Morgunblaðið - 28.04.2008, Side 24
24 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LÁRA J. SIGURÐARDÓTTIR,
sem andaðist fimmtudaginn 24. apríl á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. apríl
kl. 11.00.
Sigurður Karlsson, Unnur Laufey Jónsdóttir,
Ásmundur Karlsson, Guðbjörg Alfreðsdóttir,
Guðríður Karlsdóttir, Guðni Eyjólfsson,
Hólmfríður Karlsdóttir, Friðrik Sigurgeirsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝ Sigríður Guð-mundsdóttir
Schiöth fæddist á
Lómatjörn í Höfð-
ahverfi 3. febrúar
1914. Hún andaðist
á dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri 18.
apríl síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Valgerðar
Jóhannesdóttur af
Kussungsstaðaætt
úr Fjörðum, f. 1875
og Guðmundar Sæ-
mundssonar, f. í
Gröf í Kaupangssveit 1861. Þeim
varð 11 barna auðið og ólu að auki
upp fósturdóttur. Elst barna
þeirra var Lára, f. 1896, Sigrún, f.
1897, Sæmundur, f. 1899, Jó-
hanna, f. 1902, Guðbjörg, f. 1903,
Sigurbjörg, f. 1905 , Guðrún Ingi-
leif, f. 1907, Ingólfur 1910, Sverr-
ir, f. 1912, Sigríður 1914, og Val-
týr, f. 1920. Ingileif
Sæmundsdóttir, bróðurdóttir Guð-
mundar og systurdóttir Val-
gerðar, ólst upp á Lómatjörn frá 6
ára aldri, f. 1902. Þau eru öll látin.
Sigríður stundaði nám 2 vetur í
Laugarvatnsskóla og húsmæðra-
skóla á Ísafirði. Ung að árum fór
hún til Akureyrar að læra á hljóð-
færi hjá Gunnari Sigurgeirssyni,
en Lómatjarnarheimilið var róm-
að fyrir það hve söngvin fjöl-
skyldan var, og gekk hún til liðs
við kóra Björgvins Guðmunds-
sonar og Róberts Abrahams Ott-
óssonar.
Árið 1941 giftist Sigríður Helga
Schiöth, f. 21. nóv. 1911, d. 18. apr-
íl 1998. Hann var yngsta barn
hjónanna Margrethe Schiöth, f.
Friis garðyrkjukonu, f. 1871 og
Axels H.R. Schiöth bakarameist-
ara, f. 1870. Sigríði og Helga varð
þriggja barna auðið: 1) Reynir
dauðadags. Sigríður var um ára-
tuga skeið organisti og kórstjóri í
Eyjafirði – Í Grundarkirkju lék
hún allt frá 1949 til 1976 og svo
aftur frá 1983 til 1994 – í Saurbæj-
arkirkju og Möðruvallakirkju
1950-1976, annaðist söngkennslu í
skólum í Eyjafirði og stjórnaði þar
einnig karlakór um skeið. Nokkra
vetur vann hún við skóla í Reykja-
vík og Hafnarfirði, og stjórnaði þá
Þingeyingakór í Reykjavík. Á
Blönduósi æfði hún söng fyrir
þjóðhátíð 1974. Hún var organisti í
Húsavíkurkirkju 1976-1883. Á
yngri árum söng hún oft einsöng
með kórum og hélt einsöngs-
tónleika á Akureyri undir hand-
leiðslu Róberts Abrahams Ott-
óssonar. Söng með Kantötukór
Akureyrar, er hann fór söngför til
Norðurlandanna 1951, sótti org-
anistanámskeið í Skálholti árum
saman, stofnaði Kór aldraðra á
Akureyri og var sæmd Hinni ís-
lensku fálkaorðu 1991 fyrir störf
að söngmálum. Hún var formaður
Héraðssambands eyfirskra
kvenna 1972-1976 og var um skeið
formaður Kirkjukórasambands
Eyjafjarðarprófastsdæmis. Þar að
auki var hún lengi viðriðin leiklist
– lék með Leikfélagi Akureyrar og
starfaði síðan að leiklistarmálum í
Eyjafjarðarsveit í mörg ár. Hún
var vel ritfær og hafa birst eftir
hana mörg viðtöl og pistlar um
ýmis málefni bæði í Heima er best
og í Súlum. Hún samdi talsvert af
fallegum sönglögum, og einnig
orti hún texta og þýddi. Fyrir all-
mörgum árum las hún framhalds-
sögur í útvarp og tók að sér upp-
lestur við ýmiskonar þáttagerð.
Hún var stálminnug og sannkall-
aður fræðasjór. Fyrir þremur ár-
um flutti hún að Dvalarheimilinu
Hlíð, þar sem hún hélt uppi söng-
lífi og las fyrir heimilisfólkið þar
eftir því sem kraftar leyfðu.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Helgi, f. 1941, kvænt-
ur Þuríði Schiöth, f.
Thorlacius frá Ytri-
Tjörnum, f. 1943, þau
búa í Hólshúsum.
Börn þeirra eru a)
Einar Axel, f. 1962,
kvæntur Ásdísi
Bragadóttur, þau
eiga 2 börn og 2
barnabörn og búa á
Akureyri, b) Helgi
Hinrik, f. 1964,
kvæntur Auði Ingva-
dóttur, þau eiga 3
syni og búa í Hóls-
húsum c) Sigurbjörg Helga, f.
1965, d. 1966, og d) Sigríður Vala,
f. 1967, d. sama ár. 2) Margrét
Anna, f. 1945, gift Árna Sigurðs-
syni, f. 1946, þau búa á Húsavík.
Börn þeirra: a) Árni Grétar, f.
1966, kvæntur Björk Traustadótt-
ur, þau eiga eina dóttur, búsett á
Akureyri, b) Sigurður, f. 1967,
kvæntur Ólöfu Einarsdóttur, f.
1965, þau eiga 3 börn, búa að
Syðri-Grund í Húnavatnshreppi, c)
Elsa Þóra, f. 1978, gift Kristni Wi-
um, f. 1972, þau eiga 2 börn og búa
í Reykjavík. 3) Valgerður Guðrún,
f. 1949, gift Gunnari Jónassyni, f.
1939, á Rifkelsstöðum, þau eiga 4
börn, a) Þórir, f. 1971, kvæntur
Lindu Björk Reynisdóttur, f. 1975,
þau eiga 4 börn, búa á Rifkels-
stöðum, b) Sigríður Helga, f. 1973,
gift Jóhannesi Helgasyni, f. 1972,
þau eiga 2 syni og búa á Akranesi,
c) Jónas, f. 1975 og d) Axel
Trausti, f. 1988, búa báðir í for-
eldrahúsum.
Sigríður og Helgi hófu búskap á
Akureyri, þar sem Helgi var lög-
regluþjónn. Árið 1948 fluttu þau
að Hólshúsum í Eyjafirði og
bjuggu þar til 1976 að þau fluttu til
Húsavíkur. Þau fluttu til Akureyr-
ar aftur 1983 og voru þar til
Amma Sigga hefur kvatt þennan
heim, 94 ára að aldri.
Hún amma mín var stórkostleg
manneskja, það fullyrði ég án þess
að ég halli á neinn. Þegar ég hugsa til
hennar þá koma fyrst upp í hugann
orð eins og dugnaðarforkur, atorku-
semi og hreinskilni en um leið ein-
skær lífsgleði, jákvæðni, hjartahlýja
og væntumþykja sem við fengum frá
henni í ríkum mæli.
Eins og allir vita, sem ömmu mína
þekktu, snerist líf hennar að miklu
leyti um söng og tónlist. Þar var hún
á heimavelli. Hún byrjaði snemma að
syngja og spila á píanó og hélt því
áfram alla sína ævi, síðast spilaði hún
fyrir samferðafólk sitt á Dvalar-
heimilinu Hlíð nokkrum dögum fyrir
andlátið. Hún sagði oft við mig að
söngurinn færði manni gleði og þar
held ég að hún hafi hitt naglann á
höfuðið, því hún var ávallt glöð og
létt í fasi, þrátt fyrir að lífið hafi ekki
alltaf reynst henni auðvelt.
Alltaf var gott að koma til ömmu.
Eins og ömmur eiga vanda til reyndi
hún alltaf að koma einhverju mat-
arkyns ofan í mann, frekar meiru en
minna, ekki var hægt að senda mann
heim á leið með tóman maga. Þegar
ég var við nám í Háskólanum á Ak-
ureyri áttum við margar góðar
stundirnar saman, ég leit alltaf til
hennar á miðvikudögum og hún eld-
aði kvöldmat handa mér, þá að nálg-
ast 90 árin. Það var ekki ónýtt að fá
soðinn lax, buff eða kótelettur í raspi
til hátíðabrigða þegar námsmaður-
inn var búinn að fá nóg af spagettí
með tómatsósu. Við spjölluðum um
margt og brölluðum margt. Amma
sagði mér heilmargar sögur, af þeim
átti hún nóg, enda hafði hún upplifað
margt um ævina. Gott ef ég lærði
ekki heilmikið á því líka.
Amma var ekki mikið fyrir að bíða
með hlutina og „sjá til“. Annað hvort
voru hlutirnir gerðir eða ekki, svo
einfalt var það. Gott dæmi um það er
að síðasta sumar hringdi ég í hana.
Son minn, sem fæddist í maí það ár,
átti að skíra og ég vildi leita ráða hjá
ömmu, enda hafði hún spilað og
sungið við ófáar messurnar. „Ég skal
spila,“ var það fyrsta sem hún sagði,
þá 93 ára. Að sjálfsögðu tók ég boð-
inu feginshendi, en hugsaði svo með
mér hvort ég væri að gera henni
grikk, því hún var kominn á tíræð-
isaldur. Svo kom skírnardagurinn og
hún mætti í kirkjuna á Húsavík og
spilaði eins og henni einni var lagið.
Um þetta þykir mér óendanlega
vænt, þarna sýndi hún í hnotskurn
þá hjartahlýju og hjálpsemi sem ein-
kenndi hana ætíð í minn garð.
Af ömmu Siggu má margt læra.
Hún var einstök persóna sem lét til
sín taka en var um leið svo góð
manneskja. Lífsgleðina, jákvæðnina
og dugnaðinn mætti margur taka sér
til fyrirmyndar.
Elsku amma, ég þakka þér kær-
lega fyrir samfylgdina og alla þá ást
og umhyggju sem þú hefur sýnt mér
og mínum. Þín er sárt saknað.
Þín
Elsa Þóra.
Amma Sigga.
Amma var mjög skemmtileg og
lítrík manneskja. Það var aldrei nein
lognmolla þar sem hún var. Það var
stuð. Ef einhver kom í heimsókn til
hennar þá settist hún iðullega við pí-
anóið og sagði: ,,Eigum við ekki að
syngja svolítið?“ og byrjaði að spila.
Langömmudrengirnir hennar köll-
uðu hana alltaf ,,Píu’’ ömmu að því að
hún spilaði svo oft á píanóið og lét þá
syngja þegar við heimsóttum hana.
Henni fannst þetta nafn eiga vel við
sig og skrifaði t.d. inn í afmælis- og
jólakort til þeirra bræðra ,,frá Píu
ömmu“. Mér fannst þetta líka passa
vel við hana í tvennum skilningi því
hún var svo dugleg að halda sér til.
Hún var alltaf svo fín til fara. Nagla-
lakk, varalitur, hringir, hálsmen og
hælaháir skór, amma var algjör
pæja. Hún var komin eitthvað á ní-
ræðisaldurinn þegar ég sá hana sein-
ast í hælaháum skóm.
Það má segja að tónlistin hafi ver-
ið rauði þráðurinn í lífi hennar. Hún
þótti einnig prýðis leikkona og tók
þátt í þó nokkrum sýningum á Ak-
ureyri og Laugarborg. Stundum
þegar hún sagði okkur frá liðnum at-
burðum lék hún oft hina ýmsu kalla
og kerlingar listavel og kom öllum til
að hlæja.
Hún hafði afskaplega skýran tal-
anda og lagði mikið upp úr því að
börnin hennar og barnabörn töluðu
rétt og vandað mál og var óspör á
áminningar til handa þeim og öðru
fólki sem vitlaust töluðu. Meira að
segja tveimur dögum áður en hún dó
leiðrétti hún móður mína þegar hún
var að lesa fyrir hana ,,Þú verður að
stoppa betur við punktana,“ sagði
hún. ,,Hrútshornshagldir á hross-
hársreipi,“ sagði hún stundum og
glotti svolítið og bað mann svo að
hafa eftir sér. Einnig eru mjög eft-
irminnileg öll þau skipti sem hún
þrumaði upp úr sér heilu kvæðabálk-
unum og maður sat límdur og hlust-
aði. En það var líka eins gott að mað-
ur hlustaði með athygli því hún átti
það til að gera hlé í miðju kvæði og
horfa snöggt á mann og spyrja:
,,Veistu hvað þetta þýðir?“
Hún mjög orkumikil og minnti
mann stundum á þeytispjald. Hún
var rösk til verka og óstundvísi átti
ekki upp á pallborðið hjá henni. Hún
var metnaðarfull í þeirri vinnu sem
hún tók sér fyrir hendur og vildi allt-
af gera eins vel og hún gat og hún
ætlaðist til þess að aðrir gerðu slíkt
hið sama. Menn fengu að heyra það
ef þeir á einhvern hátt stóðu sig ekki.
Gilti þá það sama um Jón og séra
Jón. Hún var mjög hreinskilin og því
þurftu menn aldrei að velkjast í vafa
um hennar álit á hlutunum.
,,Ekki veit ég hver meiningin er að
baki því að láta mann verða svona
gamlan,“ sagði hún við mig á afmæl-
isdaginn sinn síðastliðinn 3. febrúar.
,,Mér blöskrar hvað ég er orðin göm-
ul,“ sagði hún síðan með aukinni
áherslu á blöskrar. Greinilegt var að
henni var nóg um hversu léleg hún
var orðin til heilsunnar undir það síð-
asta.
Elsku amma, það er svo óraun-
verulegt að þú sért farin og sárt að
þurfa að kveðja þig en um leið getum
við glaðst mikið yfir öllum minning-
unum um þig, því þú varst svo frá-
bær. Við erum rík að hafa átt þig að.
Sigríður Helga Gunnarsdóttir.
Þá er drottning ættar okkar fallin,
Sigríður Schiöth; söngröddin hljóm-
mikla þögnuð. Þar með er allur horf-
inn systkinahópurinn stóri frá
Lómatjörn í Höfðahverfi. Sigríður
móðursystir mín var komin á 95ta
aldursár er hún lést. Sigríði Schiöth
þekktu margir, svo víða sem hún
lagði lið í samfélagi okkar. Mikið
varð framlag hennar til tónlistarinn-
ar á Norðurlandi og þar naut Sigríð-
ur þeirrar Guðsgjafar sem söngrödd
hennar var og frábært músík-næmi.
Fyrir utan einsöngshlutverkin mörg
lét hún sig ekki muna um að stjórna
kórum, hún var organisti í mörgum
kirkjum, hún lék á sviði, leikstýrði
oft sjálf, flest var henni vel gefið.
Sagnalestur Sigríðar í Ríkisútvarpi.
Hún var hafsjór af fróðleik enda
minni hennar öruggt. Mun enginn
hafa þekkt betur mannlíf í Grýtu-
bakkahreppi fyrri tíðar en hún og
fræðastörf hennar voru orðin drjúg.
Þeir sem þekktu Sigríði muna hana
lengst fyrir söngröddina og hins veg-
ar fyrir fádæma ósérplægni hennar
að öllum verkefnum. Fyrir framlag
sitt var Sigríður sæmd fálkaorðunni.
Sigríður var fædd á Lómatjörn og
ólst þar upp í stórri fjölskyldu. Móðir
hennar, Valgerður á Lómatjörn, var
fædd á Þönglabakka í Fjörðum,
dóttir Jóhannesar Reykjalín Jóns-
sonar prests Reykjalín er lengi sat
staðinn. Frá Jóni presti var söng-
röddin komin. Guðmundur faðir Sig-
ríðar var Sæmundsson af Stórham-
ars-ætt í Eyjafirði og var bróðir
Hákarla-Sæmundar á Látrum og er
gerr frá þeim bræðrum sagt í ævi-
sögu Sæmundar, „Virkum dögum“,
sem Hagalín reit. Guðmundur og
Valgerður verða fyrst til að setjast
að á Grenivík með sjósókn eina til
framfærslu og byggðu þar 1896 og
kölluðu á Hlöðum; gerði Guðmundur
út frá Grenivík. Eftir aldamótin
flytja þau hjón að Lómatjörn í
Höfðahverfi, þar fæddust þeim sex
börn til viðbótar. Sigríður var hið tí-
unda í röðinni. Víða hefur verið sagt
frá heimilisbrag á Lómatjörn frá
þessum tíma. Barnahópurinn þrótt-
mikill, músíkalskur, allir í fjórrödd-
uðum heimiliskórnum, orgel var
keypt á heimilið. Skólahald í stof-
unni. Sigríður lærði orgelleik heima
og síðar á Akureyri, kynnist frekar
kórstarfi, og rödd ungu stúlkunnar
frá Lómatjörn vekur athygli; þar er
það Róbert Abraham Ottósson sem
styður hana. Á Akureyri kynnist
Sigríður Helga Schiöth, þau ganga í
hjónaband; búa um skeið á Akureyri;
kaupa sér síðar jörð fram í Eyjafirði,
Hólshús, reka þar búskap um all-
mörg ár. Sigríður tók fljótt að sér
starf organista í flestum nálægum
sóknum. Næstu áratugi eru þetta að-
alstörf hennar meðfram að reka
heimili og umfangsmikinn búskap.
Hér kom best fram ósérplægni Sig-
ríðar sem að ofan var lýst. Þau
bregða búi, Sigríður gerðist organ-
isti við Húsavíkurkirkju; þaðan
flytja þau loks til Akureyrar.
Ég á sérstakar minningar úr æsku
minni frá því er Sigga frænka kom í
heimsókn í Hléskóga, þessi geislandi
kona, og þær systur tóku lagið, eða
þegar hún söng með í kirkjukór
Laufáss eða Grenivíkur og fyllti
kirkjuna sinni þéttu rödd. En sú
rödd er nú hljóðnuð.
Hér fylgir kveðja systkina minna.
Valgarður Egilsson.
Það slitnaði strengur. Sigríður
Schiöth hefur sungið sig inn í eilífð-
ina. Þar með hefur hljóðnað kór
þeirra tólf systkininna, sem ólust
upp á Lómatjörn í Höfðahverfi á
fyrri hluta síðustu aldar. Kirkjan
ómaði öll, þegar kallað var til tíða í
Laufási og Valgerður og Guðmundur
fóru til messu með hópinn sinn.
Börnin fengu í vöggugjöf góðar
söngraddir og að auki ríkt tónlistar-
uppeldi.
Minningar minna æskuára, um
miðja öldina, eru um stórfjölskyld-
una, lífsgleði, samveru og söng. Víst
kvaddi sorgin dyra, en þá var líka
samvera og söngur – því söngurinn
linar sársaukann.
Fimm þessara systkina bjuggu
síðar við Eyjafjörðinn. Sæmundur í
Fagrabæ, Sigrún á Skarði, Sverrir á
Lómatjörn, Sigurbjörg, móðir mín, í
Hléskógum og Sigríður í Hólshúsum
í Eyjafirði. Samgöngur voru oft erf-
iðar, en fólk nýtti tækifærin sem gáf-
ust til samfunda. Á sumrin bættust
svo í hópinn þau systkinanna sem
sest höfðu að í öðrum landshlutum,
með sitt fólk, – og þá var nú ,,líf á
Læk.“ Þar hljómuðu Litla-Stína,
Heiðstirnd bláa, Sólsetursljóð, af
mörgu er að taka. Sigríður átti eftir
að starfa sem organisti og söngstjóri
alla sína tíð og hafa mikil áhrif á tón-
listarlíf á Íslandi. Sigurbjörgu, móð-
ur minni, og Siggu var vel til vina –
fundu samhljóminn í söngnum. Þær
fluttu tónlistarmenninguna yfir til
okkar barnanna sinna – hugsanlega
án þess að vita af því, hvað það hefur
verið okkur dýrmætt.
Hin síðari ár heimsótti ég frænku
mína reglulega. Hún hafði stálminni
og var sífellt fræðandi um heimilið á
Lómatjörn hjá ömmu og afa, um for-
feður okkar og lífið og tilveruna. Svo
sungum við og spiluðum og allt varð
fallegt í kringum mann, enda Sigga
alltaf svo geislandi. Ég fór ætíð rík-
ari af hennar fundi.
Þegar að kveðjustund er komið er
mér efst í huga þakklæti til Siggu
frænku – og til genginna kynslóða.
Ég votta fjölskyldunni innilega sam-
úð.
Þreytta sál, sof þú rótt!
Gefi þér Guð sinn frið!
(Guðm. Guðm.)
Laufey Egilsdóttir.
Nú hefir Sigga frænka sungið sitt
síðasta lag. Hún kom til dvalar vetr-
arlangt á heimili foreldra minna þeg-
ar ég var 12 ára, mæður okkar voru
Sigríður G. Schiöth