Morgunblaðið - 28.04.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.04.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 21 Í ræðu formanns bankaráðs Lands-banka Íslands, Björgólfs Guð-mundssonar, á aðalfundi hans ný-verið kom fram athyglisverð hugmynd um stofnun þjóðarsjóðs. Þjóð- arsjóðir (e. Sovereign Wealth Fund, SWF) eru vel þekktir og hafa verið til allt frá sjötta áratugnum. Gildi slíks sjóðs fyrir Ísland, fyr- irkomulag og hlutverk hef- ur verið til umræðu innan fjármálaráðuneytisins um nokkurt skeið. Á fundi fjár- málaráðherra Norðurlanda og þjóða við Eystrasaltið sem haldinn var í Hamborg fyrir tíu dögum síðan voru slíkir sjóðir annað tveggja meginumræðuefna. Þjóð- arsjóðir hafa reyndar verið talsvert til umræðu á al- þjóðavettvangi að und- anförnu vegna aðkomu þeirra að endurfjármögnun bæði banda- rískra og evrópskra banka sem farið höfðu illa út úr undirmálslánum á hús- næðismarkaði. Þjóðarsjóðir hafa einkum verið settir á stofn til að auka gjaldeyrisvarasjóði, eiga fyrir útgjöldum opinberra lífeyr- issjóða í framtíðinni og sem annars kon- ar opinberir fjárfestingasjóðir. Upp- haflega voru flestir sjóðirnir í eigu landa sem fluttu út hrávörur s.s. olíu og ætl- aðir til þess að jafna sveiflur á hráefn- isverði og þar með tekjum ríkjanna frá einu tímabili til annars. Undanfarin ár hefur sjóðunum fjölgað og ríki sem haft hafa verulegan og viðvarandi afgang af viðskiptum sínum við útlönd hafa fært hluta af afganginum í þjóðarsjóði. Hér er ekki eingöngu um að ræða olíuþjóðir heldur einnig þjóðir þar sem hagvöxtur hefur verið mikill þótt meðaltekjur séu ekki háar. Þjóðarsjóðir fjárfesta nánast eingöngu erlendis og fjárfestingarstefna getur verið mismunandi eftir eðli sjóð- anna. Meiri kröfur eru gerðar um ávöxt- un og meiri áhætta tekin í tilfelli op- inberra fjárfestingasjóða heldur en í tilfellum gjaldeyrisvarasjóða og op- inberra lífeyrissjóða. Þá hafa áhyggjur manna beinst að því að einhverjir sjóð- anna hafi hugsanlega önnur markmið en fjárhagsleg í sínum fjárfestingum en um það verður ekki fjallað hér. Þó nokkrar spurningar vakna þegar maður veltir fyrir sér hugsanlegum þjóðarsjóði Íslendinga. Hvaða vanda á að leysa eða verjast í framtíðinni með stofnun sjóðsins? Hvernig væri það gert og hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til þess að það sé hægt að koma slík- um sjóði á fót? Hverju er- um við tilbúin að fórna til þess að það tækist? Hvernig væri hægt að ná sömu markmiðum á annan hátt? Þessum spurningum verður ekki öllum svarað hér en ljóst er að hugmynd Björgólfs er sú að slíkur sjóður væri bakhjarl efna- hags-og atvinnulífsins og í ljósi að- stæðna í dag, sérstaklega fjármálageir- ans. Vegna stærðar og stöðu almenna líf- eyrissjóðakerfisins og stöðu opinberu líf- eyrissjóðanna væri ekki þörf á þjóð- arsjóði sem hefði það hlutverk að vera jafnframt opinber lífeyrissjóður. Sveiflu- jöfnun vegna mismunar á tekjum rík- isins milli ára eða vegna tímabundinna mikilla tekna sem síðan munu hverfa eins og reiknað er með hjá olíuþjóðum er ekki augljós ástæða þess að setja á stofn þjóðarsjóð hér á landi. Það gæti þó verið til þæginda fyrir fjármálaráðherra framtíðarinnar. Hér á landi hafa ekki verið fyrir hendi þær forsendur sem almennt eru fyrir því að setja á stofn þjóðarsjóð. Hins- vegar má segja að nettó skuldastaða rík- issjóðs um þessar mundir gæti gefið til- efni til þess að verja tilteknum hluta af tekjuafgangi hans til uppbyggingar á þjóðarsjóði. Um síðustu áramót sýnir bráðabirgðauppgjör ríkissjóðs að pen- ingalegar eignir hans eru í fyrsta skipti umfram skuldir að meðtöldum skuld- bindingum við lífeyrissjóði hins op- inbera. Góð afkoma ríkissjóðs síðustu árin hefur leitt til þessa. Þessi staða hef- ur reyndar líka verið nýtt til þess að styrkja stöðu Seðlabankans, með aukn- ingu á eigin fé hans og tvöföldun gjald- eyrisvarasjóðsins, og með því byggja upp innistæður ríkissjóðs hjá Seðla- bankanum. Það má halda því fram að hvort tveggja sé vísir að íslenskum þjóð- arsjóði. Viðskiptahallinn væri hins vegar örugglega stærsta hindrunin á vegi verkefnis sem þessa og miklir fjár- magnsflutningar til útlanda gætu haft áhrif á gengi krónunnar. Af framansögðu má því ljóst vera að til þess að við getum byggt upp þjóð- arsjóð þarf að vera tekjuafgangur bæði á ríkissjóði og viðskiptum við útlönd. Þá hina sömu fjármuni og fara í það að byggja upp sjóðinn notum við ekki til þess að fjármagna innflutning, fram- kvæmdir eða til að lækka skatta. Við þurfum því að leggja enn meiri áherslu en áður á að styrkja atvinnulífið, auka útflutningstekjurnar og vera tilbúin til að taka á móti erlendum fjárfestingum í þeim tilgangi. Traust staða ríkissjóðs og hagstæð viðskipti við útlönd eru meginforsenda þess að við getum byggt upp þjóðarsjóð. Þjóðarsjóður Eftir Árna M. Mathiesen » Þjóðarsjóðir hafa eink- um verið settir á stofn til að auka gjaldeyris- varasjóði, eiga fyrir út- gjöldum opinberra lífeyr- issjóða í framtíðinni og sem annars konar opin- berir fjárfestingasjóðir. Höfundur er fjármálaráðherra. Árni M. Mathiesen em eiga rétt á húsa- lgar því vegna hækkunar- saleigubætur gið gerir einnig ráð fyrir ú í fyrsta skipti að kra húsaleigubóta. Þær lögbundnar en þeim fjölgar sem hafa tekið vinna bug á vaxandi hús- ks sem býr við erfiðar fé- æður. Sérstöku húsa- hækka nú og geta að m meðtöldum orðið, að há- kr. Unnar verða sérstakar glur um bæturnar og skil- rýmkuð til að koma til m verst eru staddir á hús- í um um hefst víðtæk stefnu- í húsnæðismálum á vegum félags- og tryggingamálaráðherra sem er hluti af samkomulagi ríkisins og sveitar- félaganna. Í þeirri vinnu verður hlutverk hins opinbera í húsnæðismálum skýrt og endurskilgreint og verka- og kostn- aðarskipting ríkis og sveitarfélaga end- urskoðuð með jafnræði milli búsetu- forma og einstaklingsbundinn stuðning að leiðarljósi. Tillögum á grundvelli þeirrar vinnu er að vænta fyrir árslok. Við fögnum því að þetta samkomulag hafi náðst á milli ríkis og sveitarfélaga. Það felur í sér aukna þátttöku ríkisins í húsaleigubótum vegna sérstöku húsa- leigubótanna og það gefur fyrirheit um skýrari verkaskipti og kostnaðarskipt- ingu. Hlutverk beggja stjórnsýslustiga er ávallt að þjóna íbúunum sem best. Þess vegna er ánægjulegt að geta fullyrt að fyrst og fremst þjónar samkomulagið hagsmunum þeirra. æturnar Jóhanna er félags- og trygginga- málaráðherra. Halldór er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta er mikið þjóðarböl, 7,2%atvinnuleysi,“ sagði góður vin-ur minn við mig á dögunum,þegar ESB-aðild bar á góma, en við höfðum í höndunum upplýsingar um, að þvílíkt ástand hefði verið í lönd- um Evrópusambandsins í fyrra, en aðeins 2,3% at- vinnuleysi hér á landi. „Það er skrítin hugmynd,“ bætti hann við, „að vilja flytja inn atvinnuleysið!“ Og ég fór að hugsa um þessar tölur og fann á vefnum, að at- vinnuleysi meðal ungs fólks undir 25 ára aldri hafði ver- ið 18,8% í Evrópusamband- inu á árinu 2005 og er ugg- laust svipað enn. Þetta ástand lýsir svo sannarlega miklu þjóðarböli og mann- legum harmleik, þegar at- vinnuleysið fer að ganga frá kynslóð til kynslóðar eins og erfðagen innan sömu fjölskyldunnar. Það þarf mikið innra afl til að rífa sig upp úr því! ESB-aðild er mikið rædd nú, og þessi útgangspunktur er ekki verri en hver annar: Hvernig tryggjum við Íslend- ingar best velferð okkar sjálfra? Ég sá í sjónvarpinu um daginn viðtalsþátt frá Færeyjum, þar sem ma. var rætt við Magne Arge, forstjóra færeyska flug- félagsins Atlantic Airways, en honum hefur tekist að gera flugfélagið að stór- veldi með dugnaði og bjartsýni. Grunn- tónninn í boðskap hans var, að Fær- eyingar ættu að segja skilið við Dani. Við verðum að bjarga okkur sjálfir, sagði hann. Það verða engir aðrir til þess. Ég þekkti þennan bjarta tón héðan frá Íslandi og átti bágt með að sjá það fyrir mér, að fyrsta verk Færeyinga yrði að ganga í Evrópusambandið eftir að hafa endurheimt sjálfstæði sitt úr höndum Dana. Það hefði þá verið betra að vera kyrrir undir Dönum, hugsaði ég. Ragnar Arnalds bendir á það í glöggri grein í Morgunblaðinu á laugardag, að árlega sé haldinn ráð- herrafundur Evrópusambandsins, þar sem teknar eru ákvarðanir um nýtingu sameiginlegra fiskimiða og sé sá fundur oft nefndur „nótt hinna löngu hnífa“. Þar hefðum við þrjú atkvæði af um 350. Ætli Færeyingar fengju eitt eða tvö? Ekki er kyn þó áhugamenn um ESB-aðild séu að reyna að koma því að, að ís- lenska ríkisstjórnin ætti fulltrúa á fundinum og aðgang að öllum gögnum! Hagsæld okkar Íslend- inga hefur alltaf oltið á því, hvort okkur hefur tekist að afla nægilegs gjaldeyris. Mesta reið- arslagið sem ég man eftir var hrun síldarstofnsins í lok 7. ára- tugarins, þegar hlutfall síldarafurða af heildarútflutningsverðmætum hrundi á tveim árum úr 42% niður fyrir 10% vegna ofveiði. Afleiðingin varð sú, að fjöldi manns flutti úr landi til að leita sér atvinnu og margir komu ekki til baka. En gæfa okkar var á hinn bóg- inn sú, að samningar höfðu tekist um byggingu álversins við Straumsvík. Sjávarútvegurinn stendur enn í dag undir lífskjörum okkar ásamt orku- lindum okkar og orkufrekum iðnaði. Fjarðaál hefur gjörbreytt byggðaþró- un á Austurlandi og á næstu árum mun margvíslegur orkufrekur iðnaður byggja upp atvinnulíf víðsvegar um landið og afla okkur meiri gjaldeyr- istekna. Þegar lífskjör Íslendinga eru borin saman við lífskjör annarra þjóða ríða ódýrt rafmagn og heitt vatn baggamuninn. Í Reykjavíkurbréfi í gær var gerð grein fyrir kanadískri skýrslu, þar sem spáð er helmingshækkun á eldsneyti á næstu árum. Ég tek undir með bréfrit- ara að undir þessum kringumstæðum er fásinna að ganga í Evrópusambandið og deila með öðrum þjóðum yfirráðum okk- ar yfir orkulindunum. Þær eiga eftir að margfaldast í verði. Þær eru ásamt fiskimiðunum lykillinn að velferð okkar Íslendinga og forsenda þess, að við get- um lifað frjáls og óháð hér norður við heimskautsbaug. Jón Baldvin Hannibalsson fer mikinn í Morgunblaðinu á fimmtudag og þykir lítið til krónunnar koma, – hún sé ekki annað en ónýtt fat, sem vondir stjórn- málamenn hafi farið illa með en nefnir þó ekki Hlutabréfasjóð og það gums allt saman, sem hann var þó kunnugur. Og það er rétt hjá honum, að krónan er minnsti gjaldmiðill veraldar og þess vegna viðkvæm og að það þrengir að okkur núna. Og úr því verðum við að vinna sjálf, – það verða ekki aðrir til þess. Evrópusambandið er engin gust- ukastofnun. En auðvitað lærum við af reynslunni. Og ef þrautalendingin verð- ur að síðustu sú, að nauðsynlegt sé að skipta um mynt myntarinnar vegna, hljótum við að velta fórnarkostnaðinum fyrir okkur. Og þá hygg ég að muni koma í ljós, að evran sé of dýru verði keypt. Við verðum að ráða fram úr okkar málum sjálf Eftir Halldór Blöndal »… og sé sá fundur oft nefndur „nótt hinna löngu hnífa“. Þar hefðum við þrjú atkvæði af um 350. Ætli Færeyingar fengju eitt eða tvö? Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis. Halldór Blöndal ggið. Þess vegna var farið n og Írak. Af þessum ðist í önnur stríð gegn vá af ar má nefna vímuefni, al- Einkenni stríðs hafa gjör- akið er enn notað, bæði til rif á almenning og tryggja í raun orðið að einskonar n. Það sé hins vegar allt annað en einfalt fyrir ríki að fóta sig í þessu umhverfi. Stundum séu aðstæður þannig að hættu- legt teljist að aðhafast ekkert, en hins- vegar geti reynst jafn hættulegt að grípa til aðgerða. Coker nefnir Íraksstríðið sem dæmi. „George Bush hefði sennilega ekki ráðist inn í Írak árið 2003, ef hann hefði áttað sig á afleiðingum innrásarinnar, heldur frem- ur haldið áfram að beita aðgerðum á borð við viðskiptaþvinganir.“ Coker segir að menn verði að reyna að sjá afleiðingarnar fyrir. „Það kallast afleiðingastjórnun. Forsenda hennar er að mesta hættan sem steðjar að þér gæti verið þú sjálfur.“ Tjaldað til einnar nætur Hann segir fælni við skuldbindingu og þátttöku vera eitt einkenni þeirra tíma sem nú eru. „Samfélagið er saman sett af mörgum lauslegum tengslum. Í raun veik- asta hlekknum. Hollusta er almennt litin hornauga. Fólk vill græða og það eins og skot. Þetta gildir á öllum sviðum sam- félagsins, þar á meðal í samböndum fólks. Hjónabönd endast mörg hver skammt og hlutfall hjónaskilnaða hefur aldrei verið hærra. Margir velja að búa einir, ekki vegna þess að þeir finna ekki maka, held- ur vegna þess að þeir vilja ekki binda sig til langs tíma,“ segir Coker. Hið sama gildi í raun um alþjóðleg bandalög. „Við sjáum þetta til dæmis á því að Bandaríkin kæra sig ekki um banda- menn til langs tíma. Þau vilja mynda bandalög viljugra þjóða til skamms tíma, allt eftir því hvað hentar hverju sinni,“ segir hann. Coker nefnir veru Bandaríkja- manna í Afganistan sem dæmi. Þar hafi Bandaríkin lagt áherslu á að fá stuðning ríkja utan Atlantshafsbandalagsins, t.d. Japana og Ástrala. Á sama tíma hafi Frakkar, ein af stofnþjóðum bandalags- ins, lagt áherslu á að NATO verði fyrst og fremst bandalag Bandaríkjanna og Evr- ópuríkja. Þar verði lögð áherslu á gildi þessara samfélaga og lýðræðishefð þeirra. Þarna rekast því hagsmunir á. „Raunar hafa Frakkar að mínu mati rétt fyrir sér í þessu og það í fyrsta skipti,“ segir Coker brosandi. Coker segir að áhættusamfélagið sé ekki komið til að vera, þegar hann er spurður um framtíðina. „Þetta er bara tímabil í sögunni, þótt ég sjái ekki fyrir endann á því eins og er. Ég tel ekki að það sé komið til að vera.“ eldur svísu“ Morgunblaðið/Valdís Thor gur leggja mesta áherslu d. innan NATO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.