Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.04.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 47 eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 - V.J.V., TOPP5.IS/FBL “Tryllingslegt hnefahögg í andlitið!” - S.V., MBL - K.H.G., DV bíóDAGARREGNBOGINN11.-30. APRÍL GRÆNA ljóssiNs SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRÁBÆR SPENNUTRYLLIR MEÐ JESSICU ALBA OG HAYDEN CHRISTENSEN Í AÐALHLUTVERKUM. Á HVERJU ÁRI VAKNAR EINN AF HVERJUM 700 Á MEÐAN Á SKURÐAÐGERÐ STENDUR. ÞEGAR ÞAU PLÖNUÐU AÐ DREPA EIGINMANN HENNAR ÞÁ GRUNAÐI ÞAU EKKI AÐ HANN YRÐI EINN AF ÞESSUM 700 SEM VÆRU MEÐ FULLA MEÐVITUND! eee - 24 stundir Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Made of Honour kl. 5:45 - 8 - 10:15 Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Awake kl. 10 B.i. 16 ára 21 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn íslenskur texti kl. 6 - 8 B.i. 7 ára LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS! 50.000 MANNS! SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM - S.V., MBL eee www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! Sýnd kl. 8 og 10:15 -bara lúxus Sími 553 2075 eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir 10:30 Stærsta kvikmyndahús landsins eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 - H.J., MBL eeeeVe rð aðeins 550 kr. Sýnd kl. 8 og 10:15Sýnd kl. 6Sýnd kl. 6 m/ísl. tali 2 VIKUR Á TOPPNUM! Stundum kaupir maður sérljóðabók. Þetta er heiti áeinu ljóða Óskars Árna Ósk- arssonar og í ljóðinu snjóar kannski eða það er beðið á lítilli brautarstöð í ágústlok. Fyrr en varir er ljóð- mælandinn búinn að kaupa litla bók, „sumar síðurnar næstum auð- ar/ hugboð um eitthvað/ heimur tákna og mynda/ orð sem nema þig burt/ og dagurinn teygir sig lengra/ en brautarteinarnir ná.“ Í síðustu viku keypti ég ekki ljóðabók en ég var nokkra daga úti á landi, á ferð með kvikmyndagerð- armönnum, og komst að því að tími þeirra er öðru fremur helgaður bið- inni. Áður en lagt var upp í ferðina hlóð ég inn á ferðafélagann sem sumir vilja kalla tónhlöðu, nokkrum af diskunum sem Dimma hefur ver- ið að gefa út síðustu misserin. Þar lesa ljóðskáld úr eigin verkum og tónlistarmenn brjóta lesturinn upp með stuttum frumsömdum verkum. Þetta er afar falleg útgáfuröð. Lestur skáldanna tær á diskinum, tónlistin virðist hæfa hverju skáldi og ljóðheimi hans vel, og þá eru um- búðirnar listavel hannaðar; öll lesnu ljóðin prentuð og mynda þannig lítið úrvalsrit.    Þar sem ég ferðaðist um sunnan jökla – og beið, regnið lamdi á bíln- um og landið var rammað inn aftur og aftur í linsur tökuvélanna, var notalegt að hlýða á Óskar Árna lesa um heim tákna og mynda eftir að Sunna Gunnlaugsdóttir djasspían- isti hafði skapað rétta andrúmið. Hann las líka um Þórberg Þórð- arson, þar sem hann nálgast Sval- barðseyri eftir rykugum vegaslóða, þyljandi möntruna um eilífð veg- anna, tveimur áratugum áður en Jack Kerouac hamraði On the Road á ritvélina. „Allir vegir geyma ferðalög,“ segir Óskar Árni. Á öðrum diski, þar sem Kristinn Árnason hrærir í strengjum gítars- ins, segir Gyrðir Elíasson líka af ferðalögum; í ljóðinu Tvífundna- land segist ljóðmælandinn hafa far- ið langar ferðir um þetta land með- an það var ennþá týnt. „Þetta er landið sem/ börnin finna/ og týnist þegar/ lífið verður steintré.“    Á sínum diski les Bragi Ólafsson klassíkina Á Hólsfjöllum, um enn eina ferðina: „Af hestinum/ sem leiðist að bera mig/ hlusta ég á brestina í fjöllunum.“ Ég var á Mýr- dalssandi þegar ég hlýddi á Braga lesa þetta og um landkönnuðina sem eru ekki vanir að svara fyrir komu sína. Og sumardaginn fyrsta las Sigurður Pálsson fyrir mig ljóð- ið Sumardagurinn fyrsti, þar sem „kýrnar svífa/ Chagalllegar um blámann.“ Hljóðbókin verður sífellt vinsælli og ekki furða þegar svo auðvelt er að taka ljóðskáld í sparifötum með sér austur á land. Orð sem nema þig burt AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson »Hljóðbókin verðursífellt vinsælli og ekki furða þegar svo auðvelt er að taka ljóð- skáld í sparifötum með sér austur á land. Morgunblaðið/Kristinn Á diski Óskar Árni Óskarsson er eitt skáldanna sem lesa upp úr verkum sínum á diskunum frá Dimmu, útgáfu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.