Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 37

Morgunblaðið - 29.04.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 37 ann greip ég til þess örþrifaráðs að skrifa upp vísi að sögu sem ég hafði velt í kollinum lengi og tengdist ekki í neinu efnum þeim sem boðið var upp á. Hann sagði að hann og kennarinn hefðu að lokum sent stílinn suður til landsprófsnefndar með niðurstöðunni „Sjö komma núll eða Silfurhestinn“. Þarna sem oftar var manngæska hans og glettni ráðandi í úrlausn vandamála og var ég honum þakklátur fyrir. Þessi gæska skein í gegn þegar hann skrif- aði minningarorð um sveitunga sína og vini. Þau voru einatt jákvæð, full af húmor og næmni á menn og málefni. Ég naut þess þegar ég hitti hann á Þorláksmessu eftir lát föður míns. Þegar við tókumst í hendur sagði hann það eitt sem mér reyndist helst líkn- andi á langri sorgargöngu: „Pabbi þinn var góður maður“. Það sama vil ég segja við Ellu og börn þeirra; Páll Lýðsson var góður maður og kveð ég hann með þökk og virðingu. Árni Snorrason Það er skarð fyrir skildi að Páll Lýðsson sé okkur horfinn. Og það langt fyrir aldur fram. Páll var einn af forystumönnum bænda í héraði og var valinn til ábyrgðarstarfa fyrir bændur í fyrirtækjum og samtökum. Páll starfaði í stjórn Sláturfélags Suðurlands í 21 ár og var kosinn for- maður stjórnar árið 1987 og naut þess trausts allt til þess tíma er hann kaus að víkja til hliðar árið 2004. Sagnfræðiáhugi Páls var annálaður og stutt í fræðimanninn. Er við glímd- um við erfið mál var Páll óþreytandi að benda okkur á það sem blasti við bændum á upphafsárum Sláturfélags- ins og hvernig samstaða og framtíð- arsýn var lykill að árangri. Páll var traustur og yfirvegaður með góða greind og fljótur að ná yf- irsýn. Mannþekking hans var einstök og hann fann lag til að vinna mál eftir því hvað hentaði hverju sinni. Það var Sláturfélaginu til mikils happs að fá Pál til stjórnarstarfa. Stjórnin var mjög samhent og hann leiddi félagið inn á farsæla braut. Páll skilur eftir sig gott ævistarf sem sómi er að. Fyrir hönd stjórnar Sláturfélags Suðurlands þakka ég Páli og sendi öllum aðstandendum samúð- arkveðjur. Jónas Jónsson, formaður stjórnar SS. Páll í Sandvík er látinn. Fregnin um slysið sló okkur, við fylltumst van- mætti og sorg. Páll sem iðaði af lífi, vitsmunum og visku. Sagnamaður allra besti, vissi allt er laut að sinni sveit. Í dag drúpum við höfði og minn- umst vinar okkar Páls sem var mikill öðlingur. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Páli og fjölskyldu fljótlega eftir komu til Selfoss. Fyrst í gegnum forsetaframboð Ólafs Ragn- ars og síðar á grundvelli örnefnasöfn- unar og þjóðlendumála. Hvað hið fyrstnefnda varðar átti Ólafur Ragnar hauk í horni svo um munaði. Eitt sinn færði Páll það í tal við mig hvort hann gæti notið liðsinnis við að útbúa örnefnakort fyrir vin sinn og nágranna Gauk Jörundsson í Kaldað- arnesi, ,,ég skrái og þú gerir kort Odd- ur“. Eftir það hófst náið og ánægju- legt samstarf. Á ferðalögum um Flóann og afrétti Árnessýslu mátti sjá hvílíka yfirburða þekkingu Páll hafði á staðháttum. Er málefni um þjóðlend- ur Íslands hófust kom á daginn að Páll var ómissandi hvort heldur í hlut áttu landeigendur í uppsveitum Árnes- sýslu eða sjálf óbyggðanefnd. Páll hélt áfram að safna örnefnum og árið 2005 hafði Páll safnað yfir 2.600 örnefnum í vestanverðum Flóa. Hann lauk skráningunni á Hólum í fyrrum Stokkseyrarhreppi. Við það tækifæri sagði Páll að nú væri hann búinn að gera skyldu sína, nöfn í heimasveit væru komin í höfn. Minn- ing um stutt spjall frá því í haust kem- ur upp í hugann, Páll hallaði sér eilítið fram á við, horfði hugsi beint niður og sagði á sinn hæverska máta: ,,Það er svo skrýtið Oddur að eftir að ég hætti búskap hef ég aldrei haft meira að gera, verkefnin bara hrannast upp og nú þarf ég að drífa mig“. Eftir á að hyggja sætir það undrun hvernig Páll komist yfir allt það er hann vann og vonandi á enn eftir að birtast fjölmikið efni úr hans ritsmiðju. Páll var í senn bústólpi og fræðimaður, hvort tveggja af lífi og sál. Í seinni tíð áttu ritstörf hug hans allan og var hann með mörg járn í eldinum þótt kominn væri á átt- ræðisaldur. Páll sinnti mörgum mikilvægum störfum um sína ævi, hann var fjöl- skyldufaðir og bóndi í Litlu-Sandvík, sveitarstjórnarmaður og oddviti til margra ára, sinnti félagsmálum af ýmsum toga, stjórnarstörfum fyrir- tækja, fræðimennsku og ritstörfum. Allt lék þetta í höndum Páls. Fráfall Páls Lýðssonar er mikill missir, ekki síst vegna óþrjótandi iðjusemi við að skrá niður sögur og heiti hins alda- gamla menningarlandslags sem ekki stenst tímans tönn og er í óða önn að hverfa. Þar lyfti Páll grettistaki í sinni sveit. Að Páli gengnum viljum við leyfa okkur að segja að nú hefur Ísland misst einn af sínum góðu sonum, Sunnlendingar einn af þeim betri, Flóamenn líklegast þann besta. Að leiðarlokum viljum við þakka Páli fyr- ir hjartkær kynni, hann hvíli í friði og minning um tindrandi mann lifi. Kæra Elínborg og fjölskylda í Litlu-Sandvík, megi allar góðar vættir styrkja ykkur á þungbærri stundu. Grös halda áfram að spretta kringum Litlu-Sandvík, þar falla jafnan úrvals fræ. Oddur og Þóra í Norðurbæ. Mamma hringdi í mig þriðjudaginn 8. apríl og sagði mér með kökkinn í hálsinum að hörmulegt bílslys hefði orðið. Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því að ég muni aldrei hitta Palla frænda aftur í þessari jarðvist. Stundirnar í bústaðnum okkar, þegar hann kom í kvöldspjall eftir langan vinnudag verða ekki fleiri og ekki mun lengur sjást til hans laga girðingar, kveikja í rusli eða dytta að því sem laga þurfti heima í Sandvík. Margar minningar brjótast fram og í augnablikinu kemur sumarið 2005 upp í hugann. Við vorum þarna öll í bústaðnum og Palli var að girða eins og oft áður. Í þetta skiptið var það Norðurtúnið að vestanverðu. Ég sagði við mitt fólk að ég ætlaði að fara að hjálpa honum. Þarna vorum við, ég að girða í fyrsta skipti og hann svo þol- inmóður að kenna mér handtökin. Hann hefði sjálfsagt verið fljótari að þessu einn en tók hjálpinni og sam- verustundinni vel. Við náðum á nokkr- um klukkutímum að girða þarna ein- hverja tugi metra og fengum okkur svo einn vel þeginn öl á eftir. Eins og þeir vita sem Palla þekktu þá var hann afar fróður og minnugur. Mikið er af bókum alls staðar heima í Sandvík og á háaloftinu er enn meiri fróðleik að finna auk stafla af gömlum tímaritum og dagblöðum. Ég man það sem krakki að þegar stiginn upp á loft var dreginn niður þá urðum við krakkarnir kát og fljót upp til að skoða gersemarnar. Ég skildi nú ekki þá alla þessa bunka af tímaritum og hvað þá marga árganga af dagblöðum en þeir hentuðu vel til að sitja á og skoða aðra hluti eins og gamla söðla, luktir og muni frá liðinni tíð sem ég var hrifnust af. Síðastliðið sumar hittist öll fjöl- skyldan eina helgi í Sandvík og Palli gekk þá með hópinn um heiðar og engi og fræddi frændfólk sitt um ör- nefni svæðisins. Það var ekki annað hægt en að dást að honum, Palli þekkti nafnið á hverj- um hól. Ég kveð móðurbróður minn nú með söknuði. Lífið verður ekki það sama án hans. Elsku Ella og frændsystkin mín Sigga, Aldís, Lýður, Gummi og börn. Við Manu vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Aldís María. Fyrir u.þ.b. ári hóf ég störf á sjúkra- stofnun í Reykjavík. Hvorki var starfsferillinn langur né í frásögur færandi nema vegna skemmtilegs atviks. Ég og yfirlæknir þessarar stofnunar, snaggaralegur náungi sem bauð af sér góðan þokka, sát- um ásamt öðru starfsfólki í kaffi- spjalli eftir mat. Þar bar á góma, kannski sökum eðlis stofnunarinn- ar, uppeldi ungs fólks á Íslandi. Þar vorum við svo sannarlega sammála, ég og þessi ágæti lækn- ir, um gildi þess að komast í sveit. Kváðum upp úr einum rómi um að það besta sem fyrir okkur hefði komið á unglingsárunum hefði ein- mitt verið að komast í sveit hjá góðum kalli sem launaði okkur svo Vilhjálmur Sigurðsson ✝ Vilhjálmur Sig-urðsson fæddist í Miklagarði á Höfn 7. ágúst 1921. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn hinn 25. mars síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Hafnarkirkju 5. apríl. að hausti með lambfé. Í beinu fram- haldi komumst við svo að því að við höfðum verið í sveit hjá sama kallinum … Villa í Krossbæ. Þó nokkrum árum áður hafði ég legið inni á þessari sömu stofnun sem sjúkling- ur. Ég var á þeim tíma að kljást við mestu erfiðleika lífs míns og átti af þeim sökum erfitt með svefn. Það vakti mikla kátínu hjá meðbræðrum mínum að eina ráðið var að hlusta á slökunardisk stofn- unarinnar. Þá steinsofnaði ég. Á þessum slökunardiski leiðir þægi- leg en þó ákveðin kvenmannsrödd mann í gegnum slökunarferil við undirleik lagleysu. Í upphafi ferils- ins er maður beðinn að koma sér fyrir í huganum á fallegum kyrr- um stað sem færi manni vellíðan. Þessi staður var gamli stekkurinn handan lækjarins sem rennur í gegnum túnið hjá Krossbænum. Það er sól, kristaltær birta frá jöklinum, hlýr en ferskur norð- anandvari gælir við nýslegið gras- ið með lágu hvissi, flugan suðar, fuglinn syngur, ilmurinn er unaðs- legur, fallegasta heimasæta í ver- öldinni býr á þarnæsta bæ (og þá kom yfirleitt hnykkur á slökunina) og öðru hverju undir lagleysunni heyrist í gömlum Zetor. Því Villi er alltaf að. En svo sannarlega ann hann mér þess að taka þátt í slök- unarstund hjá SÁÁ. Því hann vissi hvað strákar þurftu. Fóstraði þá marga, og ólíka. Allir, eins ólíkir og við erum, berum honum sömu söguna. Þarna var engin Breiða- vík. Svo mikið er víst. Þó er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á öðlingskonuna Guðnýju Sigurðardóttur frá Hnappavöllum, sem var ráðskona í Krossbæ, og gaf okkur allt það besta, alveg frá þarsíðustu öld. Þau eru mörg ef-in í þessum heimi. Stærsta efið mitt er allt- af … ef ég hefði orðið bóndi. Kannski Guð gefi mér það á end- anum. Kannski er maður alltaf að leita að sumrunum í Krossbæ. Takk Villi fyrir mig. Ég og mínir eigum þér mikið að þakka. Ég til- heyri ört minnkandi forréttinda- hópi sem fékk að kynnast köllum eins og þér. Ég vildi ég gæti fylgt þér sein- ustu sporin. En megi þessi orð fylgja þér þangað sem þú, Sigfinn- ur á Stórulág og Óli á Lindar- bakka takið upp spjallið um sauð- burð og horfur í heyskap hjá þeim sem öllu ræður. Valdimar Örn Flygenring, leikari. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÞÓRIR ÞORSTEINSSON, Skólavörðustíg 28, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 14. apríl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. maí kl. 15.00. Hjördís Einarsdóttir, Lísbet G. Sveinsdóttir, Árni Þór Árnason, Sveinn Þórir Geirsson, Tinna Hrafnsdóttir, Hjördís Árnadóttir, Ragnar Þórisson, Þórdís Hulda Árnadóttir og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, JÓNS GUÐLEIFS PÁLSSONAR frá Krossum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3A á Hrafnistu í Reykjavík. Aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og tengdasonur, ÁRSÆLL KARL GUNNARSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 26. apríl. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 2. maí kl. 13.00. Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland, Gunnar Karl Ársælsson, Sigurlaug Sverrisdóttir, Sólrún Ársælsdóttir, Ingólfur V. Ævarsson, Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Gunnar Yngvason, Hafsteinn Sigurþórsson, Ingibjörg Birna Þorláksdóttir, barnabörn og aðrir vandamenn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON sjómaður, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu föstudaginn 18. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00. Steinunn Egilsdóttir, Berglind Þórhallsdóttir, Ragnar J. Guðjónsson, Hafsteinn G. Þórhallsson, Hafþór R. Þórhallsson, Margrét Guðmundsdóttir, Eygló S. Stefánsdóttir, Þórhallur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR JÓNSSON frá Skarði á Skarðströnd, Dalasýslu, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, miðvikudaginn 23. apríl, verður jarðsunginn frá Garðakirkju Álftanesi 30. apríl kl. 13.00. Jón Guðlaugsson, Alda Særós Þórðardóttir, Jóhannes Kristján Guðlaugsson, Hildur Steinþórsdóttir, Kristbjörg Helga Guðlaugsdóttir, Valdimar Guðlaugsson, Ólína Guðlaugsdóttir, Sigurður Rafn Borgþórsson, Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.