Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 28

Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 28
28 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann A. Kristjánsson KEPPNISTÍMABIL torfærunnar er hafið því að á laugardaginn tóku þrír íslenskir kepp- endur þátt í fyrstu umferð Norðurlandameist- aramótsins sem ekin var í Vormsund í Noregi. Það voru þeir Gunnar Gunnarsson á Trúðnum, Íslandsmeistari 2007 í opnum flokki, Sigurður Þór Jónsson sem ekur Tröllinu en Sigurður Þór var valinn akstursíþróttamaður ársins 2007 á Íslandi og Ragnar Róbertsson sem varð Íslandsmeistari í flokki breyttra götubíla á síð- asta ári. Þeir félagar ætla sér að gera harða hríð að Norðurlandameistaratitlinum í ár og jafnvel taka þátt í öllum umferðum mótarað- arinnar en þær verða eknar í Noregi, Dan- mörku og Finnlandi. Gert við og grillað Íslensku keppendurnir voru ekkert sér- staklega ánægðir með keppnishaldið í Vorm- sund að þessu sinni en keppnin hófst kl. 11 á laugardagsmorgninum og lauk ekki fyrr en um klukkan átta um kvöldið. „Keppnishaldið gekk svo hægt fyrir sig,“ sagði Sigurður Þór Jón- son, „að þegar ég braut framdrifið í þriðju braut höfðum við nógan tíma til að skipta um drifið og grilla okkur pylsur áður en ég þurfti að mæta í næstu braut.“ Fía sigraði Það var sænska torfæruprinsessan, Sofia Schollin-Borg sem sigraði í opnum flokki og vakti, eins og svo oft áður, árangur hennar mikla athygli þar sem bíll hennar er byggður fyrir flokk breyttra götubíla auk þess sem hún notaðist við skófludekk í keppninni. Ekki ausu- dekk eins og leyfilegt er að nota í flokki óbreyttra jeppa. Það hjálpaði Fíu að mikið hafði rignt daginn áður og seinni part keppn- isdagsins rigndi einnig svo að efnið í mal- argryfjunum í Vormsund var blautt, þungt og gaf mikið grip. Okkar maður Gunnar Gunn- arsson tók forustuna í opna flokkinum og var í baráttunni um sigursætið til enda. Hann varð þó að láta sér lynda annað sætið og hjálpaði það honum ekki að hafa brotið drifskaft og gír- kassa í fjórðu braut og drifskaftið aftur í þeirri fimmtu. Sigurður Þór Jónsson varð í fjórða sæti en keppendur í opna flokkinum voru 17 talsins. Rúllaði keppinautunum upp Ragnar Róbertsson sigraði í flokki breyttra götubíla en var þó ekkert sérstaklega ánægður með frammistöðu sína. „Ég keyrði ekki vel til að byrja með,“ sagði Ragnar sem tók þó for- ystuna í upphafi og hélt henni til enda. „Ég skemmdi bílinn í næstsíðustu brautinni, tók eina veltu og endastakkst síðan niður brekk- una. Við gátum lappað upp á bílinn en í loka- brautinni keyrði ég bara rétt nógu langt til að tryggja mér sigurinn þar sem ég var kominn með ágætis forskot fyrir þá braut.“ Úrslit keppninnar – fimm efstu Sérútbúinn flokkur: 1. Sofia Schollin-Borg á Affe, Svíþjóð 2. Gunnar Gunnarsson á Trúðnum, Ísland 3. Miikka Kaskinen á Big Willys, Finnland 4. Sigurður Þór Jónsson á Tröllinu, Ísland 5. Per Anders Nordstedt á T-Rex, Svíþjóð Breyttir götubílar 1. Ragnar Róbertsson á N1 Willys, Ísland 2. Mikael Berg á Rosinen, Danmörk 3. Kjetil Håkonsen á Sandy, Noregur 4. Erik Selbekk á Jeep, Noregur 5. Roger Hovdahl, á Jeep, Noregur Torfæran byrjar Morgunblaðið/ JAK Konan í hópnum Sofia Schollin-Borg frá Svíþjóð stóð fyrir sínu í keppninni og sigraði í opnum flokki þrátt fyrir að bíllinn hennar, Affe, væri smíðaður fyrir flokk breyttra götubíla. Drif Sigurður Þór Jónsson á Tröllinu náði 4. sæti. Hann braut framdrifið í 3. braut. Vann Ragnar Róbertsson sigraði í flokki breyttra götubíla þó að hann hafi velt N1 Will- ysnum og endastungið honum í fimmtu braut. Gekk á ýmsu Gunnar Gunnarsson á Trúðn- um hlífði bíl sínum ekki frekar en vanalega. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Húsgögn Skrifborð og skilrúm til sölu Til sölu 15 skrifborð úr beyki. Borðin eru notuð en vel með farin, 10.000 kr stk. Til sölu hvít skilrúm 160 cm há, tilboð óskast. Heiðar í síma 895-0372 Húsnæði í boði 3 herbergja íbúð í nýlegu húsnæði í Efstasundi fæst leigð. 85 fm efri hæð, rúmgóð og björt. Verð á bilinu 100-120 þús. Möguleiki á að húsgögn fylgi. Upplýsingar í síma 660 6232. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Vornámskeið – Listnám.is PMC Silfursmíði-Sófamálverk- Glerlist-Ullarþæfing-“Lavaskart- gripagerð”. Nútímaleg og spennandi námskeið. Kynning-OPIÐ HÚS- 1.Maí kl. 12.00- 18.00. Listnám.is, Súðarvog 26, Kænuvogmegin. Sími 5113100 og 6950495. Komdu á frábært námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á: http://www.menntun.com Þjónusta www.hvarertu.is Á fólk í erfiðleikum með að finna þig á netinu? Fólk mætir á röngum tíma því það finnur ekki réttu aðkomuna að húsinu? Eða vantar þig heima- síðu? farðu inn á www.hvarertu.is Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Bílar VW Passat Station Higline 2.0 FSI Passat 2.0 FSI Higline árg.06 ek.32þús. Svartur, sjálfskiptur, 6g.tripptronic, topplúga, ný kominn úr 30þ.km. skoðun. V/3290 þús. tilb.2990þús. S. 821 4068. Til sölu Dodge Magnum SXT Sport, árg. 2007, ekinn 16 þús. km. Vél: 3,5 lítra, 6 cyl., 250 hestöfl. Eins og nýr utan sem innan. Aukahlutir fyrir um 500.000 geta fylgt. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma 697-7766. LÍTIÐ EKINN!!! Til sölu vel með farinn Opel Vectra skutbíll, ekinn 97.000 km, árgerð ´99, sjálfskiptur, dráttarkrókur og rafm. í rúðum. Nýskoðaður, næsta skoðun í október 2009. Nýjar bremsur! Verð 390.000 kr. Upplýsingar í síma 669 1386. Góð kaup Toyota Corolla árg. ’95, ekinn aðeins 112 þ. km. Beinsk. Saml. Búið að skipta um tímareim, endurnýja kúplingu, bremsur, nýleg dekk, fallegur og góður bíll. Verð 240 þ. Uppl. í síma 699-3181. Jeppar LAND ROVER FREELANDER, árg ´03, ekinn 81.000 km. Ásett verð 1.590.000.- Lán frá Lýsingu kr. 1.036.000.- afborgun pr. mán. 20.000.-Upplýsingar í síma 896 3362. Hjólbarðar Nissan EXTRAIL 4 stk. ný sumar- dekk stærð 215 / 60 R17 96 H. 15 þús. kr stk. Álfelgur + dekk SUBARU stærð 195 / 60 R15 88V, hálfslitin, gangur á 25 þús. Dekk SUBARU ný P205 / 55 R16. Kostar nýtt 14 þús. Tilboð 7.500 kr. stk. Upplýsingar gefur Tómas í síma 660 8175. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza Aero ‘08. 696 0042/566 6442. Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. Bifhjólakennsla. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 892 1451/557 4975. Mótorhjól Eitt með öllu KX 250 ‘06, hlaðið aukahlutum fyrir ca 200 þús. Verð 430 þús. Uppl. í síma 866-0532. Smáauglýsingar • augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.