Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 17

Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 17 LANDIÐ Eftir Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur M eistaranám í haf- og strand- svæðastjórnun er nýtt nám sem Háskólasetur Vestfjarða býður nú upp á í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Að sögn Peters Weiss, forstöðumanns Há- skólaseturs Vestfjarða, er um er að ræða þver- faglegt meistaranám í umhverfis- og auðlinda- stjórnun. ,,Þetta er alþjóðlegt nám sem er kennt á ensku og samanstendur nemenda- og kenn- arahópurinn af innlendum jafnt sem erlendum einstaklingum. Námið er 120 ECTS-einingar, þar af eru 90 einingar í formi námskeiða og 30 eininga lokaverkefni. Kennslan fer fram í þriggja vikna lotum þar sem eitt námskeið er kennt og klárað og síðan tekur næsta nám- skeið við. Þetta fyrirkomulag er mjög hentugt þar sem nemendur geta tekið þátt í einstökum námskeiðum eftir aðstæðum og jafnframt fell- ur það vel að skiptinámi og endurmenntun.“ Samræmd stjórnun Peter segir að náminu sé ætlað að búa nem- endur undir að takast á við eitt af mest knýj- andi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. ,,Fjallað er um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, þá árekstra sem kunna að verða og hvernig hægt er að leysa vandamálin. Námið er þverfaglegt og er m.a. farið inn á svið félagsvísinda, hagfræði, vist- fræði, sjávarútvegsfræða og skipulagsmála. Mikil áhersla er lögð á að tengja námið við raunaðstæður með vettvangsferðum og hag- nýtri verkefnavinnu.“ Viðhorf og þróun þess- ara mála erlendis er mikilvægur þáttur í nám- inu og segir Peter að innan Evrópusam- bandsins hafi t.d. verið mikil umræða um samræmda stjórnun strandsvæða en hérlendis sé sú umræða rétt að fara af stað. Til að út- skýra hvað átt er við með samræmdri stjórnun strandsvæða nefnir Peter sem dæmi að er- lendis séu fiskeldiskvíar yfirleitt ekki hafðar í nágrenni við sólarstrendur. Það sé samræmd stjórnun en aftur móti sé það ekki samræmd stjórnun þegar kvíar eru settar á siglingaleiðir skipa, eins og t.d. hafi gerst í Noregi. ,,Í raun hefur samræmd stjórnun landsvæða lengi við- gengist en verið lítið notuð á haf- og strand- svæðum. Vissulega er hægt að yfirfæra ým- islegt frá landi yfir á haf en það hefur engu að síður ákveðna sérstöðu sem sérstaklega þarf að taka tillit til, ekki síst á Íslandi þar sem haf- ið og strandsvæðin eru undirstaða alls.“ 150 fjarnemendur Háskólasetur Vestfjarða hefur verið í örum vexti frá því að það hóf starfsemi í byrjun árs 2006 og markvisst hefur verið unnið að því að efla kennslu og rannsóknir á Vestfjörðum í samvinnu við ýmsar stofnanir á svæðinu. ,,Þegar Háskólasetrið tók til starfa var fyrsta skrefið þjónusta við nemendur í fjarnámi við aðra skóla. Núna erum við með um 150 fjar- nema víða á Vestfjörðum og er það hið besta mál því þetta fólk þarf þá ekki að flytja í burtu til að mennta sig. Hins vegar má segja að þrátt fyrir að möguleikar til fjarnáms séu stöðugt að aukast eru í raun ekki miklir vaxtarmögu- leikar þar fyrir okkur, ekki nema allir Vest- firðingar taki sig til og fari einhvern tímann í fjarnám. Við höfum því einnig verið með nám- skeið sem eru einingabær við háskóla og núna í byrjun ársins fórum við af stað með frum- greinanám í samstarfi við Háskólann í Reykja- vík,“ segir Peter og bætir við að þessir náms- möguleikar séu einkum ætlaðir fólki sem búsett sé á Vestfjörðum. ,,Frá upphafi hefur það hins vegar verið mín skoðun að Háskólasetrið eigi líka að ná fólki inn á svæðið og vera tengiliður við háskólafólk utan þess sem vill tengjast Vestfjörðum á ein- hvern hátt.“ Vill fjölga heilsársnemendum Sumarháskólar og önnur sérhönnuð nám- skeið fyrir erlenda og innlenda náms- mannahópa hafa verið í boði frá 2006. Einnig hefur verið boðið upp á svokallaða vettvangs- skóla (Field School). ,,Fram til þessa höfum við fengið þrjá erlenda hópa til okkar og ætla þeir allir að koma aftur en við erum einmitt núna að undirbúa sumarið og ganga frá samn- ingum og bókunum. Svona hópar skipta tals- verðu máli fyrir atvinnulífið á svæðinu og þá sérstaklega ferðaþjónustuna. Í fyrrasumar vorum við t.d. með einn 15 manna hóp í tvær vikur sem keypti gistingu, ferðir og kennslu fyrir um eina milljón króna. Þá er eftir matur og ýmsar aðrar vörur og þjónusta. Þessi til- tekni hópur var í Holti í Önundarfirði sem hentar vel í tilvikum þar sem allt þarf að vera sem hagkvæmast, gistingin ódýr og aðstaða til eldunar svo fólk geti eldað sjálft.“ Peter segir að Háskólasetrið hafi verið með um 1.200 gistinætur á öðru starfsári sínu sem sé í sjálfu sér ágætur árangur en í raun aðeins ígildi þriggja heilsársnema. ,,Í sumar verðum við með stórt íslenskunámskeið fyrir erlenda stúdenta sem haldið er í samvinnu við Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins. Við eigum von á allt að 100 manns á námskeiðið sem stendur í þrjár vikur þannig að það verða þá um 2.000 gistinætur. Engu að síður er mun hagkvæm- ara fyrir okkur að hafa fleiri heilsársnema enda margfalt meiri vinna og kostnaður í kringum stök námskeið. Til lengri tíma litið fáum við meira út úr heilsársnemendum og því er stóra markmiðið okkar að fjölga þeim. Lið- ur í því er að bjóða upp á nám á meistarastigi í samvinnu við háskóla innanlands og erlendis, þ.e. meistaranám í haf- og strandsvæða- stjórnun sem fer af stað í haust. Með því náum við vonandi til okkar fólki en reynslan hefur sýnt að háskólastofnanir á landsbyggðinni, t.d. Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum, hafa jákvæð áhrif á samfélagið í kringum sig og laða að fólk, sérstaklega ungt fólk. Við þurf- um á því að halda á Vestfjörðum og því er mik- ilvægt að byggja hér upp öflugt háskólasamfé- lag.“ Rannsóknarefni erlendra námsmanna Þegar Peter er spurður frekar um vett- vangsskólana segir hann að um sé að ræða nám utan skólabyggingar þar sem nemendur nýti það sem þeir hafa lært með hagnýtum verkefnum og rannsóknum á vettvangi. Þann- ig hafi einn hópurinn sem kom vestur í fyrra- sumar t.d. unnið að orkusparandi verkefnum víða á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkrir nemendur voru með verkefni á Flateyri þar sem leitað var leiða til að spara orku við útgerð fiskibáta í samvinnu við lítið sjávarútvegsfyr- irtæki á staðnum. Aðrir nemendur rannsökuðu litla virkjun í Botni í Súgandafirði í því skyni að auka framleiðslu hennar með sem minnst- um tilkostnaði og á Ísafirði voru nemendur sem leituðu leiða til að spara orku í gróð- urhúsum. ,,Við erum að fá þessa hópa til okkar vegna þess að við getum boðið betri, hagkvæmari og áhugaverðari þjónustu en aðrir. Það er ekki síst að þakka því fólki sem hefur verið tilbúið að taka á móti þessum námsmönnum og veita þeim aðgang að fyrirtækjum sínum í rann- sóknarskyni. Öðruvísi gengi dæmið ekki upp. Stefnt er að því að auka framboðið á þessu sviði enda eru samstarfsaðilar fyrir hendi og næg eftirspurn. Til framtíðar litið vonumst við til að geta selt vettvangsskólunum meiri kennslu, ekki bara þjónustu. Við erum að feta okkur áfram á þessari braut og í lok næsta mánaðar fer ég til Bandaríkjanna þar sem ég tek þátt í NAFSA, stórri námssölustefnu sem haldin er í Washington DC. Þar ætla ég að kynna Háskólasetur Vestfjarða og þá pakka sem við bjóðum upp á.“ Þörf á stærra húsnæði Þegar Háskólasetur Vestfjarða tók til starfa í ársbyrjun 2006 voru þar þrjú og hálft stöðu- gildi en í dag eru þau sex talsins. ,,Við erum með tíu starfsmenn, sumir þeirra eru í hluta- starfi og aðra samnýtum við með öðrum stofn- unum í húsinu. Svo erum við með tímabundna verksamninga við fjölda kennara,“ útskýrir Peter. Stofnunin hefur verið í sama húsnæði frá upphafi, Vestrahúsinu svokallaða, og segir hann það henta starfseminni vel en sé nú þeg- ar orðið of lítið. Aðstæður séu hins vegar með þeim hætti að möguleikar til stækkunar séu ýmsir og er verið að vinna í því máli. ,,Við erum hér undir sama þaki og rann- sóknarstofnanir eins og t.d. Hafrann- sóknastofnun, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, Snjóflóðasetur Veðurstofu Íslands, Fjölmenningarsetur, Fræðslumiðstöð Vest- fjarða o.fl. Mynda stofnanirnar í húsinu eina heild með sameiginlega móttöku og höfum við verið í góðri sambúð við alla þessa aðila.“ Að- spurður hvernig rekstrinum sé háttað segir Peter að hann sé að stórum hluta fjármagn- aður með framlagi frá menntamálaráðuneyt- inu sem standi undir kostnaði við stöðugildin sex en annan kostnað greiðir Háskólasetrið með tekjum sem það hefur af útseldri þjón- ustu, styrkjum og námskeiðsgjöldum. Áætlun um uppbyggingu nauðsynleg Síðastliðið haust skipaði menntamálaráð- herra nefnd um uppbyggingu náms á há- skólastigi á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að nefndin kynni niðurstöður sínar innan tíðar og segir Peter að nauðsynlegt hafi verið að taka á þessum málum með skipulegum hætti. ,,Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa haldbæra áætlun um uppbyggingu háskóla- mála á Vestfjörðum. Við verðum að geta skipu- lagt starfsemi okkar og rekstur til lengri tíma. Það er erfitt að byggja upp háskólanám ef horfa á til þess hvernig vindar blása hverju sinni. Starfið verður að vera byggt á traustum grunni með langtímamarkmið að leiðarljósi. Við höfum lagt fram framtíðarsýn fyrir Há- skólasetur Vestfjarða þar sem gert er ráð fyrir að það verði stofnun á háskólastigi sem býður upp á fjarnám, frumgreinanám, námskeið og allt að fimm námsleiðir. Ef það gengur eftir er- um við að tala um háskólastofnun af sömu stærðargráðu og Háskólinn á Hólum og Há- skólasetrið í Longyearbyen á Svalbarða. Þó svo að Háskólasetur Vestfjarða sé ung stofnun viljum við bæta við okkur verkefnum og taka á okkur aukna ábyrgð á sviði rannsókna og kennslu á háskólastigi. Við setjum okkur háleit markmið og höfum metnað til að ná langt. Við vinnum samkvæmt því og svo er bara að sjá hverju það skilar.“ Klippti út greinar um Vestfirði Peter Weiss var ráðinn forstöðumaður Há- skólaseturs Vestfjarða þegar það var formlega stofnað árið 2005 og fékk þá það vandasama hlutverk að byggja starfsemina upp frá grunni, koma henni af stað og þróa áfram. ,,Ég tók við þessu starfi sumarið 2005 en var áður forstöðumaður Goethe-Zentrum í Reykjavík og stundakennari við Háskóla Íslands. Þegar staða forstöðumanns Háskólaseturs Vest- fjarða var auglýst var ég staddur erlendis sem gestakennari en Angela, konan mín, klippti út auglýsinguna og geymdi þar sem hún vissi að ég var vanur að klippa út allar blaðagreinar um Vestfirði. Henni datt aldrei í hug að ég væri svo brjálaður að sækja um!“ Aðspurður hvers vegna hann hafi safnað efni um Vestfirði segir Peter að honum hafi alltaf þótt Vestfirðir vera fallegasti hluti lands- ins, sérstaklega sunnanverðir Vestfirðir. Bæjarar í Garðshorni Þegar Peter er spurður frekar um konuna sem klippti út auglýsinguna fyrrnefndu hlær hann við og segir hana vera Bæjara eins og hann. Annars er fullt nafn hennar Angela Schamberger og starfar hún sem leið- sögumaður og þýðandi. Hún kennir líka ein- stök námskeið sem stundakennari en hún er magister í norrænum fræðum, listasögu og landafræði. Þau Peter hafa komið sér fyrir í gömlu, litlu húsi sem ber nafnið Garðshorn og er í gamla bæjarhlutanum á Ísafirði. ,,Fyrst eftir að ég flutti vestur bjó ég á Flat- eyri en Angela var áfram fyrir sunnan. Ég kunni afskaplega vel við mig á Flateyri þó svo að það sé nokkur spölur þaðan í vinnuna og óneitanlega þægilegra að vera á Ísafirði hvað það varðar. Hins vegar finnst mér Önund- arfjörður einstaklega fallegur og hugurinn stendur þangað, óneitanlega. Vonandi gengur sú framtíðarsýn eftir,“ segir Peter að lokum og brosir kankvíslega. „Höfum metnað til að ná langt“ Morgunblaðið/Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Háskóli hafsins Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, er heillaður af Vestfjörðum. Hefur safnað efni um svæðið í mörg ár. Í HNOTSKURN »Peter Weiss kemur frá Bæjaralandi íÞýskalandi. Hann lærði málvísindi og bókmenntir við háskólann í Kiel og lauk doktorsnámi frá háskólanum í Greifswald árið 1997. Þar var hann jafnframt kennari 1992 til 1997 eða þar til hann fékk stöðu sendikennara í þýsku við Háskóla Íslands. »Hann kom fyrst til Íslands sem skipti-nemi árið 1987 og lauk þá námi í ís- lensku fyrir erlenda stúdenta. Lærði líka íslensku við Háskólann í Kiel en þar er sendikennari í íslensku. »Árið 1997 sótti hann um stöðu sendi-kennara í þýsku við Háskóla Íslands og fékk það starf. Gegndi því í fimm ár eða þar til hann tók við starfi forstöðumanns Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands ár- ið 2002. Ári seinna var hann svo ráðinn sem forstöðumaður Goethe-Zentrum og gegndi því starfi allt þar til hann var ráð- inn sem forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. ,,Ætlum að skapa okkur sérstöðu með því að einbeita okkur að málefnum hafsins og strandsvæðum almennt,“ segir Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, sem er með aðsetur á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.