Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 25

Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 25 NÚ ERU örfáir dagar þar til 96 skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- ingar á Landspítala Háskólasjúkra- húsi (LSH) láta af störfum. Þetta er miður þar sem á LSH vinnum við í samhentum hópi fagfólks með það að markmiði að koma sjúkling- um til heilsu á ný. Til að ná sömu gæðum þjónustu og gerist í lönd- unum í kringum okkur er unnið í teymum, skiptum eftir sérgreinum. Þarna er ótrúlega fámennur hópur að áorka miklu, ekki eingöngu í fjölda aðgerða heldur einnig í um- fangi aðgerða. Þversagnakenndar tillögur Nú hafa yfirmenn spítalans boð- að breytingar sem eru þess eðlis að við getum ekki sætt okkur við þær. Í janúar sl. héldu yfirmenn fund með starfsfólki skurð- og svæf- ingadeilda og kynntu sparnaðar- hugmyndir sínar, m.a. breytingu á vaktalínum. Á fundinum kom fram að ef við sættum okkur ekki við breytingarnar þá yrðu erlendir hjúkrunarfræðingar ráðnir til starfa. Í þessu fólst bein hótun en slíkar aðferðir virka yfirleitt ekki vel á starfsmenn. Aðrar breytingar voru til að mynda að ekki yrðu sett gervi- hjörtu í sjúklinga, hugsanlegar lok- anir á skurðstofum og jafnvel upp- sagnir á starfsfólki. Þessar breytingar áttu þó að sögn svið- stjóra ekki að hafa áhrif á fjölda aðgerða, en það er ákveðin þver- sögn í því. Næsta skref sviðsstjóra hjúkr- unar var að senda út bréf um breytingar á vaktalínum. Það var þannig úr garði gert að ómögulegt var að skilja breytingarnar sem voru boðaðar í bréfinu og því ómögulegt að gera upp hug sinn og ákveða hvort hægt væri að vinna eftir þessu nýja vaktakerfi. Trún- aðarmenn starfsmanna funduðu með sviðsstjóra og aðstoðarmanni framkvæmdastjóra hjúkrunar nokkrum sinnum þar sem þeir bentu á marga galla. Eftir það var bætt úr nokkrum atriðum sem höfðu verið gerðar athugasemdir við en þetta var þó aðeins örlítið skref í rétta átt. Þar voru einnig lagðar fram vinnuskýrslur sem eru alls kostar óviðunandi. Síðasti fundur með yfirmönnum var þann 1. apríl síðastliðinn og eft- ir það heyrðum við hvorki né sáum sviðsstjóra fyrr en hann fór að kalla okkur fyrir í einstaklings- viðtöl með deildarstjóra og aðstoð- armanni hjúkrunarframkvæmda- stjóra. Þar var lagt fram enn eitt bréfið, öllu heldur bréfin því skurðhjúkrunarfræðingar á Hring- braut fá ekki samhljóða bréf. Stjórnmálamenn vilja ekki „dýrar“ aðgerðir Á fundi sem annar greinarhöf- unda átti með deildarstjóra sinnar deildar og aðstoðarmanni fram- kvæmdastjóra hjúkrunar var spurt hvernig hjúkrunarfræðingar ættu að haga sér ef þeir lentu í mjög löngum aðgerðum sem geta tekið vel á annan sólarhring í alvarleg- ustu tilfellum. Þetta mundi þýða að aðrar bráðaaðgerðir yrðu settar á hakann á meðan, því það væru ekki aðrir á vakt. Þá fékkst það svar að svona langar aðgerðir yrðu framvegis ekki framkvæmdar á LSH því þær væru of dýrar og „stjórnmálamenn- irnir“ væru búnir að ákveða þetta. Þetta þýðir minni þjónustu við al- menning og getur stofnað lífi fólks í hættu sem við get- um ekki með góðri samvisku stutt né staðið undir. Þeir eru ekki fáir einstakling- arnir sem hægt er að benda á og segja að séu gangandi krafta- verk. Konur, karlar, ungir og aldnir sem hafa náð undraverð- um bata eftir mjög alvarleg veikindi, skurðaðgerðir og langa eftirmeðferð. Þeir náðu þessum bata vegna þess að starfsfólk LSH gafst ekki upp. Ekki bara tekjuskerðing held- ur ógn við líf Þegar þessi grein er skrifuð eru sex dagar þar til við göngum út af okkar vinnustað þar sem við höfum starfað í hartnær 25 ár. Með nokk- urra ára millibili fáum við bréf þar sem okkur er tilkynnt um breyt- ingar á vaktafyrirkomulagi og hafa allar þessa breytingar haft veru- lega tekjuskerðingu í för með sér. Þessar breytingar sem nú eru boð- aðar eru frábrugðnar fyrri breyt- ingum að því leyti að þær fela ekki bara í sér tekjuskerðingu, því nú á líka að ógna öryggi sjúklinga með óraunhæfu vaktakerfi. Okkur er fyrirmunað að skilja hvað það er sem fær yfirmenn til þess að taka þennan slag aftur og aftur og nú gera deildina nánast óstarfhæfa á eftir. Síðastliðna þrjá mánuði höfum við neyðst til þess að setja alla okkar orku í að berjast gegn þess- um hugmyndum og á meðan hefur öll fagleg framþróun þurft að sitja á hakanum. Skurðhjúkrun er yf- irgripsmikið nám og það er því leitt að heyra framkvæmdastjóra hjúkr- unar á LSH segja í Kastljósi að það sé vænlegri lausn að senda hjúkrunarfræðinga á skyndikúrs í öðrum löndum í stað þess að hverfa frá breytingartillögum sínum. Okk- ur þykja þetta furðulegar aðferðir og hljótum að spyrja okkur hvernig þessi yfirlýsing geti farið saman við stefnumótun spítalans um að efla gæði við meðferð og umönnun sjúklinga? Skert þjónusta við sjúk- linga á Landspítala? Elín Ýrr Halldórsdóttir og Arna Brynjólfsdóttir skrifa um kjarabaráttu skurð- og svæf- ingahjúkrunarfræðinga » Skurð- og svæfinga- hjúkrunarfræðingar leggja niður störf 1. maí. Hér útskýra þær hví þær telji fyrirhugaðar vaktabreytingar ógna lífi fólks. Arna Brynjólfsdóttir Höfundar eru skurðhjúkrunarfræðingar. Elín Ýrr Halldórsdóttir ÞAÐ VAR býsna fróðlegt að hlýða á sívinsælan útvarpsþátt Jón- asar Jónassonar á „gömlu Gufunni“ föstudaginn 18. apríl sl. Viðmælandi var þingmaður vinstri grænna, Atli Gíslason. Jónas spurði Atla með- al annars, hverjar hann teldi ástæður krafna mikils hluta þjóðarinnar á und- anförum árum um virkjun vatnsfalla til stóriðju. Svar þing- mannsins verður vafa- lítið mörgum umhugs- unarefni, en orðrétt svaraði hann: „Þetta væri græðgi, eftirsókn eftir auði, skammtímagróða“. – Þá vita menn það. Sem sé, þeir sem stutt hafa og barist fyrir stóriðju, hafa einfald- lega gert það af græðgi. En gleymdi þingmaðurinn ekki einhverju í svari sínu ? Gleymdi hann ekki hverjir hafa notið góðs af stóriðjunni? Gleymdi hann ekki hvernig málum var komið á Austurlandi fyrir tíma stóriðju? Gleymdi hann ekki at- vinnuleysi sem herjaði vítt um byggðir landsins? Gleymdi hann ekki gífurlegri aukningu þjóð- artekna vegna tilkomu stóriðju? Svörin við þessum spurningum vita allir sem vilja vita. Þeir sem hafa notið góðs af eru alþýða manna, íbú- ar landsbyggðarinnar – þjóðin öll. Á Austurlandi hefur stóriðjan hvorki meira né minna en skapað byltingu á lífskjörum. Störf í stóriðju eru einkar vel launuð, og þar sem áð- ur var landsbyggð- arflótti fjölgar íbúum. Skyldi fólkið, sem nú hefur hlotið arðvænleg störf, telja sig vera haldið græðgi? Þar sem áður voru nær verðlaus hús, eru eign- ir orðnar verðmætar. Fyrir nokkrum ára- tugum fór „kollegi“ Atla Gíslasonar upp á Grundartanga með örfáa stuðnings- menn með sér. Til að gera hvað? Jú –til að reisa þar níðstöng vegna áætlana á þeim tíma um stór- iðjuframkvæmdir Á þeim stað eru í dag fyrirtæki sem veita hundruðum fjölskyldna lifibrauð og mikið starfsöryggi. Þúsundir njóta góðs af. Sá sem reisti níðstöngina á Grundartanga á sínum tíma, var þingmaður Alþýðubandalagsins sál- uga, – forvera vinstri grænna – Jón- as Árnason. Ekkert hefur breyst hjá mesta afturhaldi þjóðarinnar í dag – Vinstri grænum. – Svo sann- arlega gengur í endurnýjun lífdaga gamla máltækið þar sem segir að „skylt er skeggið hökunni“! Græðgin og vinstri grænir Magnús Erlendsson skrifar í tilefni af ummælum Atla Gíslasonar í útvarpsþætti Magnús Erlendsson » Þeir sem hafa notið góðs af eru alþýða manna, íbúar lands- byggðarinnar – þjóðin öll. Höfundur er fyrrverandi forseti bæj- arstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Það er með ótrúlegum hætti sem hinn hafnfirski bæj- arfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir rifjar upp atburðarás varðandi sölu á hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja hf. svo og vel skilgreinda láns- fjármögnun Hafnarfjarð- arbæjar. Sami bæjarfulltrúi hafði ekki uppi eitt orð við fyrri né síðari umræðu lang- tímafjárhagsáætlunar Hafn- arfjarðar í bæjarstjórn fyrir nokkrum vikum. Fjárhagsáætlun og lang- tímaáætlanir Hafnarfjarð- arbæjar standa fyrir sínu, þær sýna framþróun, ábyrgð og kraft í síungu aldargömlu bæj- arfélagi. Verkin sýna merkin, hvorutveggja í öflugu innra starfi sem og metnaðarfullum framkvæmdum svo eftir er tekið. Sundrung og fljótfærni eru einnig bæjarfulltrúanum að skapi, finnst það meira máli skipta að stökkva til og geta síðan reiknað sig til baka. Er á móti samstöðu og umræðu og sem betur fer hafa oddvitar minnihlutans í Hafnarfirði, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sýnt allt önnur vinnu- brögð en bæjarfulltrúinn boð- ar. Það er kostur þegar bæj- arstjórnin er öll samstiga og sammála og gætir hagsmuna Hafnfirðinga í hvívetna. Það er hins vegar stór galli þegar ein- staka bæjarfulltrúar gleyma sér og gleyma því hvað þeir samþykktu og hvenær. Eft- irköstin eru ráðleysi og upp- hrópanir. Kannski er bara um að ræða valdabaráttu í flokkn- um sem brýst út með þessum hætti – hver veit? Lúðvík Geirsson Ráðleysi og upphrópanir Höfundur er bæjarstjóri. leggja menningarverðmæti þjóðar sinnar til þess eins að belgja eigin buddu. Ég óttast þessar litlu sálir því þær hafa lag á að telja hughvarf þeim sem einungis hugsa um líðandi stund. Heyrt hef ég að gamall kunningi minn frá árunum í Völundi, auðmað- urinn Björgólfur Guðmundsson, sem haft hefur sig mikið frammi í menn- ingar- og líknarmálum, hafi keypt all- mörg hús í gamla hverfinu Bar- ónsstígur, Vitastígur, Laugavegur, Hverfisgata. Ég trúi ekki að sá góði drengur hafi keypt til að fara leið ljót- leikans. Sem byggingameistara finnst mér rétt frá hagrænum og fag- urfræðilegum sjónarmiðum, að gera upp gömlu hverfin. Trúlega verður eitthvað að víkja, en þá er að byggja fagurt í gamla stílnum og fella þar inn og skreyta svo með gróðri. Eflaust man Björgólfur eftir stílfágun Völ- undar- húsanna, turninum og magn- aða rauðsteinshlaðna skorsteininum. Nú tróna á svæðinu forljótir skýja- kljúfar nánast hver upp að öðrum og viðhaldsþörf hafin. Hverfi eiga að vera heildstæð. Ekki hver kollhúfan upp af annarri. Borgarbúar vilja ekki að sérhagsmunamenn geti í krafti auðs eytt og skipulagt. Stjórn- málamenn verða að þora að standa gegn slíku. Það var dálítið skondið að sjá í sjónvarpi þá Gísla Martein Bald- ursson og Dag B. Eggertsson undr- ast aðgerðarleysi undanfarinna borg- arstjórna í þessum málum. Höfundur er trésmíðameistari. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Glitvangur 1 - Hf. einbýli Nýkomið í einkasölu glæsilegt einbýli á 1 hæð með innbyggðum bílskúr samtals 212 fm. Glæsileg hornlóð. Hiti í plani, góð staðsetning. Eign í sérflokki. Myndir á mbl.is. Laus strax. Verðtilboð. Fjarðargata 17 - Hf. lúxusíbúð Glæsileg lúxusíbúð, 3ja-4ra herb. 128 fm á 4. hæð (næst efstu) í glæsi- legu lyftuhúsi í miðbæ Hfj. Stórglæsilegt útsýni yfir höfnina og bæinn. Íbúðin er björt, rúmgóð og glæsileg m/Lumex lýsingu o.fl. Staðs. er frábær, í göngufæri við alla þjónustu. Góð eign, laus strax. Verðtilboð. Opið hús í dag frá kl. 17.00 til 18.00 Sölumenn sýna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.