Morgunblaðið - 28.04.2008, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.04.2008, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 37 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÁRIÐ 2002 var ár íslensks rapps, hver platan á fætur annarri kom út, misjafnar að gæðum eins og gengur. Að margra mati stóð þó ein skífa upp úr það árið, fyrsta plata hins dularfulla Móra sem enn þann dag í dag hefur ekki náðst almennilega á mynd. Hér var á ferðinni alvöru bófarapp með sönnum sögum úr undir- heimum Reykjavíkur. Móri var „alvöru“ og ekki spillti tónlistin undir textunum; töff, grúvandi og myrk. Í ársuppgjöri Morgunblaðs- ins yfir bestu plötur ársins stóð þetta m.a. um plötu Móra: „ Íslenskt bófarapp sleit barns- skónum á fyrstu skífu atvinnu- krimmans Móra. Tónlistin er framúrskarandi og fjölbreytt en Móri er stjarna, flutningurinn ótrúlega sannfærandi, hlustand- inn trúir honum, sama hvað hann er að segja frá skelfilegum hlut- um. Móri beitir röddinni skemmtilega, hrynjandi góð og rímurnar vel samdar; „ef íslensk- an er notuð rétt þá verður tung- an hárbeitt“ eins og maðurinn sagði.“ Ekki hefur borið mikið á Móra eftir þessa sigra. Hann hefur dvalið í Danmörku lengi en flutt- ist hingað til lands aftur fyrir u.þ.b. ári síðan. En ýmislegt er í farvatninu og síðasta miðvikudag hélt hann tónleika á Barnum, Laugavegi 22, þar sem hann lék nýtt efni í bland við gamalt. „Ég var með trymbil mér til halds og trausts,“ segir Móri. „Tónleikarnir tókust afskaplega vel upp að mínu mati.“ Móri segist hafa haldið áfram að vinna að sinni tónlist úti í Dan- mörku og fólk megi búast við nokkrum breytingum á efninu sem er framundan. „Já, maður er aðeins að taka sveig. Þetta er nokkuð tilrauna- kenndara en áður. En textarnir, þeir fylgja nokkuð svipuðum lín- um og áður.“ Lítið álit á Poetrix Móri vinnur væntanlega plötu með Golden Boy (The End, Steini), Jóa trommara og Hjalla hljóðmanni eins og hann kallar félaga sína. „Við erum að taka upp í hljóð- verinu hans Maximum/Magse (Subta) sem kallast Stúdíó Hist- ory. Hann sjálfur hefur hins veg- ar ekkert komið að plötugerðinni, ekki ennþá allavega. Annars er ekkert ákveðið hvernig þetta kemur út, hvort þetta verður plata eða eitthvað annað. Mögu- leikarnir eru orðnir miklu meiri hvað útgáfumál varðar í dag.“ Tíu lög eru komin í sarpinn og allt er þetta á góðum vegi að sögn Móra. Lag er væntanlegt í spilun og kallast það „Í kvöld“. „Þetta fer á þær útvarps- stöðvar sem vilja spila mig. Lagið fjallar um mann sem ég hef lítið álit á, hann Poetrix. Hann er að setja gras og hörð efni undir sama hatt sem er mikil heimska að mínu mati.“ Rappstríðin eru margslungin, í haust dissaði Erpur Eyvindarson, Rottweilerhundur, Móra en Poet- rix dissaði hins vegar Erp harka- lega fyrir stuttu, sagði að Rott- weilerhundarnir næðu „nýjum víddum í tilgangsleysi“ í texta- gerð sinni. „Þarna er ég reyndar sammála Poetrix,“ segir Móri og hlær. „Þetta er líklega það eina sem ég og hann erum sammála um. Ég er reyndar með annað lag þar sem ég tek Erp og félaga til bæna en ég og Erpur erum alltaf að dissa hvorn annan upp á djókið.“ Aðspurður hvort að um helbert grín sé að ræða eftir allt saman svarar hann lymskulega. „Tjaa … jú, er það ekki bara? Svona er nú þessi bransi einu sinni.“ Móri gengur aftur Draugur Hinn dularfulli Móri hefur aldrei náðst almennilega á mynd. Hann er að taka upp nýtt efni þessa dagana. Morgunblaðið/Frikki Rapparinn Móri er með nýja plötu í bígerð. Verður hún sú fyrsta síðan hin lofaða skífa, samnefnd honum, kom út árið 2002. SPILLING, valdníðsla og rasismi innan lögreglunnar í glæpaborginni Los Angeles er umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Konungar göt- unnar (Street Kings) sem leikstýrt er af David Ayer, eftir sögu- hugmynd rithöfundarins James Ellroy. Þeir sem þekkja til verka höfundarins sjá strax að kunnuleg Ellroyísk þemu eru hér á ferðinni. Þekktust er líklega samnefnd kvik- myndaaðlögun á skáldögu hans L.A. Confidential, þar sem dregin er upp bölsýn og miskunnarlaus mynd af gerspilltri og glæpaskotinni lög- gæslu í Los Angeles á sjötta áratugi síðustu aldar. Ellroy er hins vegar einn af þremur höfundum sem skrif- aðir eru fyrir handriti Konunga göt- unnar, og af útkomunni af dæma sé ég enga aðra skýringu en þá að sá ágæti rithöfundur Ellroy hljóti að hafa komið lauslega að handrits- skrifunum, svo illa er staðið að flest- um þáttum handritsins, svo ekki sé minnst á grunnatriði á borð við fléttusmíð og samtöl. Ekki bætir úr skák hæpin leikframmistaða einkar sjúskaðs Keanu Reeves í hlutverki aðalsöguhetjunnar, hins harðhenta og drykkfellda fyrrverandi rann- sóknarlögreglumanns Tom Ludlow. Við og við grillir í texta og andrúms- loft sem á rætur að rekja til Ellroy, en þau tilþrif mega sín lítils innan um þá vanhæfni sem annars ræður ríkjum. Í umfjöllun sinni um spill- ingu og kerfisbundinn rasisma í stofnun lögreglunnar gerist myndin sjálf sek um rasísk viðhorf og í til- raun til fordæmingar á lögreglu- ofbeldi upphefur myndin og rétt- lætir (á einfeldningslegan hátt) beitingu á hrottaskap og aðgerðum á borð við þær að taka varnarlausa menn af lífi, einfaldlega vegna þess að þeir eru „óþokkar“. Engu að síð- ur sjá aðstandendur myndarinnar ekki sóma sinn í því að standa við þá Ellroyísku rökvísi að spillingin gegnsýri söguheiminn og að rætur hennar sé að finna í kerfinu en ekki einstökum svörtum sauðum. Þá er sú réttlætiskennd sem á að drífa að- alsöguhetjuna áfram í leit sinni að morðingjum félaga síns fyrrverandi, þar sem hann ber miskunnarlaust á blökkumönnum í gettóinu og tekur menn af lífi án dóms og laga, með eindæmum þversagnakennd. Þessi kvikmynd er vond á margföldum forsendum en verst er þó að horfa upp á þá afbökun á sagnasmíð og heimssýn James Ellroy sem hér birtist. Afbakaður Ellroy Lögga Keanu Reeves sýnir hæpna leikframmistöðu í Street Kings. Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYND Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Leikstjórn: David Ayer. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Forest Whitaker, Hugh Laurie, Martha Higareda og Chris Evans. 109 mín. Bandaríkin, 2008. Konungar götunnar (Street Kings) mnnnn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.