Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björgvin Jóns-son prentari
fæddist á Patreks-
firði 26. ágúst 1929.
Hann lést á Land-
spítala í Fossvogi
20. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Indriðason
skósmiður, f. 20.5.
1884, d. 17.2. 1974,
og Jónína Guðrún
Jónsdóttir, f.
3.10.1885, d. 20.3.
1961. Systkina-
hópurinn var stór
eða 14 talsins en 12 komust á legg
og var Björgvin yngstur af þeim.
Öll eru nú látin. Björgvin kvæntist
31. ágúst 1957 Kristínu Guð-
mundsdóttur, f. í Reykjavík 26.
sept. 1934. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau í Reykjavík en fluttust
í Kópavog 1963 og voru búsett í
Holtagerði 48 þar í bæ þegar
hann lést. Börn þeirra voru 6, þau
eru: Stúlka andvana fædd 18. júlí
1956; Guðmundur, f. 4. júlí 1958,
maki Karen Valdimarsdóttir;
Hrafnhildur, f. 5.
mars 1960, maki
Davíð Friðriksson;
Þorgeir, f. 19. mars
1964, maki Klara
Guðrún Hafsteins-
dóttir; Jón Óttar, f.
19. mars 1964, d. 1
nóvember 1986; og
Kolbeinn, f. 11. sept-
ember maki Unnur
Þóra Valsdóttir
Proppé. Barnabörn-
in eru 11 og barna-
barnabörnin þrjú.
Björgvin ólst upp
á Patreksfirði en fór til Reykja-
víkur og hóf nám í Ísafoldarprent-
smiðju 10. ágúst 1945, lauk þar
námi og tók sveinspróf í setningu
2. apríl 1950. Vann í Ísafold-
arprentsmiðju, Prentsmiðju Þjóð-
viljans, Prentsmiðjunni Hólum,
Prentsmiðju Alþýðublaðsins og
síðast í Prentsmiðjunni Odda, til
1. maí 1993.
Útför Björgvins fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Nú hefurðu kvatt þennan heim með
miklum söknuði, elsku afi. Margar
góðar minningar á ég um þig. Má þar
nefna að allar heimsóknirnar til þín
og ömmu í Holtagerðið allt frá því ég
var lítil stelpa eru mér mjög minni-
stæðar. Sérstaklega um stólinn þinn
góða sem þú sast alltaf í þegar ég kom
í heimsókn og garðinn ykkar sem ég
lék mér svo mikið í. Þú varst alltaf að
leika við mig og sýna mér eitthvað
sniðugt. Alltaf varstu að búa eitthvað
til eða bæta einhverja hluti og minnist
ég þess með bros á vör. Sérstakur
varstu og góður. Alltaf heilsaðirðu og
kvaddir með kossi. Fyrir aðeins
nokkrum árum fékk ég svo að búa hjá
þér og ömmu í rúmt ár. Það var góður
tími og áttum við margar stundir
saman, meðal annars nokkra daga
bara við tvö, ég og þú, þegar amma
fór í eina af jólaferðunum sínum út.
Ég þakka guði fyrir allan þann tíma
sem ég hef átt með þér í gegnum lífið
og allar yndislegu minningarnar sem
ég mun ávallt eiga og geyma vel í
hjarta mínu, afi minn. Ég veit að þú
ert á góðum stað og ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið að vera hjá þér
síðustu dagana þína, allt til enda. Ég
og Nadía munum ávallt hugsa til þín,
elsku afi, og minningin um þig mun
lifa með okkur. Guð geymi þig, afi
minn. Við elskum þig og söknum þín
mikið. Ömmu munum við passa vel
fyrir þig. Nú kveðjum við þig að sinni
með þessum orðum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín
Eva María og Nadía Mist.
Til afa.
Mig langar til þess að minnast afa
sem hefur lagt upp í ferðina miklu.
Ég var svo heppin að fá að kynnast
afa og ömmu svo vel er ég bjó hjá
þeim í Kópavoginum á menntaskóla-
árunum. Mér er það líka ómetanlegt
að hafa fengið að halda stúdentsveisl-
una mína heima hjá afa og ömmu.
Afi var alveg einstakur maður og
það eru svo margar minningar sem
renna í gegnum huga mér. Afi var
alltaf að bralla eitthvað. Ég man svo
eftir því þegar að ég minntist á það við
afa að ég ætlaði að fá mér fatastand
sem honum hefur náttúrulega fundist
algjör óþarfi að fara að eyða pening í
þannig að hann bjó hann bara til fyrir
mig úr hinu og þessu. Svona var afi,
vildi engu henda og allt átti að nýtast.
Afi vaknaði oft snemma og suma
morgna þegar ég var að fara í skólann
var hann búinn að setja bílinn í gang
fyrir mig og skafa hann. Svona er
endalaust hægt að telja upp, afi var
alltaf að dunda eitthvað.
Elsku afi minn, ég elska þig svo
mikið og mér finnst svo skrítið að þú
sért farinn. Ég á eftir að leggja við
hlustir þegar ég er hjá ömmu og ég er
viss um að ef ég hlusta vel á ég eftir að
heyra „já bless“ eins og þú kallaðir
alltaf þegar ég var að fara út.
Hvíl í friði afi minn.
Þín sonardóttir,
Kristín.
Björgvin Jónsson
Elskuleg frænka
mín, heiðurskonan
Ingibjörg Bjarnadótt-
ir, er látin.
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann á kveðju-
stund. Samverustundirnar með
Imbu allt frá liðnum æskudögum eru
ljúfar og kærar. Mamma og Imba
voru tvíburasystur og samband
þeirra mjög náið. Samheldni þeirra
Skeiðflatarsystkina allra, Þóru,
Laugu, Sigrúnar, Helgu, Imbu og
Sveina, var líka mikil. Þau vildu allt-
af vita hvert af öðru og koma til
hjálpar ef þurfti. Imba og Ási fóru
Guðný Ingibjörg
Bjarnadóttir
✝ Guðný IngibjörgBjarnadóttir
fæddist á Skeiðflöt í
Sandgerði 21. apríl
1927. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 17. mars
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Safn-
aðarheimilinu í
Sandgerði 28. mars.
margar helgarferðir
austur á Selfoss og í
Hrunamanna-
hreppinn til að heim-
sækja þær systur Sig-
rúnu og Þóru og
þeirra fjölskyldur. Þá
var glatt á hjalla eins
og alltaf þegar Skeið-
flatarsystkinin og
þeirra fjölskyldur
komu saman. Svo
sterk voru tengsl
þeirra að þau höfðu
símasamband flesta
daga ekki síst eftir að
árin færðust yfir. Oft fór ég í heim-
sókn á Vallargötuna en þangað var
alltaf jafn-gaman að koma. Móttök-
urnar voru ávallt hlýjar hjá þeim
Imbu og Ása. Alltaf var boðið upp á
rjúkandi kaffi og ósjaldan pönnukök-
urnar góðu að hætti húsfreyjunnar
eða annað heimabakað góðgæti. Þau
voru einstaklega gestrisin og sam-
hent hjón.
Þau höfðu bæði mjög gaman af að
ferðast um landið okkar og það var
skemmtilegt að ferðast með þeim, en
þess fékk ég að njóta í æsku, þá buðu
þau mér gjarnan með í helgarferðir.
Þau voru iðinn við að rækta fallega
garðinn sinn og sinntu honum vel
meðan heilsan leyfði.
Imba naut þess að lesa góðar bæk-
ur og var fróð um menn og málefni.
Hún var mjög flink saumakona og
margar fallegar flíkur saumaði hún á
mig, sérstaklega á unglingsárum
mínum þegar fatadellan var í há-
marki og dressin urðu að slá í gegn
en það gerðu sannarlega þau heima-
saumuðu frá Imbu. Ég minnist þess
líka hvað Imba var alltaf skilningsrík
og talaði alltaf við okkur krakkana á
jafningjagrunni. Alltaf fór ég glöð og
sátt af hennar fundi Það var yndis-
legt að fá þau í heimsókn til okkar í
sveitina, alltaf færandi gleði og gjaf-
ir. Ási lést fyrir 5 mánuðum og Imba
saknaði hans sárt. Hún ákvað þrátt
fyrir lélega heilsu að búa ein á fal-
lega heimilinu þeirra á Vallargötu 7.
Þar fann hún sig vera næst honum
og minningarnar vera sterkastar.
Börnin hennar virtu þessa ákvörðun
og önnuðust hana af alúð og kær-
leika, eins og þeim var einum lagið.
Alltaf var Imba stolt af afkomendum
sínum og tengdafólki. Ömmu og
langömmubörnunum var hún sér-
lega góð.
Það er einstaklega ánægjulegt
hvað þau öll hafa erft og þroskað
með sér marga af þeim mannkostum
sem heiðurshjónin Imba og Ási
höfðu til að bera.Verði öllum þeim
góðu gildum miðlað til komandi kyn-
slóða gegnum afkomendurna þá er
hvað best heiðruð minning þeirra
Ása og Imbu.
Nú hafa þau kæru hjón sameinast
á ný í veröld þar sem við trúum því
að léttleiki og glaðværð umlyki þau
eins og alltaf í lífinu. Þegar ég nú
minnist þeirra er mér efst í huga
þakklæti. Ég er þakklát fyrir allt
sem þau voru mér og minni fjöl-
skyldu Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Bjarnveig.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HJALTI ÞÓRARINSSON
fyrrverandi yfirlæknir og prófessor,
Laugarásvegi 36,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að
kvöldi miðvikudagsins 23. apríl, verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju, mánudaginn 5. maí kl. 15.00.
Alma Anna Þórarinsson (Thorarensen),
Þórarinn Hjaltason, Halla Halldórsdóttir,
Oddur Carl Hjaltason, Ingibjörg Jakobsdóttir,
Sigríður Hjaltadóttir, Þórir Ragnarsson,
Gunnlaug Hjaltadóttir,
Hrólfur Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR,
sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði
mánudaginn 21. apríl, verður jarðsungin frá
Mjóafjarðarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00.
Vilhjálmur Hjálmarsson,
Hjálmar Vilhjálmsson, Kolbrún Sigurðardóttir,
Páll Vilhjálmsson, Kristín Gissurardóttir,
Sigfús Vilhjálmsson, Jóhanna Lárusdóttir,
Stefán Vilhjálmsson, Helga Frímannsdóttir,
Anna Vilhjálmsdóttir, Garðar Eiríksson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐLAUGS STEFÁNS JAKOBSSONAR,
Víðilundi 20,
Akureyri.
Þorgerður J. Guðlaugsdóttir,
Valgerður K. Guðlaugsdóttir, Kristján Davíðsson
og afabörn.
✝
Hjartkæri maðurinn minn, faðir okkar og afi,
EINAR WERNER ÍPSEN,
Marteinslaug 7,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
18. apríl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu í dag,
miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.00.
Íris Þórarinsdóttir,
Jón Rúnar, Karl Ágúst, Halldór Bjarki
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LUKKA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Höfðavegi 5,
áður Vallanesi,
Höfn í Hornafirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
þriðjudaginn 22. apríl, verður jarðsungin frá
Hafnarkirkju laugardaginn 3. maí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð
Skjólgarðs.
Sigurður Eymundsson, Olga Óla Bjarnadóttir,
Anna Margrét Eymundsdóttir, Guðjón Davíðsson,
Agnes Eymundsdóttir, Grétar Geir Guðmundsson,
Eygló Eymundsdóttir, Jakob Ólason,
Albert Eymundsson, Ásta Ásgeirsdóttir,
Ragnar Hilmar Eymundsson, Rannveig Sverrisdóttir,
Brynjar Eymundsson, Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir,
Benedikt Þór Eymundsson,
Halldóra Eymundsdóttir,
Óðinn Eymundsson, Elísabet Jóhannesdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL PÁLL PÁLSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
2. maí kl. 13.00.
Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir,
Jón Gunnar Þorkelsson, Sigrún Haraldsdóttir,
Herdís Þorkelsdóttir, Einar Einarsson,
Ágústa Þorkelsdóttir, Ólafur H. Óskarsson,
Páll Vikar Þorkelsson,
Lilja Þorkelsdóttir, Garpur Dagsson,
afabörn og langafabörn.