Morgunblaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 23
TIL er sögn af því er Pétur mikli
kom ríðandi á svíni (landbúnaðar-
afurð) inn í hverfi kaupmanna í
Moskvu. Sögn sem e.t.v. má skilja
sem svo að það hafi ekki alltaf legið
ljóst fyrir hjá ráðamönnum í ríkinu
gerska hvernig best hentaði að nýta
landbúnaðarframleiðsluna. Vit-
anlega höfðu menn austur þar samt
sem áður komist að því
að hross væru mun
hentugri reiðskjótar og
reyndar greinir sögnin
svo frá að ferð Péturs
hafi ekki með öllu
gengið áfallalaust.
Það hefur verið
ógæfa rússnesku þjóð-
arinnar að ráðamönn-
um hefur nánast verið
eins og uppsigað við
bændur, séð í þeim
uppsprettu alls ills og
þ.a.l. ekki borið gæfu
til að búa svo að land-
búnaði að sæmilega tryggt sé að
þjóðin geti brauðfætt sig. Auðvelt er
að sjá samsvörun milli íslenskra
hægrikrata og rússneskra fortíð-
aryfirvalda hvað varðar afstöðu til
landbúnaðarmála, skilningurinn er
enginn og kreddufestan er algjör.
Þar sem aðrar þjóðir telja nauðsyn-
legt að tryggt sé að matvara sé
framleidd innanlands, svo mikið sem
unnt er, þá telja þeir það engu
skipta, öllu sé fórnandi fyrir ímynd-
að viðskiptafrelsi og öfgarnar ráða
för.
Nú er svo komið að fram eru
komnir íslenskir ráðamenn, sem
virðast hafa gengið í hinn rússneska
skóla, telja að það geti helst orðið ís-
lenskri þjóð til bjargar að þjarma
svo rækilega að bændum að þeir eigi
sér helst ekki viðreisnar von. Segja
má að þar bætist í „fjanda flokkinn“.
Var nú ekki á það bætandi eins og
öfga-umhverfissinnar hafa vaðið
uppi í samfélaginu síðustu ár og
helst viljað gera ekki neitt, það væri
öruggast því þá gerðist ekki neitt
rangt, launin kæmu hvort sem er
fyrirhafnarlaust í pósti.
Pétur vildi þrátt fyrir allt hag
sinnar þjóðar sem mestan og að hún
yrði þjóð meðal þjóða. Ingibjörg Sól-
rún utanríkisráðherra vill koma Ís-
lendingum inn í öryggisráðið og þar
með upphefja þjóð sína. Staða
Ágústs Ólafs varaformanns er dálít-
ið óljós í þessu samhengi og kannski
best að fara ekki nánar út í þá sálma.
Ágúst telur sig raunar vera þess um-
kominn að taka ritstjóra 24 stunda í
„kennslustund í stjórnmálasögu“
eins og hann kemst að orði og mærir
mjög hægri kratana
sem sátu í Viðreisn-
arstjórninni sálugu.
Helst er svo að skilja
að þeir hafi fundið upp
viðskiptafrelsið en sést
yfir, að því er virðist, að
frelsið, hvorki í við-
skiptum né á öðrum
sviðum, gefst vel ef því
eru ekki settar skorð-
ur. Ætli Ágúst og þeir
hinir þingmennirnir
gætu ekki bara farið
heim og lokað þinginu á
eftir sér ef ekki þyrfti
eilíflega að vera að semja lög og
reglur sem einmitt setja m.a. við-
skiptafrelsi skorður.
Sannleikurinn er sá að á umliðn-
um árum hefur verið unnið að því að
auka frelsi með viðskipti á landbún-
aðarvörum. Þar hafa verið stigin
mörg skref í þá átt að auka vöruval
og möguleika neytenda en jafnframt
þess gætt að hvorki rústa innlendan
landbúnaði né matvælaiðnað. Betur
má vafalaust gera í þeim efnum en
ætli ekki sé best að ganga hægt um
gleðinnar dyr. Svo mikið er víst að
matvælaverð á hinum rómaða
heimsmarkaði er á sífelldri uppleið
og berast fréttir nánast úr öllum
heimshornum af mótmælum al-
mennings við sífelldum hækkunum.
Segja má að íslenskir landbún-
aðarráðherrar á umliðnum áratug-
um hafi ekki verið tiltakanlega fram-
sýnir og ef til vill ekki haft
raunverulegan skilning á málefnum
greinarinnar, of oft hefur for-
sjárhyggja ráðið þar för svo sem sjá
má í yfirgefnum refa- og minka-
húsum að ógleymdum fiskeld-
isstöðvum víða um land. Sumir
bundu vonir við það er Steingrímur
J. var settur í embættið að þá myndi
eitthvað breytast. Það var nú öðru
nær, helst var svo að sjá sem hann
gæti ekki losnað úr hlutverkinu „að-
vera-á-móti“ og víst er vont að vera
sífellt á móti sjálfum sér. Hvaða
skoðun sem menn hafa á Framsókn-
arflokknum og því ömurlega ástandi
sem þar hefur ríkt þá verður að
segjast að mikil breyting varð á er
Guðni Ágústsson varð landbún-
aðarráðherra. Hann kom því til leið-
ar með framgöngu sinni að bændur
og þéttbýlisbúar fóru að mætast sem
jafningjar. Hann lét sig ekki muna
um það að kyssa kýr og heilsa upp á
strúta, tók fréttamennina með sér
og kom þeim í skilning um að í sveit-
inni væri nú ýmislegt sem vert væri
að skoða og njóta. Enda fór það svo
að það fór að vera fínt að eiga heima
í sveit og nú er enginn nýríkur
Nonni maður með mönnum nema
hann eigi bújörð með villu, reiðhöll
og tilheyrandi. Guðni talaði landbún-
aðinn sem sagt upp en ekki niður
eins og gert hafði verið um árabil.
Tímabil uppbyggingar hófst í stað
þeirrar stöðnunar sem ríkt hafði.
Það sem núverandi landbún-
aðarráðherra hefur verið að gera er í
raun bara beint framhald af því sem
Guðni hafði unnið að og kannski ekki
nema von svo stutt sem núverandi
ríkisstjórn hefur setið. Óskandi er
að hann beri gæfu til að vinna vel að
málefnum landbúnaðarins og þar
með þjóðarinnar allrar og standi
fastur fyrir gegn hinum vanhugsuðu
hugmyndum þeirra Ingibjargar og
Ágústs, komi þeim ekki upp með að
tala landbúnaðinn niður.
Um landbúnaðarmál
Ingimundur Bergmann vill
auka veg landbúnaðar » Segja má að íslenskir
landbúnaðarráð-
herrar á umliðnum ára-
tugum hafi ekki verið
tiltakanlega framsýnir
og ef til vill ekki haft
raunverulegan skilning
á málefnum grein-
arinnar …
Ingimundur Bergmann
Höfundur er bóndi.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
skipaði nýverið starfshóp sem er
ætlað að vinna að-
gerðaáætlun til að
sporna gegn fátækt og
treysta öryggisnet vel-
ferðarkerfisins. Grein-
arhöfundur er formað-
ur hópsins en í honum
eru einnig Einar Árna-
son frá BSRB, Gunnar
Sandholt frá Sam-
bandi íslenskra sveit-
arfélaga, Helga Hall-
dórsdóttir frá Rauða
krossi Íslands, Vilborg
Oddsdóttir frá Hjálp-
arstarfi kirkjunnar og
Þórunn Sveinbjörns-
dóttir frá ASÍ.
Hópurinn mun bæði
leggja fram tillögur
sem snúa að fyr-
irbyggandi aðgerðum
gegn fátækt og eins
hvernig megi koma til
móts við þá sem eru fá-
tækir, en í þeim hópi
eru 15-30 þúsund
manns allt eftir því
hvernig við skil-
greinum hópinn. Hóp-
urinn mun beina sjón-
um sínum að skattakerfi,
almannatryggingum, sveit-
arfélögum, aðilum vinnumarkaðar-
ins og frjálsum félagasamtökum.
Ýmislegt hefur áunnist á síðustu
mánuðum undir forystu félagsmála-
ráðherra og má þar nefna hækkun
greiðslna frá almannatryggingum,
hækkun húsaleigubóta og fyr-
irhugað er átak í fjölgun leiguíbúða í
samvinnu við sveitarfélögin. Þá
tryggði ríkisstjórnin í tengslum við
síðustu kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði töluverða aukningu
framlaga til starfsmenntunar og full-
orðinsfræðslu og skerðingarmörk
barnabóta og vaxtabóta voru hækk-
uð. Þessar aðgerðir eiga það sam-
merkt að sporna gegn fátækt og
bæta hag þeirra sem verst eru settir,
en þær megna ekki að leysa vand-
ann.
Margt er ógert og þá fyrst og
fremst það að hið opinbera setji lág-
marksviðmið um framfærslu, hvaða
fjárhæð telst boðleg til að framfleyta
manneskju í dag. Unnið er að slíkri
framfærsluviðmiðun í
Félags- og trygginga-
málaráðuneytinu og
þeirri vinnu á að vera
lokið í sumar. Þegar
slíkt viðmið liggur fyrir
verður hægt að gera
kröfur til almanna-
trygginga, sveitarfélaga
og aðila vinnumark-
aðarins um að tryggja
fólki laun sem taka mið
af raunverulegum fram-
færslukostnaði. Fleira
þarf að endurskoða, s.s.
fjárhagsaðstoð sveitar-
félaga þannig að hún
aðstoði fólk við að vinna
sig út úr fátækt en við-
haldi henni ekki. Eins
þarf að endurskoða
gjaldtöku opinberra að-
ila sem verður í meira
mæli að taka tillit til
þeirra sem minnst bera
úr býtum, og skatt-
kerfið ætti að taka auk-
ið tillit til útgjalda fólks
með barna- og vaxta-
bótum.
Áður en starfshóp-
urinn fer lengra í vinnunni væri gott
að fá hugmyndir frá almenningi, frá
fólki sem þekkir fátækt af eigin raun
og/eða þekkir aðstæður fólks sem
býr við fátækt. Best er að koma hug-
myndum á framfæri á netfangið
bjork@reykjavik.is, en einnig er
fólki velkomið að hafa samband við
mig símleiðis. Stjórnmálamenn eru
starfsmenn fólksins í landinu og því
er mikilvægt að íbúarnir eigi greiðan
aðgang að þeim með tillögur, hug-
myndir og sannar sögur af því
hvernig aðstæður fólks í borginni og
landinu eru. Láttu í þér heyra.
Vinnum í sameiningu gegn fátækt á
Íslandi.
Aðgerðir gegn
fátækt
Björk Vilhelmsdóttir segir frá
aðgerðaáætlun sem ætlað er að
sporna gegn fátækt og treysta
öryggisnet velferðarkerfisins
Björk Vilhelmsdóttir
» Gott væri að
fá hug-
myndir frá al-
menningi, frá
fólki sem þekkir
fátækt af eigin
raun og/eða
þekkir aðstæður
fólks sem býr
við fátækt.
Höfundur er félagsráðgjafi og borg-
arfulltrúi Samfylkingarinnar.
STÚDENTAR á Íslandi eru stór
og margleitur samfélagshópur. Í
Háskóla Íslands einum saman eru
yfir 10.000 nemendur sem þýðir að
ef við, sem stundum
þar nám, myndum taka
okkur saman og flytja
á einn stað væri þar
komið eitt af stærri
bæjarfélögum lands-
ins. Í þessu bæj-
arfélagi væri að sjálf-
sögðu íþróttafélag eins
og í öllum almennileg-
um bæjum, segjum að
það heiti UMF Stúd-
ent, og öll börn í bæn-
um klæðast rauðum og
gulum litum félagsins
þegar þau eru úti í fót-
bolta og fallinni spýtu.
Eins og tíðkast er mikil hverf-
isremba í gangi í bænum og íbúarnir
afskaplega montnir af því að vera
Háskóla-ingar og mæta á flesta
íþróttaviðburði, þorrablót og taka
þátt í að kjósa sér bæjarstjóra – því
það er jú gott að búa í Háskólabæ!
En Háskóli Íslands er ekki bæj-
arfélag. Og væri hann bæjarfélag
væru sennilega fáir veifandi rauðum
og gulum fánum UMF Stúdents þar
sem því miður ríkir ekki mikil sam-
kennd meðal okkar stúdenta. Við
mætum í fyrirlestra og sitjum svo
hvert í okkar horni með skilrúm á
milli okkar, niðursokkin í bækur eða
vafrandi á vefnum. Þess vegna þarf
að minna á að við sem stundum nám
við Háskóla Íslands erum stór hópur
sem á margt sameiginlegt. Ég á
bágt með að ímynda mér að margir
stúdentar séu ánægðir með kjör sín,
að þeir séu ánægðir með að þurfa að
sætta sig við að fá útborguð laun
tvisvar á ári – sem eru ekki einu
sinni laun heldur lán.
Eða að þeir stúdentar
sem þurfa að mæta í
tíma um helgar séu
sáttir við það – svo fátt
eitt sé nefnt. Flestir
bera hins vegar harm
sinn í hljóði og líta svo á
að svona sé stúdenta-
lífið á Íslandi, við því sé
fátt hægt að gera. Það
er hins vegar ekki rétt.
Saman geta stúdentar
myndað öflugt þrýstiafl
með háværa rödd úti í
samfélaginu sem krefst
þess að hlutur þeirra sé
réttur, innan veggja Háskólans sem
utan þeirra.
Hlutverk Stúdentaráðs Háskóla
Íslands er einmitt að virkja þessa
rödd og vera hinn sýnilegi talsmaður
stúdentahreyfingarinnar. Innan
stúdentaráðs og nefnda þess vinna
tugir einstaklinga að því dags-
daglega að bæta hag nemenda á alla
mögulega vegu, allt frá því að berj-
ast fyrir hærri námslánum til þess
að fá fleiri lampa í tilteknar bygg-
ingar. En stúdentaráð er máttlaust
hafi það ekki sterkt bakland og um-
boð stúdenta til að vinna í sína þágu.
Töluverður hluti stúdenta veit vart
af tilvist stúdentaráðs eða telur það
vera gagnslaust þar sem stúdentar
vita ekki af því starfi sem þar fer
fram. Þessu viljum við sem sitjum í
stúdentaráði breyta. Það skiptir
ekki máli hvort fólk er í grunnnámi
eða doktorsnámi, hvort það er mikið
uppi í skóla eða ekki neitt – allir hafa
tiltekin réttindi sem stúdentaráð á
að upplýsa þá um. Ef stúdent grunar
að verið sé að brjóta á honum rétt-
indi eða hefur einhverjar spurningar
er það svo hlutverk skrifstofu stúd-
entaráðs að aðstoða hann og á sama
hátt er það skylda stúdentsins að
styðja við bakið á stúdentaráði. Án
þess náum við ekki árangri í hags-
munabaráttu okkar.
Bitur sannleikurinn er því miður
sá að þrátt fyrir að gott sé að búa í
Háskólabæ er það einnig bær þar
sem fátækt er langvarandi vandamál
og íbúar eiga við alvarlegt vinnu-
alkavandamál að stríða – og því
verður ekki breytt nema allir séu
virkir samfélagsþegnar og leggi
hönd á plóg.
Áfram UMF Stúdent …
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
skrifar um hagsmunamál
stúdenta
» Þrátt fyrir að eiga
margt sameiginlegt
ríkir lítil samkennd
meðal stúdenta á Ís-
landi. SHÍ vill fá stúd-
entana til að taka þátt í
hagsmunabaráttu sinni
Bergþóra
Snæbjörnsdóttir
Höfundur situr í Stúdentaráði Há-
skóla Íslands fyrir hönd Röskvu og er
formaður alþjóðanefndar SHÍ.
!" # " $
$% " &%"#' ()*+ , -. + &/ 01
0 23 &!
4 (+ 2+
5 6 +++ 7"+ &$+
8 &+ & !"
9 (% 2."
: 6%+ ' ; &+ '*22&' !"
< &! '
= > '
Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins má nálgast í höfuðstöðvum
Kaupþings og á vefsíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins www.frjalsilif.is. Stjórn sjóðsins
hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
?