og slökkvilið aðstoðuðu íbúa við að
komast út úr íbúðum sínum eftir að ljóst var að kviknað hafði í.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞAÐ er ekkert annað en þrjóskan
sem heldur manni við þetta. Það er
ekki hægt að hætta við, maður
verður að ljúka þessu eins og
hverju öðru verkefni svo maður
geti snúið sér að því næsta,“ segir
Þórhallur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sem
unnið hefur að því verkefni með fé-
lögum sínum að ganga allar leið-
irnar sem lýst er í göngubókinni Ís-
lensk fjöll. Þórhallur hefur klifið
143 tinda af þeim 151 sem bókin
fjallar um og gengur væntanlega á
þann síðasta í lok næsta mánaðar.
„Ég geri þetta bara fyrir sjálfan
mig,“ segir Þórhallur og er ekkert
of hrifinn af því að segja frá verk-
efninu – en lætur til leiðast. Verk-
efnið felst í því að ganga eftir bók
Ara Trausta Guðmundssonar og
Péturs Þorleifssonar, Íslensk fjöll –
gönguleiðir á 151 tind. Fyrir tæp-
um þremur árum ákvað hópur
gönguáhugamanna sem kallar sig
Tindátana og lengst af var undir
forystu Leifs Hákonarsonar að
leggja í hann. Markmiðið var að
ganga á einn tind að meðaltali á
viku og samkvæmt því átti að fara á
síðasta fjallið um miðjan næsta
mánuð. „Við höfum verið að saxa á
bókina og svo vill til að ég er kom-
inn lengst. Ég hef nú gengið á 143
tinda og átta eru eftir. Hins vegar
var veðrið í vetur svo leiðinlegt að
það næst ekki á upphaflegu tíma-
áætluninni,“ segir Þórhallur.
Gönguleiðirnar eru miserfiðar,
sumar léttar og aðrar mjög erfiðar.
Snæfell syðra er eftir, eitt það erf-
iðasta í bókinni, og hefur Þórhallur
gert eina tilraun við það en er nú
með félögum sínum að athuga með
aðra uppgöngu. Síðasta fjallið verð-
ur aftur á móti Baula í Borgarfirði
og hana ætlar Þórhallur að fara í
fylgd Péturs Þorleifssonar, höf-
undar bókarinnar, og fleira fólks, í
lok næsta maímánaðar.
Hvatning fyrir aðra
„Það eiga allir að geta skemmt
sér við það að ganga eftir þessari
bók. Markmiðið er að ljúka henni
og hvetja þannig aðra til að fara
einhverjar af þessum gönguleið-
um,“ segir Þórhallur. Hann hefur
safnað GPS-punktum í ferðunum
og mun koma þeim til ferðafélag-
anna þannig að hægt verði að gera
gönguferlana aðgengilega fyrir al-
menning. Þá eru frásagnir og
myndir úr völdum gönguferðum á
síðunni climbing.is.
Ekki þarf að taka fram að göngu-
verkefni Þórhalls og félaga, að
ganga á eitt fjall á viku samfellt í
þrjú ár, er ákaflega krefjandi, bæði
líkamlega og andlega. „Það fór út í
það að maður hugsar um þetta öll-
um stundum. Kvöldin fara í að und-
irbúa næsta fjall, búa til ferla og
leita upplýsinga. Svo röltir maður á
Esjuna til að halda sér í formi þeg-
ar ekki gefur til lengri ferða.“
Þórhallur hefur í þessum göng-
um sínum komið á staði sem hann
hefur ekki séð áður. „Landið okkar
er stórkostlegt og það hefur verið
ótrúleg upplifun að koma á þessa
staði. Sumir þeirra eru aðgengileg-
ir almennu ferðafólki,“ segir hann.
Nú er 151. tindurinn á næsta leiti
og Þórhallur byrjaður að huga að
næsta stóra gönguverkefni. Hann
reiknar með að það verði að ljúka
göngu um Hornstrandir eftir bók
Páls Ásgeirs Ásgeirssonar. Segist
vera búinn að ganga hluta leiðanna
en hyggst snúa sér að því að ljúka
þeim þegar tindabókinni verður
hallað aftur.
Tindátar ganga skipulega á 151 tind á þremur árum eftir bókinni Íslensk fjöll
„Þrjóskan heldur manni við þetta“
Þórhallur Ólafsson
lýkur verkefninu í
lok maímánaðar
Lómagnúpur Þórhallur Ólafsson á Lómagnúpi fyrir skömmu, ásamt félaga
sínum, Jóni Helga Guðmundssyni. Sífellt bætast tindar í safn þeirra.