Morgunblaðið - 29.04.2008, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FREYMÓÐS-DANLEY verðlaunin
sem veitt eru íslenskum nem-
endum Háskóla Íslands fyrir góð-
an námsárangur við Kaliforníu-
háskólann í Santa Barbara, voru
veitt í fjórða sinn þann 14. apríl
sl.
Námsárið 2007-2008 hlutu verð-
launin Ásdís Helgadóttir, nemandi
í vélaverkfræði, og Brynjar Grét-
arsson, nemandi í tölvunarfræði.
Bæði Ásdís og Brynjar eru dokt-
orsnemendur við Kaliforníu-
háskólann við Santa Barbara.
Freymóðs-Danley-
verðlaunin afhent
LAGADEILD Háskóla Íslands fagn-
aði nýverið útgáfu fjögurra fræði-
rita, sem rituð voru af kennurum
deildarinnar, hvert á sínu sviði lög-
fræðinnar, samkv. fréttatilkynn-
ingu frá lagadeildinni.
Viðar Már Matthíasson prófessor
gaf út ritið Fasteignir og fasteigna-
kaup þar sem fjallað er um rétt-
arreglur um fasteignakaup en um-
fjöllunin er fyrst og fremst byggð á
nýjum lögum um fasteignakaup
sem og dómum um sama efni.
Ritið Samstæður hlutafélaga er
eftir Stefán Má Stefánsson prófess-
or en ritið á að gefa samfellda lýs-
ingu á þeim reglum sem gilda um
samstæður hlutafélaga og einka-
hlutafélaga.
Róbert R. Spanó prófessor hefur
gefið út rit þar sem fjallað er um
lögskýringafræði, eðli lögskýringa
og lögskýringaferlið í heild sinni.
Sjötta ritið í ritröð Lagastofn-
unar skrifar síðan Helgi Áss Grét-
arsson, sérfræðingur Lagastofn-
unar, um Réttarsögu fiskveiða frá
landnámi til 1990.
Höfundarnir Helgi Áss Grétarsson,
Róbert Spanó, Stefán Már Stef-
ánsson og Viðar Már Matthíasson.
Fjögur fræði-
rit í lögfræði
SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í
Suður-Afríku, heldur miðvikudaginn 30. apríl næstkom-
andi fyrirlestur um þróun stjórnmála í Suður-Afríku í
stofu 101, Háskólatorgi. Það er Alþjóðamálastofnun Há-
skóla Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrinum í sam-
starfi við utanríkisráðuneyti Íslands.
Í fyrirlestrinum er fjallað um stjórnmálaþróunina í
Suður-Afríku og áhrif hennar á þróun mála í nágranna-
ríkjunum. Ýmis lýðræðisleg umbrot eiga sér nú stað í
Suður-Afríku, m.a. innan Afrísku þjóðarfylkingarinnar,
sem hefur setið við stjórnvölinn í Suður-Afríku frá því að
aðskilnaðarstjórn hvítra leið undir lok árið 1994.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir er flestum Íslendingum kunn en hún sat
á Alþingi fyrir Kvennalista árin 1983-1987 og er prófessor í mannfræði við
Háskóla Íslands. Þá sat hún í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands ár-
in 1989-1993, í stjórn Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 1989, sér-
fræðinganefnd Ráðherranefndar Norðurlanda um umhverfisrannsóknir í
félagsvísindum síðan 1991 og í ráðgjafarnefnd framkvæmdastjóra
UNESCO um málefni kvenna síðan 1994. Sigríður Dúna hefur stundað
rannsóknir í Afríku og haldið þar erindi á ráðstefnum um rannsóknir sínar.
Eftir fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verða fyrirspurnir um efni hans
og málefni ríkja í sunnanverðri Afríku.
Stjórnmálaþróun í S-Afríku
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
ÍÞRÓTTA- og tómstundanefnd
Hafnarfjarðar (ÍTH) og Íþrótta- og
tómstundasvið Reykjavíkurborgar
(ÍTR) efna til málþings um hópa-
starf í Hafnarborg hinn 29. apríl
nk. frá kl. 12.30 til kl. 16.00. Mál-
þingið er ætlað starfsfólki fé-
lagsmiðstöðva og félagsþjónustu,
námsráðgjöfum og þeim sem vinna
með börnum og unglingum í 5.-10.
bekk.
Margrét Gauja Magnúsdóttir for-
maður (ÍTH) setur fundinn. Erindi
flytja: Geir Bjarnason, forvarna-
fulltrúi Hafnarfjarðar, Haraldur
Sigurðsson, forstöðumaður Tóna-
bæjar og hópstjóri í Hálend-
ishópnum, Haukur Haraldsson sál-
fræðingur, Gísli Árni Eggertsson
lýðheilsufræðingur, Erna Sóley
Stefánsdóttir, forstöðumaður
Hraunsins, Helga Ingadóttir deild-
arstjóri og Þórunn Vignisdóttir
verkefnastjóri.
Málþing um sam-
starf með börnum
MIÐVIKUDAGINN 30. apríl nk.
mun Guðmundur H. Frímannsson
prófessor flytja erindi á málstofu
kennaradeildar undir yfirskriftinni
„Heimspeki í menntun kenn-
araefna“. Málstofan hefst kl. 16.15 í
stofu 14, Þingvallastræti.
Kennaradeild Háskólans á Ak-
ureyri hefur frá upphafi lagt
áherslu á heimspeki í menntun
kennaraefna.
Guðmundur hyggst ræða tengsl
menntunarfræða og heimspeki,
innviði og einkenni heimspeki sem
fræðigreinar og af hverju hún geti
talist heppileg sem ein uppistaða í
menntun kennara.
Heimspeki í námi
STUTT
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
VERÐBÓLGUTÖLURNAR sem
birtust í gær eru slæmar „og verri en
við bjuggumst við og flestir voru
búnir að spá. Hins vegar hefur það
legið í hlutarins eðli í nokkrar vikur
að við myndum ganga í gegnum til-
tekinn verðbólgukúf,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra í fyrir-
spurnartíma á Alþingi í gær.
Forsætisráðherra svaraði fyrir-
spurn Guðna Ágústssonar, formanns
Framsóknarflokksins. Guðni sagði
að margt gengi illa í íslensku sam-
félagi. Verðbólgan væri nú 12% og
„engin ríkisstjórn hefur í tuttugu ár
verið jafnmáttvana frammi fyrir
efnahagsvandanum sem blasir við“.
„Allt sem við framsóknarmenn höf-
um sagt mánuðum saman er að koma
fram,“ sagði Guðni. Ríkisstjórnin
ber þar meiri ábyrgð en nokkur ann-
ar, sagði Guðni og bætti við að hann
teldi að hún ætti að segja af sér.
Verðbólgukúfur
gangi hratt yfir
Fram kom í svari forsætisráð-
herra að miðað við þær tölur sem nú
liggja fyrir sé líklegt að verðbólgu-
kúfurinn gangi hraðar yfir en áður
var talið. Líklegt sé að „verðbólgan
muni minnka hratt á næstunni úr
þessum 11,8% sem hún mælist nú
miðað við síðustu tólf mánuði. Það
eru góðu fréttirnar í þessu“, sagði
Geir.
Hann vísaði til hækkana á heims-
markaðsverði ýmissa afurða, svo
sem á korni, hveiti og plasti. „Það
sem er síðan meginskýringin á verð-
hækkunum núna er að gengi krón-
unnar hefur lækkað mjög hratt og
mjög mikið á undanförnum vikum.
Sú breyting er að skila sér mun hrað-
ar í verðlaginu heldur en venja er og
það er sennilega vegna þess hversu
snögg gengislækkunin varð. Það er
líka hugsanlegt að einhverjir séu í
skjóli þeirra breytinga að neyta að-
stöðu sinnar til þess að hækka verð-
lag að ástæðulausu. Gegn því þurfum
við að vera á verði og það er þess
vegna sem ríkisstjórnin að frum-
kvæði viðskiptaráðherra hefur
ákveðið að beita tilteknum ráðstöf-
unum,“ sagði Geir.
Hann benti jafnframt á að verið
væri að glíma við innfluttan verð-
bólguvanda og aðstæður sem enginn
hafi getað séð fyrir þegar kjarasamn-
ingar voru gerðir í febrúar. „Ríkis-
stjórnin lá þá undir ámæli fyrir að
gera ekkert til þess að stuðla að
kjarasamningum. Svo þegar þeir
voru komnir var enginn sem þakkaði
ríkisstjórninni fyrir hennar atbeina
að því máli,“ sagði Geir. Forsendur
hefðu vissulega breyst og við blasti
það verkefni að takast á við þær. Það
myndi ríkisstjórnin gera í samvinnu
við aðila vinnumarkaðarins. „Það
hefur þegar verið boðaður fundur á
svokölluðum samráðsvettvangi,“
sagði Geir. Gera mætti ráð fyrir að sá
fundur færi fram strax eftir helgi.
„Þá munum við taka til óspilltra mál-
anna að því marki sem slíkur vett-
vangur getur gripið inn í framvindu
mála.“
Verðbólgutölur „verri
en við bjuggumst við“
Geir H. Haarde Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson segir að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Í HNOTSKURN
» Guðni Ágústsson, formaðurFramsóknarflokksins, segir
að engin ríkisstjórn hafi í tutt-
ugu ár verið jafnmáttvana
frammi fyrir ríkjandi efnahags-
vanda.
» Geir H. Haarde, forsætisráð-herra, segir góðu fréttirnar
að líklegt sé að verðbólgan
minnki hratt á næstunni.
» Forsætisráðherra segir aðm.a. sé verið að glíma við inn-
fluttan verðbólguvanda.
„ÉG held að við séum stödd á ögurstundu næstu daga
og næstu vikur. Ef okkur tekst ekki að hemja þetta
ástand erum við í mjög slæmum málum. Nógu eru þau
slæm fyrir,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands um verðbólgutölurnar.
Hann segir ljóst að kjarabætur þær sem náðust fram
í kjarasamningi ASÍ og SA í febrúar rýrni dag hvern.
Hjá ASÍ hafi menn gert sér grein fyrir því að verðbólg-
an færi hækkandi og að það kæmi kúfur í kringum mitt
ár. „Við töldum að hann yrði farinn að ganga verulega
niður undir lok ársins. En þetta er eitthvað allt annað
og langtum meira sem við sjáum fram á.“
Spurður hvort hann telji kjarasamningana halda
segir Grétar það „deginum ljósara að ekki einu sinni
kraftaverk getur tryggt forsendur kjarasamninga þeg-
ar kemur að þessari endurskoðun eða uppsögn eftir at-
vikum. “
Mestar áhyggjur af unga fólkinu
Grétar bendir á að greiðslubyrði heimilanna stór-
aukist dag frá degi. „Þar hefur maður mestar áhyggjur
af því unga fólki sem hefur keypt íbúðir á allra síðustu
árum. Umtalsverður hluti þeirra siglir inn í meiri hátt-
ar vandamál,“ segir hann.
Grétar fagnar því að viðskiptaráðherra hafi ákveðið
að setja af stað sérstakt átak í verðlagseftirliti, sem
verið hafi í undirbúningi í nokkrar
vikur. Átakið felur m.a. í sér að tvær
milljónir renna til verðlagseftirlits
ASÍ og aðrar tvær milljónir fara til
Neytendasamtakanna.
„Allt sem gert er í þessa veru
hjálpar til. En ástandið er þannig
núna að svo mikilvægt sem það er að
fylgjast með verðlagi á matvörum
þarf að mínu mati að tryggja virkt
eftirlit með öllu verðlagi og þjónustu
í landinu. Það sem við sjáum í þessum
skelfilegu tíðindum í [gær]morgun er með þeim hætti
að manni dylst ekki að hinir og þessir aðilar nýta sér
þetta ástand.“ Vissulega hafi verið rök fyrir því að
hækka sumar vörur, sérstaklega erlend aðföng af ýmsu
tagi. „En svo hafa vöruflokkar og þjónusta hækkað
sem hefur engin tengsl við slíka hluti. Þetta minnir
mann á ástandið sem var fyrir tuttugu til þrjátíu árum
þegar hér var bullandi verðbólga, en þá horfði maður
upp á þetta,“ segir Grétar.
Viðfangsefnið núna sé að reyna að koma böndum yf-
ir þetta skelfilega ástand. „Menn eiga að einbeita sér að
því,“ segir Grétar sem þó varar við því að „gull og
grænir skógar“ séu ekki fyrirsjáanlegir á næstum mán-
uðum.
Erum stödd á ögurstundu
Grétar
Þorsteinsson
„ÞETTA er allt
of mikil verð-
bólga,“ segir Vil-
hjálmur Eg-
ilsson,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
atvinnulífsins.
„Menn gældu við
að þetta yrði ekki
svona mikið,“
bætir hann við.
Ljóst sé að gengislækkun krónunnar
hafi komið mjög sterkt fram. „Ég
hafði ekki reiknað með því að þetta
gerðist svona fljótt og svona mikið,“
segir hann.
Vilhjálmur segist binda vonir við
að þar sem verðbólgan hafi aukist
svo hratt sem raun ber vitni, detti
hún líka fyrr niður og stöðugleiki
komist á verð að nýju. „Lækki geng-
ið ekki meira er búið að stilla verð-
lagið af miðað við hvernig gengi krón-
unnar er nú,“ segir hann.
Vilhjálmur segir að við gerð kjara-
samninga SA og ASÍ í febrúar hafi
ekki verið gert ráð fyrir svo mikilli
verðbólgu. Hann kveðst ekki vilja
leggja mat á hve miklu muni þarna
fyrr en að árinu loknu. Hún sé þó
miklu meiri „en við gátum reiknað
með“. Hann segir að fulltrúar SA
fundi reglulega með ASÍ-fólki um
kjaramálin. „Við erum alltaf að funda.
Þessi þróun er verulegt áhyggjuefni.“
Ekki víst að hægt
hafi verið að gera betur
Vilhjálmur segir að spyrja þurfi
hvort hægt hefði verið að gera betur
en gert var í kjarasamningunum í
vetur, sé litið fram hjá aukinni verð-
bólgu. Hann bendir á að þeir sem eru
lægst launaðir hafi fengið ríflega
launahækkun. Aðrir hópar hafi hins
vegar engar hækkanir fengið út úr
samningunum. „Um helmingur við-
semjendanna fékk ekki launahækk-
anir.“
Vilhjálmur bendir á að lífskjör allr-
ar þjóðarinnar versni þegar gengið
falli. „Þetta er áfall fyrir fyrirtækin
líka,“ segir hann. Mörg fyrirtæki eigi
útistandandi kröfur í krónum og taki
á sig hærri lán og kostnað. Fyrirtæki
geti gripið til þess að hækka verð, líkt
og gerst hefur. Í óstöðugleika eins og
nú ríki sé þó erfitt að ná árangri í
rekstri fyrirtækja. „Viðskiptalegar
ákvarðanir sem eru byggðar á til-
teknum forsendum verða rangar þeg-
ar forsendurnar breytast.“
Nú verði að vonast eftir því „að það
sjái fyrir endann á þeirri fjár-
málakreppu sem gengur yfir heim-
inn. Við vonumst sérstaklega til þess
að íslensk fyrirtæki fari að fá aðgang
að erlendu lánsfé“.
„Allt of mikil verðbólga“
Vilhjálmur
Egilsson