Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 31
✝ Hans Hall-grímur Sigfús-
son fæddist á Stóru-
Hvalsá í Hrútafirði
6. nóvember 1913.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
20. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin á Stóru-
Hvalsá, Kristín
Gróa Guðmunds-
dóttir, f. 8. október
1888, d. 15. febrúar
1963, og Sigfús Sig-
fússon, f. 7. ágúst
1887, d. 29. janúar 1958. Systkini
Hans Hallgríms eru: Guðmundur,
f. 5. nóvember 1912, d. 5. nóv-
ember 2007, Lárus, f. 5. febrúar
1915, Anna Helga, f. 12. júní 1918,
Steingrímur Matthías, f. 12. júní
1919, d. 20. apríl 1976, Salóme Sig-
fúsa, f. 1920, d. á fyrsta ári, Guð-
rún Sigríður, f. 9. nóvember 1921,
d. 24. febrúar 1998, Eiríkur, f. 21.
janúar 1923, Garðar, f. 6. apríl
1924, d. 15. febrúar 1988, Har-
1955, börn þeirra eru a) Hans Ís-
fjörð, f. 1977, b) Margrét Dögg Ís-
fjörð, búsett í Englandi, f. 1980,
maki Baldur Mcqueen, f. 1971,
börn þeirra eru Kara Mist, f. 2000,
Victor Hugi, f. 2002, og Athena
Huld, f. 2005, c) Matthías Ísfjörð, f.
1981, sambýliskona Valgerður
Bachman, f. 1984, d) Arnór Ís-
fjörð, f. 1985, maki Ólafía Þor-
steinsdóttir, f. 1987, börn þeirra
eru Michael Árni Ísfjörð, f. 2003,
og Lárus Breki Ísfjörð, f. 2007. 3)
Stjúpdóttir Hans Hallgríms er
Guðrún Jónsdóttir, f. 1953, maki
Pálmi Sveinbjörnson, f. 1950, börn
þeirra eru a) Ásdís Björg, f. 1976,
maki Rúnar Gíslason, f. 1971 börn
þeirra eru Andrea Líf, f. 2003, og
Alexandra, f. 2005. b) Jón Páll, f.
1983.
Hans ólst upp á Stóru-Hvalsá í
Hrútafirði hjá foreldrum og systk-
inum. Hann var bóndi á Hvalsá til
1959, þá fluttist fjölskyldan suður,
fyrst í Silfurtúnið í Garðahreppi
síðan í Hafnarfjörð. Hans vann
lengst af hjá Hval hf. í Hafnarfirði.
Síðustu fimm árin bjó hann á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Áður
hafði hann búið hjá Regínu dóttur
sinni og hennar fjölskyldu.
Útför Hans Hallgríms verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
aldur Gísli, f. 21.
september 1925, Sól-
björg, f. 11. mars
1927, d. 6. ágúst
1947, Salóme Sig-
fríður, f. 12. febrúar
1932, Guðbjörg, f. 5.
júní 1929 og Þor-
björn Sigmundur, f.
25. janúar 1934, d.
16. júlí 2002.
Árið 1953 kynntist
Hans Hallgrímur El-
ísabetu Lúðvíks-
dóttir frá Rostock í
Þýskalandi, f. 26.
september 1917, d. 25. maí 1999,
og eignuðust þau tvær dætur. Áð-
ur átti Elísabet dóttur úr fyrra
sambandi: 1) Regína Bettý, f. 1955,
maki Eyjólfur Þór Kristjánsson, f.
1952, börn þeirra, a) Þuríður
Bettý, f.1973, dóttir hennar og
Sverris Más Sverrissonar, f. 1973,
er Elísabet Ósk, f. 1994, og b)
Andri Þór, f. 1987. 2) Valgerður
Sigf. K. Hansdóttir, f. 1957, maki
Guðmundur Árni Matthíasson, f.
Elsku pabbi, mikið held ég að þú
sért glaður að vera loks kominn
heim til allra sem voru á undan
þér, þú varst orðinn langþreyttur á
að bíða eftir að komast. Síðustu
fimm árin varstu á Hrafnistu í
Hafnarfirði hjá yndislegu fólki sem
hugsaði um þig á svo fallegan og
nærgætin átt. Vorum við fjölskyld-
an þakklát fyrir það og verður
seint þakkað. Þér leið vel hjá stelp-
unum þínum þar, þær eru svo góð-
ar við mig, sagðir þú og brostir
þínu góðlátlega brosi.
Hjá okkur varstu í 27 ár. Þurý
og Andri, afabörnin þín, lærðu mik-
ið af þér. Alltaf varstu heima til
staðar fyrir þau. Þú hjálpaðir okk-
ur mikið við bygginguna á húsinu
og þú varst í essinu þínu uppi í
sumarbústað, þar tókstu aldeilis til
hendinni, slóst með orfi og ljá,
stakkst upp kartöflugarðinn og
hvaðeina sem þér datt í hug, þú
varst alveg óstöðvandi þar; bónd-
inn hefur líklega komið upp í þér
þar.
Bless, elsku pabbi minn, við Eyj-
ólfur þökkum þér fyrir samfylgdina
og allt sem þú gerðir fyrir okkur,
ég á eftir að sakna þín.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
feginn hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésd., Steingr. Sigfússon.)
Þín dóttir,
Regína Bettý.
Mig langar svo til að segja þér
hve kær þú ert mér og hve mikils
virði þú ert í mínum augum. Ég tel
mig lánsama að hafa fengið að
kynnast þér. Ég væri ekki það sem
ég er í dag nema vegna þín. Þú
hefur leitt mig í gegnum lífið,
þurrkað tár mín og huggað mig á
slæmum tímum. Þú hefur stórt
hjarta, fullt af visku. Ég vildi að ég
hefði getað gefið þér þann hæfi-
leika að geta séð sjálfan þig með
augum annarra. Þá hefðir þú séð
hve sérstakur þú í rauninni varst.
Takk fyrir að hafa verið til stað-
ar. Takk fyrir að hafa verið þú.
Ég elska þig, pabbi, en nú er
komið að kveðjustund. Í huga mér
stendur hæst sú gleði og eftirvænt-
ing sem skein úr andliti þínu þegar
ég kom að heimsækja þig, annað
hvort ein eða með fjölskyldu minni.
Ég er þakklát fyrir að hafa verið
hjá þér ásamt Regínu systur síð-
ustu þrjá dagana sem þú lifðir, það
var yndislegt að halda í hendur
þínar og finna hlýjuna frá þér, þær
minningar mun ég geyma í hjarta
mínu. Takk fyrir allt sem þú varst
mér og fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig. Með þessum fallega texta
vil ég kveðja þig, elsku pabbi minn,
þar til að við hittumst á ný.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég
hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Þín dóttir
Valgerður Sigf. K.
Kveðja til afa og langafa.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Með þessum orðum viljum við
minnast þín, elsku besti afi minn
og langafi. Guð geymi þig og blessi.
Þínar afastelpur,
Þuríður Bettý og El-
ísabet Ósk.
Kveðja til afa.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta, skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn, láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi.)
Elsku afi, takk fyrir allt og allt.
Þinn
Andri Þór.
Elsku besti afi, þessi fallegi
sálmur er til þín frá okkur. Þú
munt alltaf eiga stað í hjarta okkar.
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu’ og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davíð Stefánsson.)
Hans, Margrét, Matthías og
Arnór (Valgerðarbörn.)
Elsku langafi okkar. Með þessari
bæn viljum við bræðurnir kveðja
þig.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum.)
Michael Árni og Lárus
Breki (Arnórsbörn.)
Hans Hallgrímur
Sigfússon
Til ástkærs langafa okkar,
Guð blessi þig.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn.
(Hallgrímur Pétursson)
Kara Mist, Victor Hugi og
Athena Mcqueen (Mar-
grétarbörn.)
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GISSUR JÓEL GISSURARSON,
Brávallagötu 26,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 23. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík, föstudaginn 2. maí kl. 13.00.
Margrét Margeirsdóttir,
Ívar Gissurarson, Stefanía Hrólfsdóttir,
Margeir Gissurarson, Hulda Biering,
Snorri Gissurarson, Bára Ægisdóttir,
Laufey Elísabet Gissurardóttir, Kristinn Ólafsson,
Lilja Gissurardóttir, Árni Benediktsson,
Ingólfur Gissurarson, Valdís Arnórsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
ELSA GUÐBJÖRG VILMUNDARDÓTTIR
jarðfræðingur,
Kaldrananesi,
Mýrdal,
lést miðvikudaginn 23. apríl.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
7. maí kl. 13.00.
Pálmi Lárusson,
Vilmundur Pálmason, Lilja Björk Pálsdóttir,
Guðrún Lára Pálmadóttir, Oddur Valur Þórarinsson,
Elsa Barðdal Vilmundardóttir,
Ásrún Ösp Vilmundardóttir,
Arnþór Víðir Vilmundarson.
✝
Okkar ágæta
ÞORBJÖRG FINNBOGADÓTTIR
húsmæðrakennari,
Víðilundi 20,
Akureyri,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 5. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jónas Finnbogason.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín og
systir okkar,
GUÐBJÖRG MAGNA BJÖRNSDÓTTIR,
Fensölum 2,
Kópavogi,
sem lést þriðjudaginn 22. apríl, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórður Jónsson,
Þórunn Soffía Þórðardóttir,
Þórður Sveinlaugur Þórðarson,
Þórunn Magnúsdóttir,
Sveinlaugur Björnsson,
Rebekka Björnsdóttir,
Þórgunnur Björnsdóttir,
Sveinbjörn Björnsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
BÁRA VALDÍS PÁLSDÓTTIR,
lengst af til heimilis á Sunnubraut 16,
Akranesi,
lést sunnudaginn 27. apríl á dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Valtýsdóttir, Arnar Halldórsson,
Ármann Sigurðsson,
Díana Bergmann Valtýsdóttir, Viktor Björnsson,
Benedikt Valtýsson, Jóna Sigurðardóttir,
Kristrún Valtýsdóttir, Erlingur Þ. Guðmundsson,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.