Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 39

Morgunblaðið - 28.04.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2008 39 G O T T F Ó LK /Ö LG E R Ð IN Á HVERJU ári verðlauna bandarísku samtökin GLAAD, eða Samtök homma og lesbía gegn ófrægingu, þá listamenn sem þykja hafa sýnt samkynhneigða í réttu ljósi í verkum sínum og komið baráttumálum þeirra áleiðis. Nokkrar verðlaunaafhendingar í ólíkum flokkum eru haldnar yfir árið og draga yfirleitt að sér skær- ustu stjörnurnar í skemmtanabransanum. Það varð engin undantekning á þeirri hefð á laug- ardaginn þegar verðlaun voru meðal annars í flokki sjónvarpsþátta. Þáttaröðin Brothers & Sisters var valin besta dramatíska þáttaröðin og Ugly Betty fékk verðlaunin í flokki gamanþátta. Báðir þættirnir hafa verið sýndir við miklar vin- sældir hjá Ríkissjónvarpinu. Söngkonan Janet Jackson fékk sérstök forystuverðlaun og ljósmyndarinn sálugi Herb Ritts var heiðraður fyrir brautryðj- endastarf sitt. Þá fékk tónlistarmaðurinn Ru- fus Wainwright verðlaun fyrir að hafa rætt opinskátt um samkynhneigð sína og þannig unnið gegn fordómum. Glæsileg Leikkonan Jennifer Beals er ein af aðalleikkonunum í lesbíudramanu The L Word. Verðlaunaður Nýbakaði Íslandsvinurinn Rufus Wain- wright mætti með kærastann sinn Jorn Weisbrodt. Hress Þau Michael Urie og Becky Newton úr Ugly Betty voru í banastuði á rauða dreglinum. Fegurðardís Cindy Crawford kom til þess að votta Herb Ritts virðingu sína, en hann tók margar myndir af henni. Hvítt og svart Portia de Rossi og Ellen DeGeneres hafa verið saman í þrjú ár. Sú síð- arnefnda fékk GLAAD-verðlaun fyrir tíu árum. Reuters Par T.R. Knight sem leikur lækni í Grey’s Anatomy og Mark Cornelsen mættu saman á hátíðina á laugardaginn. Hommar og lesbíur verðlauna listamenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.