Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 30

Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Sig-mundsdóttir fæddist á Hjarð- arhóli í Nesi í Norð- firði 18. júlí 1908. Hún lést á Drop- laugarstöðum að morgni 16. apríl síð- astliðins. Hún var dóttir hjónanna Sig- mundar Stef- ánssonar skó- smíðameistara í Neskaupstað, f. á Hólum í Norðfirði 5.11. 1875, d. 18.2. 1953 og Stefaníu Árnadóttur, f. í Grænanesi í Norðfjarðarhreppi 6.2. 1886, d. 1.6. 1960. Systkini Guðrúnar voru Guðmundur Valdi- mar, f. 1907, d. 1907, Guðríður Árný, f. 1909, d. 1993, Valborg, f. 1911, d. 1983, Stefán, f. 1912, d. 2006, Guðmundur Valgeir, f. 1913, d. 1980, Sigrún, f. 1915, d. 1999, Jóhann, f. 1917, d. 1987, Lovísa, f. 1919, d. 1921, Ingi Sigfús, f. 1921, d. 1985, Sveinlaug, f. 1922, d. 1996, Albert, f. 1924, d. 1933 og Árnína Hildur, f. 1927. Hinn 31.12. 1937 giftist Guðrún Þórarni Guðmundssyni vél- virkjameistara, f. í Túninu á Ket- ilstöðum í Mýrdal 7.8. 1896, d. 7.3. börn þeirra Fannar og Eva. Alda á fjögur barnabarnabörn. Bára er gift Eggert Kristjáni Kristmundssyni, f. á Rauðbarða- holti í Dalasýslu 1929. Börn þeirra eru: a) Georg, f. 1958, maki Stein- unn Ásbjörg Magnúsdóttir, börn þeirra Björg, Eggert og Gísli. b) Guðrún, f. 1959, maki Sigurjón Ingi Aðalsteinsson, dætur þeirra Berglind Bára, Bergdís Björk og Arna Rós. c) Kristmundur, f. 1961, maki Helen Björk Traustadóttir, börn þeirra Sóley, Jón Trausti og Eggert Kristján. Dóttir Krist- mundar og Vilborgar Erlu Valdi- marsdóttur er Íris Dögg. Bára á fjögur barnabarnabörn. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Norðfirði, næstelst 13 systkina og var elst þeirra tíu er komust til fullorðinsára. Guðrún og Þórarinn hófu sinn búskap á Norðfirði þar sem Rúna m.a. átti og rak um tíma kaffihús í Melbæ og vann við fiskverkun eftir að dæturnar voru farnar að heiman. Árið 1954 fluttust þau til Reykja- víkur og þaðan til Innri-Njarðvík- ur ári síðar, þar sem Rúna vann við fiskverkun. Árið 1974 fluttu þau til Reykjavíkur og áratug síð- ar flutti Rúna á Droplaugarstaði, þar sem hún fékk frábæra umönn- un alla tíð. Rúna hafði lengi átt við veikindi í fótum að stríða en hún var bundin hjólastól að mestu síð- ustu tvo áratugina. Guðrún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1985. Foreldrar Þór- arins voru hjónin Guðmundur Guð- mundsson bóndi á Syðri-Brekkum í Mýrdal, f. á Ytri- Brekkum í Mýrdal 18.8. 1867, d. 10.3. 1964, og Rannveig Guðmundsdóttir, f. á Ketilsstöðum í Mýr- dal 2.12. 1871, d. 30.7. 1956. Þórarinn átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, Lilju Grétu, f. 1922, d. 2005 og Hallgrím, f. 1925, d. 2007. Guðrún og Þórarinn eign- uðust tvíburana Öldu og Báru, f. í Neskaupstað 31.12. 1935. Alda er gift Kópi Z. Kjartanssyni, f. í Fremri-Langey á Breiðafirði 1935. Börn þeirra eru: a) Ægir, f. 1955, börn hans og Stefaníu Margrétar Jónsdóttur eru Alda og Harpa, dóttir Stefaníu er Helena Lind Svansdóttir. b) Kolbrún, f. 1957, sambýlismaður Guðjón Magn- ússon, börn þeirra Rósa, Kópur og Birna. c) Þórarinn, f. 1960, maki Edda Maggy Rafnsdóttir, börn þeirra Benedikt Þorri og Alda Þyri, d) Kjartan, f. 1968, maki Birna Guðrún Sigurðardóttir, Guðrún móðursystir mín er látin í hárri elli en aðeins vantaði þrjá mán- uði í aldarafmæli hennar. Það er ekki hægt að segja að andlátsfréttin hafi komið á óvart, samt setti mig hljóða og góðar minningar, sumar allt að tæplega hálfrar aldar gamlar sækja á hugann. Rúna frænka, eins og við systkinin ávallt kölluðum hana, var sú frænkan sem bjó næst okkur. Þannig urðu kynni okkar af Rúnu mun nánari í bernskunni en við aðra ættingja. Skipst var á heimsóknum, Rúna kom við þegar hún átti leið til Keflavíkur og oft fórum við í heimsókn í Innri- Njarðvík. Það var allaf notalegt að heimsækja Rúnu frænku. Hún var í eðli sínu móðurlega hjartahlýja kon- an, sem lagði sig alla fram við að gleðja aðra. Hún var húsmóðirin sem alltaf var að, féll aldrei verk úr hendi og undi sér aldrei hvíldar. Þau hjónin áttu fallegt heimili þar sem handverk Rúnu bar eigandanum gott vitni. Hún var gestrisin með ein- dæmum enda myndarleg húsmóðir svo um var talað. Og alltaf var nóg pláss fyrir gesti í litla húsinu þeirra. Jólaboð Rúnu voru ævintýri líkust, hún vissi upp á hár hvernig ætti að gleðja og seðja börnin, en við systk- inin komum til með að búa ævilangt að ýmsum skemmtilegum uppákom- um úr dásamlegu jólaboðunum í Njarðvík. Sem lítil telpa fékk ég nokkrum sinnum að gista hjá Rúnu en frænka var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Það var alltaf notalegt að gista hjá þeim hjónum, bæði voru barngóð og Rúna var mér sem besta amma. Heils dags ferðalög með rútu til Njarðvíkur og stundum með sendingu voru mikið ævintýri fyrir litla telpu á þeim árum. Þannig eru þau hjón órjúfanlegur hluti af góðum bernskuminningum og sterk tengsl sem mynduðust í barn- æsku rofnuðu aldrei. Lífsvegur Rúnu varð langur og var ekki alltaf dans á rósum, þó að sjaldan eða aldrei minntist hún á að eitthvað hefði betur mátt fara. Hún vann þau verk sem vinna þurfti, lundin var létt, var ræðin og hún lá ekki á skoðunum sínum. Rúna hélt sterkum tengslum við ættingja og vini, var ung í anda og sat gjarnan með handavinnu eða bók í hönd síðustu árin og var einnig liðtæk í spilamennskunni. Henni var annt um sína nánustu, bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti og varð þeirrar gæfu að- njótandi að geta fylgst vel með allt til hinsta dags. Blessuð sé minning hennar. Valborg Einarsdóttir. Guðrún Sigmundsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRGITTA STEFÁNSDÓTTIR, Gröf í Bitru, frá Kleifum, Gilsfirði, lést á dvalarheimilinu í Borgarnesi laugardaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00. Björg Gísladóttir, Reynir Helgason, Hallgrímur Gíslason, Bára Ólafsdóttir, Rögnvaldur Gíslason, Arnheiður Guðlaugsdóttir, Stefán Gíslason, Björk Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN JÓNSSON prentari, Holtagerði 48, Kópavogi, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi sunnudaginn 20. apríl. Útför fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 15.00. Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Karen Valdimarsdóttir, Hrafnhildur Björgvinsdóttir, Davíð Friðriksson, Þorgeir Björgvinsson, Klara Guðrún Hafsteinsdóttir, Kolbeinn Björgvinsson, Unnur Þóra Valsdóttir Proppé, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJARNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtar- félag Íslands. Davíð Guðmundsson, Ingunn A. Ingólfsdóttir, Hrönn Andrésdóttir, Vilmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkæri maðurinn minn, faðir okkar og afi, EINAR WERNER ÍPSEN, Marteinslaug 7, andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 18. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.00. Íris Þórarinsdóttir, Jón Rúnar, Karl Ágúst, Halldór Bjarki og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GEIR SIGURGEIRSSON, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 27. apríl. Jarðarför auglýst síðar. Salvör Sumarliðadóttir og fjölskylda. ✝ TÓMAS EINARSSON, elliheimilinu Grund, áður Einholti 11 í Reykjavík, lést fimmtudaginn 10. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurleifur Tómasson, Viktoría Tómasdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Lyngholti 14e, Akureyri, lést að kvöldi sunnudagsins 27. apríl á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram miðvikudaginn 7. maí frá Akureyrarkirkju kl. 13.30. Valborg María Stefánsdóttir, Gunnlaugur Konráðsson, Guðrún Stefánsdóttir, Anton Pétursson Sigrún Svava Stefánsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Stefán Auðunn Stefánsson, Hugrún Stefánsdóttir, Hugrún Stefánsdóttir, Evert Sveinbjörn Magnússon, Guðjón Stefánsson, Edda Friðfinnsdóttir, Garðar Hólm Stefánsson, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengda- móðir og amma, NANNA HJALTADÓTTIR, Leikskálum, Dalabyggð, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi föstudaginn 25. apríl. Útförin fer fram frá Stóra-Vatnshornskirkju í Hauka- dal, Dalabyggð, laugardaginn 3. maí kl. 13.00. Ólafur S. Guðjónsson, Inga A. Guðbrandsdóttir, Hjalti Þórðarson, Kristín G. Ólafsdóttir, Viðar Þór Ólafsson, Fanney Þóra Gísladóttir, Sædís Birna Sæmundsdóttir, Sigurvin Þórður Viðarsson, Gróa Margrét Viðarsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.