Morgunblaðið - 28.04.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 11
LANDIÐ
Rannís, Háskólinn í Reykjavík og Vinnova nýsköpunarmiðstöð í Svíþjóð bjóða til
kynningarfundar um markaðsþróun á vettvangi (Living lab) í Háskólanum í Reykjavík
þriðjudaginn 29. apríl kl. 8:00 til 9:00. Húsið opnar kl 7:45.
Fundurinn verður haldinn á 3. hæð Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti
Léttur morgunverður
Setning fundar
Rögnvaldur Sæmundsson Háskólanum í Reykjavík
Reynsla Svía af markaðsþróun á vettvangi
Alexander Nilsson, Vinnova
Hvers vegna nota fyrirtæki markaðsþróun á vettvangi?
Pernilla Reydmark, Vinnova
Geta íslensk fyrirtæki nýtt sér markaðsþróun á vettvangi?
Anna María Pétursdóttir, Vífilfell
Umræður og fyrirspurnir
Markaðsþróun á vettvangi er samstarf framleiðanda við væntanlega kaupendur vöru eða
þjónustu. Framleiðandi leitar til fjölda einstaklinga á markaðssvæði sínu með ósk um
ábendingar og ráð varðandi hönnun og viðmót vöru eða þjónustu. Framleiðandinn þarf að
skilja skoðanir og skilaboð markaðarins til að auka líkurnar á að afurðin falli kaupendum í
geð. Margskonar fyrirtæki og stofnanir nota þessa aðferð og eru hugbúnaðarfyrirtæki þar í
sérflokki.
Fjöldi slíkra verkefna er rekinn á Norðurlöndum og í Evrópu.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Vinsamlega tilkynnið komu á fundinn til Rannís í síma 515 5800
eða með tölvupósti rannis@rannis.is
Markaðsþróun á vettvangi
opinn kynningarfundur
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
www.rannis.is
Bolungarvík | Fulltrúar A-lista í
Bolungarvík segja að á haustmánuð-
um 2007 hafi verið farið að gæta
óánægju innan raða A-lista með
samstarfið við K-listann. Þá lagði
oddviti fram á fundi A-lista tillögu
meirihlutans að fjárhagsáætlun bæj-
arsjóðs. Komu þá upp efasemdar-
raddir er varða fjárhagsstöðu sveit-
arfélagsins. Í framhaldi af því óx
ólga og óánægja innan A-listans í
samstarfinu. Þetta kemur fram í yf-
irlýsingu frá fulltrúum listans.
Í yfirlýsingunni segir að í ein-
stökum nefndum bæjarins hafi kom-
ið upp trúnaðarbrestur milli meiri-
hlutaaðila og að fulltrúar A-lista hafi
verið sniðgengnir í öllu samstarfi
innan nefndanna. Vegna þessa hafi
minnstu munað að upp úr samstarfi
A- og K-lista slitnaði í vetur. Tókst
að koma í veg fyrir slit en samstarf
listanna hefur ekki orðið samt síðan.
Þá segir í yfirlýsingunni að þegar
fráfarandi bæjarstjóri gaf út yfirlýs-
ingu varðandi staðsetningu Inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga á
Flateyri átti forseti bæjarstjórnar
(oddviti A-listans) fund með bæjar-
stjóra og lýsti óánægju sinni með
viðbrögð bæjarstjóra. Sú yfirlýsing
bæjarstjóra endurspeglaði ekki
skoðun meirihluta bæjarstjórnar í
því máli enda hafði bæjarstjórn ekki
ályktað um málið. „Þegar svo oddviti
K-lista og jafnframt formaður bæj-
arráðs ber blak af bæjarstjóra á op-
inberum vettvangi þrátt fyrir að
oddviti A-listans hefði sett ofan í við
hann, keyrir um þverbak,“ segir í yf-
irlýsingunni. Því megi vera ljóst að
töluverður aðdragandi sé að slitum
meirihlutasamstarfs A- og K-lista í
bæjarstjórn Bolungarvíkur.
Ótrúleg samsuða
af rangfærslum
Í yfirlýsingu frá Grími Atlasyni,
bæjarstjóra Bolungarvíkur, segir
m.a. að yfirlýsing A-listans sé „ótrú-
leg samsuða af rangfærslum þar sem
sannleikurinn er togaður og beygður
að þörfum þeirra sem eiga vondan
málstað að verja.“ Grímur segir í
sinni yfirlýsingu að Anna Guðrún
Edvardsdóttir, oddviti A-listans, hafi
engan fund átt með sér þar sem yf-
irlýsing Gríms um staðsetningu Inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga bar á
góma. Fundurinn hafi fjallað um
önnur mál. „Við ræddum ekkert um
Flateyri eða Innheimtustofnun
sveitarfélaga. Að halda öðru fram
eru ósannindi sem kemur svo sem
ekki á óvart þegar litið er á þau
makalausu og óheiðarlegu vinnu-
brögð sem A-listinn hefur lagt stund
á síðustu daga,“ segir Grímur.
A- og K-listi
kveðast á
Hornafjörður | „ÞAÐ var mikið
sungið, hlegið og sprellað, eins
og venjulega þegar margar kon-
ur koma saman,“ segir Ingibjörg
Guðjónsdóttir, stjórnandi
Kvennakórs Garðabæjar. Kórinn
var í gær á leið heim af Lands-
móti kvennakóra sem haldið var
á Höfn í Hornafirði um helgina.
Vel á fjórða hundrað konur úr
þrettán kvennakórum tóku þátt í
landsmótinu sem Kvennakór
Hornafjarðar bauð til að þessu
sinni. Konurnar skiptu sér í
hópa sem unnu út frá mismun-
andi meginhugmyndum. Þær
voru því að kynna sér nýja hluti
og syngja með nýjum kórum,
auk þess að njóta samvistanna
og upplifa Hornafjörð á nýjan
hátt. Afrakstur helgarinnar var
fluttur á tónleikum sem fram
fóru í gær, auk þess sem allir
þátttakendur sungu saman nokk-
ur lög.
„Það skemmtu allir sér vel.
Með þátttöku í mótinu erum við
líka að sýna samstöðu og byggja
upp þessi samtök sem við erum
hluti af,“ segir Ingibjörg.
Vel á fjórða hundrað kvenna tók þátt í landsmóti
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Mikið sungið og hlegið
Eftir Kristínu Sigurrós
Einarsdóttur
Hólmavík | Það var sann-
arlega vor í lofti þegar
nýtt Þróunarsetur var tek-
ið í notkun á Hólmavík á
sumardaginn fyrsta.
Þróunarsetrinu var
fundinn staður í húsi sem
er um 60 ára gamalt og
hýsti áður skrifstofur
Kaupfélags Steingríms-
fjarðar og Hólmadrangs.
Þar eru í dag átta skrif-
stofurými ásamt fundarsal
og öðru sameiginlegu
rými, auk þess á eftir að
innrétta þar eina hæð. Atvinnuþróun-
arfélag Vestfjarða, Sauðfjársetur á
Ströndum, Fræðslumiðstöð Vest-
fjarða, Þjóðfræðistofa, Náttúrustofa
Vestfjarða, Strandagaldur, Menning-
arráð Vestfjarða og Héraðsblaðið
Gagnvegur hafa aðstöðu í húsinu
ásamt námsveri sem sveitarfélagið
Strandabyggð hefur komið á lagg-
irnar. Að stærstum hluta er um að
ræða starfsemi sem er tilkomin á
Hólmavík á síðustu mánuðum með
nýjum störfum sem henni fylgja.
Við opnunina kom fram að upp-
haflega hefði ekki ríkt mikil bjartsýni
um notagildi húss sem þessa á
Hólmavík en nú væri það í raun búið
að sprengja starfsemina utan af sér
þar sem héraðsbókasafnið og héraðs-
skjalasafnið hefði í fyrstu verið ætl-
aður staður í húsinu en ekki verður
rúm fyrir það að svo stöddu.
Á sumardaginn fyrsta voru einnig
afhentir styrkir Menningarráðs
Vestfjarða, samtals að upphæð 17,6
milljónir króna til 47 verkefna og fór
sú athöfn fram á Hólmavík.
Það má því segja að Strandamenn
hafi tekið sumrinu með bjartsýni í
huga og bros á vör.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Menningarstyrkir Menningarráð Vestfjarða veitti styrki til 47 verkefna að
þessu sinni. Styrkþegar standa fyrir fjölbreyttum verkefnum.
Húsnæðið sprungið
utan af starfseminni
Þróunarsetur Strandamenn voru ánægðir við
opnun Þróunarseturs. Hér eru Arnar S. Jóns-
son, Jón Jónsson og Elín Gróa Karlsdóttir.
Þróunarsetur opnað á Hólmavík