Morgunblaðið - 28.04.2008, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Guð-rún Þorsteins-
dóttir fæddist í
Hnífsdal 4. ágúst
1913. Hún lést eftir
erfiða legu sunnu-
daginn 20. apríl síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna
Þorsteins Mikaels
Ásgeirssonar frá
Tröð í Álftafirði, f.
1877, d. 1951, og
Rebekku Bjarna-
dóttur frá Nesi í
Grunnavík, f. 1885,
d. 1981. Var Guðrún fjórða í röð
tíu systkina sem komust til fullorð-
ins ára. Eru nú sjö þeirra látin:
Ragnar, f. 1908, d. 1998, Pálína
Salóme, f. 1909, d. 1993, Lárus, f.
1916, d. 1978, Bjarni, f. 1918, d.
2006, Höskuldur, f. 1925, d. 1966,
og Sigurður, f. 1929, d. 2008, en
eftir lifa Kristjana, f. 1912, Guð-
jón, f. 1921, og Þórir, f. 1924.
Guðrún kynntist ung eig-
inmanni sínum Henry Alexander
Hálfdanssyni loftskeytamanni og
síðar framkvæmdastjóra Slysa-
varnafélags Íslands, f. 1904, d.
1972, syni Hálfdans Á. Brynjólfs-
sonar, f. 1881, d. 1909, og Þorkötlu
Þorkelsdóttur, f. 1885, d. 1975.
Henry átti fyrir soninn Ragnar
Ástríður og Birna. Barnabörn
þeirra eru tíu. 6) Þorsteinn Ás-
geir, f. 1953, kvæntur Láru Er-
lingsdóttur, f. 1954. Sonur þeirra
er Henry Ásgeir og eiga þau þrjú
barnabörn.
Lífsbaráttan var oft hörð á upp-
vaxtarárum Guðrúnar og fór hún
fljótt að taka þátt í atvinnulífinu
eins og algengt var þá. Á ung-
lingsárum tók hún einnig virkan
þátt í starfi skátanna á Ísafirði.
Guðrún lærði gullsmíði hjá Einari
Oddi Kristjánssyni á Ísafirði en
hætti námi þegar hún átti von á
fyrsta barni sínu. Guðrún og
Henry giftu sig á Ísafirði 27. febr-
úar 1932 en fluttu skömmu síðar
til Reykjavíkur þar sem þau settu
saman bú, fyrst að Brávallagötu 4
en síðar að Kambsvegi 12. Henry
var mikill félagsmálamaður og
óþreytandi við að þoka baráttu-
málum sínum til rétts vegar. Hans
traustasti félagi og bakhjarl var
Guðrún sem hvatti hann til dáða
og tók fullan þátt í öllum hans
störfum. Hún stjórnaði fjölmennu
heimili þeirra af miklum mynd-
arskap og skapaði þar dýrmætt at-
hvarf fyrir sína nánustu. Eftir
andlát eiginmanns síns flutti Guð-
rún í Kópavog og bjó þar uns hún
fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði
fyrir 13 árum og naut þar ætíð
góðrar þjónustu og umönnunar.
Hélt hún góðri heilsu lengst af og
sýndi mikið þrek og lífskraft í bar-
áttu sinni við ellina.
Guðrún verður jarðsungin frá
Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Bergstein, f. 1927, d.
1987, en saman áttu
Guðrún og Henry sex
börn, þau eru: 1)
Helga, f. 1931, fyrri
maður hennar var
Árni M. Hinriksson,
f. 1930, d. 1975. Börn
þeirra eru: Ellen
Ingibjörg, Anna,
Gunnar Hinrik, Guð-
rún, Helga Dagný og
Árni Þór. Seinni
maður Helgu var
Guðmundur H. Jóns-
son, f. 1923, d. 1999.
Barnabörn Helgu eru fjórtán og
barnabarnabörn átta. 2) Henry
Þór, f. 1934, kvæntur Gíslínu
Garðarsdóttur, f. 1935. Börn
þeirra eru: Jón Garðar, Guðrún
Katla og Henry Alexander. Barna-
börn þeirra eru fjögur. 3) Har-
aldur, f. 1938, kvæntur Elísabetu
Kristinsdóttur, f. 1942, sonur
þeirra er Ásgeir Kristinn og eiga
þau eitt barnabarn. 4) Hálfdan, f.
1943, kvæntur Eddu Þorvarðar-
dóttur, f. 1943. Börn þeirra eru
Henry Arnar, Þorvarður Ragnar,
Halldór Gunnar og Helga Dís. Þau
eiga níu barnabörn. 5) Hjördís, f.
1946, maður hennar er Gísli Þor-
steinsson, f. 1945. Börn þeirra eru:
Ólafur Ágúst, Henrietta Guðrún,
Guðrún, tengdamóðir mín, er
öll. Fékk hún friðsælt andlát
sunnudaginn 20. apríl umvafin
örmum barna sinna. Guðrún var
afar glæsileg og fögur kona. Glað-
leg, brosmild og geislaði af henni
hvar sem hún fór. Barngóð og al-
úðleg var hún með afbrigðum sem
barnabörn hennar nutu alla tíð og
eiga þau öll ljúfar endurminning-
ar um einstaka ömmu. Hún var
óþreytandi að sinna þeim, syngja
fyrir þau og fara með þulur sem
þau, sem uppkomið fólk, vitna enn
í.
Ég kom fyrst á heimili Guð-
rúnar og Henrys A. Hálfdansson-
ar, eiginmanns hennar, árið 1964 í
fylgd sonar þeirra og síðar eig-
inmanns míns, Hálfdans Henrys-
sonar. Feimin var ég við þau og
vissi ekki alveg hvernig mér yrði
tekið en voru það óþarfa áhyggjur
þar sem ég var boðin hjartanlega
velkominn af þeim hlýleika sem
þeim einkenndi þau. Margar áttu
heimsóknirnar á Kambsveg 12,
heimili þeirra, eftir að verða. Á
sunnudögum var kátt á hjalla þar
sem börn, tengdabörn og barna-
börn Guðrúnar og Henrys komu
oft saman. Skipst var á skoðunum
í pólitík, dægurmálum og öðru,
hlegið dátt og leikið við börnin. Afi
gaf þeim gjarnan litlar lakkríspill-
ur sem voru mjög vinsælar. Ekki
var að spyrja að góðgjörðunum
hjá húsfreyjunni, veitingar, hvort
heldur sem voru á kaffi- eða mat-
arborði, voru töfraðar fram sem
einstakt „gourmet“ sem afar vin-
sælt var að þiggja.
Þau Guðrún og Henry ferðuðust
mikið bæði erlendis og innlands.
Gleymi ég seint minni fyrstu tjald-
ferð með þeim sem var ferð í
Þjórsárdalinn. Þau voru bæði vel
lesin og kunnu að segja frá. Þessi
Þjórsárdalsferð með allri sögunni
sem þar átti sér stað endur fyrir
löngu, gönguferðum og „prímus-
matreiddum“ reyktum lunda líður
mér seint úr minni. Sumarbústað-
urinn í Heiðmörk var og er enn
griðastaður fjölskyldunnar. Oft
dvaldi Guðrún þar, eftir að hún
varð ekkja, ásamt barnabörnum.
Mjög vinsælt var að fá að fara með
ömmu í sumarbústaðinn. Margt
var þar brallað og leikið sér við
lækinn og í fögru Heiðmerkurum-
hverfinu.
Guðrúnu var margt til lista lagt.
Fróð var hún og hafði skemmti-
lega frásagnarhæfileika. Gott var
að leita til hennar og þiggja ráð
þegar svo bar undir. Á erfiðum
stundum brást hún aldrei heldur
var sannur vinur. Hún var mikil
hannyrðakona, saumaði út og
prjónaði heil býsn. Handbragðið
vandað og fallegt og voru það ófá-
ar peysurnar og húfurnar sem hún
gaf bæði barnabörnunum og eins
okkur fullorðna fólkinu.
Síðustu árin dvaldi Guðrún á
Hrafnistu í Hafnarfirði, hélt sitt
heimili þar meðan heilsan leyfði en
hún fluttist síðan á hjúkrunardeild
þar sem henni var sinnt af ein-
stakri alúð starfsfólks heimilisins.
Kann fjölskylda Guðrúnar því ein-
lægar þakkir fyrir.
Ég kveð mína elskulegu tengda-
móður með söknuði og virðingu og
þakka henni fyrir allt sem hún var
mér. Fari hún í guðs friði.
Edda
Þorvarðardóttir.
Ég vissi alltaf að amma mín
myndi kveðja okkur um vor,
nokkrum dögum fyrir sumardag-
inn fyrsta. Hún er birtudísin sem
fer brosandi í Hámörkina á hverju
vori. Hún er sumarið í æðum okk-
ar, næturbirtan, lækjarkliðurinn
og ilmur gróandans. Hún er
smekkvísi fagurkerinn sem hlúir
af ástúð að sínum ættboga og feg-
urð jarðarinnar. Þegar ég hugsa
um hana sprettur fram flóran með
fallegu nöfnin, Lækjalokkur, Gull-
mura, Sóldögg, Klettaprýði, Augn-
fró, Urðaskart og Gullvöndur, sjálf
náttúran – það er hún. Hvergi unir
hún sér betur en í blómstrandi
vor-, sumar- og haustlandslaginu.
Í ævintýraljóma rauðu hallarinnar
í Hámörk, hámörkum gleðistund-
Guðrún
Þorsteinsdóttir
✝ Edda IngibjörgHákonardóttir
fæddist á Bæ í
Hrútafirði 28. apríl
1950. Hún lést á
heimili sínu, í Há-
túni 10 í Reykjavík,
sunnudaginn 20.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f.
1911, d. 1982 og
Hákon Krist-
jánsson, f. 1912, d.
1962.
Systir Eddu er
Lena Guðrún Há-
konardóttir f. 1946,
dætur hennar eru
Þórunn Brands-
dóttir, f. 1968 og
Valgerður Árna-
dóttir, f. 1979, son-
ur hennar er Ben-
jamin Árni
Jóhannsson, f. 2000.
Útför Eddu fer
fram frá Kópavogs-
kirkju í dag og
hefst athöfnin
klukkan 13.
Flesta vini eignast maður ungur
að árum en Eddu kynntist ég af til-
viljun fyrir röskum áratug. Kunn-
ingskapur okkar þróaðist með ár-
unum í vináttu. Oft hittumst við í
bænum en á seinni árum sótti hún
mig iðulega heim og nokkrum sinn-
um kom ég á heimili hennar. Ég
hafði gaman af því að hitta hana.
Hún fór sínar eigin leiðir og vakti
mig til umhugsunar um listina og
tilveruna. Aldrei urðu fundir okkar
mjög langir enda var Edda hreyf-
ilistamaður og átti því ekki mjög
gott með að vera lengi á sama stað.
Edda var sem sagt listamaður og
gaf út bækur, bæði á sviði ritlistar
og myndlistar. Einnig fékkst hún
við hreyfimyndir og myndbanda-
gerð.
Það kom mér því á óvart þegar
ekki sást lengur til Eddu í bænum.
Fyrir nokkrum mánuðum vitjaði ég
því hennar og var hún þá rúmliggj-
andi og þjáð af þeim veikindum sem
drógu hana síðan til dauða. Í þau
skipti sem ég heimsótti hana síð-
ustu vikurnar var hún andlega
hress og kvartaði hún ekki þótt hún
væri sárþjáð. Daginn fyrir dauða
sinn hafði hún boðið mér að halda
upp á afmæli mitt heima hjá sér og
þáði ég það boð. En nú var mjög
dregið af Eddu og greinilegt hvert
stefndi. Undir lok heimsóknarinnar
spurði Edda: Heldur þú, Aðal-
steinn, að ég sé að deyja? Líður þér
þannig? spurði ég. Ég veit það ekki,
ég hef aldrei dáið, svaraði hún.
Edda hafði fundið gjöf handa mér
og ekki gleymdi hún að afhenda
hana þegar ég kvaddi. Næst ætl-
uðum við að hittast í dag, þann 28.
apríl á afmælisdegi hennar. Ekki
verður af því í eiginlegri merkingu;
Edda hefur sameinast almættinu
sem hún reyndar var alltaf hluti af,
ef ekki almættið sjálft.
Ég þakka Eddu kynnin.
Aðalsteinn Emilsson.
Ég verð að slá takkana fyrir
Eddu mína Hákonardóttur. Hún
töfraði mig upp úr skónum sumarið
1975, var svo mikill alvörulistamað-
ur, svo fögur og hávaxin með sítt
rautt hár, eins og álfkona. Enginn
annar hefur fengið mig til að ganga
á ljósastaur, svo heillaði hún mig.
Svo var hún hetja, hljóp nakin með
Gunnu Gísla og kvígum í Flóanum á
kvikmyndatjaldi sem sett var upp
ekki fjarri Fjalakettinum. Ég sá
þessa fegurð bara í ljósmynd en það
var samt cinemascope. Þetta var
list í lagi, einfaldur kjarni, afhjúp-
un, fögur dýrska, samstaða með
þeim sem héldu í okkur lífinu frá
örófi, konur sem kvígur og kvígur
sem konur. Óhemju töff, einlægt,
djúpviturt og djarft.
Hún bjó á Hótel Vík, sem var
skrautlegur staður fullur af bráðlif-
andi ungu fólki, ég man best eftir
þarbúandi Herði Torfasyni, húsið
var ævintýri og merkilegt nokk
stendur enn á sama stað. Eddu var
annt um hreinleika líkamans,
bragðaði aldrei vín né tóbak, hvað
þá önnur efni sem voru á sveimi á
þessum árum, hún hafði enda hlotið
ástríkt uppeldi á góðu heimili. Eng-
ill var hún, handan við allt, sagði
sannleikann saklaus, hrein og bein.
Hún var fyrsta íslenska lesbían sem
ég þekkti og vissi af, svo falin var
sú ágæta hneigð á þessum tíma.
Sem dæmi um listaverk hennar má
nefna kross með brjóstum í stað
arma og teikningu af tröllvaxinni
konu, af svipaðri stærð og í B-
myndinni Attack of the 50 feet
woman, sem stóð klofvega yfir
kirkjuturni. Djarft og töff og guð-
last ef við lifðum ekki í frjálsum
heimi. Hún gaf út bókina Pa Pill On
í New York og eltist við Lennon og
Patty Smith. Hún var stór sem
listamaður og á allan hátt.
Edda varð nokkru síðar fórnar-
lamb geðklofa. Konan sem hataði
eitur var þvinguð til að taka á móti
sprautum og af henni tekið sjálf-
ræðið. Árum saman gekk hún um
með blöð og bæklinga sem hún
samdi til að losna við það sem hún
skynjaði sem árás kerfisins, sem
var þó að reyna að gera henni gott.
Að lokum brotnaði hún og varð eins
og hver annar utangarðsmaður, lífið
gekk út á bjór og sígarettur. Ekk-
ert er eins sárt og vond geðveiki,
nema ef vera skyldi útskúfun sam-
félags sem vill fela rónana sína,
skítugu börnin sem taka út hryll-
inginn fyrir okkur hin sem teljumst
betur heppnuð.
Þar sem Edda var snillingur áður
en hún veiktist hélt hún áfram að
vera frjó og skemmtileg þegar góði
gállinn var á henni. Mörkin milli
ljóðs og geðveiki eru á köflum óljós,
furðulegustu ofskynjunum hennar
tók ég sem fantasíu. Ein af ofskynj-
unum Eddu var sú að hún ætti börn
með ýmsum frægum konum,
Möggu Thatcher til dæmis. Ég varð
bæði stolt og hissa þegar hún sagði
mér að hún væri faðir yngri sonar
míns. Hún kom og tók af honum
frábærar myndir og gaf gjafir, sem
sannur faðir.
Örlög Eddu voru þau óhugnan-
legustu, allt fram á dauðastund úr
krabbameini sem hægt hefði verið
að lækna ef hún hefði ekki óttast að
læknarnir plöntuðu inn tækjum.
Grimmustu örlög eru sárari en tár-
um taki. Fólk eins og hún á skilið
virðingu þeirra sem eru börn ham-
ingjunnar. Edda lifi og það góða
sem hún stóð fyrir.
Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir.
Skáldskaparvatnið
er ísi lagt, en það eru
komnar vakir í ísinn
og stöku ljóð vætlar
upp á skarirnar
síðsti vetrardagur
er liðinn
(Gyrðir Elíasson.)
Ekki er öllum gefið að lifa farsæl-
lega til æviloka, eins og segir í æv-
intýrum og hún Edda Hákonardótt-
ir var ekki ein af þeim sem hlutu
það hnoss. Allt of fljótt sótti hana
heim sá sjúkdómur sem olli henni
og hennar nánustu miklum sárs-
auka og breytti smátt og smátt
ásýnd hennar og atferli.
Ég kynntist henni fyrst þegar
hún var fimmtán ára, hæglát og
feimin, svolítið gelgjuleg eins og til-
heyrir þeim aldri, ári seinna var
hún orðin falleg ung stúlka. Hún
kom oft heim til mín og passaði litla
frænda sinn sem fannst þessi
frænka hrein gersemi og fór með
henni í marga ógleymanlega æv-
intýraferð. Edda var líka nokkurs-
konar ævintýri, greind, listræn,
góðhjörtuð, líka erfið en oft
skemmtileg. Í návist hennar gat
maður orðið allt í einu þreyttur,
reiður, leiður en líka glaður og oft
hlegið svo tárin runnu. Já, hún
Edda var vissulega litríkur per-
sónuleiki.
Hver einasta manneskja sem
maður hittir á lífsleiðinni kallar
fram í manni eitt og annað bæði
gott og slæmt og af samneyti við
fólk lærir maður nokkuð um sjálfan
sig og aðra. Kynnin af Eddu hafa
smátt og smátt leitt mér fyrir sjónir
hversu auðvelt er að falla á bragði
eigin fordóma og hvað sú borgara-
lega þröngsýni sem maður hefur al-
ist upp við er lífseig. Það var alltaf
góð áminning að hitta Eddu á förn-
um vegi, þá fékk maður að heyra af
nýjustu afrekum hennar sem gátu
t.d. verið kvikmyndagerð, gulrófna-
rækt, bókaútgáfa, eða lítil uppá-
koma á Lækjartorgi.
Hún talaði hátt og hló miklum
hlátri sem vakti athygli þeirra sem
framhjá gengu. Og það var gott að
hlæja með henni og finna þessa
frelsandi tilfinningu sem fylgir því
að njóta fölskvalausrar gleði í ná-
vist þess sem manni þykir vænt um.
Nú er hún Edda horfin af götum
Reykjavíkur og þeir sem hana
þekktu munu sakna þess að sjá
hana ekki lengur. Ég fyrir mitt
leyti vil þakka fyrir að hafa kynnst
henni, fyrir það sem hún kenndi
mér og allar góðu og skemmtilegu
minningarnar mun ég geyma í huga
mér.
Elsku Lena, Þórunn og Vala,
ykkur sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Kolbrún Vigfúsdóttir.
Ég man þegar ég sá Eddu fyrst.
Þá hafði kona opnað menningarhús
þar sem áður var Hótel Vík og þar
stóð hún þessi frumkvöðull og hafði
eitthvert framandi yfirbragð en það
var þá Edda Hákonar listakona.
Vissi ég að seinna stóð hún að sýn-
ingu í heimsborginni París sem
voru ljósmyndir þar sem hún notaði
sjálfa sig sem módel og vakti sýn-
ingin töluverða athygli og hlaut lof-
samleg
ummæli í frönsku listtímariti.
En Edda fékk ekki notið sín sem
skyldi því seinna á ævinni tóku and-
leg veikindi að steðja að. Sjálf vildi
hún aldrei kannast við þá erfið-
leika, sagði við mig einhverntím-
ann að hún væri bara svoldið skrít-
inn og hefði alla tíð verið.
Ég kveð nú þessa konu sem var
svo mikið en svo illa skilin og þakka
þá viðkynningu sem ég átti af henni
á lífsleiðinni. Votta ég Lenu systur
og fjölskyldu mína innilegustu sam-
úð.
Helgi Ásmundsson.
Edda Ingibjörg
Hákonardóttir
Man þig systir mín, hlæjandi
í lynginu og móunum.
Man þig á leið í skóla, á leið í
sveit, á leið í leik.
Man þig á nýjum skóm í
sparikjól.
Man þig systir mín.
Lena Guðrún
Hákonardóttir.
HINSTA KVEÐJA