Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 22

Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIKIÐ væri það ánægjulegt ef markmið okkar með því að vilja taka sæti í öryggisráðinu væri að standa á eigin fótum. Að við viljum vera þar til að verja sjálfsögð mannréttindi. Að við getum verið sterk þótt við séum fámenn, ætlum náttúrlega ekkert að sýna stórveld- unum óeðlilega fylgispekt, og alls ekki láta viðskipta- hagsmuni blinda sam- viskuna. Þau eru mörg órétt- lætismálin í heim- inum. Eitt þeirra er hvernig komið er fyrir Tíbetum. Nú er það svo að Tíbetar hafa þolað kínverska hersetu í yfir fimmtíu ár. Af- rekaskrá kommúnista í landinu er ömurleg upptalning, mörg þeirra grimmdarverka varla prenthæf. Þar sem áður voru munkar og nunnur í þúsundum klaustra um allt landið eru nú dauðalegar rúst- ir. Allt var sundursprengt. Trúar- samfélögin leyst upp og bönnuð, margir enduðu í vinnubúða- þrældómi. Kínversk stjórnvöld hafa smækkað og endurskilgreint tíb- etska landsvæðið. Ráðamenn í Bej- ing nota Tíbet til að ná sér í úr- aníum, þarna beina þeir kjarnaoddum að Indverjum og Rússum, og þarna hafa þeir komið fyrir kjarnorkuúrgangi. Skyldu þeir ekkert óttast um helstu vatns- ból Asíu? Þegar Kínverjar brúka einnota matprjóna eru þeir með í höndunum hverfandi skóga Austur- Tíbets. Sá Tíbeti sem heggur þar niður tré á sínum heimaslóðum fremur glæp. Miðstjórnin fellir hins vegar skóginn sem mest hún getur – eins og þjófurinn vill hún helst taka allt. Afleiðingarnar eru meðal annars að jarðvegur tapast og flóðin ryðjast af sífellt meiri þunga yfir láglendið. Kínverjum hefur fjölgað mikið í landinu og orðnir í meirihluta í Lhasa – á helgasta stað Tíbeta. Þegar Kínverji giftist Tíbeta er hann undanþeginn eins-barns- stefnu miðstjórnarinnar. Hvað á eiginlega að segja um slíkt? Kínversk stjórnvöld leggja skilj- anlega mikið upp úr því að Japanir gangist við grimmdarverkum sín- um í Kína í heimsstyröldinni síðari. En þeir þyrftu líka að geta gert þá kröfu til sjálfra sín. Auðvitað hafa verið gerðar úr- bætur – í heilsugæslu, samgöngum, og menntamálum að einhverju leyti (tíbetska var samt lengi bönnuð í skólakerfinu). En enginn bað þá að koma og enginn vill hafa þá. Og slíkir eru ekki hentugir til að stuðla að úrbótum í nokkru samfélagi. Þeir sem vilja iðka trúna verða fyrst að afneita Dalai Lama frammi fyrir sendi- boða setuliðsins. Þeg- ar maður réttir Tíbeta mynd af Dalai Lama brestur hann í grát yf- ir örlögum sínum. En hann er líka fljótur að stinga myndinni inn á sig því slík mynd getur þýtt fangelsisvist. Hvað eru Kínverjar að gera uppi á þaki heimsins? Þetta er hern- aðarbrölt. Tíbet á að vera eins kon- ar stuðari milli Kína, Indlands og Rússlands. Og það eru grimm ör- lög fyrir heila þjóð. Stundum hefur manni þótt góð- mennska Dalai Lama, samn- ingavilji hans og langlundargeð óskiljanlegt. Þar er ekki öfgunum fyrir að fara. En það afhjúpar rök- þrot og vondan málstað þegar yf- irvöldin tala um friðarverðlauna- hafa Nóbels sem úlf í munkakufli, ófreskju með mannlega ásýnd en hjartalag dýrsins. Það er dapurlegt hve ofbeldis- lausar baráttuaðferðir Tíbeta hafa verið árangurslausar. Þetta hefur verið gleymt fólk. Þar til nú að hinn hvíti ólympíu- flibbi Kínverja kámaðist. Það mátti ekki gerast. Um miðjan mars fóru um miðbæ Lhasa fimmtán ungir Tíbetar, þrír þeirra aðeins unglingar. Þeir sveifl- uðu þjóðfánanum, sungu baráttu- söngva og dreifðu mótmælabréfum vegna kúgunarinnar. Þeir voru barðir niður og numdir brott. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Þetta var kveikjan að óeirðunum sem ekki sér fyrir endann á. Og óskapleg hræðsla er þetta við eðlileg skoðanaskipti og að lands- menn viti af því sem á gengur. Einhvern veginn skynjar maður ól- ympíuleikana helst sem medalíu í barm alræðisstjórnar. Íþróttir eru góð dægrastytting. En mannrétt- indi finnst manni samt æðri ein- hverju íþróttabræðralagi. Sú uppá- stunga hefur heyrst að í ágúst þyrfti að halda í Bejing ráðstefnu um mannréttindi, þá ekki síst í Kína. Athuga svo að ári hvernig tekist hefði til. Og kannski fagna góðum árangri með ólympíuleikum. Þetta mætti íhuga. Þegar ráðamenn tala fyrir setu okkar í öryggisráðinu er sagt sem svo að megináherslan sé að stuðla að eflingu lýðræðis, að virðing verði borin fyrir mannréttindum og þjóðarrétti. Gott og vel. En þá verðum við líka að þora að beita okkur ef á þarf að halda. Tíbetska þjóðin á sterka og trú- verðuga kröfu um sjálfstæði. Hún er ekkert síðri en okkar manna í sjálfstæðisbaráttu Íslands. Og það er ekki hægt að segja það öðruvísi en að þarna fari nú fram menningarlegt þjóðarmorð. Viðbrögð utanríkisráðherra valda vonbrigðum: styður heilshugar Stór-Kína, hvetur kínversk stjórn- völd til að beita ekki valdi og virða mannréttindi. Þetta er lint. Þessir menn hafa aldrei virt mannréttindi og þjóðarrétt Tíbeta. Og núna eru engin merki um annað. Við þurfum að vera hvassari. Kannski hugsar hún þetta betur. Íslendingar hafa sýnt á sér óvænta hlið undanfarið, er nóg boðið og bara farnir að mótmæla. Vonandi slást sem flest okkar í hópinn með Birgittu og félögum framan við kínverska sendiráðið, það skiptir máli. Tíbet og Ísland í öryggisráðið Magnús Baldursson fjallar um mannréttindi í Tíbet » Tíbetska þjóðin á sterka og trúverð- uga kröfu um sjálfstæði. Hún er ekkert síðri en okkar manna í sjálf- stæðisbaráttu Íslands. Magnús Baldursson Höfundur er sálfræðingur. FJÁRMÁLAATBURÐIR síðustu mánaða hafa haft mikil áhrif á um- ræður um Evrópumál og langflestir virðast telja að aðild Íslands að ESB sé óhjákvæmileg. Við er- um nú þegar auka- aðilar að ESB með að- ildinni að EES. Full aðild Íslands að ESB snertir fjögur svið sér- staklega: landbúnað, sjávarútveg og fisk- veiðiauðlindina, pen- ingamálastefnu og gjaldmiðilinn, og síð- ast en ekki síst full- veldi Íslands. Enginn skyldi halda að al- menningur taki létt á þessum málum. Ís- lendingar gleyma ekki þorskastríðunum eða þjóðfrelsisbaráttu lið- inna tíða. En hver er staðan á þessum fjórum sviðum ? Væntanlegar stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar munu valda róttækum breytingum í landbúnaði á rúmum áratug. Þegar að þessu kemur verður aðild að ESB landbúnaðinum frekar til stuðnings heldur en hitt. En ekkert er gefið án fyrirhafnar í samningum. Álendingar hafa í aðildarsamningi Finna sérstakan rétt heima fyrir til að eiga og reka fyrirtæki og til að eiga fasteignir og lóðir. Sams konar ákvæði eru í samningi Maltverja. Þessu til viðbótar er sérstakt ,,Norðurslóðaákvæði“ í stjórnar- skrárfrumvarpi ESB. Þessi atriði skipta máli. Forsendur sameiginlegrar fisk- veiðistefnu ESB eiga ekki við á Ís- landsmiðum. Nálægðarregla ESB og regla þess um stöðug hlutföll virða fiskveiðistjórnarkerfi hvers aðildarríkis. Viðurkennt er að út- lendingar eiga ekki rétt til veiða á Íslandsmiðum. Trúlega stendur þó eftir að tillaga aðildarríkis um heild- araflamagn sé staðfest í ráðherra- ráði ESB. En Azoreyingar, Kan- aríeyingar, Madeirabúar og fleiri hafa sérstök ákvæði í 299. grein að- alsamnings ESB sem tryggja þeim sérstöðu. Maltverjar hafa líka var- anlegt sérákvæði. Þrátt fyrir þessi fordæmi verða sjávarútvegsmálin erfið viðfangs í samn- ingum við ESB. Vandi Íslendinga á sviði gjaldeyris- og peningamála er aug- ljós. Íslenska ríkið verður að verja fjár- málakerfið og aðstoða bankana – með eðlileg- um skilyrðum. Hér er galopið lítið hagkerfi og flest leiðandi fyrirtæki eru þátttakendur í öðr- um miklu stærri hag- kerfum. Í hagkerfi okk- ar eru í raun þrír gjaldmiðlar: íslenska krónan, verðtryggð og gengistryggð reiknik- róna og evra. Seðla- bankinn hefur aðeins vald yfir íslensku krón- unni og verður að for- skrúfa hana til að geta haft áhrif á önnur við- skipti. Þetta gengur ekki nema á stuttu millibilsskeiði. ESB og evra virðast framtíðarvalkostur og aðrir möguleikar aðeins fræðilegir. En innganga að fullu inn í miklu stærri efnahagsheild er mjög vandasamt og flókið mál. Full aðild að ESB felur í sér nýja skilgreiningu fullveldis, þannig að þættir þess verða sameiginlegir. En hún er ekki einhliða takmörkun full- veldis. Í stjórnarskrárfrumvarpi ESB er ákvæði um úrsagnarrétt að- ildarríkis og þetta ákvæði er líka í endurskoðuðum tillögum innan ESB. Ákvæði um úrsagnarrétt eyðir vafa um stöðu fullveldisins. Þetta verður að vera algerlega ljóst. Úrslit í Evrópumálum verða að- eins ráðin við samningaborð og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eiga ekki að bíða lengur með fram- tíðarákvarðanir um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Tími umsóknar er kominn. Tími umsóknar er kominn Jón Sigurðsson skrifar um um- sókn Íslands um aðild að Evr- ópusambandinu Jón Sigurðsson » Tími um- sóknar um aðild að ESB er kominn. Helstu málaflokkar og rök nefnd. Höf. er fv. formaður Framsóknarflokksins. VIÐURKENND staðreynd er að kolefnisorkulindir heimsins, olía, gas og kol, fara hratt minnkandi og stefnir í alvarlegan orkuskort innan skamms tíma og stöðugt hækkandi orkuverð. Skoðanir vísindamanna eru reyndar skiptar á því hve lengi olían, gasið og kolin endast og verða vinnanleg með hagkvæmum hætti. Margir telja að innan 10-20 ára verði svo komið að skortur verði innan tíðar mikill með þeim afleiðingum að orkuverð hækki veru- lega, jafnvel þrefaldist. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að um 85% af orku heimsins í dag koma úr olíu (40%), gasi (22%) og kolum (23%). Kjarnorka leggur til um 7% af orkuþörfinni og vatnsafl, jarðhiti, sól, vindur, sjávarföll o.fl. gefa um 8%. Þá er og staðreynd að orkunotkun jarðarbúa mun vaxa mjög hratt vegna þróunar efna- hagsmála einkum í Kína og Ind- landi. Er jafnvel líklegt að orku- notkun aukist um 50% fram til 2020. Ásókn í olíu- og gasbirgðir Mið- Austurlanda mun aukast mjög og leiða til stöðugt vaxandi átaka á því svæði, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Útlit er því ekki bjart í orkumálum heimsins og því ár- íðandi að finna lausn á þessum vanda innan mjög skamms tíma. Kolefnisgjöfunum olíu, gasi og kolum fylgir mikill útblástur koltvísýrings (CO 2) og annarra gastegunda sem valda hækkun hitastigs á jörðu. Þetta gæti jafnvel í versta falli leitt til þess að jörðin verði lítt byggi- leg til lengri tíma litið. Þetta kemur fram í skýrslum alþjóðastofnana og ritum viðurkenndra vísindamanna. Hvað er til ráða: – Nærtækt virðist að sumra áliti að byggður verði fjöldi kjarn- orkuvera sem framleitt gætu veru- legan hluta af þeirri viðbótarorku sem mannkynið þarfnast. Tækni á þessu sviði er mjög þróuð svo ekki er talin hætta á umhverfisslysum í nýjum kjarnorkuverum. Ókostur þessarar lausnar er hættulegur kjarnorkuúrgangur sem kemur frá kjarnorkuverunum. Þessi lausn er því óæskileg og jafnvel óhæf, nema sem bráðabirgðalausn til að brúa bilið þar til hreinni orkugjafar koma til sögunnar. – Önnur lausn hefur nokkuð verið þróuð í seinni tíð, þ.e. ræktun korn- tegunda til framleiðslu á olíu. Þess- ari framleiðslu fylgir mikill út- blástur koltvísýrings og því varla ásættanleg. Auk þess þarf korn- ræktin stór landsvæði, sem annars mætti nota til fæðuframleiðslu fyrir fátækustu íbúa jarðarinnar. Þetta veldur jafnframt hækkun á korn- verði, sem þegar er farið að gæta, og mun fljótlega valda matarskorti og jafnvel hungursneyð víða um heim. Þessi lausn á orkuvandamál- inu kemur því vart til álita nema í smáum stíl til stutts tíma. – Horfa verður því til umhverf- isvænna og endurnýjanlegra orku- linda, svo sem vatnsorku, jarðhita, vindorku, orku sjávarfalla og sjáv- arstrauma svo og sólarorku. Þessir orkugjafar eru þó eðli málsins sam- kvæmt takmarkaðir og leysa því ekki nema hluta vandans. – Ein er sú orkulind sem sterk- lega kemur til álita og ekki veldur neinni mengun, en það er vetni og því sérstök ástæða til að leggja áherslu á nýtingu vetnisins. Leita þarf lausna á þeim tæknivanda- málum sem enn er ekki búið að leysa til fullnustu. Líkur eru góðar á að því marki verði náð, jafnvel á næstu árum. Mikið fjármagn er lagt í rannsóknir og þróun á þessu sviði og eru Íslendingar þátttakendur í því starfi og hafa menn jafnvel sett sér það markmið að Ísland verði fyrsta vetnisorkuland veraldar. Ekki er ólíklegt að þessu marki verði náð, hugsanlega innan áratug- ar, en með því kæmist Ísland á al- heimskortið svo um munar. Vetni er algengasta frumefni jarðar með 75% af heildarmassa hennar. Orkulindin er því í eðli sínu ótakmörkuð og dugir mannkyni um ókomnar aldir. Vinnsla vetnis með rafgreiningu á vatni veldur engri umhverfismengun, því ferlið gefur aðeins af sér vetni og súrefni. Vinnsluferillinn þarfnast raforku og ef hún er framleidd með vatnsafli, jarðhita, sólarorku, vindi, orku sjáv- arfalla og strauma veldur orku- framleiðslan heldur ekki mengun. Þessar orkulindir eru allar til stað- ar á Íslandi í verulegu magni og standa Íslendingar því vel að vígi og betur en flestar aðrar þjóðir. Vetni væri því hægt að framleiða hér til að knýja bíla og bátaflota lands- manna og jafnvel til útflutnings. Þess ber að geta að orkuframleiðsla með olíu, gasi og kolum veldur CO 2 mengun og er því aðeins fýsileg í smáum stíl. Þessir orkugjafar eru þó ennþá ódýrari en vistvænu orku- gjafarnir, en það mun breytast inn- an tíðar og gera vetnisvæðinguna þar með hagkvæma og sérlega áhugaverða á Íslandi. Forsenda vetnisframleiðslu á Ís- landi er auðvitað sú að þróun í framleiðslu bíla- og bátavéla haldi áfram og beri þann árangur sem vænst er. Jafnframt þarf að þróa áfram tækni vegna flutnings og geymslu vetnis, en þróun þessara mála er vel á veg komin og lofar góðu. Geta má þess jafnframt að vetnisframleiðslu er hægt að stunda þar sem aðgangur að vatni og raf- orku er fullnægjandi. Framleiða má því vetni á völdum stöðum meðfram hringveginum og í flestum höfnum landsins. Standist þessar væntingar er ástæða til að ætla að orkuvandamál mannkynsins leysist áður en meng- un andrúmloftsins og hlýnun jarðar verður komin í algjört óefni. Orkuvandi mannkyns – hugsanlegar lausnir Svavar Jónatansson ræðir um fyrirsjáanlegan orkuvanda mannkyns » Vetni er algengasta frumefni jarðar með 75% af heildarmassa hennar. Orkulindin er því í eðli sínu ótakmörk- uð og dugir mannkyni um ókomnar aldir. Svavar Jónatansson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.