Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 48

Morgunblaðið - 29.04.2008, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA sýnd í álfabakka og selfossi / ÁLFABAKKA eeee - H.J., MBL eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL BÍÓTAL KVIKMYNDIR.IS sýnd í álfabakka og akureyri VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA DRILLBIT TAYLOR kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 10 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 8 - 10:20 lúxus vip IN THE VALLEY OF ELAH kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára SHINE A LIGHT kl. 8 - 10:30 SHINE A LIGHT kl. 5:30 lúxus vip FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára FOOL'S GOLD kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 6 B.i. 7 ára sýnd í álfabakka og akureyri FJÖLSKYLDUTENGSL eru áber- andi þegar rýnt er í lista yfir þá sem koma að sýningunni Ástin er diskó, lífið er pönk. Eins og bent hefur verið á eru höfundur verks- ins og leikstjóri bræður. Selma Björnsdóttir leikur stórt hlutverk í sýningunni en systur hennar, Birna og Guðfinna, eru danshöf- undar sýningarinnar. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur undir nafninu Sveppi, leikur danskenn- arann Danna Diskó en hann og Björnsdætur eru systkinabörn, húsinu og segist margoft hafa unnið með systrum sínum á leik- sviði. Það liggur beinast við að spyrja, í ljósi þess að þær Birna og Guðfinna hafa samið dansa fyrir verkið, hvort pönkarar dansi yfirleitt. „Þetta er góð spurning. Pönk- arar eru aðallega með „attitude“ með hráar og grófar hreyfingar. Auðvitað hreyfa þeir sig við sína tónlist á sinn einstaka hátt,“ svarar Birna. Þær systur hafi horft á Rokk í Reykjavík m.a. og fylgst með hreyfingum pönkara þar. Menn hafi hrist hausinn mik- ið, stappað niður fótum og hrist líkamann. Ólgan brjótist út í dansi pönkaranna. Í diskóinu sé af nógu að taka og verkefnið sem slíkt algjör danshöfundadraumur. Fjölskyldu- sýning Systur Birna, Selma og Guðfinna Björnsdætur. „VIÐ gerðum einu sinni söngleik fyr- ir Verzlunarskóla Íslands sem heitir Wake Me Up og það var eitthvað svo skemmtilegt, mann langaði alltaf að endurtaka leikinn,“ segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og leikskáld, um söngleik sinn Ástin er diskó, lífið er pönk sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn. Leikstjóri verksins er bróðir hans, Gunnar. Sögusviðið er Ísland um 1980 þeg- ar diskóæðið var í algleymingi og pönkið gerði innrás með látum. Fata- stíll og tónlist koma upp í hugann þegar orðin tvö eru nefnd en upp- reisn gegn stjórnvöldum og á móti neysluhyggju og lífsgæðakapphlaupi auðvitað líka. Inn í þetta fléttast svo ástarsaga, diskódrottningin Rósa, nýkrýnd Ungfrú Hollywood, verður skotin í pönkaranum Nonna, söngv- ara hljómsveitarinnar Neyslubolta. Diskóið heillaði líka Eins og menn vita þá var pönkið og diskóið eins og svart og hvítt og fólk skiptist í fylkingar, grjótharða pönkara og bossadillandi diskófólk. En í hvoru liðinu var Hallgrímur? Var hann kannski í báðum? „Maður var náttúrulega pönk- megin. Það voru bara tveir skemmti- staðir í bænum, Borgin og Holly- wood. Pönkið var á Borginni og ég var þar fastagestur, það var svona mitt „crowd“. Ég hlustaði mikið á pönk frá svona 1978-82. Svo fór mað- ur að meta diskótónlistina líka, mað- ur mátti ekki hlusta á hana og hún varð spennandi fyrir vikið. Það var náttúrulega mjög spennandi líka að fara í Hollywood og kíkja á þennan heim sem var alveg lokaður fyrir manni,“ segir Hallgrímur. Þetta hafi ekki verið ósvipað muninum á svo- kölluðum„hnökkum“ og „krúttum“ í dag. Í texta við lokalag sýningarinnar er þessi fleyga setning: „Pönk og diskó áttu krakka, sirkusdýr og fm- hnakka“. Eru þá krúttin afkvæmi pönkaranna? „Já, það má eiginlega segja það,“ svarar Hallgrímur. Þó sé boðið upp á þriðju leiðina í sýningunni, „litla syst- ir“ komi með eitthvað nýtt sem hvorki sé pönk né diskó. Jarðveg- urinn hafi enda verið afskaplega frjór og upp úr honum sprottið merkar sveitir og tónlistarmenn, t.d. Björk. – Var það ekki dauðadómur fyrir pönkara að viðurkenna að þeir hefðu líka gaman af diskói og öfugt á þess- um tíma? „Það var alveg stórhættulegt. Ég man að ég keypti mér einu sinni ein- hverja diskóplötu og reyndi að ganga með hana yfir að kassanum án þess að það sæist hvaða plata þetta væri en það var mjög erfitt af því að LP- plöturnar voru svo stórar,“ segir Hallgrímur og hlær. Það eitt að mæta í of glansandi skóm í partí hafi þýtt að viðkomandi væri „diskó- ógeð“. Hallgrímur segist reyna að snúa aðeins upp á Rómeó og Júlíu-þemað í söngleiknum. Ekkert sé ómögulegt, ekki einu sinni að pönkari og diskó- gella felli hugi saman. „Mér fannst líklegra að diskógella og pönkstrákur myndu draga sig saman heldur en pönkgella og diskóstrákur,“ segir Hallgrímur og nefnir dæmi, Bubba Morthens, fyrrum pönkara, og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, fegurð- ardrottningu Íslands 1995. Hall- grímur segist reyndar hafa verið bú- inn að skrifa söngleikinn þegar þau drógu sig saman. Bubbi kemur við sögu í söng- leiknum, á þrjú eða fjögur lög í sýn- ingunni að sögn Hallgríms, m.a. „Hi- roshima“ sem hann söng með Utangarðsmönnum. Ekki eins kurteis við Hallgrím „Þetta er alltaf stress, alltaf vesen og alltaf gaman,“ segir Gunnar um æfingaferlið. Tónlistin er í öndvegi á sýningunni, bæði þekkt pönk- og diskólög flutt auk frumsaminna laga eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, tónlistarstjóra sýningarinnar. Þá eru tvö ný pönklög í sýningunni sem val- in voru í pönklagasamkeppni Þjóð- leikhússins og Rásar 2 í vetur eftir hljómsveitirnar Jól og Vafasöm síð- mótun. „Ég er ekki eins kurteis við hann og aðra höfunda,“ svarar Gunnar spurningu um það hvernig sé að leik- stýra verki eftir bróður sinn. – Skiptir hann sér af leikstjórn- inni? „Já, alltof mikið. Hann fer og talar við leikarana og reynir að fá eitthvað í gegn. Þá segi ég honum að fara vin- samlegast út af sviðinu og út í sal,“ segir Gunnar og hlær. – Hvernig sýning er þetta? „Skemmtileg.“ – Ógeðslega skemmtileg? „Ég myndi jafnvel taka það djúpt í árinni, já.“ Pönk og diskó í eina sæng Gunnar Helgason leikstýrir söngleik eftir Hallgrím bróður sinn í Þjóð- leikhúsinu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bræður Gunnar segir Hallgrím skiptir sér heldur mikið af leikstjórninni. Danni Diskó Sveppi, sem sést hér fremstur, leikur diskódanskennarann Danna Diskó. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is www.leikhusid.is feður þeirra eru bræður. Ekki er allt búið enn því Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistar- stjóri sýningarinnar, er eig- inmaður Þórunnar Geirsdóttur sýningarstjóra. Svona er nú litla Ísland. Ef til vill er að skapast sérstök hefð í Þjóðleikhúsinu, boðið upp á fjölskyldusýningar í nýrri merkingu þess orðs. Leikritið Engisprettur er slík fjöl- skyldusýning, leikstjóri verksins, Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stýrir þar dóttur sinni, eig- inmanni og bróður. Hreyfingar pönkara skoðaðar Birna Björnsdóttir, systir Selmu og Guðfinnu, hlær að þess- um tíðu fjölskyldutengslum í leik- Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.