Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
BÁTARNIR sem tóku þátt í árlegu net-
aralli Hafrannsóknastofnunarinnar hafa
fengið ágætisafla þótt hann næði ekki afl-
anum í fyrra. Þorsk-
aflinn varð rétt rúm
420 tonn sem er um
50 tonnum minna en á
síðasta ári.
Netarallinu lauk í
fyrradag með því að
Þorleifur EA landaði
síðasta aflanum en
alls tóku sjö bátar
þátt í rallinu að þessu
sinni. Um 45-50 tross-
ur voru lagðar að
meðaltali á svæðunum og þeim dreift á
helstu hrygningarslóðir þorsks. Þrátt fyrir
að aflinn sé minni í ár en í fyrra fengu bát-
arnir ágætis afla, samtals rétt rúm 420
tonn, samkvæmt upplýsingum Vals Boga-
sonar, útibússtjóra Hafrannsóknastofn-
unarinnar í Vestmannaeyjum, sem hefur
umsjón með verkefninu. Aflinn var betri en
í fyrra á þremur svæðum en lakari á fjór-
um.
Eftir að vinna úr upplýsingum
Þótt heildaflinn úr netarallinu liggi fyrir
er alveg eftir að vinna úr gögnunum sem
safnað var, meðal annars að aldursgreina
fiskinn. Því er of snemmt að draga álykt-
anir. Valur segir að í netarallinu fáist við-
bótarupplýsingar um eldri árganga þorsks,
hrygningarfiskinn, og séu nær notaðar með
öðrum upplýsingum við mat á þorskstofn-
inum.
Aflinn var góður í ár, eins og í fyrra, og
þarf að fara nokkur ár aftur í tímann til að
finna jafn góðan afla og þessi tvö ár. Valur
segir að vitað hafi verið um þokkalegan afla
hjá netabátum í vetur og því hafi aflinn í
netarallinu ekki komið sérstaklega á óvart.
Liðlega 420
tonn á land
úr netaralli
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„VIÐ erum stöðugt að reyna að
bæta okkur og auka fjölbreytnina,“
segir Ágúst Torfi Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Brims á Akureyri.
Fyrirtækið hefur að undanförnu
tekið við heilfrystum bolfiski af
eigin skipi til uppþíðingar fyrir
vinnsluna, til viðbótar hefðbundnu
hráefni af heimamiðum.
Vinnsla á uppþíddum bolfiski
hófst hjá Brimi í haust. Hún er lið-
ur í aðgerðum til að bregðast við
minnkun þorskkvótans sem kom
illa við fyrirtækið. Þá þurfti að leita
leiða til að auka fjölbreytnina. „Við
hugsum þetta sem leið til að jafna
hráefnisöflun fyrir vinnsluna og
minnka sveiflurnar. Við erum ekki
eins háð veðri, vindum og afla-
brögðum á hverjum tíma,“ segir
Ágúst. Hann bætir því við að hrá-
efnisöflun með þessum hætti geri
fyrirtækinu kleift að ná í fisk
lengra að en ella, til dæmis af fjar-
lægum miðum þar sem sigling með
ferskt hráefni sé ekki möguleg.
Fryst um borð í Brimnesi
Heilfrysta hráefnið er viðbót við
hráefnisöflun Brims á Akureyri.
Meginhluti þess kemur af skipi
Brims, Brimnesi RE 27, sem er
sérbúið til að heilfrysta fisk. Brim-
nes var við veiðar í Barentshafi í
vetur en er nú á heimamiðum.
Ágúst segir að megnið af heilfrysta
fiskinum sem fór til áframhaldandi
vinnslu á Akureyri hafi komið úr
Barentshafstúrunum. Á meðan
skipið sé á heimamiðum sé verið að
sækjast eftir karfa, gulllaxi og
fleiri tegundum og dýrari tegundir
eins og þorskur og ýsa séu meðafli.
Því berist minni afli til uppþíðingar
nú.
Í frystihúsi Brims á Akureyri er
unninn þorskur og ýsa af Brimnesi
en ufsinn er þurrkaður hjá dótt-
urfyrirtæki þess, Laugafiski.
Stýring frá upphafi
Keyptur var nýr uppþíðingar-
búnaður fyrir vinnsluna. Ágúst
Torfi segir að gæði hráefnisins hafi
farið batnandi og séu orðin viðun-
andi.
„Já, við erum ánægðir með
þetta,“ segir Ágúst Torfi þegar
hann er spurður hvort væntingar
hafi gengið eftir. Hann tekur það
fram að árangur hráefnisöflunar af
þessu tagi byggist á því að fyrir-
tækið hafi eigin veiðitæki til afnota
og geti þannig haft stjórn á með-
ferð afla og gæðum frá upphafi til
enda. Með því sé mörgum óvissu-
þáttum eytt.
„Þetta er hluti af þróuninni hjá
okkur. Við erum stöðugt að leita
leiða til að gera hlutina sem best og
nýta auðlindina sem okkur er trúað
fyrir á sem hagkvæmastan hátt,“
segir Ágúst. Hann segir að heil-
frysting og uppþíðing hráefnis auki
mjög stöðugleikann í rekstrinum
og fyrirtækinu í heild.
Erum stöðugt að bæta okkur
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Uppþíðing Búnaðurinn sem sem Guðmundur Beck vinnur við er notaður til að þíða upp heilfrystan fisk af
Brimnesi, fyrir vinnsluna á Akureyri. Hann er nýr, frá 3X Stáli á Ísafirði, og hefur skilað góðum árangri.
Uppþíðing á heil-
frystu hráefni
eykur stöðugleika
í fiskvinnslunni
Í HNOTSKURN
»Frystitogari Brims, Brim-nes RE 27, var keyptur
frá Noregi á síðasta ári. Er
þetta eitt öflugasta skip flot-
ans Vinnslan byggist á heil-
frystingu á fiski til áframhald-
andi vinnslu í landi.
» Í vinnslu félagsins á Ak-ureyri sem er há-
tæknivædd bolfiskvinnsla eru
unnar ferskar og frosnar af-
urðir.
»Laugafiskur er dótturfyr-irtæki Brims hf. og annast
þurrkun allra hausa og
hryggja sem til falla hjá fé-
laginu.
ÚR VERINU
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
GRUNDVALLARFORSENDUR
fjárlaga eru brostnar, þjóðarskútan
er skipstjóra- og áhafnarlaus og
ríkisstjórninn eins og strútur sem
stingur hausnum í sandinn. Þær
voru ekki jákvæðar lýsingar stjórn-
arandstöðuþingmanna á efnahags-
ástandinu á Alþingi í gær og þeir
kölluðu stjórnvöld til ábyrðgar.
Bjarni Harðarson, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði það til
marks um undarlegt skopskyn að
boða að fjórum milljónum króna
skyldi varið til að stemma stigu við
verðbólgu í landinu. „Er ríkisstjórn
Íslands að gera at í efnahags-
ástandinu eða er það ætlan manna
að fjórar milljónir króna hafi áhrif
á verðbólguþróunina?“ spurði
Bjarni og vildi meina að hægt væri
að stemma stigu við verðbólgunni.
Ríkissjóður væri sterkur en að
grípa þyrfti til aðgerða.
Kristján Þór Júlíusson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks og varafor-
maður fjárlaganefndar, sagði að
eftir góðæri undangenginna ára
virtust þrjú atriði vera heimatilbú-
in og valda mikilli spennu hér á
landi. „Það er mikill kaupmáttur
fólks, lítið verðskyn og loks vil ég
nefna skort á samkeppni,“ sagði
Kristján og bætti við að óhjá-
kvæmilega muni slá á einkaneyslu í
þjóðfélaginu.
Siv Friðleifsdóttir, Framsólkn,
sagði þetta vera nýja söguskýringu
hjá Kristjáni. Hið rétta væri að
vandinn væri að hluta til vegna erf-
iðra aðstæðna erlendis en stór hluti
væri vegna aðgerðaleysis ríkis-
stjórnarflokkanna. Hún og Jón
Bjarnason, þingmaður Vinstri
grænna, voru á einu máli um að
forsendur fjárlaga væru brostnar
og kölluðu eftir endurskðun á
þeim.
Vandinn er alvöruleysið
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði
að hefði ríkisstjórnin haft skyn-
samleg efnahagsleg markmið væri
ástandið ekki svo slæmt. „Það sem
blasir við er að ríkisstjórnin er á
öfugri leið. Hana flatrekur undan
vindinum,“ sagði Kristinn og kall-
aði eftir skipstjóra og áhöfn til að
stýra þjóðarskútunni.
Árni Páll Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði hins veg-
ar mikilvægt að snúa bökum saman
gegn sjálfvirkri hrinu verðhækk-
ana. „Vandinn núna er gríðarlegt
alvöruleysi í samfélaginu yfir stöð-
unni eins og hún er orðin,“ sagði
Árni Páll og áréttaði að hagsmunir
fyrirtækja og fólks væru í húfi.
„Þess vegna hljótum við að kalla
eftir því að fyrirtækin í landinu
leggist á árar með Alþýðusam-
bandinu og endurheimti stöðugleik-
ann í þessu landi. Það má ekki
verða seinna en strax og ríkis-
stjórnin mun að sjálfsögðu taka
þátt í þeirri vegferð,“ sagði Árni
Páll.
Forsendur fjárlaga brostnar
Mikill kaupmáttur, lítið verðskyn og skortur á samkeppni valda mikilli spennu hér
á landi, segir Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar
Morgunblaðið/Frikki
Taugarnar í lagi Stjórnarandstaðan kallaði ríkisstjórnina til ábyrgðar í efnahagsmálum á Alþingi í gær en stjórn-
arliðar lögðu áherslu á að verið væri að vinna í málunum en að engin ástæða væri til að fara á taugum.
Í HNOTSKURN
» Verðbólga mældist 11,8% ífyrradag.
» Viðskiptaráðuneytið ætlarað verja fjórum milljónum
króna í að draga úr verðbólgu,
m.a. með átaki í verðlagseftirliti.
Umræður um kvótakerfið tóku nán-
ast allan daginn á Alþingi í gær. Jón
Magnússon mælti fyrir þingsálykt-
unartillögu um að fiskveiði-
stjórnuarkerfinu verði breytt í sam-
ræmi við álit
mannréttinda-
nefndar Samein-
uðu þjóðanna.
Stjórnvöld höfðu
180 daga frest til
að bregðast við
álitinu og Jón
benti á að aðeins
44 dagar væru til
stefnu (43 í dag).
M.a. var deilt um
hvort álitið væri
bindandi en stjórnarliðar lögðu
áherslu á að málið væri í farvegi og
að sjávarútvegsráðherra hafi boðað
að brugðist verði við álitinu í tíma.
Meig víst í saltan sjó
Grétar Mar Jónsson, Frjálslyndum,
var ekki par hrifinn af stuðningi Sig-
urðar Kára Kristjánssonar, Sjálf-
stæðisflokki, við núverandi kvóta-
kerfi og sagði hann aldrei hafa migið
í saltan sjó og ekki vita nokkuð um
lífið. Sigurður Kári brást við með því
að rekja ættir sínar og benti á að
hann væri af alþýðufólki kominn og
hefði sjálfur sótt sjó frá Snæfells-
nesi. „Að koma hér upp og halda því
fram að maður viti ekkert um hvað
lífið snýst er náttúrlega ekkert inn-
legg í þessa umræðu. Og þó svo að
það væri þannig væri ekki þar með
sagt að ég mætti ekki hafa skoðun
á málunum,“ sagði Sigurður Kári.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag og
m.a. verða ráðherrar spurðir út
kostnað við einkaþotuflug til Búk-
arest, ríkisábyrgð deCODE og upp-
sagnir svæfingarhjúkrunarfræð-
inga.
Sigurður Kári
Kristjánsson.
43 dagar til stefnu
ÞETTA HELST …
ALÞINGI