Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TVEIR ungir piltar voru hand-
teknir í Hlíðunum í Reykjavík að-
faranótt laugardags en þeir eru
grunaðir um eignaspjöll með því að
krota merki sín á fjölmarga veggi
frá miðborginni og upp í Hlíðar.
Rannsókn málsins er á frumstigi en
ljóst má vera að piltarnir hafa vald-
ið miklu tjóni.
Enn er óljóst nákvæmlega hversu
mörg hús og eigur borgarinnar
piltarnir krotuðu á en lög-
reglumenn voru iðnir við að mynda
herlegheitin í gærmorgun. Pilt-
arnir voru yfirheyrðir í gærmorg-
un og í kjölfarið sleppt.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur annar pilturinn
verið kenndur við svonefndan SC-
hóp en meðlimir hans bera ábyrgð
á mörgu veggjalýtinu. Krota þeir
jafnan stafina SC við verk sín.
Hvetur fórnarlömb til að kæra
Piltarnir tveir fóru meðal annars
um Hverfisgötu og skildu eftir sig
slóð skemmdarverka. Íbúi við göt-
una sem Morgunblaðið ræddi við
sagði vegg þann sem piltarnir
„skreyttu“ hafa verið nýmálaðan
og nú þurfi aftur að leggja út fyrir
aðkeyptum málara. Hann hvetur
sem flesta sem urðu fyrir barðinu á
piltunum í fyrrinótt að kæra þá til
lögreglunnar og setja fram skaða-
bótakröfur.
Benedikt Lund hjá rannsókn-
ardeild lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu segir „krotara“ plágu í
borginni. „Þetta eru eignaspjöll og
ekkert annað. Og það sem meira er,
þetta eru einu eignaspjöllin sem ég
veit um þar sem menn fara að heim-
an frá sér, oft á tíðum með leyfi for-
eldra, með það fyrir augum að
skemma. Það gera ekki nema
veggjakrotarar.“
Engum dylst að veggjakrot hefur
aukist gríðarlega á umliðnum árum
og segir Benedikt að það muni ekki
breytast nema til komi vitund-
arvakning. „Ef almenningur rís
upp á móti þá breytist þetta
kannski. En menn verða að skilja að
þetta eru eignaspjöll en ekki list.
Þetta er stórtjón sem þeir eru að
valda.“
Flestir þeir „krotarar“ sem lög-
regla grípur eru stálpuð ungmenni,
á aldrinum 16 til 21 árs.
„Krotarar“ plága í borginni
Tveir veggjakrotarar handteknir í Hlíðunum aðfaranótt mánudags
Lögregla segir foreldra oft á tíðum meðvitaða um skemmdarverk barna sinna
Lýti Veggjakrotarar herja á miðborg Reykjavíkur þar
sem ástandið hefur verið vægast sagt skelfilegt.
SC Crew Annar piltanna, sem handteknir voru, er í
svonefndum SC-hóp og hefur verið iðinn við kolann.
Morgunblaðið/Valdís ThorMorgunblaðið/Valdís Thor
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
AKRANESKAUPSTAÐUR hefur
boðið grunnskólakennurum bæjar-
ins aukagreiðslu að upphæð 60.000
kr. sem koma á til greiðslu við und-
irritun nýrra kjarasamninga.
Þetta var ákvörðun bæjarstjórn-
ar á fundi í gærkvöld.
Að sögn Gísla S. Einarssonar
bæjarstjóra er þessu boði ætlað að
koma til móts við kröfur kennara,
sem hafa viljað fá viðbótargreiðslur
frá sveitarfélaginu með svipuðum
hætti og gert hefur verið í öðrum
bæjarfélögum á suðvesturhorninu.
Til að fylgja kröfum sínum eftir
hafa kennarar
neitað að vinna
aukavinnu og af-
leysingar um-
fram umsamda
vinnuskyldu frá
því í síðustu
viku. Af þeim
sökum hefur ver-
ið mikil röskun á
skólastarfi og
var t.d. í gær
nær engin kennsla í unglingadeild-
um Brekkubæjarskóla og féll
kennsla niður í sumum fögum við
Grundaskóla.
Á þessu ári hafa meðal annars
Reykjavík, Seltjarnarnes, Grinda-
vík og Hafnarfjörður greitt kenn-
urum eða öllum bæjarstarfsmönn-
um aukagreiðslu og nema
upphæðirnar frá 23.000 kr. í viðbót
við mánaðarlaun og upp í ein-
greiðslur að upphæð allt að 200.000
kr.
Auk þess að bjóða kennurum
aukagreiðslu mun Akranesbær
veita öðrum starfsmönnum kaup-
staðarins sömu upphæð í ein-
greiðslu þegar kjarasamningar
hafa verið undirritaðir í haust.
Fá einnig samningsbundna
launahækkun
Fulltrúar bæjarstjórnar funduðu
seint í gærkvöld með fulltrúum
kennara og kvaðst Gísli S. Ein-
arsson bjartsýnn á að tilboð bæj-
arins yrði til þess að kennsla kæm-
ist í eðlilegt horf í dag.
Kjaranefnd sveitarfélaga náði
einnig samkomulagi við félag
grunnskólakennara í gær um 15-
23% launahækkun í þrepum á
þessu ári.
Í HNOTSKURN
»Kennarar fá eingreiðslu aðupphæð 60.000 kr. við und-
irritun samninga.
»Sveitarfélögin og grunnskóla-kennarar sömdu í gær um 15-
23% hækkun á árinu.
Kennurum á Akranesi
boðin aukagreiðsla
Vandi skapaðist þegar grunnskólakennarar neituðu að vinna umfram vinnuskyldu
Gísli S.
Einarsson
Norskur línu-
veiðari tekinn
í landhelgi
NORSKT línuveiðiskip var staðið
að meintum ólöglegum veiðum
undan Suðausturlandi síðastliðið
sunnudagskvöld og viðurkenndi
skipstjórinn að hafa verið á svæð-
inu við skýrslutöku í gær.
Skipinu var vísað til hafnar í
Vestmannaeyjum og kom þangað
um kl. 9 í gærmorgun. Tekin var
skýrsla af skipstjóranum og gerir
sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
ráð fyrir að lögð verði fram
ákæra í dag þar sem farið verði
fram á sekt og upptöku afla og
veiðarfæra.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
GNÁ, kom að línuveiðiskipinu
Gayser Senior sem var að meint-
um ólöglegum veiðum inni á lok-
uðu svæði í Skaftárdjúpi, að því er
segir í tilkynningu Landhelg-
isgæslunnar. Svæðið er lokað sam-
kvæmt reglugerð um friðun
hrygningarþorsks og skarkola á
vetrarvertíð og hefur verið lokað
á þessum tíma undanfarin ár.
Stýrimaður þyrlunnar seig um
borð í skipið, rannsakaði meint
brot og fór yfir afladagbækur og
önnur skipsskjöl.
NOTENDUM fréttavefjar mbl.is er
nú boðið að skoða stærri útgáfu
fréttamynda, sem birtar eru með
fréttum á vefnum. Það nægir að
smella á myndina til að skoða
stærri útgáfuna. Rétt er að taka
fram að þessi stækkun gildir ekki
um eldri myndir.
Stærri myndir
á mbl.is
HAGNAÐUR Árvakurs fyrir
skatta og fjármagnsliði (EBITDA)
árið 2007 nam 151 milljón króna,
samanborið við 84 milljóna króna
tap árið áður.
„Raunverulegur viðsnúningur í
rekstri Morgunblaðsins og mbl.is,
sem voru uppistaðan í rekstr-
inum, er umtalsvert meiri en sem
þessu nemur því á síðasta ári
lagði félagið í verulegan kostnað
tengdan kaupum og viðsnúningi á
starfsemi fríblaðsins 24stunda,
sem er komið í Árvakursfjölskyld-
una“, segir Einar Sigurðsson, for-
stjóri Árvakurs.
„Það er búið að taka til hend-
inni í þessum rekstri og leggja
góðan grunn að uppbyggingu sem
er framundan undir forystu nýrr-
ar stjórnar og nýrra ritstjóra. Við
erum því afar bjartsýn á fram-
haldið og það er sóknarhugur í
fyrirtækinu. Hér starfa á annað
hundrað manns að efnisöflun og
miðlun í gegnum Morgunblaðið,
24stundir og mbl.is og ná þannig í
hverri viku til nær allrar þjóð-
arinnar.“
Ný stjórn kjörin
Á aðalfundi Árvakurs í gær var
kjörin ný stjórn félagsins en tölu-
verðar breytingar urðu á henni.
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá
og formaður Samtaka atvinnulífs-
ins, verður formaður stjórnar í
stað Stefáns Péturs Eggertssonar
verkfræðings, sem verður vara-
formaður. Aðrir í stjórn eru
Kristinn Björnsson fjárfestir, Ás-
dís Halla Bragadóttir, fyrrverandi
forstjóri BYKO, og Skúli Valberg
Ólafsson, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Straums-Burðaráss.
Úr stjórn gengu Þór Kristjánsson
og Ragnhildur Geirsdóttir ásamt
Guðmundi P. Davíðssyni sem tek-
ur sæti í varastjórn auk Helgu
Gunnarsdóttur, Emilíu Björns-
dóttur, Livar Bergþórsdóttur og
Óttars Pálssonar.
Raunverulegur við-
snúningur í rekstri
Morgunblaðið/Golli
Stjórnendur Árvakurs Að loknum aðalfundi frá vinstri: Ásdís Halla Bragadóttir, Einar Sigurðsson forstjóri, Skúli
Valberg Ólafsson, Þór Sigfússon formaður, Kristinn Björnsson og Stefán Pétur Eggertsson.