Morgunblaðið - 29.04.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Nú er bara að sjá hvort forustuliðið þiggur boð Sturlu um að það komi í opinbera heimsókn
til föðurlandsins.
VEÐUR
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var íviðtali við Egil Helgason í Sifri
Egils í fyrradag. Egill drap á ferða-
gleði hennar og annarra stjórnmála-
manna. Hann sagði eitthvað í þá
veru að gremju gætti í samfélaginu í
garð stjórnmálamanna sem væru að
flottast í útlöndum, m.a. í kosninga-
baráttu vegna Öryggisráðsins, á
einkaþotum á NATO-fundum, á með-
an Róm brennur á Íslandi, verðbólga
í tveggja stafa
tölu, vextir yfir
15%, gengi krón-
unnar í lágmarki
og húsnæðis-
markaðurinn á
leið í kalda kol.
Ekki varð for-manni Sam-
fylkingarinnar
svaravant, frem-
ur en fyrri daginn: „Það er eðlilegt
að fólki finnist að menn eigi að vera
heima og sinna verkefnum dagsins.
En við getum ekki sleppt því að
hugsa um framtíðina. Untanrík-
isþjónustan er í eðli sínu alltaf að búa
í haginn fyrir framtíðina.“
Hvað eiga stjórnmálamenn á Ís-landi að vera að gera dag
hvern?
Eiga þeir ekki að vera að búa í hag-inn fyrir nútíð og framtíð?
Ég stend vaktina hér heima. Éggeri það alveg svikalaust. Ég get
alveg fullyrt það við þig. Svo er líka
komin ágæt tækni, bæði tölva og
sími. Það er ýmislegt hægt að gera
þó maður sé ekki endilega á hverjum
degi á staðnum,“ sagði Ingibjörg
Sólrún.
Heldur Ingibjörg Sólrún að tölvurog sími virki bara frá útlöndum
til Íslands, en ekki frá Íslandi til út-
landa?
Hvað finnst grasrótinni í Samfylk-ingunni um svör formannsins?
STAKSTEINAR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Utanríkisráðherra, tölvur og sími
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"#"!$
!#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
%
&
!#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? '
'
'
'
'
'
'
'
'
'
' ' ' '
'
'
'
'
*$BC """
!" ##
$
% & ' ! (! $
!
*!
$$B *!
( )" " "! & *
<2
<! <2
<! <2
(&) "+ $,"-./
CD
$
<7
" (! ! ) ! !
#!*
+
% , - ! # +
<
)$ ! ! !
!"
*
% , ! #
./ # #
$
!+
!"
% 0 !!
(! $
01 ""22
""3! ."+ $
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Hrannar Baldursson | 27. apríl
Undrabarnið og snill-
ingurinn Patrekur
Maron Magnússon
Hann er nýfermdur og
hefur sigrað á sterkum
skákmótum víða um
heim: orðið heimsmeist-
ari í Tékklandi, Namibíu-
meistari 20 ára og yngri,
Íslandsmeistari, Kópa-
vogsmeistari, sigraði í undir 17 ára
flokki Boðsmóts Taflfélags Reykjavíkur
með fullu húsi og hefur oft verið Sala-
skólameistari. Í dag varð ...
Meira: don.blog.is
Einar Sveinbjörnsson | 28. apríl
Aukning á lægðum
við Noreg …
Norskur vísindamaður,
Asgeir Sorteberg við
Bjerknes-veðurfars-
rannsóknarstöðina í
Björgvin, heldur því
fram að á síðustu 60 ár-
um hafi lægðum við
Noreg fjölgað um 30%. Sé þessi stað-
hæfing rétt er um nokkur tíðindi að
ræða. Sorteberg þessi er enginn au-
kvisi og tók hann sig til og taldi allar
lægðir á veðurkortum á 6 klst. fresti
frá árinu 1949. …
Meira: esv.blog.is
Ketill Sigurjónsson | 28. apríl
Þýskt Heklugos
Það verður fróðlegt að
fylgjast með þessu
verkefni Heklu Energy í
Þýskalandi. Þar í landi
er lítil hefð fyrir jarð-
hitavirkjunum enda ein-
ungis um lághitasvæði
að ræða. En rík áhersla er lögð á að
auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í
landinu. Þýska risafyrirtækið Sie-
mens er t.d. leiðandi í byggingu á
vindtúrbínum.
Sem kunnugt er er nú komin fram
ný tækni við að framleiða rafmagn …
Meira: askja.blog.is
Marinó G. Njálsson | 28. apríl
Verðbólga sem
hefði geta verið
Það var í einmánuði
2001 að Seðlabanki Ís-
lands ákvað að setja
gengið á flot og taka
upp verðbólgumarkmið
til að stjórna peninga-
málum. Af einhverri
ástæðu ákvað Seðlabankinn að nota
hina séríslensku vísitölumælingu
með húsnæðiskostnað sem viðmið í
staðinn fyrir að nota alþjóðlega við-
urkenndar og samanburðarhæfar að-
ferðir við að mæla verðbólguna.
Vissulega er rík hefð hér á landi að
nota þessa vísitölumælingu og vísi-
tala með og án húsnæðis stóð í svip-
uðu gildi á þeim tíma, þ.e. í 206,5
með húsnæðisliðnum og 205,0 án
hans. Vandamálið er og var að hún var
og er hvergi notuð í nágrannalöndum
okkar og ekki innan Evrópusambands-
ins. Það var því rangt af Seðlabank-
anum að nota vísitölu með húsnæð-
isliðnum sem viðmiði. Þessi ranga
ákvörðun hefur haft ansi margt nei-
kvætt í för með sér. Það sem gerðist á
næstu mánuðum og árum var svo
sem ekki með öllu fyrirséð, en margt
hefði farið á annan veg ef verðbólga
hefði verið mæld án húsnæðisliðar.
Mismunurinn á breytingu á þessum
tveimur vísitölu er ótrúlegur á síðustu
7 árum. Vísitala með húsnæðislið
hefur hækkað úr 206,5 í 300,3 eða
um 45,4% en vísitalan án húsnæð-
isliðar hefur farið úr 205 stigum í
269,6 eða um 31,5%. Reikna má
með því að hluti þessarar hækkunar
sé afleidd hækkun vegna fyrri vísitölu-
hækkunar.
Á tímabilinu frá apríl 2001 til apríl
2008 hefur verðbólga samkvæmt við-
miði Seðlabankans verið 68 sinnum
yfir verðbólgumarkmiði bankans og
því kallað á aðgerðir bankans við
stjórn peningamála (sjá nánar at-
hugasemd nr. 6 við blogg mitt 11.4.).
Eina tímabilið sem verðbólga með
húsnæði hefur verið innan markmiða
Seðlabankans er frá nóvember 2002
til apríl 2004. Ef notuð hefði verið vísi-
tala án húsnæðis hefði verðbólga að-
eins mælst 39 sinnum yfir verðbólgu-
markmiðum, þar af 17 fyrstu
mánuðina meðan markaðurinn var að
venjast þeirri breytingu að krónan
væri á floti. Næst fór verðbólga án
húsnæðis óverulega upp fyrir verð-
bólgumarkmið á tímabilinu frá júní til
desember 2004, þá í …
Meira: marinogn.blog.is
BLOG.IS
ÍSLENSKA ríkið og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hafa í framhaldi
af tillögum nefndar um úrræði í hús-
næðismálum frá 11. janúar sl. gert
með sér samkomulag um ýmiss kon-
ar aðgerðir í húsnæðismálum. Á
grundvelli þess munu húsaleigubæt-
ur hækka um næstu mánaðamót í
fyrsta skipti frá árinu 2000.
Húsleigubætur verða að hámarki
46 þúsund krónur en voru áður 31
þúsund krónur. Hækkunin er 48%.
Samkomulagið gerir einnig ráð
fyrir að ríkið komi nú í fyrsta skipti
að greiðslu sérstakra húsaleigubóta
og eru sveitarfélögin hvött til að taka
upp slíkar bætur. Sérstöku húsa-
leigubæturnar hækka frá 1. apríl og
geta að húsaleigubótum meðtöldum
orðið að hámarki 70.000 krónur í stað
50.000 króna áður. Þá er gert ráð fyr-
ir því að skilyrði vegna sérstakra
húsaleigubóta verði rýmkuð þannig
að þær nái til fleiri heimila.
Frekari stefnumótun
Ríkissjóður greiðir 60% af heildar-
kostnaði vegna hækkunar húsaleigu-
bóta og sérstakra húsaleigubóta og
sveitarfélögin 40%. Áætlaður árlegur
viðbótarkostnaður er nú um 620
milljónir króna vegna húsaleigubóta
og um 100 milljónir króna vegna sér-
stakra húsaleigubóta.
Einnig var samið um að sveitar-
félög greiddu fyrir byggingu leigu-
húsnæðis með lóðum á hagstæðum
kjörum eða annars konar fyrir-
greiðslu og að félags- og trygginga-
málaráðherra skipaði starfshóp sem
ynni að frekari stefnumótun í hús-
næðismálum. Starfshópurinn skil-
greini skyldur hins opinbera í hús-
næðismálum og endurskoði verka- og
kostnaðarskiptingu ríkis og sveitar-
félaga með jafnræði milli búsetu-
forma og einstaklingsbundinn stuðn-
ing að leiðarljósi. Gert er ráð fyrir að
starfshópurinn skili félags- og trygg-
ingamálaráðherra tillögum eigi síðar
en 1. desember 2008, að því er fram
kemur á vef félagsmálaráðuneytisins.
Veruleg hækkun
húsaleigubóta
Morgunblaðið/Einar Falur
FRÉTTIR