Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 26

Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERÐBÓLGUHÆTTA Fólk hrökk rækilega við í gær,þegar nýjar tölur um verð-bólgu voru birtar og í ljós kom, að hún var komin nálægt 12% á árs- grundvelli. Þetta þýðir að mikil hætta er á því, að verðbólgan fari úr böndum eftir tiltölulega lága verðbólgu í bráð- um tvo áratugi. Verðbólgutölurnar endurspegla þær verðhækkanir, sem allur almenn- ingur hefur orðið var við á allmörgum undanförnum vikum. Þær sjást á greiðsluseðlum, sem fólkið í landinu fær nú um mánaðamótin, og sýna hækkandi afborganir og hækkandi höfuðstól lána. Þeir, sem muna óðaverðbólguna, sem geisaði hér á árunum 1970-1990 mega ekki til þess hugsa, að hún herji á okkur á nýjan leik. Yngri kynslóðir, sem vita ekki hvað talað er um þegar óðaverðbólga fyrr- greinds tímabils kemur til umræðu, fá nú smjörþefinn af því. Fullyrða má, að almennur stuðn- ingur mundi verða meðal fólks um víð- tækar aðgerðir til þess að koma bönd- um á verðbólguna. Eina gagnrýnin, sem hefur að undanförnu heyrzt á stýrivaxtahækkun Seðlabankans, er sú að hún dugi ekki til. Þess vegna má telja líklegt að grípi ríkisstjórnin til frekari aðgerða verði þeim vel tekið. Slíkar aðgerðir hljóta að byggjast á auknu aðhaldi í rekstri ríkis og sveit- arfélaga og minni fjárútlátum úr op- inberum sjóðum. Þær hljóta líka að snúast um aukið aðhald með atvinnu- og viðskiptalíf- inu í landinu til þess að tryggja að ein- stakir aðilar í þeim röðum notfæri sér ekki þá stöðu, sem nú er komin upp, til þess að hækka verðlag umfram það, sem eðlilegt getur talizt. Manna á meðal er krafan um að- gerðir af hálfu stjórnvalda býsna há- vær. Þess vegna verður að ætla að nú á næstu dögum og vikum sé jarðvegur fyrir aðgerðir af opinberri hálfu til þess að koma böndum á verðbólguna. Hinn almenni borgari getur líka lagt sitt af mörkum með því að draga úr eyðslu og veita seljendum vöru og þjónustu aðhald frá degi til dags. Kaupa ekki vörur, sem augljóslega hafa hækkað mun meira en eðlilegt er og stuðla að lækkun á vöruverði, sem augljóslega eru engin rök fyrir. Enn er beðið við svari við því, hvernig kíló af klettasalati getur kostað 5.000 krónur eða sneið af eplaköku á kaffi- húsi 1.100 krónur, eins og fram hefur komið í Auratali Morgunblaðsins. Árangursríkasta baráttan gegn verðbólgu felst í ákvörðunum al- mennra borgara um að láta ekki fara svona með sig, kaupa ekki vöru eða þjónustu, sem hefur verið verðlögð út fyrir öll skynsamleg mörk. Er ekki rétt að skapa þjóðarsam- stöðu um slíkar baráttuaðferðir? Fyrir tæpum 20 árum tóku vinnu- veitendur og verkalýðshreyfing hönd- um saman um að kæfa óðaverðbólg- una. Það tókst. Nú þarf annars konar aðferðir og þar geta almennir borg- arar komið meira við sögu og eiga að gera það. Verðbólgan er böl fyrir alla. ÞRÓUNARAÐSTOÐ EÐA „ÚTRÁS“? Það vekur ónotahroll að lesa lýs-ingu Einars Magnússonar, lyfja- málastjóra í heilbrigðisráðuneytinu, á því hvernig lyfjafyrirtækin haga sér í Víetnam. Hann segir frá því í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag að mikið sé um sýkingar í hitabeltislöndunum, einkum veirusýkingar eða innyfla- orma, sem sýklalyf virki ekki gegn. „En þar felast hins vegar gríðar- legir sölumöguleikar fyrir lyfjafyrir- tækin. Þarna spilar inn í að læknar eru á lágum launum og því varnar- lausari fyrir áróðri lyfjarisanna. Og apótekin lifa á því að selja sem mest. Ef apótek neitar sjúklingi um sýkla- lyf fer hann bara í næsta apótek og fær lyfið þar.“ Hann segir að lyfjafyrirtæki hafi getað vaðið þarna um að vild. „Það hefur líka verið rekinn áróður gegn þjóðlegum meðulum, sem við köllum óhefðbundin lyf en þeir kalla sjálfir hefðbundin lyf. Þetta er mjög merki- leg menning. Því miður er fólk hins vegar í vaxandi mæli sannfært um að það eigi að nota hin vestrænu lyf í stórum stíl.“ Þetta er aðeins eitt dæmi um það hvernig litið er á þriðja heims ríki sem markaðssyllu, án þess að horft sé til hags eða velferðar íbúanna. Verst er þegar svona framferði er eyrna- merkt þróunaraðstoð. Þá þjónar hún jafnvel fyrst og fremst því hlutverki að greiða veginn fyrir „útrás“ við- skiptalífsins á Vesturlöndum og bælir um leið frumkvæði og sjálfsbjargar- viðleitni heimamanna. Einar vann í þrjú ár að því að koma á lyfjalögum í Víetnam í fyrsta sinn, en það var liður í sænskri þróunarað- stoð til 40 ára sem sneri að uppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins þar í landi. Einar segir Íslendinga og aðrar þjóð- ir geta lært af Svíum í skipulagningu þróunaraðstoðar, því hún sé veitt án skilyrða. „Hún er ekki tengd Svíþjóð með neinum hætti eða þannig að menn þurfi til dæmis að kaupa Volvo í staðinn,“ segir hann. „Þetta hefur verið þeirra helsta áhersla, að styðja uppbyggingu á for- sendum heimamanna. Einu skilyrðin af þeirra hálfu er að farið sé vel með féð og í samvinnu við þá. En yfir- stjórnin er í höndum Víetnama sjálfra og þeir ákveða hvert skuli veita fénu.“ Hann segir Íslendinga og flestar aðrar þjóðir líta á þetta út frá öðrum sjónarhóli. „Danir ráku til dæmis þróunaraðstoð í Víetnam. Þeir lögðu mikla áherslu á að styrkja vatnsbú- skapinn, virkjanir og þvíumlíkt. En nokkru seinna var líka komin þar bjórverksmiðja á vegum Carlsberg.“ Það er mikilvægt að greina á milli þróunaraðstoðar, sem lýtur að upp- byggingarstarfi í þriðja heiminum, og viðskipta, þar sem takmarkið er að hámarka arð hluthafa. Þróunarað- stoð má ekki verða skálkaskjól fyrir „útrásina“. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Tólf mánaða verðbólgahér á landi mælist nú11,8% miðað við hækk-un vísitölu neysluverðs á milli mars og apríl. Þetta er mesta tólf mánaða verðbólga í tæp 18 ár eða frá því í sept- ember árið 1990. Ef húsnæðislið vísitölunnar er sleppt mælist verðbólgan 10,6%. Þriggja mán- aða verðbólga mælist enn meiri, um 28%, en um 33% án hús- næðis. Þetta kemur fram í mæl- ingu Hagstofu Íslands, en nýjar verðbólgutölur voru gefnar út í gær. Gengissigið skilar sér Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl hækkaði um 3,4% frá fyrra mánuði. Vísitalan hefur ekki hækkað meira milli mánaða í tuttugu ár, frá því í júlí árið 1988, en þá hækkaði hún um 3,5% frá fyrra mánuði. Án húsnæðis hækkaði ví neysluverðs nú um 4,2% á Mesta verðból í tæp átján ár   (&      )*    $'''  &$''    " "  P '( 4 B    B   : *    + ,$      -                '( Hækkun á vísitölu neysluverðs ámilli mars og apríl var munmeiri en greiningardeildir við-skiptabankanna þriggja, Glitn- is, Kaupþings og Landsbankans, höfðu gert ráð fyrir. Greining Glitnis spáði því að vísitalan myndi hækka um 2% milli mars og apríl, greiningardeild Lands- bankans spáði 1,9% hækkun og greining- ardeild Kaupþings 1,7% hækkun. Hækk- unin varð hins vegar 3,4%. Áhrifin hraðar út í verðlagið Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að skýringin á þeim mun sem er á spá deild- arinnar og raunverulegri hækkun á vísitölu neysluverðs sé sú, að áhrifin af lækkun á gengi krónunnar hafi farið mun hraðar út í verðlagið en deildin hafi gert ráð fyrir. Það eigi við um flesta liði vísitölunnar. Hækkanir á mjólk, bensíni og bílum, sem auðveldast sé að segja til um, hafi verið eins og greiningardeildin spáði, en aðrir liðir hafi hækkað meira. Þar sé ekkert eitt sérstakt sem standi upp úr. „Verslunin telur að eft- irspurnin í kerfinu sé það mikil að það þoli þessar hækkanir. Ég tel hins vegar að við hljótum að fara að sjá samdrátt í einka- neyslu þannig að ekki verði hægt að velta gengislækkun af þetta miklum krafti út í kerfið,“ segir Edda Rós. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að skýr- ingin á hækkun á vísitölu neysluverðs milli mars og apríl umfram það sem greining- ardeildin hafi spáð fyrir um skýrist alfarið af því að lækkun á gengi krónunnar hafi farið hraðar út í verðlagið en deildin reikn- aði með. „Þegar gengið lækkaði á árinu 2001 tók það 6-8 mánuði að skila sér út í verðlagið og á árinu 2006 tók það um 2-4 mánuði. Nú gerist þetta hins vegar strax. Erfitt er að segja til um af hverju það er,“ segir Ásgeir. Hann segir að hækkun á hrávörum, svo sem olíu og matvælum, auki á áhrifin af lækkun gengisins á vísitölu neysluverðs. Gengislækkunin í mars hafi svo verið mjög mikil og áberandi í allri umræðu. Það geti haft sitt að segja. „Þessi staða er hins vegar alvarleg fyrir Seðlabankann. Það er mikilvægt fyrir bank- an Ge sve svo að ing Ve A Gr de vís og f inn við. H hrat Kan unin tíma þeir jafn mei isáh „V bólg sein myn gen ast inn, indu fyri Gengissigið fór hra út í verðlagið en áð Edda Rós Karls- dóttir Ásgeir Jónsson Ingólfur Bender Mánaðarleg greiðslu-byrði af 18 milljónakróna íbúðaláni,sem tekið var hjá Íbúðalánasjóði fyrir einu ári síð- an, hefur hækkað um rúmar 6 þúsund krónur. Greiðslubyrðin var um 83 þúsund krónur á mánuði fyrir einu ári en er nú komin í rúmlega 89 þúsund. Þetta er minni hækkun á greiðslubyrðinni en ætla mætti, þegar horft er til þess að tólf mánaða verðbólgan mælist nú 11,8%. Ástæðan er sú að vísitala neysluverðs samkvæmt útreikn- ingi Hagstofunnar í apríl 2008, sem er 300,3 stig, gildir til verð- tryggingar í júní 2008. Grunnur vísitölu neysluverðs er endurnýjaður í apríl á hverju ári og byggist hann nú á niður- stöðum úr útgjaldarannsókn Hagstofunnar árin 2004-2006. Árleg grunnskipti leiða til þess að ekki verða verulegar breyt- ingar á skiptingu útgjalda frá einu ári til annars. Þá er tekið fram í tilkynningu frá Hagstof- unni, að endurnýjun vísitölu- grunnsins sem slík valdi ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl. Eftirstöðvar 19,3 milljónir Í dæminu hér að ofan er mið- að við lægstu vexti af útlánum Íbúðalánasjóðs, eins og þeir Greiðslubyrðin eykst um 6 þúsund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.