Morgunblaðið - 30.04.2008, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Lára J. Sigurð-ardóttir fæddist
á Skammbeins-
stöðum í Holtum 16.
júní 1910. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 24. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
þau Guðríður Þor-
steinsdóttir frá
Holtsmúla f. 1877, d.
1947, og Sigurður
Jakobsson frá
Neðra-Seli f. 1877,
d. 1911. Systkini
Láru voru: Margrét, Ágústa, Dag-
mar, Elísabet, Elínborg og Sig-
urður og eru þau öll látin. Eftirlif-
andi eru hálfbróðir hennar
sammæðra, Guðmundur Árnason,
og Benedikt Björnsson uppeld-
isbróðir.
1947, börn þeirra eru a) Lára f.
1972, börn hennar eru Oliver og
Yasmin f. 2001 b) Þórdís f. 1976,
maki Jónas B. Hallsson f. 1975,
barn þeirra er Gabríel f. 2005. Son-
ur Jónasar frá fyrra sambandi er
Axel Þór. c) Unnur f. 1986, í sam-
búð með Sverri Gunnarssyni f.
1981. 4) Hólmfríður Kristín f. 1952,
fyrrverandi maki Gunnar M. Sand-
holt, börn þeirra eru a) Anna Sig-
ríður f. 1976, maki Hjalti Guð-
mundsson f. 1974, börn þeirra eru:
Lena Björk f. 1996, Aníta f. 2004
og Kamilla f. 2006. b) Karl Magnús
f. 1981. Seinni maki Hólmfríðar er
Friðrik Sigurgeirsson f. 1949 og á
hann þrjú börn frá fyrra hjóna-
bandi.
Lára ólst upp á Skammbeins-
stöðum, en flutti til Reykjavíkur
um tvítugt og starfaði þar við ýmis
störf þangað til hún giftist og helg-
aði líf sitt heimili og fjölskyldu.
Útför Láru verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 11.
Lára giftist 15.
október 1938 Karli
Vilhjálmssyni verka-
manni frá Vogsósum
f. 19.9. 1910. For-
eldrar hans voru þau
Hólmfríður S.
Snorradóttir f. 1873,
d. 1944 og Vilhjálmur
K. Ásmundsson f.
1873, d. 1944.
Börn Láru og
Karls eru: 1) Sig-
urður f. 1939 í sam-
búð með Unni Lauf-
eyju Jónsdóttur f.
1938. 2) Ásmundur f. 1943, maki
Guðbjörg Alfreðsdóttir f. 1952,
sonur þeirra er Axel f. 1981, unn-
usta hans er Brynja M. Dan Gunn-
arsdóttir f. 1985 og er þeirra sonur
Máni Snær f. 2008. 3) Guðríður f.
1948, maki Guðni R. Eyjólfsson f.
Elskuleg móðir mín Lára J. Sig-
urðardóttir lést 24. apríl á sumardag-
inn fyrsta. Hún var fædd 16. júní
1910 á Skammbeinsstöðum í Holtum
í vesturbænum og þar ólst hún upp í
stórum systkinahópi. Hún var árs-
gömul þegar hún missti föður sinn og
amma gekk þá með sjöunda barnið.
Þetta voru erfiðir tímar og var hún
sett í fóstur til föðurömmu sinnar í
Neðra-Seli rúmlega ársgömul. Hún
talaði mikið um það síðustu árin sem
hún lifði að hennar fyrsta minning
væri þegar mamma hennar sótti
hana og amma hennar og hún grétu
mikið yfir að missa hvor aðra. Þegar
svo var komið var ekki algengt í þá
daga að börnin fengju að alast öll upp
með einstæðri móður. Seinna gerðist
Árni Guðmundsson ráðsmaður hjá
þeim. Þau eignuðust saman einn son.
Einnig ólst upp hjá þeim Benedikt
Björnsson og var amma þá komin
með níu börn. Allir þurftu að taka til
hendinni en hún minntist æskuár-
anna með hlýhug. Hún sagði okkur
oft söguna þegar þau systkin fóru
upp á Heklu. Lagt var af stað upp um
nóttina til að vera komin upp áður en
kæmi ský á fjallið. Þetta var mikið
ævintýri.
Um tvítugt fluttist hún til Reykja-
víkur. Hún var þénandi eins og kallað
var í gamla daga og vann við að
breiða skreið og í Hampiðjunni.
Hún giftist föður mínum árið 1938.
Líf þeirra einkenndist fyrst af mikilli
vinnu við að koma sér upp heimili.
Þau hófu búskap fyrst á Reynimel og
voru seinna hjá ömmu á Seljavegin-
um. Síðan byggðu þau í samvinnu við
annan Kirkjuteig 31 og þar var okkar
heimili og þar ólumst við systkinin
upp. Eftir að mamma átti okkur
systkinin vann hún aldrei úti, hún
helgaði líf sitt og krafta fjölskyld-
unni, vafði okkur ást og umhyggju og
var ávallt til staðar þegar við þurft-
um á henni að halda. Hún var vinnu-
söm kona sem drýgði tekjur heimilis-
ins m.a. með því að prjóna
lopapeysur. Einnig áttu þau lítið
sumarhús við Hlíðarvatn í Selvogi en
faðir okkar var þaðan. Þar áttum við
góða tíma saman.
Þau fóru fyrst til útlanda 1973 og
eftir það fóru þau næstum því á
hverju ári til útlanda. Á síðustu ár-
unum fóru þau þó mest til Spánar þar
sem þau nutu sín í sólinni og hitan-
um.
Árið 1985 fluttu þau síðan í Ból-
staðarhlíð. Þar stunduðu þau dans,
spiluðu og fóru í sund. Pabbi var þá
hættur að vinna, en hann lést í nóv-
ember 1990.
Í febrúar 2004, þá 94 ára gömul,
fór hún á hjúkrunarheimilið Skóg-
arbæ, þar sem hún naut umhyggju
starfsfólksins. En árið 2005 þurfti að
taka af annan fótinn hennar og upp
úr því dansaði hún ekki meira. En
hún gafst ekki upp. Hún var ótrúlega
dugleg að nota hjólastólinn til að
koma sér áfram og sagði: „Maður
þarf nú aðeins að hreyfa sig.“
Nú er komið að leiðarlokum, langri
og hamingjusamri ævi er lokið. Hún
var orðin óskaplega þreytt og þráði
að komast til pabba. Það er alltaf erf-
itt að kveðja en það eru forréttindi að
hafa fengið að hafa hana svo lengi hjá
okkur. Elsku mamma mín, hafðu
þökk fyrir allt sem þú gafst mér og
mínum og ég segi að lokum eins og
þú sagðir alltaf þegar þú kvaddir: Ég
bið að heilsa.
Blessuð sé þín minning.
Þín dóttir,
Hólmfríður.
Elskuleg tengdamóðir mín er nú
látin eftir mjög langa ævi en hún
hefði orðið 98 ára í júní nk. Það er
ómetanlegt fyrir okkur og afkomend-
ur okkar að hafa haft hana svo lengi
hjá okkur og það er alltaf eins og
maður hafi misst af einhverju þegar
svo öldruð mannekja yfirgefur þenn-
an heim, með alla þá visku, sem
hverfur.
Lára var fríð kona og hafði góða
nærveru. Hún og Kalli, eiginmaður
hannar, sem lést 1990, voru mjög
samrýnd hjón en hún missti hann
fyrir næstum 18 árum. Þau voru
myndarhjón og eignuðust fjögur
börn sem öll eru á lífi. Ég kynntist
henni og þeim hjónum fyrst þegar við
Ási fórum að vera saman eða 1971. Á
þessum tíma bjuggu foreldrar mínir
erlendis og ég var ennþá í menntó og
seinna í Háskólanum. Og hún hugs-
aði vel um mig. Það voru ófá skiptin
sem ég tók strætó í hádeginu til að
borða heitan mat og oft ein hjá henni.
En reglan var að á þessum tíma var
heitur matur í hádeginu og það brást
ekki á þessu heimili og þótti henni
alltaf jafnsjálfsagt að ég kæmi.
Seinna þegar við Ási bjuggum í
Danmörku komu þau að heimsækja
og það var mjög ánægjulegt. Við
ferðuðumst um Þýzkaland og Dan-
mörku og voru þau þakklátir sam-
ferðamenn. En þau hjón fóru fyrst að
ferðast erlendis á efri árum.
Árið 1985 seldu þau eign sína á
Kirkjuteignum sem þau höfðu sjálf
reist af miklum skörungskap. Þá leið
rúmlega hálft ár þangað til þau fluttu
í Bólstaðarhlíðina. Á þessum tíma
bjuggu þau hjá okkur Ása og var það
mjög ánægjulegur tími ekki síst fyrir
Axel son okkar sem þá var 4 ára.
Lára hefur um alllangt skeið þráð
að fá hvíldina en ýmis lasleiki hrjáði
hana síðustu 3-4 árin. Hún sagði oft
að gott væri að fá hvíldina en það
þýddi ekkert að hugsa um það, mað-
ur yrði bara að vera rólegur. Þannig
var hún hógvær, æðrulaus og alltaf
glöð. Hún var í Skógarbæ síðustu 4
árin og fór vel um hana þar. Starfs-
fólkið þar á þakkir skilið fyrir að-
hlynningu hennar. Dæturnar hugs-
uðu líka sérstaklega vel um hana og
þakka ég þeim það. Ég kveð tengda-
móður mína með þakklæti í huga og
veit að henni líður vel núna. Guð
blessi þig.
Guðbjörg.
Elsku amma mín.
Loksins ertu komin til afa. Hann
hefur áreiðanlega verið mjög glaður
að fá þig, enda búinn að bíða eftir þér
í sautján ár!
Elsku amma, þú komin hátt á tí-
ræðisaldurinn eins og þú talaðir svo
oft um. Það á örugglega engin kyn-
slóð eftir að lifa jafnmiklar breyting-
ar og þín kynslóð hefur gert. Enda
skildirðu ekkert í öllum þessum sím-
um og fjarstýringum sem lágu á
borðum allra heimila.
Þegar ég hugsa til baka eru þær
stundir sem við áttum saman í Sel-
voginum í „slotinu“ okkar minnis-
stæðastar. Þótti okkur báðum svo
gaman að fylgjast með kríunum,
skoða hornsílin sem ég hafði veitt og
fá okkur gott nesti. Ég held að þér
hafi líka fundist gott að vera í Selvog-
inum þar sem þú fannst svo sterkt
fyrir nærveru afa, þetta var hans
uppáhaldsstaður.
Í Bólstaðarhlíðinni varstu manna
duglegust að fara í leikfimi, taka þátt
í spilamennskunni og dansa sem þér
fannst svo skemmtilegt. Sérstaklega
þótti þér gaman að mæta í dansinn
þegar að þú fékkst að dansa við hann
Sigvalda sem sagði þig alltaf svo fína.
Fljótlega eftir að þú fluttir á Skóg-
arbæ þurfti að fjarlægja annan fót-
inn. Þá var mikið tekið frá þér. Þá
gastu ekki lengur dansað um og
hrakaði þér þá ansi mikið. Alltaf
tókstu þó brosandi á móti öllum sem
komu til þín svo fín og sælleg. Bauðst
öllum sælgæti úr nammiskúffunni og
þakkaðir svo fallega fyrir heimsókn-
ina.
Þig var farið að langa til að komast
til afa og þar ertu nú. Kveð ég þig því
með frið í hjarta og bros á vör.
Þín
Unnur.
Móðursystir mín Lára Sigurðar-
dóttir fæddist á Skammbeinsstöðum
í Holtahreppi og var sjötta dóttir
hjónanna Guðríðar Þorsteinsdóttur
og Sigurðar Jakobssonar sem þar
bjuggu. Þegar Lára var ársgömul
missti hún föður sinn af slysförum.
Þá var ófæddur eini albróðirinn;
seinna eignaðist Guðríður son með
Árna Guðmundssyni sem var ráðs-
maður hjá henni. Lifir hann systkini
sín öll ásamt uppeldisbróður. Tvíbýli
var á Skammbeinsstöðum og mörg
börn á báðum bæjum. Ólust þau upp
við leik og störf. Bjart var yfir
bernskuminningum þeirra systkina
og ættartengslin sterk.
Lára eignaðist frábæran eigin-
mann, Karl Vilhjálmsson frá Vogsós-
um í Selvogi, þau bjuggu lengst af á
Kirkjuteignum og ólu þar upp börnin
sín fjögur, sem annast hafa móður
sína af alúð.
Þegar ég var barn að aldri minnist
ég þess er Lára og Kalli komu í heim-
sókn, mér finnst þá alltaf hafa verið
sól. Þau voru einstaklega samlynd
hjón. Ég heimsótti Láru síðast í
fyrrasumar, hún var létt og kát og
góð heim að sækja þó öldruð væri og
farin að kröftum.
Við systkinin frá Árbakka og fjöl-
skyldur kveðjum hana með söknuði
og vottum börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar.
Hvíl þú í friði.
Guðríður Bjarnadóttir.
Sumardaginn fyrsta, þegar vor-
boðinn ljúfi þýtur yfir okkar fagra
land Ísland og smáfuglarnir syngja
og byggja sér hreiður á Skamm-
beinsstöðum í Holtum, kvaddi þenn-
an heim Lára J. Sigurðardóttir.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast henni síðustu 17 árin af hennar
löngu ævi. Minningarnar hrannast
upp og af mörgu er að taka, en fátt
eitt verður talið upp hér.
Mér verður hugsað til þess þegar
við keyrðum Hvalfjarðargöngin á
öðrum degi sem þau voru opin. Hún
gat varla trúað því að hægt væri að
keyra undir sjóinn. Þá sagði hún: Ég
held að það geti bara ekki orðið örari
breytingar en ég er búin að upplifa á
minni löngu ævi.
Henni þótti mjög gaman að dansa
og ófá sporin átti hún á dansgólfinu
með Sigvalda danskennara, hinar
kellurnar á öldrunarheimilinu öfund-
uðu hana oft hvað hún var vinsæl hjá
Sigvalda. Sigvaldi kom inn og sagði:
Hvar er Lára? Þá svaraði hún að
bragði: ég er hér og tilbúin í dansinn.
Ég get ímyndað mér að oft hafi
verið glatt á hjalla á Skammbeins-
stöðum þegar systurnar sex voru all-
ar samankomnar þar. Mannkærleik-
ur, jákvæði og létt lund voru Láru
aðalsmerki og höfðu mannbætandi
áhrif á alla sem henni kynntust.
Starfsfólkið í Austurbæ í Skógarhlíð
naut líka hlýju hennar og kærleika.
Ég færi því góða fólki þakklæti fyrir
einstaklega góða umönnun sem
henni var sýnd í Skógarbæ.
Við töluðum oft um dauðann sem
er jú partur af lífinu – hann er ekki
það versta, það er illskan í mannfólk-
inu sem er verri, sagði hún. Það var
alltaf stutt í glettnina. Einu sinni
sagði hún: Þið megið dansa þegar ég
er farin.
Minning um stórbrotna alþýðu-
konu Láru J. Sigurðardóttur lifir í
hjarta mér. Ég er guði þakklát fyrir
að hafa kynnst henni. Að lokum til-
einka ég Láru þetta ljóð:
Hjá vöggu minni mamma söng
í myrkum nætur skugga.
Þín kvæðin voru ljúf og löng
og lögnust mig að hugga.
Á hvítum svæflum svaf ég rótt,
og sveif í draumalöndin.
Þá signdi mig svo milt og hljótt
Þín milda kærleikshöndin.
Ó elsku góða mamma mín.
þín mynd í hug mér ljómar.
Er ljúfa vögguvísan þín,
svo viðkvæmt til mín hljómar.
(Höf. ókunnur.)
Ég votta börnum hennar, tengda-
börnum og öllum afkomendum mína
dýpstu samúð.
Unnur Laufey.
Lára J. Sigurðardóttir
Elsku Villi.
Mig langar að minn-
ast þín með örfáum
orðum. Við að hugsa til
þín, elsku Villi, minnist
ég þín sem prúðmennis
og kurteisi var ávallt í þínu fari. Á
meðan ég skrifa þessar fátæklegu lín-
ur skil ég ekki alveg að þú sért farinn,
við söknum þín. Og eins og þú vildir
alltaf hafa það þá var ávallt heiðar-
leikinn í fyrirrúmi. Ég þakka Guði
fyrir að fá að kynnast þér. Hittumst í
Valhöll eins og við göntuðumst oft
✝ Vilhjálmur Rún-ar Vilhjálmsson
fæddist á Egils-
stöðum 31. desem-
ber 1966. Hann lést
22. mars síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Egilsstaða-
kirkju 31. mars.
með. Megi allir englar
vaka yfir þér.
Ég votta fjölskyldu
þinni mína dýpstu sam-
úð. Þín vinkona
Soffía.
Okkur langar að
minnast bekkjarbróð-
ur okkar Vilhjálms
Rúnars Vilhjálmssonar
með örfáum orðum, en
hann lést 22. mars sl.
Villi Rúnar var bor-
inn og barnfæddur á
Egilsstöðum og hluti af þeim barna-
hópi sem óx þar úr grasi á sjöunda og
áttunda áratugnum. Í þá daga voru
Egilsstaðir þorp og hæð. Nýjahverfið
og túnið voru í uppbyggingu. Krakka-
skarinn skiptist í flokka eftir búsetu
og stundum voru erjur milli Þorpara
og Hæðara. Fyrstu minningar okkar
um Villa Rúnar eru einmitt tengdar
slíku stríði þar sem barist var með
heimatilbúnum trésverðum og skjöld-
um. Villi Rúnar gekk glaðbeittur fram í
sínum flokki til orrustu enda íþrótta-
maður mikill. Deilurnar ristu ekki
djúpt og gert var matarhlé þar sem
menn bjuggu um sárin, nærðu sig og
mættu síðan aftur til leiks. Í minning-
unni snerist lífið um að eltast um hverf-
in í hópum, vera í leikjum á vorin og
gera at í þorpsbúum í haustmyrkrinu.
En við vorum líka bekkjarsystkini í
skólanum í 10 ár. Á þeim tíma kom
glögglega í ljós hversu góður íþrótta-
maður Villi Rúnar var. Hann var leik-
inn með boltann, góður hlaupari og
náði góðum árangri í íþróttum sem
hann stundaði. Hann var mikill Man-
chester United-aðdáandi og í farar-
broddi þess hóps innan bekkjarins.
Daglega var rætt um frammistöðu
leikmanna Liverpool og Manchester
United í skólanum og hart tekist á.
Villi Rúnar dró hvergi af sér í þessum
rökræðum og var duglegur að færa í
stílinn og oft var skemmtun að.
Villi Rúnar er næstyngstur í
stórum bræðrahópi og var í meiri
snertingu við unglingamenningu en
flest okkar hinna. Þegar líða tók á
unglingsárin lagði hann sig fram um
að vera snyrtilega til fara og smart
klæddur og skar sig nokkuð úr hópi
bekkjarbræðra sinna að þessu leyti.
Fæstir þeirra spáðu nokkuð í þessa
hluti, kvenpeningnum í bekknum til
nokkurrar armæðu. Villi Rúnar var
myndarlegur ungur maður, fljótur að
komast á fast og með þeim fyrstu í
bekknum að stofna fjölskyldu og
eignast barn. Hann eignaðist tvo
drengi á lífsleiðinni.
Eftir grunnskólann skildi leiðir og
hópurinn tvístraðist í ólíkar áttir. Þó
svo að leiðir hafi skilið þá hefur bekk-
urinn okkar haldið vel saman, hist
reglulega og við fylgst hvert með öðru
í gegnum fjölskyldur og vini. Lífshlaup
Villa Rúnars var stundum þyrnum
stráð en nýlega flutti hann aftur hing-
að austur til að vera meira samvistum
við syni og fjölskyldu. Sá tími reyndist
þó skemmri en nokkurn óraði fyrir.
Við bekkjarfélagar Villa Rúnars úr
Egilsstaðaskóla vottum drengjunum
hans, Dúnu og fjölskyldunni allri okk-
ar dýpstu samúð á þessum sorgartím-
um.
Fyrir hönd bekkjarfélaga úr Egils-
staðaskóla,
Anna María og Ruth.
Vilhjálmur Rúnar
Vilhjálmsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án
þess að það sé gert með langri grein.
Minningargreinar