Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Í HNOTSKURN »Obama hefur sigrað í um 70% þeirra sýslnasem státa af flestu menntafólki. Clinton vann í 90% sýslna með minnstu menntunina. »Könnun AP sýndi álíka mikinn stuðning álandsvísu meðal demókrata við keppinaut- ana tvo. Kosið er í Norður-Karólínu 6. maí. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HILLARY Clinton er mun líklegri en Barack Obama til að vinna John McCain, frambjóðanda repúblikana, í forsetakosningunum í haust, ef marka má könnun sem gerð var af AP-fréttastof- unni. Clinton myndi sigra með 50% atkvæða gegn 41% væri kosið nú en Obama hlyti 46% atkvæða gegn 44% atkvæða McCains. Athygli vekur að þeim fjölgar mjög sem segjast fremur mundu kjósa McCain en þann demókratann sem þeir styðja ekki núna. Flokkshollustan gæti reynst veikburða, svo harkaleg hefur baráttan verið. Obama hefur enn forskot á Clinton, rúmlega 130 fulltrúa og talsvert fleiri atkvæði samanlagt í forkosningum, en því fer fjarri að hann hafi tryggt sér tilnefninguna. Markhóparnir eru ólíkir: Obama fær alls staðar þorra atkvæða svartra en einnig mikinn meirihluta háskólamenntaðra stór- borgarbúa. Clinton sópar hins vegar til sín at- kvæðum hvítra verkamanna og íbúa í strjálbýli. Obama á nú aftur undir högg að sækja vegna þess að séra Jeremiah Wright, prestur hans til tveggja áratuga, baðar sig í sviðsljósinu og ítrekar herská ummæli sín sem gjarnan eru túlkuð sem hatur á hvítum og bandarísku samfélagi almennt. Ríma þau orð illa við stefnu Obama um að sameina í stað þess að sundra. Hann hefur t.d. forðast að reyna að vera sérstakur málsvari blökkumanna en Wright hefur með harkalegum árásum sínum beint athyglinni að kynþáttaátökunum. Obama hefur áður lagt sig fram um að lýsa and- úð sinni á umdeildum yfirlýsingum Wrights en um leið forðast að fordæma prestinn sem hann segir oft hafa reynst sér og fjölskyldunni vel. Ljóst er að frambjóðandinn og menn hans vonuðu að málið hyrfi smám saman í skuggann. En nú virðist Wright staðráðinn í að knýja Obama til að taka af- stöðu með sér eða móti. Hiki Obama of lengi munu margir túlka það sem veikleika og ráðleysi, hann hafi ekki lengur stjórn á atburðarásinni. Tekst Clinton að snúa vörn í sókn á lokasprettinum? Reuters Takið eftir! Obama á kosningafundi í Indiana. Ný könnun sýnir að hún er líklegri en Obama til að sigra McCain í haust PALESTÍNUMENN í Shati-flóttamannabúðunum á Gaza í gær með korn sem ein af hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna útvegaði. Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri SÞ, átti í gær fund með 27 alþjóða- samtökum í Sviss og ákvað hann að fela sérstökum starfshóp að takast á við hnattrænan vanda vegna ört hækkandi verðlags á mat. Hvatti Ban aðildarríki SÞ til að tryggja að Matvælastofnun SÞ, WFP, fengi nægilegt fé til að aðstoða þá sem verst standa að vígi en mikið vantar á að WFP geti sinnt brýnustu verkefnum. Víða hefur komið til óeirða í þróunarríkjunum vegna ástandsins. Robert Zoellick, yfirmaður Alþjóðabank- ans, varaði ríki heims við því að bregðast við með út- flutningsbanni á mat. Höft að slíku tagi myndu leiða til þess að fólk færi að hamstra mat og verðið myndi því hækka sem kæmi verst niður á fátæku fólki. Reuters Átak vegna hækkandi matarverðs Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is GEÐLÆKNAR telja að Josef Fritzl, 73 ára Austurríkismaður sem hélt dóttur sinni fanginni í glugga- lausum kjallara í 24 ár, beitti hana kynferðislegu ofbeldi og átti með henni sjö börn, hafi verið haldinn valdafýsn og öðrum geðflækjum. Austurríski geðlæknirinn Rein- hard Haller sagði að svo virtist sem Fritzl hefði blindast af sjúklegri sjálfsást og hvöt til að ná valdi yfir öðrum og beita því. „Þessi maður hlýtur að hafa haldið að hann væri öðrum æðri,“ sagði Haller. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith sagði að Fritzl hefði augljóslega verið mjög ráðríkur og stjórnað fjölskyldunni með harðri hendi. „Hafi hann bannað eiginkonu sinni og öðrum börnum sínum að fara inn í kjallarann, og sagt þeim það aftur og aftur, þá þorðu þau ekki að rjúfa bannhelgina,“ sagði hún. „Hafi einhver vald yfir öðrum og beiti því eru orð hans eins og orð Guðs.“ Dæmdur fyrir kynferðisbrot? Lögreglan telur að eiginkona Fritzl hafi ekki vitað af því að hann hélt dóttur þeirra, Elisabeth, sem er nú 42 ára, í gluggalausri prísund í kjallara húss þeirra í bænum Amst- etten. Dóttirin ól sjö börn í kjall- aranum og þrjú þeirra dvöldu þar hjá henni í einangrun frá umheim- inum. Fjórða barnið dó skömmu eft- ir fæðingu en hin börnin þrjú dvöldu í íbúð Fritzl og konu hans í sama húsi. Fritzl hafði talið eiginkonu sinni og nágrönnum trú um að dótt- irin hefði farið að heiman átján ára gömul árið 1984 og gengið í einangr- aðan sértrúarsöfnuð. Breska dagblaðið The Times hafði eftir íbúum Amstetten að Fritzl hefði afplánað fangelsisdóm fyrir kynferðislega árás á konu seint á sjöunda áratugnum. Austurrísk yf- irvöld höfðu ekki staðfest það í gær. Elsta barnið sem fæddist í kjall- aranum – nítján ára kona – er nú í dái á sjúkrahúsi vegna óþekkts sjúk- dóms. Tveir bræður hennar sem dvöldu í kjallaranum – fimm og átján ára – dvelja nú í sérútbúnum gámi í umsjá sérfræðinga, að sögn barna- og unglingasálfræðingsins Paulus Hochgatterers. Hann sagði að El- isabeth og synir hennar dveldu í gámi, sem hægt væri að læsa að inn- an, til að vernda þau frá umheim- inum. Þau yrðu þar einnig næstu vikurnar í umsjá sérfræðinga til að vernda þau fyrir sálrænum áföllum sem þau kynnu að verða fyrir ef þau fengju ekki nægan tíma til að aðlag- ast heimi sem þau hafa lítið eða ekk- ert vitað um í öll þessi ár. „Þau fá aðeins að kynnast um- heiminum smám saman,“ sagði Hochgatterer. „Þau standa sig reyndar býsna vel miðað við að- stæður.“ Hans-Heinz Lenze, yfirmaður fé- lagsþjónustu Amstetten, sagði að læknar ákvæðu hvenær rannsókn- armenn lögreglunnar fengju að yf- irheyra Elisabeth og syni hennar, en taldi ólíklegt að það yrði gert næstu dagana. Bæjaryfirvöld hafa lagt til að öll afkvæmi Fritzl fái nýtt nafn til að vernda þau – ekki aðeins El- isabeth og sex börn hennar, heldur einnig fullorðin systkin hennar. Geðlæknar telja að Fritzl hafi verið heltekinn af hvöt til að ná valdi yfir öðrum og beita því. Börn hans dvelja í sérútbúnum gámi til að venja þau við umheiminn eftir einangrun í kjallaraprísund Sjúkleg sjálfsást og valdafýsn Reuters Rannsókn Lögreglumenn að störf- um í bakgarði „hryllingshússins“. ÍRAKI, sem eitt sinn var túlkur fyrir danska herliðið í landi sínu en fékk hæli sem flóttamaður í Danmörku, fær ekki að eiga áfram tvær eigin- konur. Dómsmálaráðuneytið í Kaup- mannahöfn hefur úrskurðað að tví- kvæni varði við lög og maðurinn verði því að velja. Lög íslams heimila múslímakörl- um að eiga allt að fjórar konur en mjög sjaldgæft er nú að þeir nýti sér þessa heimild. Konurnar komu báð- ar með manninum til Danmerkur og ekki verður hróflað við landvistar- leyfi þeirra fremur en leyfi hans. Túlkar danska liðsins í Írak fengu hæli vegna þess að þeir gátu rökstutt að líf þeirra væri í hættu vegna hót- ana þarlendra öfgamanna. „Við gáfum honum frest til 26. maí, þá verður hann að skilja við aðra eiginkonu sína, ella verðum við að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að binda enda á þetta tvíkvæni sem er ólöglegt í Danmörku,“ sagði talsmaður ráðuneytis fjölskyldu- mála, Malene Vestergaard. Lögmaður Írakans, Marine Vøl- und, sagði að skjólstæðingur sinn væri „mjög ósáttur“ við ákvörðunina en hann myndi velja aðra konuna. Má bara eiga eina konu KÍNVERJAR dæmdu í gær 30 Tíbeta í fangelsi fyrir þátttöku í mótmælum gegn kínverskum stjórnvöldum í Lhasa, höfuðborg Tíbets, í mars. Þrír þeirra hlutu ævilangt fangelsi. Tíbetskir útlagar segja að yfir 203 manns hafi látið lífið í mótmælunum. Ráðamenn í Beijing kenna útlægum leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, um óeirðirnar. Segja þeir að hann eigi að stöðva „glæpsamlegar ofbeldisað- gerðir“ sínar til að gera Kínverjum kleift að hefja viðræður við hann. Lögregla í Suður-Kína réðst ný- lega inn í verksmiðju sem framleiddi tíbetska fána sem eru ólöglegir í Kína. Það eru þeir hins vegar ekki í sjálfstjórnarborginni Hong Kong en þar verður hlaupið með ólympíukyn- dilinn á föstudag. Ekki er ljóst hvort lögreglan í Hong Kong hyggst banna að fána Tíbets verði veifað. Tíbetar dæmdir í Lhasa Dalai Lama Kína sakar Dalai Lama um ofbeldi Lúxemborg. AFP. | Utanríkisráð- herrar Evrópusambandsins kröfðust þess í gær að sett yrði á alþjóðlegt vopnasölubann gagnvart Simbabve. Slíkt bann er þegar í gildi meðal ESB-ríkjanna, en óttast er að vopn sem berist til landsins verði notuð til að brjóta stjórnarandstöðuna á bak aftur. Krafan kemur í kjölfar þess að kínversku skipi með vopnasendingu ætlaða Simbabve-stjórn var snúið aftur til Kína. Sendingin komst ekki á áfangastað þar sem Simbabve er landlukt og nágrannaríkin neituðu að afferma skipið í höfnum sínum. Ráðherrar ESB-landanna lýstu einnig yfir miklum áhyggjum af því að enn hefði ekki verið tilkynnt um kosningaúrslit, fjórum vikum eftir að gengið var til kosninga en stjórnar- andstaða landsins heldur því fram að forsetinn, Robert Mugabe, hafi beðið ósigur í kosningunum. Ráðherrarnir kröfðust þess að úrslit yrðu kynnt þegar í stað. Krefjast vopnasölu- banns ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.