Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 23
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR ÞORKELSSON,
Hörgshlíð 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
30. apríl kl. 15.00.
Svanhildur Guðnadóttir,
Guðrún Þórey Þórðardóttir, Þorvaldur K. Þorsteinsson,
Svanhildur Þorvaldsdóttir, Þór Tryggvason,
Margrét Á. Þorvaldsdóttir, Georg Garðarsson
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Urðarvegi 15,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
miðvikudaginn 23. apríl.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
3. maí kl. 11:00.
Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson,
Sigrún Þórey Ágústsdóttir, Guðjón Andersen,
Vilhjálmur Ólafsson, Birna Ólafsdóttir,
Kristján Ólafsson, Hulda V. Steinarsdóttir,
Guðbjartur Brynjar Ólafsson, Sóley Sveinsdóttir,
Sesselja Anna Ólafsdóttir, Jón Pétur Einarsson,
Ólafur Helgi Ólafsson,
Þórey María Ólafsdóttir, Þórður E. Sigurvinsson,
Lilja Debóra Ólafsdóttir, Sæmundur B. Guðmundsson,
Nína Dís Ólafsdóttir, Magnús Salvarsson,
ömmubörn, langömmubörn og aðrir ástvinir.
✝ Baldvin LárusGuðjónsson
fæddist í Reykjavík
hinn 26. júlí 1933.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítala í Fossvogi
18. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðjón B.
Baldvinsson, deild-
arstjóri í Reykjavík,
f.v. formaður BSRB,
f. á Refsstöðum í
Hálsahreppi í Borg-
arfirði 26.7. 1908, d.
6.1. 1990 og Steinunn Jónsdóttir,
f. á Hóli í Höfðahverfi í Þingeyj-
arsýslu 29.3. 1907, d. 22.12. 1987.
Alsystkini Baldvins eru Valgerður
Jóndís, f. 1931 og Hilmar Gylfi, f.
1935, d. 16.5. 2003. Sammæðra
eru Katrín Kristín, f. 1938, dóttir
Guðjóns Jónssonar, f. 9.11. 1908,
d. 9.5. 1943, Sveinn Guðmundur, f.
1947 og Jóhannes Gunnar, f. 1948,
synir Guðmundar Gísla Guð-
mundssonar, f. 8.4. 1909, d. 16.12.
1988. Samfeðra er Baldur Freyr,
f. 1942, sonur Önnu Guðmunds-
dóttur, f. 12.6. 1900, d. 6.9. 1995.
Sonur Baldvins og Þóru Aldísar
Hjelm, f. 17.6. 1939, d. 1.9. 1995,
er Þorsteinn Valur, f. 1957, sam-
býliskona Sigríður Björnsdóttir, f.
1958, dætur Sædís Mjöll, f. 1984,
Valdís Jóna, f. 1992, d. 1992 og
Snædís Bára, f. 1993.
Baldvin Lárus kvæntist hinn 26.
desember 1959 Höllu E. Stef-
ánsdóttur, f. undir Glóðarfeyki,
Grundargerði í Skagafirði 2.4.
1951, börn a) Jón Gunnar, f. 1973,
d. 1974, b) Eva Dögg, f. 1977, gift
Þorbirni Ingasyni, f. 1976, sonur
Tómas Friðrik, f. 2006, og c)
Embla Ýr, f. 1979, gift Daníel
Frey Atlasyni 1977. 3) Gunnur
Kristín, f. 1953, gift Hlyni Þor-
steinssyni, f. 1953, synir a) Gunnar
Kristján Steinarsson, f. 1972,
kvæntur Önnu Bjarnadóttur, f.
1975, sonur Bjarni Steinn, f. 1998
b) Þröstur, f. 1982, kvæntur Evu
Írisi Eyjólfsdóttur, f. 1983, dóttir
Svala Kristín, f. 2007, c) Birkir
Örn, f. 1984, d) Haukur Smári, f.
1990, og e) Þorsteinn Húni, f.
1991. 4) Kristján Gunnar, f. 1954,
kvæntur Guðrúnu Önnu Jóhanns-
dóttur, f. 1954,
börn a) Jóhann Rúnar, f. 1973,
dóttir Guðrún Anna, f. 1998, b) Ír-
is Ósk, f. 1977 sambýlismaður
Guðmundur Helgi Önundarson, f.
1967, sonur Pétur Snær Pét-
ursson, f. 1999.
Baldvin Lárus ólst upp fyrstu
fimm árin í Reykjavík, fimm ár að
Unhól í Þykkvabæ og síðan í
Bjarnastaðarhlíð í Skagafirði.
Hann gekk í Steinstaðarskóla og
fór síðan í framhaldsnám í Skóga-
skóla í tvo vetur. Hann var á
strandferðaskipinu Esjunni frá
1948 til 1949. Vann sem mjólk-
urbílstjóri í Blönduhlíð Skaga-
firði, vann við sjómennsku, keyrði
strætisvagn hjá SVR, rak blóma-
verslunina Erika Blóm, keyrði
sendiferðabíl, vann í Blikksmið-
unni JBP, vann við smíðar og síð-
ast vann hann við verslunarstörf í
Húsasmiðjunni í Hafnarfirði.
Baldvin og Halla bjuggu fyrstu
níu árin í Reykjavík, síðan í
Garðabæ í þrjátíu ár, þá í Mos-
fellsbæ og síðast í Hveragerði.
Baldvin Lárus verður jarðsung-
inn frá Garðakirkju á Álftanesi í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
1932. Börn Baldvins
og Höllu eru 1) Katr-
ín Kristbjörg, f. 1959,
sambýlismaður Sig-
urbjartur Guð-
mundsson, f. 1957,
synir Baldvin Lárus,
f. 1995 og Atli Karl,
f. 1997. Sonur Sig-
urbjarts og Þuríðar
Ottesen er Pétur, f.
1984. 2) Guðjón Bald-
vin, f. 1961, kvæntur
Ingunni Lilju Guð-
mundsdóttur, f. 1961,
dætur a) Rósa María,
f. 1979 dóttir Katrín Ýr, f. 2001, b)
Gyða Kolbrún, f. 1982, sambýlis-
maður Axel Sigurður Axelsson, f.
1976, synir Benedikt Guðjón, f.
2000 og Valur Axel, f. 2005, c)
Halla Karen, f. 1988, sambýlis-
maður Arnar Ingi Tryggvason, f.
1986, og d) Jóhanna Lilja, f. 1991.
3) Börkur Bragi, f. 1963, kvæntur
Matthildi Sigurjónsdóttur, f. 1957,
börn Breki Mar, f. 1985, Íris Katr-
ín, f. 1986, og Sigurjón Mar, f.
1992. Börn Höllu og Gunnars
Kristjáns Jónassonar, f. 6.10.
1930, d. 23.9. 1953, eru: 1) Stein-
unn Hrefna, f. 1950, gift Róberti
Guðna Einarssyni, f. 1951, börn a)
Regína, f. 1969, börn Alexander
Davíð Rafnsson, f. 1990, Hrefna
Rún Óðinsdóttir, f. 1993 og Guðný
Karen Oliversdóttir, f. 2002, b)
Ríkarður, f. 1976, kvæntur Söru
Arnarsdóttur, f. 1977, börn Matt-
hías, f. 2003 og Íris, f. 2005, og c)
Rakel, f. 1983. 2) Björk Kolbrún, f.
1951, gift Guðmundi Jónssyni, f.
Pabbi.
Hann kom inní líf okkar þegar ég
hef verið fjögurra ára. Þá var ég
yngstur fjögurra barna hennar
mömmu. Mömmu, ekkjunnar ungu,
sem stritaði myrkranna á milli til að
sjá stóru heimili farborða.
Það var okkur mikil gæfa að hann
skyldi finna hana mömmu. Það þurfti
stórt hjarta, ótakmarkaða ást, kær-
leik, og umhyggju til að leggja í þessa
ferð sem hann kom með okkur í, sem
stóð í rúm fimmtíu ár. Hann gekk
okkur öllum í föður stað og ól okkur
upp. Ég man ekki annað en að hafa
kallað hann pabba alla tíð og það
gerðum við öll. Árin urðu ekki mörg
þar til að við höfðum eignast þrjú
systkin til viðbótar. Hann átti einn
son frá sínu fyrra sambandi. Heimilið
var stórt, það voru erfiðir tímar, fé-
lagsleg aðstoð engin, ekkert var sjálf-
gefið. Hann bætti við sig fleiri störf-
um, vinnudagurinn var oft langur,
allir skyldu hafa í sig og á, enginn leið
skort. Húsakostur var þröngur, hann
setti markmiðið hátt og náði því,
keypti hús í Garðabæ þar sem allir
fengu nægt rými.
Við áttum góðar stundir saman,
hann var alltaf sveitakall í sér, nýtinn,
sparsamur og ótrúlega fjölhæfur þótt
hann hafi ekki verið langskólageng-
inn. Hann var heimspekingur af Guðs
náð. Lífið, vinnan og reynslan hafði
mótað hann. Hann átti ekki auðvelda
æsku, fór á milli landshluta og heimila
með móður sinni. Við ræddum þann
tíma í lífi hans ekki mikið, ég veit það
nú, að sumar minningarnar voru
sárar. Hann vildi frekar ræða um
framtíðina, tækifærin og hvað væri á
döfinni. Vildi vita hvernig barnabörn-
unum gengi og hver væri að gera
hvað. Ég veit að hann fann hamingj-
una og lífsfyllinguna með henni
mömmu og okkur, börnunum hans.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar sem koma svo mikið fram núna í
sorginni. Sorginni sem er svo sár,
missirinn er mikill, mestur er missir
mömmu.
Blessuð sé minningin um pabba.
Kristján Gunnar og Guðrún Anna.
Minning er það eina sem við ástvin-
ir eigum þegar einhver af okkur fellur
frá. Pabbi minn var einstakur maður,
tilfinningaríkur, léttur í lundu og mik-
ill húmoristi. Hann var mikil fé-
lagsvera og vildi vera innan um fólk.
Þegar hann var ungur sagðist hann
alltaf ætla að eiga átta börn og með
hjálp mömmu tókst honum það. Hon-
um fannst mjög vænt um öll börnin
sín og sagði að þau væru svo falleg.
Þegar hann var ungur maður söng
hann í kirkjukór Goðdalasóknar og
eftir að hann hætti að vinna fór hann í
kór eldri borgara í Mosfellsbæ og síð-
ar í Hveragerði. Hann hafði yndi af
því að vera úti í náttúrunni og vorum
við fjölskyldan saman í veiðiklúbb
sem fór víða um land að veiða og vera
saman. Hann hlakkaði alltaf til hinnar
árlegu veiðiferðar. Margar skemmti-
legar sögur eru til úr veiðiferðunum.
Hann hafði gaman af því að skera
út í við, vinna við silfursmíði og bók-
band. Hann var vinnusamur og vildi
alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Hon-
um fannst mjög vænt um barnabörn-
in sín, sagði þeim sögur og spjallaði
mikið við þau. Hann hafði unun af því
að ferðast bæði innan- og utan lands
og fór víða.
Ég þakka pabba fyrir umhyggjuna
sem hann sýndi mér og mínum þann
tíma sem við áttum saman.
Minningin lifir.
Katrín K. Baldvinsdóttir.
Ekki datt okkur í hug að við þyrft-
um að kveðja afa okkar svona fljótt.
Það eru ótrúlega margar minningar
sem koma upp í hugann þegar ein-
hver svona nákominn kveður. Við eig-
um margar og frábærar minningar
um okkar yndislega afa.
Hann var alltaf skemmtilegur og til
í að fíflast sem okkur þótti alls ekki
leiðinlegt. Hann vildi allt fyrir okkur
gera, göngutúrarnir voru ófáir ásamt
öllum sögunum sem hann sagði okku;
þrátt fyrir að hafa unnið mikið hafði
hann alltaf tíma fyrir okkur. Einnig
leyfði hann okkur að leika með hlutina
sína eins og við vildum sem okkur
þótti æðislegt.
Það var alltaf gott að koma í heim-
sókn til afa og ömmu og þá sérstak-
lega þegar við fengum að vera eftir og
gista, þá var snúist í kringum okkur
eins og prinsessur.
Afi mun alltaf lifa í minningunni og
við munum sakna hans mikið en við
vitum þó að hann vakir yfir okkur á
stað þar sem honum líður vel.
Rósa María, Gyða Kolbrún,
Halla Karen og
Jóhanna Lilja
Guðjónsdætur.
Baldvin Lárus
Guðjónsson
✝
Maðurinn minn, faðir okkar og afi,
EINAR WERNER ÍPSEN,
Marteinslaug 7,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
18. apríl.
Bálför hans fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.00.
Íris Þórarinsdóttir,
Jón Rúnar, Karl Ágúst, Halldór Bjarki
og barnabörn.
Elsku afi. Við eigum eftir
að sakna þín mikið. Þú varst
alltaf svo góður við okkur og
við munum eftir svo mörgum
stundum með þér og ykkur
ömmu. Bíltúrar, gisting hjá
ykkur í Mosó, spjall o,fl. Þú
varst alltaf að segja fyndna
brandara og varst svo
skemmtilegur.
Við ætlum að passa ömmu
og gera allt fyrir hana sem
við getum.
Guð geymi þig.
Baldvin Lárus og Atli Karl.
HINSTA KVEÐJA
Þegar ég sezt loks
niður til að festa á blað
fáein minningarorð um Fríðu föður-
systur mína, eða Lillu eins og hún var
ætíð kölluð, flýgur hugurinn til liðinna
ára vestur í Rauðasandshreppi. Í
bernsku minni voru flestir bæir sveit-
arinnar enn í byggð og víða margt í
heimili. Reyndar hafði fækkað mikið
frá þeim árum þegar hver jörð var
margsetin, auk aðkomufólks sem
stundaði sjóinn. En enn var haldið úti
kraftmiklu samfélagi með m.a. tveim
kaupfélögum og þrem kirkjusóknum.
Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að
alast upp í þessu samfélagi og í þeirri
náttúrufegurð sem einkennir mína
gömlu heimasveit. Hjá því góða fólki
sem þar lifði og starfaði.
Fyrstu minningar mínar um Lillu
frænku eru úr frumbernsku. Reyndar
er mér sagt að ég eigi alls ekki að geta
munað eftir mér frá þeim árum, vel
fyrir fjögurra ára aldur, en ég man
samt. Þá dvaldi Lilla í Kollsvíkinni með
Eyrúnu dóttur sína sem var á svipuð-
um aldri og ég. Ég var elstur í bræðra-
hópnum, sá næsti tveim árum yngri.
Því var mikill fengur að Eyrúnu til að
leika við, auk frændsystkina minna á
Stekkjarmel. Börn eru töluverðir
mannþekkjarar. Ég fann fljótt að Lilla
frænka mín var góð kona og létt í lund,
mild og hlý í allri framgöngu. Átti til að
vera smástríðin, eins og fleiri í ættinni,
en alltaf á sinn góðlátlega hátt. Eyrúnu
taldi ég mig eiga stóran hlut í og tók því
fremur illa þegar þær mæðgur fluttu
úr Víkinni og Lilla hóf búskap í Kvíg-
indisdal ásamt manni sínum, Vali
Thoroddsen. Bjuggu þau þar rausn-
arbúi meðan aldur og heilsa leyfði. Var
Lilla frænka orðlögð fyrir myndarskap
og snyrtimennsku í heimilishaldi og
þau hjón samhent.
Þrátt fyrir að Kvígindisdalur sé í
Henríetta Fríða
Guðbjartsdóttir
✝ Henríetta FríðaGuðbjartsdóttir
fæddist á Láganúpi
í Kollsvík í Rauða-
sandshreppi 13. des-
ember 1928. Hún
lést á Dvalarheimili
aldraðra í Borg-
arnesi 28. febrúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Háteigskirkju
11. mars.
hreppnum og ekki ýkja
langt frá, þá voru sam-
göngur oft erfiðar, sér-
staklega yfir vetrartím-
ann. Því varð „vík milli
vina“ við þessa brottför
þeirra mæðgna, en góð-
ur vinskapur hélst á
milli heimila þó að fund-
ir yrðu stopulli. Við Ey-
rún áttum reyndar eftir
að endurnýja kynnin
betur síðar, bæði í
barnaskólanum fyrir
vestan og þegar við
dvöldum í Borgarnesi í
gagnfræðaskóla.
Og hún var alltaf sama indæla
frænkan og mikill missir þegar hún
lézt, langt fyrir aldur fram. Ekki sízt
fyrir blessunina hana Lillu, hún bar
ekki sitt barr eftir það enda þær
mæðgur alltaf nánar. En hún átti góða
fjölskyldu, mann, börn og tengdabörn
sem reyndust henni afskaplega vel.
Jafnt í sorginni og þegar hún fór að
missa heilsuna. Fyrir nokkrum árum
brugðu Valur og Lilla búi og hafa síðan
haft sitt heimili að mestu í Borgarnesi,
en dvalið í Kvígindisdal á sumrum eftir
því sem heilsa og aðrar aðstæður hafa
leyft.
Ég þakka Lillu frænku minni fyrir
samfylgdina um lífið og veit að við
munum sjást aftur síðar. Kvöldið áður
en ég frétti lát Lillu varð mér einkenni-
lega mikið hugsað til Eyrúnar frænku
minnar. Kannske er það tilviljun – og
þó. Við Agnes sendum Vali, sem staðið
hefur sem klettur við hlið hennar í
blíðu og stríðu, börnum þeirra og fjöl-
skyldunni allri samúðaróskir og biðjum
almættið að veita þeim styrk.
Guðbjartur Össurarson.