Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í TILEFNI af því að í dag, 30. apríl, verða liðin 100 ár frá fæðingu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hefur sjóðurinn Rannsóknarstyrkir Bjarna Benediktssonar verið stofn- aður. Verða fyrstu styrkir úr sjóðn- um afhentir við athöfn í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu í dag klukkan 16. Við athöfnina, sem Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra, stjórnar, skýra formenn dómnefnda, Anna Agnarsdóttir sagnfræðipró- fessor og Róbert R. Spanó lögfræði- prófessor frá fyrstu rannsóknar- styrkþegum. Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri, flytur ávarp og erindi flytja dr. Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði, og Ragna Árnadóttir, settur ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Ólafur F. Magnússon borgarstjóri opnar vefsíðuna www.bjarnibene- diktsson.is á vegum Borgarskjala- safns. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á þeim sviðum lögfræð- innar sem snerta innviði stjórnskip- unarinnar og réttaröryggi borgar- anna gagnvart leyfisvaldi og eftirliti stjórnvalda. Styrkir á sviði hag- og stjórnmálasögu 20. aldar til okkar daga skulu veittir til að efla rann- sóknir og dýpka skilning á umbreyt- ingum í íslensku efnahagslífi, stjórn- málum og utanríkismálum á 20. öld. Skulu árlega veittir allt að þrír styrkir á hvoru fræðasviði, ein millj- ón og tveir 500 þúsund króna styrkir, það er að hámarki fjórar milljónir króna á ári og er markmiðið, að sjóð- urinn starfi í fimm ár. Sjóðsstjórn hefur sent bréf til fyrirtækja og ein- staklinga og boðið þeim að leggja sjóðnum lið með fjárframlögum. Styrkir veittir úr minningarsjóði MORGUNBLAÐINU í dag fylgir sérblað um Bjarna heitinn Benedikts- son, Bjarni Benediktsson, aldarminn- ing. Bjarni var fæddur 30. apríl 1908 og lést í eldsvoða í Konungshúsinu, sem síðar varð ráðherrabústaður, á Þing- völlum aðfaranótt 10. júlí 1970, ásamt eiginkonu sinni og dóttursyni. Bjarni Benediktsson var einhver áhrifamesti stjórnmálaleiðtogi, sem Íslendingar hafa átt á lýðveldistíman- um, og með störfum sínum á þeim vettvangi, sem ráðherra, forsætisráð- herra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafði hann mikil áhrif á sögu samtím- ans og á stjórnmálaþróunina í land- inu. Í blaðinu er æviferill Bjarna rakinn en hann lauk cand. juris-prófi árið 1930 með hæstu einkunn, sem þá hafði verið gefin. Hann var skipaður prófessor í lögum árið 1932, 24 ára að aldri. Hann var borgarstjóri í Reykja- vík 1940 til 1947 en síðan ráðherra í tvo áratugi, þar af forsætisráðherra frá 1963 til dauðadags. Hann var einn ritstjóra Morgunblaðsins 1956-1959. Nokkrir samherjar, vinir og aðrir, sem kynni höfðu af framkvæmda- manninum, stjórnmálamanninum og fræðimanninum Bjarna Benedikts- syni, minnast hans í greinum sínum í blaðinu í dag. Eru höfundar þeirra þau Geir H. Haarde forsætisráð- herra, Davíð Oddsson, seðlabanka- stjóri og fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, Styrmir Gunnars- son, ritstjóri Morgunblaðsins, Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri, Þorsteinn Pálsson, fyrrver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins, Halldór Blöndal, Ragnar Arnalds, Ellert B. Schram, Hulda Valtýsdóttir, Bjarni Benediktsson og Stefanía Ósk- arsdóttir. Hafði mikil áhrif á samtíma sinn MORGUNBLAÐINU í dag fylgir sérblað, Bjarni Benediktsson, ald- arminning. Bjarni fæddist 30. apríl 1908 og í dag eru því liðin 100 ár frá fæðingu hans. Bjarni Benedikts- son, aldarminning FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is EINFALDA þarf reglur og draga úr kostnaði sem fylgir viðskiptum við vefverslanir. Þetta hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á – og barist fyr- ir – en nú hillir undir breytingar. Viðskiptaráð- herra boðaði á mánudag að skipaður yrði sér- stakur starfshópur sem endurskoða ætti reglur um netverslun, einkum frá öðrum löndum EES- svæðisins, með það að markmiði að auka sam- keppni og lækka vöruverð. Mýmörg dæmi hafa verið rakin í fjölmiðlum um hvernig viðskiptavinum erlendra vefverslana finnst þeir vera hlunnfarnir þegar varan loks skilar sér til þeirra. Sendingarkostnaður, tollur, virðisaukaskattur og tollmeðferðargjald gerir það að verkum að kostnaður við bókakaup, s.s. frá Amazon í Evrópu, getur tvöfaldast og ríflega það ef um mynddisk er að ræða. Ljóst er að geng- isfelling krónunnar í marsmánuði hjálpar þar ekki til. „Hvatinn kemur frá Neytendasamtökunum,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður við- skiptaráðherra, um fyrirhugaða endurskoðun. „Þeir hafa sett fram nokkrar hugmyndir frá sinni hlið sem allar stuðla að því að auðvelda viðskipti, draga úr kostnaði og umstangi við það að eiga viðskipti um netið og yfir landamæri.“ Minni kostnaður veitir aðhald Jón Þór segir samtökin m.a. hafa óskað eftir að virðisaukaskattur verði felldur niður af ódýrari vörum, líkt og gert er í aðildarlöndum ESB, og það er meðal þess sem skoðað verður. „En það er að sjálfsögðu ekki búið að taka afstöðu til þessara óska.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, segir mikinn kostnað við viðskipti frá öðru landi á EES-svæðinu letja fólk til að kaupa hjá vefverslunum. „En þarna er ráðherra að taka undir okkar sjónarmið, að það þurfi að gera eitthvað í þessu og við viljum sjá úrbætur. Ef hægt verður að kaupa um netið án mikils kostnaðar mun það veita verslunum hér á landi verulegt aðhald.“ Ekki hefur verið ákveðið hverjir skipa munu starfshópinn, sem raunar er á vegum fjármála- ráðuneytis og viðskiptaráðuneytis, né heldur hve- nær áætlað er að hann skili af sér tillögum. Jó- hannes segist telja eðlilegt að hagsmunaaðilar komi þar að, þ.m.t. Neytendasamtökin. Að sögn Jóns Þórs mun skipan hópsins liggja fyrir á næstu dögum eða vikum. Hillir undir einfaldari netverslun Morgunblaðið/Golli Verslað Tollar og gjöld á vörur pantaðar um netið letja Íslendinga til kaupa. Bók sem kemur t.d. frá Amazon í Evrópu getur tvöfaldast í verði vegna alls kyns kostnaðar EIMSKIP hefur efnt til kynningar- og fræðsluátaks á Íslandi og í Fær- eyjum um mikilvægi þess að börn og unglingar noti reiðhjólahjálma. Átakið nefnist „Gott á haus“. Af þessu tilefni gefur Eimskip öllum börnum í 1. bekk, á Íslandi og í Færeyjum, reiðhjólahjálma í sam- starfi við Kíwanis og fengu sjö ára nemendur í Ártúnsskóla fyrstu hjálma ársins afhenta á athafna- svæði Eimskips í Sundahöfn í gær. Undanfarin fimm ár hafa Eim- skip og Kíwanis átt gott samstarf og gefið og dreift rúmlega 23.000 hjálmum til grunnskólanema vítt og breitt um landið. Markmiðið er að draga verulega úr slysatíðni barna í umferðinni og hefur samn- ingurinn verið framlengdur til næstu þriggja ára. Eimskip greiðir fyrir hjálmana og Kíwanisfélagar heimsækja grunnskóla og afhenda börnunum þá. Eimskip og Kíwanis gefa öllum sjö ára börnum reiðhjólahjálma Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gott á haus að fá hjálm Í GÆR fylgdu sjálfsafgreiðslu- bensínstöðvar eftir hækkunum þjónustubens- ínstöðvanna og hækkuðu dísil- olíu um þrjár krónur og bensín um tvær. Á sama tíma lækkaði hráolía töluvert, eða um rúm tvö prósentu- stig yfir daginn. Innkaupastjórar olíufélaganna segja hins vegar að lækkun hráolíu skili sér ekki endilega beint út í verð á bensíni og dísilolíu, auk þess sem krónan veiktist um leið og ol- ían varð ódýrari. Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir ekki línulegt samband á milli verðs á hráolíu annars vegar og bensíni og dísilolíu hins vegar: „Meginskýr- ingin á háu olíuverði núna er veik staða dollarans á alþjóðamörk- uðum,“ segir hann. „Þá hafa fjár- festar verið að kaupa olíu, gull og aðra hrávöru og þegar eðlilegt framboð og eftirspurn stýra ekki markaðnum getur þetta gerst.“ Bensínsala virðist ekki minnka Þeir sem Morgunblaðið ræddi við gátu ekki greint að sala á eldsneyti hefði minnkað í lítrum talið en hæg stígandi hefur verið á verði og get- ur verið erfitt að greina smábreyt- ingar í sölu. Hráolían lækkar en krónan veikist SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins fór í eitt útkall vegna sinu- bruna í gærkvöldi. Ekki var um langan veg að fara því eldur logaði í sinu við Bústaðaveginn, skammt frá bensínafgreiðslustöð Skeljungs við Öskjuhlíð, einungis steinsnar frá slökkvistöð slökkviliðsins í Skógarhlíð. „Við sem vorum að mæta á vakt- ina sáum þetta bara þegar við ók- um hjá,“ sagði varðstjóri í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Út- kallið barst klukkan 19.20 og greið- lega gekk að slökkva eldinn. Kveikt í sinu skammt frá slökkvistöð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.