Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 37

Morgunblaðið - 30.04.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 37 Intercoiffure ásamt Sirrý, dóttur minni, sem, var mikill fengur fyrir ICD-félaga, þar gerðir þú marga góða hluti,sem fagmaður og varst allt- af tilbúin að bjóða fram þína aðstoð. Við fórum til Parísar ásamt fleiri ICD-félögum 2004, þú hafðir ekki komið áður til Parísar. Ég gleymi ekki upplifun þinni á þessari miklu tísku og menningarborg, sáum allt það nýjasta í hártískunni, ásamt því að vera mjög menningarlegar skoð- uðum það sem þig langaði mest að sjá, sem var nokkuð mikið miðað við bara 2 daga, búðunum slepptum við eig- inlega alveg sem var svolítið sérstakt því okkur þótti ekkert leiðinlegt að heimsækja þær. Ég minnist einnig ferðalags okkar og Sirrýjar dóttur minnar til Mílanó 2004 á heimsmeistaramótið í hár- greiðslu sem var yndisleg ferð. Við þrjár í tískuborginni Mílanó. Hanna mín, þú hafðir svo góða nærveru, það var aldrei lognmolla í kringum þig, sannur og traustur vin- ur. Síðastliðið haust byrjaðir þú að vinna í heildverslunin Aríu, við vorum svo lánsöm eigendurnir að fá að njóta faglegrar þekkingar þinnar, hlýju og glaðværðar. Elsku Hanna mín, mikið á ég eftir að sakna þín í mínu lífi, ég veit að ég tala fyrir munn allra sem kynntust þér á lífsleiðinni. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga og fjöl- skylda,ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi algóður Guð vernda ykkur og styrkja. Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthias Jochumsson.) Þín vinkona, Helga Bjarnadóttir. Hanna Stína fæddist á Norðfirði og ólst þar upp yngst í hópi fjögurra systkina og í nánu samneyti við stór- fjölskylduna. Báðar ömmur sínar og afa hafði hún á næstu grösum, frænd- ur og frænkur gengu inn og út hvert hjá öðru og mátti vart greina hver átti heima hvar, svo mikil og sjálfsögð voru samskiptin við ættingjana. Um- vafin ástríki foreldra var Hanna Stína og eftirlæti í stórfjölskyldunni enda var hún frumlegur og skemmtilegur krakki, einstök um margt og eru til ýmsar sögur sem styðja það. Fjöl- skyldan var hláturmild og hafði gam- an af hugdettum og uppátækjum Hönnu Stínu. Gestkvæmt var hjá bæði foreldrum, ömmum og öfum og ávallt allir velkomnir. Fátt vissi Hanna skemmtilegra en sitja og drekka í sig samræður fullorðna fólksins og ekki verra ef það voru glæsilegar og vel til hafðar vinkonur móður hennar því snemma kom í ljós að stúlkan var fagurkeri. Eitt sinn þegar Hanna var pínulítil kom hún heim og áttaði sig á því að Gúlla hafði verið í heimsókn, vonbrigðin voru mikil að missa af Gúllu en annað skipti ekki síður máli og endurspegl- ast í þessari ódauðlegu setningu: „Í hvernig skóm var hún?“ Hanna var einstaklega skemmtileg manneskja og miklum kostum búin. Af öllu því góða í fari hennar var húm- orinn eitt það besta, hlýr og glettinn. Hún var mikil eftirherma en eftir- hermunum fylgdi ávallt bros með blik í auga og kankvís hlátur sem vitnaði um hlýju og væntumþykju í garð þess sem hermt var eftir. Því Hanna bar virðingu fyrir öllum og var afskaplega fordómalaus enda laðaðist að henni fólk úr öllum áttum. Hinn gríðarstóri vinahópur spannaði mikla flóru fólks, konur og karla, unga og gamla. Sum- um vinum sínum var hún sem fóstra, ungu fólki sem tók út þroska sinn í skjóli hennar og hélt ávallt tryggð við hana. Þannig hefur hún verið kjölfest- an í tilveru fjölda fólks en ekki síst fjölskyldu sinnar. Hanna Stína var forkur mikill og þegar hún tók sig til gerðist allt sem hendi væri veifað. Hún virtist geta töfrað fram veislur fyrirhafnarlaust eins og sannaðist í fyrra þegar hún hélt stórveislu fyrir Hjalla sinn fimm- tugan, varla staðin upp úr alvarlegum veikindum. Útivistarkona var Hanna og gekk á fjöll á sumrum, einkum í grennd við æskuslóðirnar fyrir aust- an. Þegar Hanna veiktist í baki fyrir mörgum árum ákvað hún að taka til sinna ráða og í stað þess að leggjast undir hnífinn fór hún daglega í sund. Þetta bar tilætlaðan árangur og lýsir vel karakter Hönnu Stínu. Þegar krabbameinið bankaði fyrst upp á tók Hanna því af ótrúlegu æðruleysi og bjartsýni. Hún barðist eins og hetja og kvartaði aldrei enda ætlaði hún að sigra. Hún átti það sannarlega skilið og við þurftum á því að halda að hafa hana lengur meðal okkar. Ekkert benti til annars en að fullur sigur væri unninn og Hanna blómstraði. Skyndileg veikindi síð- ustu vikurnar komu sem reiðarslag, eftir sitjum við skilningsvana og harmi slegin. Fjölskyldunni, Hjalla, Hjalta og Helgu, elsku Stínu frænku, systkin- um Hönnu og fjölskyldum þeirra, votta ég samúð okkar Rúnars og barnanna. Einstök kona er gengin. Minningin um hlýjan húmor og blik í auga mun ylja okkur um ókomna tíð. Jóhanna Gísladóttir. Í dag fylgjum við Hönnu Stínu síð- asta spölinn í þessu jarðneska lífi og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Hanna Stína var ein af þeim manneskjum sem ég var svo lánsöm að geta kallað vin. Hún var sannkallaður engill í mannsmynd, alltaf boðin og búin að rétta hjálpar- hönd. Hún var þeim eiginleika gædd að ná fram því allra besta hjá fólkinu sem í kringum hana var. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka en það sem stendur upp úr er hvað ávallt var stutt í brosið og hláturinn. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson.) Með þessum línum langar mig að þakka Hönnu Stínu fyrir að vera vin- ur minn og bið algóðan guð að styrkja Hjalla, Hjalta, Helgu og alla þá sem sem nú syrgja þessa yndislegu konu. Góða ferð mín kæra og hafðu þakk- ir fyrir allt og allt. Kveðja, Sóley Rut Ísleifsdóttir. Elsku Hanna Stína. Hver hefði trú- að því þegar við heimsóttum þig á skírdag sl. að það yrði í síðasta sinn sem við myndum sjá þig. Þá varstu sjálfri þér lík, kát og hlæjandi. Þannig eru allar minningar okkar um þig. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður, það kæti þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty.) Kveðja, Helga Björg, Þórey og fjölskyldur. Elsku Hanna Stína okkar. Okkar hinsta kveðja til þín og við þökkum þér fyrir allar góðar stundir saman sem við höfum átt á pallinum á Þiljuvöllum og á Blómsturvöllum s.l. ár. Það var enginn eins og þú, við munum alltaf minnast þín á góðum stundum. Sendum Hjalla, Helgu okkar, Hjalta og elsku ömmu Stínu okkar samúðarkveðjur. Sigurveig Hall og fjölskylda Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. (Steingrímur Thorsteinsson.) Sigurveig Hall og fjölskylda. Saknaðarkveðja frá okkur sem elskum þig svo mikið. Það er sagt að guðirnir taki þær sálir mjög snemma sem þeir elska mikið. Þetta gæti alveg verið rétt í tilfelli Hönnu Stínu, hins vegar finnst okkur þetta alls ekki réttlátt frá okkar bæj- ardyrum séð, þar sem okkar ást til hennar er alls ekki minni en sú sem Guð ber til hennar og okkur finnst að hún hefði mátt vera hér hjá okkur svo miklu lengur. Til að lýsa Hönnu Stínu skortir okkur í raun og veru þau orð sem eiga við. Þessi yndislega stúlka varpaði alltaf birtu og hlýju frá sér á einhvern hátt sem er svo erfitt að lýsa. Það voru aldrei vandamál uppi á borðinu, eingöngu úrlausnarefni sem voru leyst einhvern veginn þannig að lífið sjálft virtist vera svo auðvelt. Bros hennar og yndislegt viðmót gaf frá sér svo mikla hlýju; þótt skammdegið væri svart, þá var alltaf þessi mikla og yndislega birta sem fylgdi henni sem gaf okkur þá trú á lífinu sjálfu sem hverjum manni er nauðsynleg. Hanna Stína er alls ekki farin né horfin frá okkur. Hún mun lifa með okkur áfram um ókomna framtíð. Elsku Hjalli bróðir minn, Helga og Hjalti, það eru ekki til þau orð í okkar ylhýra máli sem geta lýst samúð okk- ar til ykkar. Góður Guð geymi ykkur og veri með um alla framtíð. Siggi bróðir og fjölskylda. Elsku Hanna frænka. Þegar ég heimsótti þig á spítalann helgina eftir páska fannst mér ómögulegt til þess að hugsa að það væri mín síðasta heimsókn til þín, þú varst kát eins og þér einni var lagið. Ég var full bjartsýni, hún Hanna frænka ætti svo sannarlega eftir að ná sér og fara í slökun til mömmu og pabba á Kanarí, eins og þið rædduð um. Minningarnar eru margar, flestar frá því ég var yngri þó. Enda lék ég mér í Hönnu-Stínu-leikjum langt fram eftir aldri. Flest kvöld var mamma látin sitja í stól og ég greiddi henni, búin að koma fyrir heimasíma- num, stílabók og penna. Milli þess er ég greiddi henni, svaraði ég í símann og tók niður pantanir á hárgreiðslu- stofuna mína, allt eins og Hanna frænka, mér fannst hún svo langflott- ust. Stundirnar á Hólsveginum eru ómetanlegar, meðan mamma sat í hárgreiðslustólnum niðri hjá þér læddi ég mér upp og skoðaði skóna þína, ég mátaði þá fram og til baka og þegar ég yrði stór ætlaði ég að verða eins og Hanna frænka. Mér er það ómögulegt að skilja hvers vegna þetta megi vera, svona óréttlátt. Hanna frænka svo yndis- lega góð, alltaf kát og glöð og átti allt- af pláss fyrir alla í hjarta sínu . Stórt skarð hefur verið höggvið í Lund- bergs-ættina við fráfall Hönnu Stínu, skarð sem ekki verður fyllt, en Hanna var eins og allir sem hana þekktu vita fremst í flokki þegar mannamót voru haldin. Elsku Hanna mín, ég vona að þér líði vel á nýjum stað, minning þín lifir í hjörtum okkar sem eftir sitjum. Elsku Hjalli, Hjalti, Helga og Stína mín, guð veiti ykkur styrk í sorginni. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Elsa Jóhannsdóttir. Allir á Norðfirði þekktu Hönnu Stínu sem hefur kvatt okkur í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Hugurinn reikar einhverja áratugi aftur í tímann til Norðfjarðar, nánar tiltekið á Þiljuvelli. Á þeim árum var fjallið, fjaran, bryggjan, lækir og ekki síst gatan leikvangur þessa barnaskara sem þar ólst upp. Gatan var oft vettvangur ýmissa leikja eins og fallinnar spýtu, kýló, badmintons, húsbolta og jafnvel fót- bolta enda ekki umferðin að trufla.Á veturna breyttist Stínu-bratti í fyr- irtaks brekku fyrir snjóþotur og sleða. Stínu-bratti var nefndur í höf- uð á móður Hönnu Stínu en heitir ef- laust einhverju virðulegra nafni í op- inberum plöggum. Hanna Stína og Gúkka systir henn- ar urðu fljótt áberandi í þessum krakkaskara og áttu oft frumkvæðið að leikjum og einstaka prakkara- strikum, og við hin yngri fylgdum á eftir og fengum jafnvel skammir fyr- ir. Það var til siðs að láta löggu þorps- ins hafa fyrir því að reka liðið heim er komið var vel fram yfir útivistartím- ann, sem var aldrei virtur. Á þessum árum kom fljótt í ljós það sem var einkennandi og áberandi í fari Hönnu Stínu seinna meir; orku- bolti af guðs náð, stríðnis- og glettn- isglampi í augum og þessi smitandi hlátur sem hún var óspör á, og ekki síst lífsgleðin. Hanna Stína lærði til hárgreiðslu og var vinsæl í starfi. Það var fastur liður að fara í klipp- ingu er austur var komið, og naut ég þess að okkar tímaskyn var svipað. Alltaf hægt að panta með engum fyr- irvara og sjaldan stóðust tímasetn- ingar. „Komdu bara klukkan hálf sex og við reddum þessu.“ Svo var mætt og var númer 3 í röðinni, ef maður var heppinn, fékk stól og síðan var hún einsog stormsveipur á milli kúnna. Held reyndar að hún hafi ekki kunn- að að segja nei. Grunar það. Hjalli og Hanna Stína hafa verið samferða hátt í 30 ár og voru það samrýnd að ef annað bara á góma fylgdi hinn aðilinn ósjálfrátt með. Hjalli heitir eflaust einhverju virðulegu nafni í þjóðskrá, en alltaf er hann kallaður Hjalli Hönnu Stínu fyr- ir austan. Hafði oft lúmskt gaman af er Hjalli fékk góðar og athyglisverðar hug- dettur, komst á flug, þá átti Hanna Stína til að kippa honum niður á jörð- ina ef henni fannst flugið full hátt. Hanna Stína var jarðbundnari aðilinn í þeirra góða sambandi. Hjalli er drengur góður eins og hann á kyn til. Þegar á reynir kemur í ljós úr hverju fólk er gert. Kjarkur, reisn og virðing ein- kenndu þau hjón í þeim erfiðu veik- indum sem Hanna Stína glímdi við. Þeirri göngu er lokið, en minningin um heilsteypta konu lifir. Það er alltaf erfitt að kveðja en hugur minn er hjá Stínu, Hjalla, Helgu, Hjalta, Sigga, Boggu, Gúkku og öðrum vinum. Votta ykkur samúð mína. Davíð Heiðar Hansson. Við viljum minnast í örfáum orðum látinnar móðursystur okkar, hennar Lillu. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá heimili þeirra Jónda í Lambey, þar sem við dvöldumst svo oft, sérstaklega á árum áður. Lilla var einstaklega hlý, glað- lynd og gestrisin með eindæmum. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru austur í æsku okkar og fram eft- ir aldri, til að eiga við kartöflur, eltast við gæsir eða bara til að fara í heim- sókn. Við vorum bæði nokkur sumur í sveit í Fljótshlíðinni og eru þessi ár okkur ógleymanleg. Í Lambey var alltaf gott að vera, mikið líf og fjör, enda fjölskyldan stór og margir sem áttu þangað leið. Lilla tókst á við erfið veikindi nú síðustu árin af sérstöku æðruleysi og reisn og bar sig alltaf vel. Minningin um einstaka frænku lifir í huga okkar. Við viljum þakka fyrir allar sam- verustundirnar og vottum Jónda og allri fjölskyldunni innilega samúð. Sæmundur og Þórhildur. Það var í munnlegu prófunum upp í 3. bekk í MA, vorið 1944. Ég tók strax ✝ RagnhildurSveinbjarnar- dóttir fæddist í Lauf- ási við Eyjafjörð 25. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Breiðaból- staðarkirkju í Fljóts- hlíð 26. apríl. eftir þessari fallegu stúlku. Hún sat uppi á borði og var að hlusta á próf ásamt fleira fólki. Ég þekkti engan, kom í prófin utanskóla og var alveg dauð- hrædd við þetta allt saman. Auðséð var að hún laðaði að sér fólk með glaðlegu tali og ekki síst þessu sérstaka, seiðandi, en þó glettna, augnaráði. Ég færði mig nær og tókum við strax tal saman meðan beðið var eftir einkunnum. Veturinn eftir lentum við sitt í hvorum bekk en í fjórða bekk flutti ég á heimavistina og eftir það deildum við Lilla Sveinbjarnar, eins og hún var kölluð, herbergi í þrjá vetur eða þar til við útskrifuðumst vorið 1948. Alltaf var þriðja stúlkan með en einu sinni vorum við fjórar saman ein- hvern vetrarpart og þá mátti Lilla láta sig hafa það að sofa í dívanskúffu, af því að hún var minnst. Ekki var möglað heldur tók hún þessu með glettni og léttleika eins og henni var lagið. Það gefur auga leið að margt var sér til gamans gert, mörg voru vand- ræðin og áhyggjurnar sem og ýmsir eftirminnilegir atburðir. Lilla tók þátt í öllu, var mjög félagslynd en lítið fyr- ir að láta á sér bera. Ekki vantaði námshæfileikana því henni gekk afar vel í skóla og var yfirleitt farsæl í leik og starfi en föst fyrir og lét engan eiga hjá sér eða hagga sér ef henni sýndist svo. Ekki man ég til þess að okkur yrði nokkurn tíma sundurorða, þó komum við úr afar ólíku umhverfi, hún úr Fljótshlíðinni, þar sem hún var fædd og uppalin í foreldrahúsum, en ég hafði víða verið. Síðar á ævinni sagði ég oft við hana að hún ætti að fá me- dalíu fyrir að hafa þolað mig allan þennan tíma. Við ræddum stundum um hvað við ætluðum að gera er út í lífið kæmi. Ég var aldrei viss en Lilla var aldrei í vafa. Hún ætlaði að snúa aftur heim í sveitina sína og búa þar. Í því var hún alveg staðráðin. Hún hnikaði aldrei frá þessu takmarki enda leið ekki á löngu uns hún og Jóndi voru farin að búa í Fljótshlíð- inni og leggja drög að myndarlegum barnahóp. Leiðir skildi og við hittumst aðeins endrum og sinnum. Einhvern tímann komum við hjónin í heimsókn, auðvit- að með tvö eða þrjú börn. Ekki var við annað komandi en að setjast að mat- borði með fjölskyldunni sem þá var orðin allstór. Þegar við loksins ókum úr hlaði sáum við hvar Jóndi kom hlaupandi á eftir okkur. Erindið var að gefa okkur í nesti stærðarmatar- pakka. Slík voru gæði og gestrisni þeirra hjóna. Í vor eru 60 ár síðan við skildum við skólann okkar. Sigurður skólameist- ari sagði stundum að eitt af hlutverk- um skóla væri að móta nemendur. Ég er þess fullviss að í mínu tilviki áttu vinir og skólasystkini stóran þátt í þessari mótun, ekki síst þeir sem mest voru samskiptin við. Þar skipar Ragnhildur, þessi skemmtilega, prúða stúlka, veglegan sess. Ég þakka henni fyrir samfylgdina í æsku, þessi skemmtilegustu, en um leið mikilvægustu mótunarár ævinnar, þegar vinátta verður til, vinátta, sem endist alla ævi. Við hjón sendum ástvinum Ragn- hildar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ragnhildar Sveinbjarnardóttur. Jóhanna Friðriksdóttir. Ragnhildur Svein- bjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.