Morgunblaðið - 28.04.2008, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
✝ Bjarni HlíðkvistJóhannsson
fæddist á Gillastöð-
um í Laxárdal í
Dölum 14. apríl
1930. Hann lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi
20. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þuríður
Skúladóttir hús-
móðir, f. 12.3. 1907,
d. 11.3. 1998 og Jó-
hann Bjarnason
verslunarmaður, f.
18.10. 1902, d. 14.12. 1972. Systk-
ini Bjarna eru Una Svanborg, f.
17.4. 1934, Skúli Hlíðkvist, f.
20.5. 1941 og Ómar Hlíðkvist, f.
10.1. 1946, d. 11.12. 2005.
Fyrri kona Bjarna var Gerður
Guðbjörnsdóttir, f. 29.11. 1931.
Dætur þeirra eru: 1) Guðrún
Hlíðkvist, f. 8.10. 1954, gift Þor-
geiri M. Reynissyni, dætur þeirra
eru Berglind H. og Hulda H. Áð-
ur átti Guðrún, Gerði Guðmunds-
dóttur, dætur hennar eru Að-
alheiður og Viktoría. 2) Hjördís
Rafn H. og Kolbrún Ellý H. Sam-
býliskona Björgvins er Guðbjörg
Þrastardóttir. 4) Skúli Eyjólfur
Hlíðkvist, f. 3.1. 1971. 5) Guðný
Hlíðkvist, f. 27.4. 1972, gift
Sveinbirni Sigurðssyni, synir
þeirra eru Auðunn H., Sigurður
Maron H. og nýfæddur sonur.
Bjarni stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti og Mynd-
lista- og handíðarskólann í
Reykjavík. Eftir nám hóf Bjarni
störf sem bílstjóri hjá Áburð-
arverksmiðjunni í Gufunesi.
Bjarni og Guðný fluttu í Borg-
arnes árið 1962 og starfaði hann
hjá Vírneti hf., fyrst sem verk-
smiðjustjóri og síðar sem sölu-
maður. Hjá Vírneti starfaði
Bjarni í hartnær 40 ár og var
hann einn af fyrstu starfs-
mönnum fyrirtækisins. Samhliða
öðrum störfum ráku þau hjón
eigin verksmiðju þar sem fram-
leiddar voru aurhlífar á bíla og
seinna plastpokar. Árið 2001
fluttu Bjarni og Guðný í Kópavog
og fór þá fljótlega að bera á
veikindum hjá Bjarna sem ágerð-
ust ört. Síðustu tvö árin naut
hann alúðar og umhyggju á Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi
þar sem hann lést 20. apríl síð-
astliðinn.
Bjarni verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hlíðkvist, f. 14.3.
1956, gift Inga Þór
Guðmundssyni, börn
þeirra eru Ingibjörg
H., á nýfæddan son,
Davíð H., sonur hans
er Mikael Ingi, og
og Rebekka H.
Bjarni og Gerður
skildu.
Seinni kona
Bjarna er Guðný
Þorgeirsdóttir, f.
18.12. 1936. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðný Guð-
laugsdóttir, f. 31.12. 1905, d.
13.12. 1952 og Þorgeir Jónsson í
Gufunesi, f. 7.12. 1903, d. 5.1.
1989. Börn Bjarna og Guðnýjar
eru: 1) Íris Hlíðkvist, f. 12.11.
1961, gift Kristmari Ólafssyni,
synir þeirra eru Auðunn H. (lát-
inn), Bjarni H. og Sævar H. 2) Jó-
hann Hlíðkvist, f. 9.4. 1964,
kvæntur Sigríði Vilhjálmsdóttur,
dætur þeirra eru Hildur Helga
og Tinna Guðrún. 3) Björgvin
Hlíðkvist, f. 7.9. 1969, börn hans
og Hrafnhildar Rafnsdóttur eru
Það var ævintýraljómi yfir bíl-
skúrnum á Kveldúlfsgötu 2 hjá okkur
guttunum í götunni, menn á þönum
og skrýtna lykt lagði stundum þar út.
Einhver fann út að þarna væru fram-
leiddar aurhlífar sem okkur var
seinna sagt að væru drullusokkar á
bíla. Þessari starfsemi stjórnaði stór
og stæðilegur maður sem var alltaf á
þönum enda starfið í skúrnum auka-
starf hjá honum. Aðalstarfið var í
naglaverksmiðjunni eins og Vírnet
var kallað og þaðan kom viðurnefnið,
Nagla-Bjarni. Ég varð síðar þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast Bjarna
vel þegar ég og Íris dóttir hans rugl-
uðum saman reytum okkar.
Seinna fór Bjarni að framleiða
plastpoka í skúrnum og um tíma
bjuggum við Íris í kjallaranum við
hliðinni á pokaverksmiðjunni. Eins og
áður vann Bjarni við framleiðsluna í
aukavinnu og oft sofnuðum við á
kvöldin við tikk-tikk, tikk-takk hljóð-
in í vélunum. Þegar við vöknuðum svo
aftur að morgni var Bjarni farinn til
vinnu fyrir allar aldir í Vírneti.
Þannig var Bjarni, sístarfandi og
ég hef ekki kynnst neinum sem vann
eins mikið og hann. Ástæðurnar fyrir
því voru tvær, fjölskyldan var stór og
þurfti sitt og svo leið honum betur ef
nóg var að starfa. Ef rólegt var í pok-
unum var tekið til við að ditta að vél-
unum enda lék allt í höndunum á hon-
um.
Hann reyndist líka betri en enginn
þegar kom að því að halda bílaflota
fjölskyldunnar gangandi og lá oft
undir bílunum með okkur og hjálpaði
til við ýmsar viðgerðir. Einn bílinn
sem þannig gekk í endurnýjun lífdaga
er sérstaklega minnistæður. Gamall
og lúinn Subaru sem Bjarni og Jói
sonur hans byggðu upp frá grunni og
varð svo öflugur að lokum að haft var
á orði að hann hentaði betur til sigl-
inga í ís en til venjulegra ökuferða.
Bjarni var mjög fróður maður. Þó
að vinnudagurinn væri langur fann
hann sér oft tíma til að viða að sér
fróðleik og kunni skil á hinum ólíkleg-
ustu málefnum. Bjarni var samt ekk-
ert að flíka þessu frekar en öðrum
kostum sínum. Þegar yngri kynslóðin
sat við spurningaleiki og flaskaði á
svörunum vissi Bjarni oftast rétta
svarið þó að hann af tillitsemi við okk-
ur hin fengist ekki til að vera með í
leiknum.
Það væri hægt að segja margar
sögur af Bjarna en upp úr stendur að
hann var afskaplega hjartahlýr og
góður maður. Hann fylgdist vel með
því sem fjölskyldan gerði og þegar við
komum í heimsókn varð hann að fá
skýrslu um það sem gerst hafði frá
síðustu heimsókn. Honum leið best
þegar allur hópurinn hans kom sam-
an og sat þá gjarnan í stólnum sínum
og fylgdist með og hló dátt að fífla-
gangi okkar hinna.
Um það bil sem hann hætti að
vinna fór að bera á sjúkdómi sem að
lokum lagði þennan sterka mann að
velli. Það var átakanlegt að sjá hvern-
ig lífskrafturinn hvarf smátt og
smátt, uns hann að lokum fékk lang-
þráða hvíld eftir erfið veikindi. Það
voru forréttindi að fá að kynnast
Bjarna og ég hefði gjarnan viljað að
hans hefði notið við áfram í fullu fjöri.
Eftir standa minningar og kynni af
sterkum persónuleika sem hafði bæt-
andi áhrif á allt og alla sem hann um-
gekkst.
Kristmar Ólafsson.
Seint sunnudaginn 20. ágúst barst
okkur fréttin um að Bjarni Hlíðkvist
Jóhannsson, mágur, svili og elskuleg-
ur vinur, væri látinn. Þetta kom svo
sem ekki á óvart þar sem Bjarni hafði
um árabil verið haldinn ólæknandi
sjúkdómi.
Á tímamótum sem þessum rifjast
upp minningar um samskipti okkar
hjónanna við Bjarna og Guðnýju.
Heimsóknir til þeirra í Borgarnesi
voru fjölmargar. Sú hlýja og gestrisni
sem við mættum þar gerðu þessar
heimsóknir ávallt að tilhlökkunarefni.
Einnig fórum við í ferðalög saman
sem eru eftirminnanleg og í allnokkr-
ar veiðiferðir. Bjarni var afar dag-
farsprúður maður og skipti hann vart
nokkurn tíma skapi nema ærin
ástæða væri til. Þó mátti öllum vera
ljóst að undir niðri var Bjarni ákveð-
inn og fastur fyrir þegar þess þurfti
með. Hann var dugnaðarforkur og
sýndi afar mikla samviskusemi og
trúmennsku í starfi. Þessir eiginleik-
ar hans komu einnig vel fram í einka-
lífinu. Bjarni var mjög hugmyndarík-
ur og velti oft fyrir sér ýmsum þáttum
í lífsferlinum og hvernig best væri að
vinna úr þeim verkefnum sem fyrir
lágu. Bjarni var góður ferðafélagi, úr-
ræðagóður og hjálpsamur. Í veiði-
ferðum kom í ljós að Bjarni kunni vel
til verka. Hann stundaði veiðiskap á
uppvaxtarárum sínum í Dalasýslu og
hafði tileinkað sér það næmi sem góð-
ur veiðimaður þarf til að bera. Við
hjónin eigum eingöngu góðar minn-
ingar um Bjarna sem við geymum
með þakklæti í huga.
Fjölskylda okkar sendir Guðnýju,
börnunum, barnabörnum og öðrum
ættingjum okkar einlægustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Bjarna Hlíðkvist Jóhannssonar.
Ragnheiður Þorgeirsdóttir
og Örn Marinósson
.
Elsku bróðir, örfá orð að leiðarlok-
um.
Við vitum að ein er sú leið sem við
fetum öll – leiðin sem vörðuð er frá
vöggu til grafar. Enn er höggvið
skarð í systkinahópinn, því nú hefur
þú Bjarni minn lokið þessari lífsins
göngu, við hin höldum áfram sömu
leið, gott að vita ekki hvar í röðinni við
erum.
Hugurinn hvarflar til baka til
æskuáranna hér í Búðardal. Þú varst
hann stóri bróðir, þó ekki séu nema
ellefu ár á milli okkar. Þú fórst
snemma að heiman, suður, til náms
og vinnu þannig að samskipti okkar
voru ekki svo mikil á þeim árum. En
það breyttist heldur betur seinna
þegar fjölskyldan öll fluttist suður. Þá
voru unglingsárin mín gengin í garð
og nú finn ég minningarnar um sam-
skipti okkar hrannast upp. Enginn
skildi þetta tímabil í ævi okkar betur
en þú – sá eldri og skilningsríki stóri
bróðir sem þú hefur alltaf verið. Svo
komu fullorðinsárin og enn treystust
böndin. En nú heyri ég í huga mínum
að þú segir með blíða kankvísa bros-
inu þínu, Skúli minn, engin smáatriði
hér. Eitt enn, öll höfum við systkinin
hneigst til handverksþátta og þótti
mér stundum nóg um vandvirkni þína
og úrræðasemi, en seinna skildi ég að
einmitt þá og þar eignaðist ég mína
góðu fyrirmynd – þig.
Elsku Bjarni, við höfum alltaf talað
saman af einlægni og þar verður eng-
in breyting á, því það er hinn sanni
bróðurkærleikur og hann áttum við.
Elsku Guðný og börnin þín öll
Bjarni minn og fjölskyldur ykkar. Við
Dídi, Una systir, Setta mágkona og
fjölskyldur okkar biðjum góðan Guð
að styrkja ykkur í sorginni og vitum
að minningin um góðan dreng og
hlýja brosið gleymist aldrei.
Að lokum Bjarni, gamla kveðjan,
sjáumst.
Skúli bróðir.
Bjarni Hlíðkvist
Jóhannsson
MIKLAR deilur hafa risið
vegna Ólympíuleikanna í Peking
síðsumars. Stjórnmálamenn,
íþróttaleiðtogar,
samtök Tíbeta og al-
menningur víða um
lönd nota leikana til
þess m.a. að vekja
athygli á mannrétt-
indabrotum í Kína
og kúgun Tíbeta.
Kínversk stjórnvöld
eru sökuð um að
misnota leikana
o.s.frv. Ástæða er til
að leggja orð í belg.
Ólympíuleikarnir
hafa frá upphafi
tengst pólitískum
átökum, stundum
heiftarlegum.
Skemmst er að
minnast leikanna í
Moskvu árið 1980
þegar vestrænir
stjórnmálamenn og
ríkisstjórnir víða um
heim notuðu leikana
til að klekkja á Sov-
étmönnum. Tilefnið
til að krefast þess að
leikarnir yrðu huns-
aðir, þeir færðir til
eða felldir niður var
sagt vera innrás
Sovétmanna í Afgan-
istan í desember 1979. Sannleik-
urinn er hins vegar sá að bar-
áttan gegn leikunum hófst löngu
áður. Hér á landi notuðu Morg-
unblaðið, Dagblaðið og Vísir leik-
ana óspart til að hraksmána Sov-
étríkin og sovéska
íþróttahreyfingu. Öll beittu blöð-
in því bragði að þykjast tala í
nafni hugsjóna leikanna. Daginn
sem leikarnir voru settir mátti
lesa þetta í leiðara Dagblaðsins:
„Ólympíuhugsjónin verður nú til
moldar borin í Moskvu. Flokkur
Íslendinga mætir þar til að eiga
hlut að þegar rekunum verður
kastað.“ Ekki tókst andstæð-
ingum leikanna hér á landi að
koma í veg fyrir þátttöku ís-
lenskra íþróttamanna í þeim.
Sem betur fer lét Ólympíunefnd
Íslands ekki deigan síga. Sjálf-
stæðismenn fengu því hins vegar
framgengt að íslenski sendiherr-
ann í Moskvu fékk ekki vera við-
taddur setningarathöfn leikanna.
Rúmum 20 árum síðar, í febrúar
árið 2002, voru Vetrarólymp-
íuleikarnir haldnir í Salt Lake
City í Bandaríkjunum. Þá höfðu
bandarískir hermenn herjað í
Afganistan í rúma fjóra mánuði.
Það er umhugsunarvert að þá
urðu fáir til að mótmæla. Morg-
unblöð heimsins þögðu þunnu
hljóði.
Árið 1993 sóttust Kínverjar
eftir því að halda leikana árið
2000 í Peking. Umsókn þeirra
fékk slæmar viðtökur svo ekki sé
meira sagt. Sydney í Ástralíu
varð fyrir valinu. Hún fékk að-
eins tveimur atkvæðum meira en
Peking (45 og 43). Í annarri til-
raun árið 2001 hafði Peking bet-
ur gegn Toronto í Kanada.
Harkalega var ráðist á Alþjóðaól-
ympíunefndina fyrir að velja
Peking og allar götur síðan hefur
verið deilt um leikana en aldrei
þó sem nú upp á síðkastið eftir
uppþotin í Lhasa í Tíbet og til-
raunirnar til að hefta för ólymp-
íukyndilsins. Kröfur eru uppi um
að nota leikana með ýmsu móti
til að mótmæla stjórnarháttum
kínverskra stjórnvalda. Ráð-
herrar á Vesturlöndum lýsa því
yfir að þeir ætli að hunsa setn-
ingarathöfn leikanna. Fv. for-
sætisráðherra Danmerkur hefur
hvatt þjóðir Evrópusambandsins
til þess að taka ekki þátt í leik-
unum. Meira að segja íþróttaleið-
togar hvetja til aðgerða og vænt-
anlegir keppendur lýsa því einnig
yfir að þeir hyggist
láta í sér heyra. Hóta
því jafnvel að hafa
uppi mótmæli meðan
á leikunum stendur
þrátt fyrir að Al-
þjóðaólympíunefndin
hafi lagt blátt bann
við slíku athæfi.
Á Íslandi stendur
nú styr um það hvort
íþróttamálaráðherra
landsins, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir,
eigi að þiggja boð ÍSÍ
um að vera viðstödd
leikana. Á Alþingi
hvatti varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins
ráðherrann til að
hætta við förina eða
a.m.k. að taka ekki
þátt í setningar- og
lokahátíð leikanna og
mótmæla þannig
stjórnarháttum í
Kína. Sjálf hefur Þor-
gerður sagt að hún
muni ekki taka þátt í
opnunarhátíðinni ef
ráðherrar á Norð-
urlöndum gera það
ekki.
Það þarf ekki að tíunda það
hversu mikilvægir Ólympíu-
leikarnir eru fyrir íþróttirnar,
keppendur og áhugafólk um
íþróttir um allan heim. Líklega
munu að þessu sinni tæplega 200
þjóðir senda keppendur á leik-
ana. Milljarðar manna munu
fylgjast með þeim á degi hverj-
um, á leikvangi eða í fjölmiðlum.
Leikarnir tengja þjóðir saman,
efla samskipti þeirra í millum
eins og mörg dæmi sanna.
Alþjóðaólympíunefndin hefur
yfirumsjón með leikunum. Þeir
eru hennar eign. Það er hlutverk
hennar að sjá til þess að leikarnir
fari fram á fjögurra ára fresti.
Jafnframt að tryggja að enginn
sé útilokaður frá þátttöku í þeim
vegna uppruna síns , trúar- eða
stjórnmálaskoðana. Hún sjálf á
ólympíueldinn, ólympíufánann,
ólympíulofsönginn og kjörorð
leikanna. Engum er heimilt að
nota þessi tákn leikanna nema
með leyfi hennar. Hún felur
borgum að halda leikana. Leik-
arnir í Peking eru sem sé haldnir
í umboði hennar en ekki kín-
verskra yfirvalda. Frá og með
setningu leikanna og þar til þeim
er slitið gilda reglur Alþjóðaól-
ympíunefndarinnar á öllum
keppnissvæðum og í ólympíu-
þorpinu.
Setningarathöfn leikanna hefur
sérstaka þýðingu. Hún er hátíð-
legur óður til íþróttanna og æsku
heimsins. Hún boðar frið og vin-
áttu. Sé þetta haft í huga verður
að telja það óviðeigandi að
íþróttamálaráðherra landsins
sniðgangi setningarhátíð leikanna
í Peking til að koma pólitískum
mótmælum á framfæri. Til þess
eru önnur tækifæri heppilegri.
Velji ráðherrann það hins að
sniðganga athöfnina yrði það í
annað sinn sem sjálfstæðs-
mönnum tekst að fá íslensk
stjórnvöld til að hafa í frammi
mótmæli við setningu Ólympíu-
leikanna.
Setningarhátíð
Ólympíuleikanna
er friðarathöfn
Ingimar Jónsson fjallar um
afstöðu stjórnvalda Íslands
til Ólympíuleikanna
Ingimar
Jónsson
» Setning-
arathöfn
leikanna hefur
sérstaka þýð-
ingu. Hún er há-
tíðlegur óður til
íþróttanna og
æsku heimsins.
Hún boðar frið
og vináttu.
Höfundur er rithöfundur og íþrótta-
fræðingur.
MINNINGAR
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda lengri
grein.
Minningargreinar