Morgunblaðið - 28.04.2008, Qupperneq 13
BIRGJAR Mk One, breskrar smá-
sölukeðju sem Baugur hefur ákveðið
að selja, hafa
gagnrýnt fyr-
irtækið harka-
lega eftir að ávís-
anir, sem gefnar
höfðu verið út
sem greiðsla fyrir
vörur og þjón-
ustu voru ógiltar.
Í frétt Tele-
graph segir að
Mk One skuldi
birgjum sínum
milljónir punda og er í fréttinni vitn-
að í talsmann Venus Technology,
eins birgjanna, þar sem hann segir
Mk One skulda sínu fyrirtæki
300.000 pund, sem jafngildi þriðj-
ungi ársveltu Venus. Segir talsmað-
urinn að 95% viðskipta fyrirtækisins
séu við Mk One og því sé Venus al-
gerlega háð smásölukeðjunni. Lög-
fræðingar birgjanna hafa þegar haft
samband við Mk One og hafa í
nokkrum tilfellum sent svokallaðar
vikuviðvaranir, þar sem krafist er
greiðslu útistandandi krafna innan
sjö daga. Í fréttinni segir að fjöldi
áhugasamra hafi haft samband við
Baug um kaup á Mk One.
Jón Ásgeir Jóhann-
esson, stjórnar-
formaður Baugs.
Birgjar Mk
One ósáttir
● Í BRETLANDI rannsaka sam-
keppnisyfirvöld nú ásakanir um
verðsamráð stærstu matvöruversl-
unarkeðja
landsins. Í
Sunday Tele-
graph kemur
fram að meðal
verslana sem
eru til skoð-
unar eru:
Tesco, Asda,
sem er í eigu
Wal-Mart, J Sa-
insbury og Morrison. Í Sunday Tim-
es kemur fram að starfsmenn sam-
keppniseftirlitsins hafi farið á
skrifstofur verslunarkeðjanna og
birgja þeirra en rannsakað er hvort
þær hafi viðhaft ólöglegt verð-
samráð á matvöru, snyrtivörum og
heilsuvörum.
Í samtali við AP-fréttastofuna
neitaði talsmaður samkeppnisyf-
irvalda að tjá sig enda sé það aldr-
ei gert er rannsókn stendur yfir.
Sama var uppi á teningnum þegar
fréttastofan leitaði til talsmanna
Sainsbury’s og Tesco.
Rannsaka samráð
í Bretlandi
● FRESTUR, sem
Microsoft hafði
gefið stjórn Yahoo
til að taka yf-
irtökutilboði fyrr-
nefnda fyrirtæk-
isins í það
síðarnefnda, rann
út um helgina án
þess að svar
hefði borist frá
Yahoo. Þykir þetta
auka líkurnar á því að Microsoft reyni
fjandsamlega yfirtöku á Yahoo, þ.e.
reyni að ná yfirráðum í fyrirtækinu í
óþökk stjórnar Yahoo. Helsta deilu-
málið hefur verið það verð sem
Microsoft er tilbúið að greiða. Bauð
Microsoft 29,68 dali á hlut, en
stærstu hluthafar Yahoo telja eðli-
legt verð nærri 35 dölum á hlut.
Yahoo hefur verið að bíða eftir hærra
boði frá Microsoft, en stjórnendur
Microsoft segjast þreyttir á trega
Yahoo til að ræða verðhugmyndir.
Steve Ballmer, for-
stjóri Microsoft.
Stefnir í fjand-
samlega yfirtöku
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Eftir Halldóru Þórsdóttur í Þýskalandi
halldorath@mbl.is
FYRSTA borunarverkefni Heklu
Energy, dótturfyrirtækis Jarðbor-
ana í Þýskalandi, er komið vel á
veg, en boranir hófust í Mauer-
stetten í Bæjaralandi í janúar.
Verkefnið er samstarf við Exorku,
sem á framkvæmdarétt á svæðinu,
en Geysir Green Energy, móður-
félag Jarðborana, á 66% hlut í Ex-
orku. Verðmæti samningsins er um
1,5 milljarðar króna, en Exorka á
fleiri vinnsluréttindi í Suður-
Þýskalandi sem fyrirtækið hyggst
nýta á næstu árum.
Á hverjum borunarstað er ætl-
unin að bora þrjár eða fjórar 4-5
kílómetra djúpar holur. Nú er búið
að bora um 2,5 km niður í Mauer-
stetten. Það vakti athygli blaða-
manns hve borsvæðið er hljóðlátt,
en þar munar talsvert um að bor-
inn fær rafmagn frá landsnetinu,
en er ekki knúinn með dísilrafstöð
eins og jafnan er gert á Íslandi.
Jarðfræðirannsóknir á svæðinu
gefa til kynna að um lághitasvæði
sé að ræða, þ.e. um 120-150 gráða
heitt vatn. Hitinn verður nýttur til
framleiðslu rafmagns með svo-
nefndri Kalina-tækni, sem er t.a.m.
notuð á Húsavík. Rafmagnsfram-
leiðslan á hvert borsvæði er áætluð
um 3-5 MW, sem verður háð bæði
hitastiginu og því rennsli sem næst
úr borholunum. Rafmagnið á síðan
að selja inn á landsnet þeirra Þjóð-
verja.
Strangari umhverfisskilyrði
Borinn sem er notaður er einn
sá öflugasti í flota Jarðborana, en
félagið hefur einnig fest kaup á
nýjum bor, fyrir að andvirði 2
milljarða króna, frá þýska félaginu
Bentec. Að sögn Bents S. Einars-
sonar, forstjóra Jarðborana, bíða
hans þegar ýmis verkefni, en bor-
inn verður afhentur í október.
„Mér líst mjög vel á metnaðinn
hjá Heklu Energy. Þar er hæfi-
leikaríkt starfsfólk sem hefur alla
burði til að verða þekkt nafn á hin-
um hraðvaxandi markaði endurnýj-
anlegrar orku, en þar eru gríðarleg
sóknarfæri,“ segir Bent. Stefnt er
að því að næsta borverkefni Heklu
hefjist seint í haust, en þar sem
boranirnar eru enn á byrjunarstigi
á eftir að koma í ljós hvernig
næstu verkefni ráðast. Nú beinist
sjónir manna helst að Þýskalandi,
en Evrópa komi þó öll til álita.
Að sögn Bents eru strangar um-
hverfisverndarkröfur gerðar til
framkvæmdaaðila í Þýskalandi.
Vatninu sem er dælt upp úr jörð-
inni þarf t.d. að skila aftur til baka,
þess vegna þarf minnst tvær holur
á hverju borsvæði. Ekki eru gerðar
eins strangar kröfur á Íslandi.
Endurnýjanleg orka í sókn
Johann Fleschhut er héraðs-
stjóri í Ostallgäu í Bæjaralandi, en
auk framkvæmdanna í Mauerstett-
en er ráðgert að hefja jarðboranir
nálægt Marktoberdorf, höfuðborg
héraðsins. Fleschhut segir sam-
starfið við Exorku og Heklu hafa
gengið vel og leggur áherslu á
ánægju sína með vaxandi notkun
endurnýjanlegra orkugjafa í hér-
aðinu. Nýting vatns-, vind- og sól-
arorku er í miklum vexti í hér-
aðinu, en Þjóðverjar hafa sett sér
það markmið að endurnýjanlegir
orkugjafar skili a.m.k. um 20%
orkunotkunar árið 2020. Árið 2006
var hlutfallið 5,8%.
Hekla Energy hálfnuð með
fyrstu holuna í Bæjaralandi
Dótturfélag Jarðborana borar eftir jarðvarma á lághitasvæðum í S-Þýskalandi
Öflugur Bor Heklu Energy í Mauerstetten gnæfir við Alpafjöllin.
ÞETTA HELST ...
● TAP á rekstri Teymis á fyrsta árs-
fjórðungi nam tæpum 4,9 millj-
örðum króna, samanborið við 1,6
milljarða króna hagnað á sama tíma-
bili árið 2007.
Tekjur jukust um 24% frá sama
tímabili í fyrra og námu um 6 millj-
örðum króna en hins vegar varð 6,2
milljarða króna gengistap og skýrist
það að stærstum hluta af geng-
islækkun krónunnar.
Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)
nam 1.003 milljónum króna sem er
28% aukning frá fyrra ári. Eiginfjár-
hlutfall fyrirtækisins var 19% í lok
mars 2008. Handbært fé frá rekstri
fyrir greidda vexti og skatta nam 859
milljónum króna.
Tap á rekstri Teymis
4,9 milljarðar
Reuters
Wachovia greiðir 144
milljónir Bandaríkjadala
BANDARÍSKI bankinn Wachovia
hefur samþykkt að greiða 144 millj-
ónir dala í skaðabætur og sektir
vegna ólögmætra viðskiptahátta
tengdum símasölumönnum. Síma-
sölumennirnir fengu gegnum síma
fjárhagslegar upplýsingar frá öldr-
uðu og efnalitlu fólki með því að lofa
því vafasömum vörum eða þjónustu,
svo sem afsláttarmiðum fyrir flug-
ferðir. Sölumennirnir gátu, eftir að
hafa aflað upplýsinganna, látið gera
sérstakar ávísanir sem ekki þarf að
undirrita og þar með dregið fé út af
reikningum fórnarlambanna. Er því
haldið fram að ákveðnir stjórnendur
og lykilstarfsmenn Wachovia hafi
vitað af þessari iðju símasölumann-
anna og ekki gripið til aðgerða til að
koma í veg fyrir hana.
Þá sætir Wachovia rannsókn yf-
irvalda vegna gruns um að bankinn
hafi aðstoðað mexíkóska og kólumb-
íska eiturlyfjasmyglara við að þvo
illa fenginn gróða sinn í gegnum þar-
lend millifærslufyrirtæki (e. money
transfer companies). Wachovia er þó
ekki eini bankinn sem sætir slíkri
rannsókn nú.
Í hópi þeirra ríkustu
sæti listans með eignir upp á 31
milljarð punda en hann var í fyrsta
sæti lista Forbes yfir auðugasta
fólk heims.
Fram kemur í grein Sunday Tim-
es að auður ríkustu manna Bret-
lands hafi margfaldast frá því
stjórn Verkamannaflokksins komst
til valda. Jafnvel frá þeim tíma er
Gordon Brown tók við völdum hef-
ur auður þeirra aukist um 15%
þrátt fyrir erfiðleika á fjár-
málamarkaði undanfarin misseri.
Ríkasti maður Bretlands er stál-
framleiðandinn Lakshmi Mittal en
eignir hans eru metnar á 27,7 millj-
arða punda. Roman Abramovich er
í öðru sæti yfir ríkustu íbúa Bret-
lands með auðæfi metin á 11,7 millj-
arða punda.
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson
er í 29. sæti lista Sunday Times yfir
ríkustu menn Bretlands. Eru eignir
hans metnar á 2.070 milljónir
punda, um 300 milljarða íslenskra
króna, en hann var í 23. sæti listans
í fyrra. Enginn Íslendingur kemst
inn á lista yfir þá 100 ríkustu í Evr-
ópu.
Samkvæmt listanum yfir ríkustu
menn heims eru indversku bræð-
urnir Mukesh og Anil Ambani þeir
ríkustu en eignir þeirra eru metnar
á 43 milljarða punda.
Í öðru sæti listans er Walton fjöl-
skyldan sem meðal annars á Wal-
Mart verslunarkeðjuna. Auður fjöl-
skyldunnar er metinn á 38,4 millj-
arða punda. Bandaríski fjárfestir-
inn Warren Buffett skipar þriðja
Útlitið svart
í Bandaríkjunum
● ÚTLIT er fyrir að störfum muni
fækka í apríl í Bandaríkjunum, fjórða
mánuðinn í röð, samkvæmt fréttavef
Bloomberg. Segir þar að meðal
ástæðna séu samdráttur í byggingu
nýrra fasteigna og í einkaneyslu.
Miðgildisspá Bloomberg gerir ráð
fyrir því að störfum fækki um
78.000 í apríl, en nýjar opinberar
tölur verða birtar næstkomandi
föstudag.
Við sama tækifæri verða birtar
nýjar tölur um hagvöxt í Bandaríkj-
unum á fyrsta fjórðungi ársins og
gera svartsýnustu spár ráð fyrir
0,4% hagvexti á tímabilinu.
Gangi sú spá eftir er það versta
frammistaða bandaríska hagkerf-
isins í fimm ár.
EINS og margoft hefur verið greint
frá í fjölmiðlum hefur verð á hveiti,
korni og hrísgrjónum hækkað mjög
á undanförnum misserum og hafa
margir af því áhyggjur hvaða áhrif
það muni hafa á fátækustu íbúa jarð-
arinnar.
Í ljósi þessarar þróunar líta nú æ
fleiri til kartöflunnar sem hugsan-
legs bjargvættar og hafa Sameinuðu
þjóðirnar lýst árið 2008 ár kartöfl-
unnar. Kartöflur er hægt að rækta á
mörgum svæðum þar sem aðrar
plöntur þrífast illa og þær geta verið
afar næringarmiklar, eins og frænd-
ur okkar Írar þekkja vel.
Á árlegri kartöfluhátíð í Bólivíu
nýlega sýndu bændur uppskeruna.
Kemur kartaflan
okkur til bjargar?
Reuters