Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Auð-unsson fæddist á
Minni-Vatnsleysu
22. febrúar 1920.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 21.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Vilhelmína Sigríður
Þorsteinsdóttir, f.
18. maí 1889, d. 9.
febrúar 1939, og
Auðun Sæmundsson
útvegsbóndi, f. 12.
apríl 1889, d. 23.
mars 1976. Systkini
Þorsteins eru:
Ólafía Kristín, f. 9. apríl 1914, d. 9.
febrúar 1981, Elín, f. 2. apríl 1915,
d. 21. apríl 1992, Kristín, f. 29. júní
1916, d. 1. apríl 1998, Sæmundur,
f. 4. október 1917, d. 30. september
1977, Gunnar, f. 8. júní 1921, Hall-
dór, f. 7. ágúst 1922, d. 26. apríl
1943, Gísli, f. 18. janúar 1924, d. 22.
desember 2006, Auðun, f. 25. apríl
1925, d. 8. janúar 2005, Petrea, f.
13. febrúar 1927, d. 31. maí 1927,
Pétur Guðjón, f. 1. október 1928, d.
13. júlí 1949, Guðrún Petrea, f. 24.
september 1931, og Steinunn
Jenný, f. 16. maí 1933.
Þorsteinn kvæntist 3. ágúst 1949
Oddrúnu Sigurgeirsdóttur, f. 23.
apríl 1929, d. 5. mars 2007. For-
eldrar hennar voru Halldóra Guð-
jónsdóttir, f. 7. maí 1896, d. 11.
september 1972, og Sigurgeir
þau slitu samvistum. Hann giftist
Ragnhildi Ragnarsdóttur, f. 17.
janúar 1961, synir þeirra eru Jón,
f. 13. febrúar 1991, og Gunn-
laugur, f. 5. febrúar 1993, d. 19.
mars 1993, þau slitu samvistum.
Hann giftist síðan Ingibjörgu
Ragnarsdóttur, f. 23. september
1963, þau slitu samvistum. Þor-
steinn er í sambúð með Unni Egils-
dóttur, f. 6. mars 1956; og 5) Að-
alheiður, f. 19. maí 1974, maki
Hreinn Jónsson, f. 11. febrúar
1973, dætur þeirra eru Hrefna, f.
8. febrúar 2001, Auður, f. 20. sept-
ember 2004, og Þórey, f. 31. júlí
2007.
Þorsteinn ólst upp á Minni-
Vatnsleysu en fluttist síðan til
Reykjavíkur. Hann hóf nám við
Stýrimannaskólann í Reykjavík ár-
ið 1940 og útskrifaðist þaðan árið
1942. Hann stundaði sjómennsku í
rúma hálfa öld. Fyrst í nokkur ár á
Patreksfirði en síðan fluttist hann
til Akureyrar og varð stýrimaður á
Kaldbak hjá Sæmundi bróður sín-
um. Hann tók svo við Svalbak nýj-
um á Akureyri árið 1949 og var
með hann til ársins 1956. Eftir það
var Þorsteinn með togarana
Surprise og síðan Keili frá Hafn-
arfirði. Árið 1960 sótti hann Narfa
og var skipstjóri á honum en eftir
það var hann með ýmsa togara og
báta. Frá árinu 1979 starfaði Þor-
steinn hjá Hafrannsóknastofnun á
Bjarna Sæmundsyni þar til hann
lét af störfum árið 1987.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Halldórsson sjómað-
ur, f. 21. júní 1897, d.
18. júlí 1985. Þor-
steinn og Oddrún
hófu búskap á Ak-
ureyri en fluttust til
Reykjavíkur árið
1956 og bjuggu í
Mávahlíð 42 þar til
Oddrún lést. Börn
þeirra eru: 1) Vil-
helmína, f. 13. febr-
úar 1950, maki Ólaf-
ur Þorsteinsson, f. 9.
apríl 1945, d. 6. júlí
1991, börn þeirra eru
Þorsteinn Pétur, f.
27. október 1971, d. 18. júlí 1979,
Auðun, f. 28. mars 1976, Sæmund-
ur, f. 15. apríl 1978, og Oddrún, f.
14. desember 1983; 2) Sigurgeir, f.
30. maí 1951, d. 5. september 2003,
maki Ellen Þórarinsdóttir, f. 3. maí
1953, dóttir þeirra er Signý, f. 11.
febrúar 1994; 3) Halldór Pétur, f.
12. október 1956, kvæntist Huldu
Ríkharðsdóttur, f. 27. september
1955, sonur þeirra er Örvar, f. 6.
ágúst 1978, þau slitu samvistum.
Hann kvæntist síðan Sigrúnu Eð-
valdsdóttur, f. 13. janúar 1967, þau
slitu samvistum. Halldór Pétur er í
sambúð með Guðrúnu Jónínu
Ragnarsdóttur, f. 18. október
1962; 4) Þorsteinn, f. 26. mars
1960, var í sambúð með Ástu Ólafs-
dóttur, f. 16. janúar 1960, dóttir
þeirra er Kolbrún, f. 20. júní 1982,
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Það er komið að kveðjustund. Í
hugann streyma fram minningar
sem gott er að eiga. Ég ólst upp við
það að pabbi var skipstjóri á togur-
um og oft lengi fjarri fjölskyldunni.
Þegar komið var í land var yfirleitt
stoppað stutt og það var alltaf mikil
tilhlökkun að fá pabba heim. Ég var
pabbastelpa.
Ég á foreldrum mínum margt að
þakka. Þau stóðu þétt við bakið á
mér þegar ég þurfti á að halda.
Pabbi var mikill náttúruunnandi, það
að draga björg í bú var eitthvað sem
hann hafði alist upp við og varð síðar
eitthvað sem hann hafði virkilega
gaman af. Að nýta það sem náttúran
gaf, fara í berjamó, á skyttirí eða
skak veitti honum lífsfyllingu og
gleði meðan heilsan entist. Óli minn
hafði stundum gaman af því að segja
frá því þegar hann fór með tveimur
þaulreyndum togarajöxlum, pabba
og Gunnari frænda á skak. Óli varð
sjóveikur og ráðið við því var að
troða í hann mat. Þetta segir margt
um þeirra kynslóð og það sem fólk
ólst upp við – ekki gefa eftir.
Það varð pabba mjög erfitt að
missa mömmu eftir nærri 60 ára hjú-
skap á síðasta ári. Upp úr því flutti
pabbi á Hrafnistu í Hafnarfirði og
átti þar góðan tíma. Það var gott að
koma til hans, heimilið sem hann bjó
sér var hlýlegt. Hann tók manni allt-
af fagnandi og það var margt spjall-
að, bæði um það sem var að gerast í
daglega lífinu og gamla tímann.
Pabbi hafði ávallt áhuga fyrir því
sem var að gerast í kringum hann.
Honum þótti vænt um sitt fólk.
Ég er þakklát fyrir þann tíma sem
ég átti með honum og mun geyma
allar ljúfu minningarnar um pabba
og mömmu í hjarta mínu.
Pabbi myndaði tengsl við mjög
marga á Hrafnistu og var það honum
mikils virði. Elsku pabbi minn, ég
kveð þig með virðingu og söknuði.
Hvíl í friði.
Vilhelmína Þorsteinsdóttir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(Vald. Briem.)
Hann afi minn er látinn. Ég trúi
því varla. Svo oft í gegnum árin hef-
ur hann afi verið svo nálægt dauðans
dyrum en alltaf hefur hann snúið aft-
ur. En alltaf hefur það sett mark sitt
á hann. Viljinn að snúa aftur hefur
líklega minnkað eftir að hún amma
dó fyrir rúmu ári síðan. Mikið var
það sárt að horfa upp á afa missa
hana ömmu. Honum fannst það
ósanngjarnt að hún færi á undan.
Ekki eins og það átti að vera í hans
huga. En þau eru nú vonandi saman
aftur.
Mikið fannst mér gaman að vera
hjá afa og ömmu þegar ég var minni.
Afi hefur átt við heilsubresti að etja
allt frá því ég man eftir mér. Það
stöðvaði hann þó ekki í því sem hann
vildi gera. Á meðan heilsan leyfði fór
hann í sund upp á nánast hvern ein-
asta dag. Það var sérstaklega
skemmtilegt að fá að fara með hon-
um. Oft fékk ég líka að fara með hon-
um í berjamó. Svo komum við aftur í
Mávahlíðina þar sem amma gaf okk-
ur bláber með fullt af sykri og rjóma.
Oft sat ég við eldhúsborðið í Máva-
hlíðinni og fylgdist með honum
leggja kapal. Lítil stelpa sat spennt
gegnt honum afa sínum í vikulok til
að sjá hvort kapallinn gengi upp. Því
ef hann gerði það, þá yrði sko keypt
lottó! Fyrir mér var þetta afskaplega
spennandi.
Hann afi var óspar á sögurnar af
æsku sinni. Sú skemmtilegasta hlýt-
ur að vera sú þegar hann sem pjakk-
ur fór að leita að jólunum í öllum
krókum og kimum. Einnig var gam-
an að heyra um það hvernig hann
ólst upp. Merkilegt að hugsa til þess
hve mikið hefur breyst á þó ekki
lengri tíma.
Fljótlega eftir að amma dó fór afi á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Eins og gef-
ur að skilja var þetta erfitt ferli.
Hann kom sér þó vel fyrir í herberg-
inu sem hann dvaldi hvað lengst af í.
Einhvern veginn tókst honum að
taka andann sem ríkt hafði í Máva-
hlíðinni með sér á Hrafnistu. En eft-
ir langan dag kemur nótt. Á mánu-
daginn síðastliðinn voru allir hans
kraftar á þrotum. Eftir sitja margar
góðar minningar um hann elsku afa
minn.
Verstu sæll, elsku afi minn, og
takk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig,
Oddrún.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku afi.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum. Þetta gerðist allt
svo skyndilega og maður trúir því
ekki enn í dag að þú sért farinn. En
Þorsteinn Auðunsson
✝ Sigríður Krist-insdóttir fædd-
ist í Reykjavík 26.
ágúst 1946. Hún lést
á Landspítalanum
20. apríl síðasliðinn.
Foreldrar hennar
eru Kristinn Sig-
urðsson, f. 31. ágúst
1914, d. 18. jan.
1997 og Jóhanna S.
Júlíusdóttir, f. 19.
des. 1923. Systkini
Sigríðar eru Karól-
ína V., f. 7. nóv.
1944, Kolbrún, f. 8.
nóv. 1951, d. 16. júlí 2005 og Birg-
ir, f. 7. sept. 1958, d. 11. okt. 2006.
Sigríður giftist 20. janúar 1968
Sæmundi S. Gunnarssyni, f. 25.
Skagfjörð, fiskeldisfræðingur og
múrarameistari, f. 14. okt. 1969.
Sambýliskona Sigríður G. Ás-
geirsdóttir. Var áður í sambúð
með Höllu D. Önnudóttir og eiga
þau saman tvö börn, Loga Leó, f.
25. júní 1990 og Dögg Patriciu, f.
19. apríl 1994. 3) Hörður renni-
smiður, f. 23. júní 1971, kvæntur
Margréti Stefaníu Lárusdóttur.
Dætur þeirra eru Sunna, f. 27.
apríl 1991 og Daney, f. 22. feb.
1997.
Sigríður ólst upp í foreldra-
húsum í Bólstaðarhlíð. Hún gekk
í Austurbæjarskóla og Lind-
argötuskóla og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi. Hún var húsmóðir og
starfaði auk þess við ýmis versl-
unar- og skrifstofustörf. Sigríður
bjó alla sína tíð í Reykjavík.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
nóv. 1946. Þau
skildu árið 2001.
Foreldrar hans eru
Gunnar S. Sæmunds-
son, f. 8. okt. 1921 og
Rósa D. Williams-
dóttir, f. 8. nóv.
1923. Börn Sigríðar
og Sæmundar eru: 1)
Kristinn Skagfjörð,
starfar í garðyrkju,
f. 18. jan. 1966, sam-
býliskona Verity
Sharp, þau eiga sam-
an tvo drengi, Tuma,
f. 22. maí 2004 og
Oliver, f. 14. des. 2006. Var áður í
sambúð með Sigrúnu Sverr-
isdóttur og eiga þau saman
Sverri, f. 14. júní 1993. 2) Gunnar
Elsku amma Sigga.
Þú sagðir mér eitt sinn þegar við
kvöddumst á spítalanum að þér
fyndist alltaf eins og þú ættir eitt-
hvað í mér. Mér þótti svo afskaplega
vænt um það, því allt frá okkar
fyrstu kynnum fann ég fyrir sérstök-
um tengslum sem einkenndust af
virðingu og væntumþykju. Það var
alltaf svo einlægt og fallegt samband
okkar á milli. Við vorum tíðir gestir
hjá hvorri annarri, og þegar á reyndi
varst þú alltaf til staðar fyrir mig og
barnabörnin þín Dögg og Loga.
Síðar þegar ég kynntist mannin-
um mínum og börnunum hans tókst
þú þeim einnig fagnandi, og þegar
Úlfar litli fæddist var hann alltaf eins
og eitt af þínum börnum og hann
kallaði þig aldrei annað en ömmu
Siggu. Við sem þekktum þig dáð-
umst að kjarki þínum og dugnaði
þrátt fyrir erfið veikindi, bæði í hinu
hversdagslega amstri og ekki síður í
listsköpuninni. Þú kenndir mér svo
margt og eftir sitja margar góðar
minningar um frábæra konu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Elsku amma Sigga, þú munt alltaf
eiga stóran sess í hjarta mínu.
Þín,
Halla
Nú er hún Sigríður amma mín dá-
in. Ég á svo margar góðar minningar
um hana og hvað hún var frábær
amma. Hún var svo góður kokkur og
á undan sínum tíma, hún var ein af
þeim fyrstu til að gera pizzu á ís-
landi. Gler-listaverkin/myndirnar
hennar, sem hanga í glugga hjá
næstum því öllum í fjölskyldunni
ásamt olíumálverkunum hennar eiga
alltaf eftir að minna mig á ömmu og
hvað henni var margt til lista lagt.
Við spiluðum alltaf Kana þegar
amma kom í heimsókn. Oft vorum við
bara þrjú, ég, pabbi og amma en þá
var bara blindi maðurinn með. Amma
vann okkur nánast alltaf.
Það var alltaf gaman að koma til
ömmu og afa í Unufellið, garðurinn
sem amma gerði svo glæsilegan var
þar sem ég lék við frændsystkini mín,
Loga og Dögg. Við lékum okkur
þarna og svo kom amma með eitthvað
gott út í garð til að borða og drekka.
Nú er hún elsku amma Sigga mín
komin á betri stað, til Guðs. Síðustu
árin voru henni svo erfið en eins og
alltaf var hún hetja alveg til endaloka.
Sverrir Kristinsson.
Bláu augun þín
blika djúp og skær.
Lýsa leiðina mína
líkt og stjörnur tvær
Þessar ljóðlínur koma upp í huga
mér, nú þegar ég kveð vinkonu mína
Siggu Kristins.
Sigga var með þessi fallegu stóru
bláu augu, og hélt mikið upp á Rúna
Júl. eins og hún kallaði hann.
Þegar ég lít til baka koma margar
minningar upp í hugann. Sigga var
glæsileg kona, alltaf fínt klædd og
hugguleg. Hún var lífsglöð og
skemmtileg. Minningar eins og við
Sigga að spássera í miðbænum á
fögrum sumarkvöldum, kíktum
kannski inn á kaffihús og spjölluð-
um. Við tvær á Laugarveginum að
skoða föt og máta og skemmtum við
okkur þá oft vel. Sumarbústaðaferð-
ir til Jónínu í Grímsnesið en þar var
oft glatt á hjalla hjá okkur vinkon-
unum.
Ballferðir, okkur þótti mjög gam-
an að fara út að dansa, og Sigga alltaf
svo vinsæl, hún þurfti sko ekki að
verma stólana, alltaf úti á gólfi.
Minningar um matarboðin hjá
Siggu, þar var Sigga á heimavelli,
voru þeir margir sem nutu gestrisni
hennar eins og fjölskylda hennar og
vinkonur. En henni var fleira til lista
lagt þessari konu, það lék allt í hönd-
unum á henni. Sigga málaði myndir,
vann úr gleri og tré ásamt því að
prjóna og hekla. Ég á hluti eftir hana
sem mér þykir mjög vænt.
Ekki er hægt að minnast Siggu án
þess að segja frá því hve mikinn
áhuga hún hafði á blómum og öllu er
við kom garðrækt, ég naut oft góðrar
leiðsagnar hennar, en hún var með
allt á hreinu hvað jurtirnar hétu
hvort sem þær voru úti í náttúrunni
eða inni í stofu.
Ég ætla að ljúka þessum minning-
arbrotum á sálmi sem ég held mikið
upp á.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
(Davíð Stefánsson.)
Ég votta Kidda, Gunna, Herði og
fjölskyldum þeirra, Jóhönnu móður
hennar og Köllu systur hennar mína
dýpstu samúð.
Ég veit að Sigga tekur vel á móti
mér þegar þar að kemur.
Vertu sæl að sinni.
Helga.
Sigríður Kristinsdóttir
Elsku amma, þú varst svo
góð við mig og ég hlakkaði
alltaf til að koma í heimsókn
til þín og gera eitthvað
skemmtilegt með þér. Þú
varst svo skemmtileg og list-
ræn, alltaf að búa til fallega
hluti og mála. Við áttum
margar góðar stundir við
Logi með þér. Allar þær
góðu minningar geymi ég
með mér. Ég veit að þér líður
vel núna, Guð geymi þig,
elsku amma mín. Þín,
Dögg.
HINSTA KVEÐJA
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista