Morgunblaðið - 29.04.2008, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í DAG, 29. apríl, fagna dans-
listamenn um allan heim alþjóða
dansdeginum með fjölbreyttum
hætti en dagurinn er haldinn til
minningar um fæðingardag dans-
umbótasinnans Jean-Georges No-
verre árið 1727. Markmið alþjóðlega
dansdagsins er að yf-
irstíga pólitískar,
menningarlegar og
siðfræðilegar hindr-
anir og færa fólk nær
hvert öðru í friði og
vináttu með sameig-
inlegu tungumáli –
dansinum.
Íslendingar fagna
þessum degi í ár með
því að kynna fyrir nýj-
um borgarstjóra og
menningarmálaráði
borgarinnar tillögur að
danshúsi, miðstöð fyrir
samtímadans í borg-
inni. Mikilvægi slíkrar
miðstöðvar í innlendu
samhengi er augljóst
en með tilkomu hennar
mun þessi unga og
kraftmikla grein loks
sitja við sama borð og
aðrar listgreinar. Hún
mun verða virkt afl til
menningarlegra og
samfélagslegra um-
bóta eins og aðrar at-
vinnugreinar sem
byggja á og þróa
mannleg samskipti. Í
alþjóðlegu samhengi mun slík mið-
stöð setja Reykjavík enn framar á
kortið sem framsækna menning-
arborg en allar helstu menning-
arborgir Vestur- og Austur-Evrópu
hafa nú yfir slíkum húsum að ráða.
Það tengslanet sem tengir saman
breiða starfsemi þessara húsa við
danshátíðir í Evrópu mun tryggja
flæði listamanna og listunnenda til
og frá landinu og margfalda þannig
fjárfestingu samfélagsins.
Forseti alþjóða danssamfélagsins
CID-UNESCO sendi í mánuðinum
frá sér tilkynningu til yfir hundrað
þúsund meðlima sinna í yfir tvö
hundruð löndum þar sem hann kall-
ar samfélagið til ábyrgðar. Hann
hvetur stjórnsýsluna (landsbundna,
svæðisbundna og staðbundna), fjár-
magnsfjárfesta (einkaaðila og hið op-
inbera) og fjölmiðla (dagblöð, tíma-
rit, útvarp og sjónvarp) til þess að
eiga í virku samtali við greinina.
Þessar bjargir séu þær sem hvað
mest áhrif hafa á hvernig dans-
samfélagið mun þróast áfram.
Um leið og Félag íslenskra list-
dansara óskar landsmönnum til
hamingju með daginn, blásum við til
sóknar. Á teikniborðinu liggja fram-
sæknar hugmyndir um þróun list-
dansins til næstu 10 ára. Listdans-
arar, höfundar, kennarar,
fræðimenn og dansmyndagerð-
armenn nær og fjær
kalla hér með eftir sam-
starfi við þá stjórn-
málamenn sem ábyrgir
eru fyrir menningar- og
menntamálum á öllum
stigum stjórnsýslunnar
um mótum dansstefnu á
breiðum félagslegum
grunni. Frjó samvinna
okkar til framtíðar er
hornsteinn áframhald-
andi framfara innan
greinarinnar.
Ávarp dangsins er
eftir Gladys Faith Agul-
has: „Andi dansins á sér
hvorki lit, lögun, né
stærð en í honum felst
aflið sem sameinar;
styrkurinn og fegurðin
sem býr innra með okk-
ur. Sérhver dansandi
sál, ung sem gömul;
þeir vanmáttugu skapa
og umbreyta hug-
myndum í lifandi,
breytilega og hreyf-
anlega list. Í dansinum
speglast hvernig það
ógerlega verður gerlegt
og öllum er fært að
snerta, heyra, finna og upplifa.
Hljóðin frá hjörtum og sálinni gefa
okkur taktinn, hver einasta hreyfing
afhjúpar mannkynssöguna. Með
þessu móti nær mannsandinn að
höndla hið fullkomna frelsi. Í hvert
sinn sem hendur okkar snertast ger-
ist eitthvað fallegt, það sem sálin
man sýnir líkaminn með hreyfingu.
Dansinn býr því yfir lækning-
armætti sem öllum er opinn, þú ert
augun mín og ég fætur þínir. Fagnið
alþjóðlega dansdeginum, notið ást
ykkar á dansinum til að lækna hvert
annað. Sameinið danssamfélagið
ykkar. Mikilvægast af öllu er að þið
gerið ykkar besta í eigin rétti; orka
og andi dansins gerir okkur kleift að
standa saman.“
Fyrir hönd stjórnar FÍLD.
Blásið til sóknar
Karen María Jónsdóttir skrifar
í tilefni af alþjóðlega dansdeg-
inum sem er í dag
Karen María Jónsdóttir
» 29. apríl er
alþjóða
dansdeginum
fagnað um allan
heim. Alþjóða
dansskilaboð-
unum er í ár
beint til stjórn-
sýslunnar, fjár-
magnsfjárfesta
og fjölmiðla.
Höfundur er formaður Félags ís-
lenskra listdansara og fagstjóri dans-
brautar Listaháskóla Íslands.
FLEST finnum við innra með
okkur þann kjarna sannfæringar
og lífsgilda, þá grundvallandi vit-
und siðgæðis og mannlegrar
breytni sem við hvikum ekki frá.
Arfur af hjörtum foreldra okkar,
numið af visku með-
bræðra okkar, ást-
argjöf til barnanna
okkar. Sú lífsýn sem
gefur lífinu gildi,
sem réttlætir tilveru
okkar og færir okk-
ur skilning á því
hver við erum.
Við mörkum okkur
skil í huganum,
drögum línu í sandi
sálarinnar og segj-
um hingað og ekki
lengra. Yfir þessar
línu fer ég ekki,
handan þessara skila
líð ég engum að
vera. Við finnum
hvert um sig þau
mörk sem skipta
okkur máli, sem
skilgreina okkur og
gefa okkur til-
verurétt.
Engan skal því
undra það þótt
mönnum sárni þegar
ráðist er að þessum
grunngildum þeirra,
þau hædd og lítils-
virt.
Andúð á ofbeldi
Sjálfsþekking eykst með aldr-
inum, maður áttar sig á kostum
sínum og göllum og því sem
skiptir mann máli þegar allt
kemur til alls. Kjarni lífsgild-
anna styrkist og verður sýnilegri
hverjum og einum.
Sjálfur hef ég áttað mig á því
að djúpt í huga mínum hvílir
óhagganleg sú sannfæring að
eitt það mikilvægasta í lífinu sé
frelsi hvers einstaklings til lífs
og lima, frelsi til hamingju, frelsi
til athafna og ásta. Hvers kyns
kúgun og misrétti er mér sem
eitur í beinum, helsi hug-
myndakerfa jafnt sem hlekkjar
harðstjórans.
Ekkert vekur mér þó jafn-
mikla óbeit og ofbeldi í hvaða
mynd sem er, hvort heldur and-
legt eða líkamlegt. Andúð mín á
ofbeldi er í raun það sem skil-
greinir minn innsta sannfæring-
arkjarna.
Ofbeldið gert heil-
agt
Myndbirtingar of-
beldis eru hvarvetna
í kringum okkur.
Fréttir og frásagnir
af ofbeldi eru óþægi-
legur raunveruleiki
lífsins en gerir von-
andi það gagn að
minnka þol okkar
gagnvart valdbeit-
ingu og misþyrm-
ingum, enda fer of-
beldi minnkandi í
samfélagi okkar og
reyndar á heimsvísu
líka, þrátt fyrir á
stundum neikvæðan
fréttaflutning.
En eitt er það sem
særir mína dýpstu
vitund meira en
nokkuð annað og það
er tilbeiðsla ofbeldis.
Þegar pyntingar og
dauði eru gerð að
trúaratriði, réttlætt
með vísun til ein-
hverra æðri mátt-
arvalda, með tilheyr-
andi myndbirtingum.
Dauðadýrkun er einkamál hvers
og eins, svo lengi sem hann
gengur ekki á rétt annarra. En
að þurfa að flagga þessum
ósóma, jafnvel af stolti, slík
hegðun vekur með mér viðbjóð.
Sjöfalt í yfirstærð
Öll minnumst við barnatrú-
arinnar með hlýhug, sakleysi
bernskunnar þegar jólasveinar
gefa í skóinn og Jesúbarnið ligg-
ur í jötunni, táknmyndir alls hins
góða í lífinu. Kannski er
barnatrúin æfing þess að við get-
um, sem fullorðið fólk, verið
sannfærð um tilvist mannúðar og
ástar og réttlætis? Barnatrúna
eigum við öll, með einum eða
öðrum hætti, og flest þroskumst
við frá henni til ábyrgs lífernis.
Lífið er stórkostlegt, ást og
gleði, jafnvel sorg og mótlæti
eru eldiviður reynslunnar, og
börnin, þetta stórkostlega
kraftaverk náttúrunnar, gefa til-
verunni gildi. Við fögnum lífinu
og höldum hátíðir því til heiðurs
enda þarf ekki að leita lengi að
táknmyndum frjósemi innan um
jólatré og páskaegg.
Ein er þó sú hátíð, eða væri
nær að kalla það lágtíð, þar lífið
er fjarri en dauðinn er lofsung-
inn, píningin dásömuð og
barnatrúin negld á staur.
Andaktugir lesa menn hina
listilega skrifuðu Passíusálma,
ekki til að gleðjast yfir kveð-
skapnum heldur til að fagna pín-
ingunni. Stórkostleg myndlist er
innblásin af þjáningum dauða-
stríðsins og hengd upp í helgi-
dóminum miðjum til átrúnaðar.
Sjöfalt og í yfirstærð.
Svo er sagt frá þessu í frétt-
um, hér fagna menn dauðanum,
þar gleðjast menn yfir píning-
unni, þessir syngja þjáningunni
lof, hinir mæra sárin og blóðið.
Traðkað á dýpstu sannfæringu
allra þenkjandi manna, grunn-
gildi samfélagsins að engu höfð.
Að þjást og þola
Eilífar, opinberar myndbirt-
ingar þessarar ofbeldisdýrkunar
valda mér þjáningum. Að ég sé
móðgaður er vægt til orða tekið.
En ég þoli þetta, ég lít undan og
vona með sjálfum sér að þessu
linni einn daginn. Frelsi til tján-
ingar er mér dýrmætt og þá um
leið frelsi til að tjá aðrar skoð-
anir en þær sem ég tel réttar.
Því fylgir einnig frelsi til að
tjá sig opinberlega, til að boða
sína trú og sína sannfæringu
hverjum þeim sem heyra vill,
fullorðnum einstaklingum vel að
merkja. Trúboð gagnvart börn-
um er siðleysa eins og allir sjá.
Það er mín von að sem flestir
frelsist frá því helsi sem þessi
dauðadýrkun felur í sér. Að einn
daginn þyki það ekki lengur
sjálfsagt að fagna píningu og
dauða, að birta myndir af blæð-
andi líkum á opinberum vett-
vangi, kalla það heilagt og finn-
ast það gott.
Móðgandi myndbirtingar
Brynjólfur Þorvarðarson segir
frá óbeit sinni á dauðadýrkun
og á upphafningu pínu
»Ein er þó sú
hátíð, eða
væri nær að
kalla það lágtíð,
þar lífið er fjarri
en dauðinn er
lofsunginn, pín-
ingin dásömuð
og barnatrúin
negld á staur.
Brynjólfur
Þorvarðarson
Höfundur leggur stund á ritstörf
ÞAÐ er dauðans alvara fyrir þjóð,
að sitja uppi með værukæra stjórn-
málamenn sem láta reka á reiðanum.
Margt bendir til að svo sé komið fyrir
okkur Íslendingum.
Ekki þurfti lengi að
skima á svo kölluðu
góðærisborði til að sjá
hve margt mætti betur
fara. Forræðishyggju
er beitt á þá sem þorað
er við eins og lítilmagn-
ann og víðar þar sem
hún er til óþurftar. Í
stjórnartíð Davíðs
Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar gafst ein-
staklingum kostur á að
eignast veigamestu
eignir þjóðarinnar og er
nú svo komið að hún á einungis jarð-
orkuna og fyrirtækin kringum hana.
Eða hvað? Suðurnesjamenn hafa tek-
ið þá áhættu að leyfa einstaklingum,
íslenskum og útlendum, að kaupa sig
inn í greinina og þar með léð gróða-
öflum færi til veiða.
Þegar þjóðin fer að átta sig á
skelfilegum afleiðingum þess að hún
var látin gefa fiskinn í sjónum, mun
koma annað hljóð í strokkinn en nú
er. Mennirnir sem fengu gjöfina,
vissu flestir að gerðin var stjórn-
arskrárbrot og flýttu sér að selja
hana og lögðu þjóðarauð Íslendinga á
útlenda eigin reikninga. Ef allir þess-
ir milljarðar hefðu ekki
verið teknir út úr grein-
inni væri sjávarútveg-
urinn ekki fjárvana.
Hann hélt þjóðinni
uppi, þó nú sé reynt að
telja henni trú um að
hann sé ómagi. Árin fáu
sem allir fengu vinnu
sem vildu, eru senn að
baki og hafa ekki skilað
því sem vænst var og
vel gat gerst með skyn-
semi. Fall krónunnar
veldur miklum vanda.
Líka röng stjórnun og
getuleysi. Stjórnmálamenn sem ekki
þora, vita né nenna, gera mál flókin
og vandleyst. Þó dómarar hafi aug-
ljóslega dæmt þannig að fólki blöskri
skilningur þeirra á réttu og röngu, þá
er ekki allt sem sýnist. Dómarar eru
nefnilega misvitrir og þeir verða að
fara að lögum, sama hvað vitlaus þau
eru og óljós. Í okkar lagaumhverfi ná
snjöllustu lögmenn vart að sigla milli
skers og báru. Ástæðan: Stjórn-
málamenn hafa yfirnáttúrulega hæfi-
leika til að gera muninn á réttu og
röngu svo flókinn, að rangt virkar oft-
ar rétt en rangt. Það bera margir síð-
ustu dómar vitni um og er áberandi í
nauðgunarmálum þar sem konur
virðast gera í því að láta nauðga sér
og lemja til óbóta. Það segir sig sjálft
að stjórnmálamenn sem þannig
vinna, fara létt með að láta braskara
hugsa fyrir sig. Það sést vel í sumum
gömlum hverfum borgarinnar, þar
sem braskarar hafa nýtt sér ógæfu-
fólk og ömurlegan veggjakrot-
araskrílinn, til að ónýta fyrrum góðar
eignir sér til framdráttar. Það var
uppörvandi að hlusta á hönnuð
bryggjuhverfissins segja í Kast-
ljósþætti að menn sem keyptu gömul
hús til að græða á rifi þeirra væru
braskarar og borginni mjög óþarfir.
Sorglegt að til séu menn sem eyði-
Braskarar, stjórnmálamenn
og skipulag borgar og bæja
Albert Jensen skrifar
um þjóðmál »Ekki þurfti lengi að
skima á svo kölluðu
góðærisborði til að sjá
hve margt mætti betur
fara.
Albert Jensen