Morgunblaðið - 30.04.2008, Side 52
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 121. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Viðbragðsáætlun
Unnið verður samkvæmt við-
bragðsáætlun á Landspítalanum
vegna uppsagna skurð- og svæfing-
arhjúkrunarfræðinga, sem taka gildi
á morgun. Aðeins verður hægt að
veita bráðaþjónustu, þ. á. m. að gera
keisaraskurði og skurðaðgerðir
vegna krabbameins. » Forsíða
Játuðu íkveikjuna
Lögreglan handtók í fyrrinótt
fjóra menn um tvítugt vegna sinu-
bruna á svæði Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn.
Hafa þeir játað að hafa kveikt í sin-
unni en ekki hafa fengist skýringar á
ástæðum íkveikjunnar. » 6
Samruni algert óráð nú
Fráleitt væri að reyna að ráðast í
bankasamruna á Íslandi því við nú-
verandi aðstæður á lánamörkuðum
gætu erlendir lánardrottnar sagt
upp lánalínum, krafist uppgreiðslna
og hærri greiðslna fyrir nýjar lána-
línur. » Miðopna
Aftengja sprengjur
Sérfræðingar Landhelgisgæslu
eyða ósprungnum sprengjum eftir
átökin í Líbanon árið 2006. Fagstjóri
sprengjudeildar vill nýta deildina í
meira mæli til að fínkemba óhreins-
uð svæði hér á landi. » Miðopna
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Heyrðu – hvað er í
gangi?
Staksteinar: Svanasöngur eða...?
Forystugreinar: Samskiptavandi | Í
rétta átt
UMRÆÐAN»
Mannlaus mannréttindaskrifstofa
Bolungarvík blæðir
Samspil manns og náttúru?
Almenn ánægja með þjónustuna
'&+$
(,)')
'$+$
(),00
(,,0,
($$''
'((,
0'0+'
((**$
((,*0
9! : #4
; / $*%" $00+
',00
(,-(0
'&0&
(),,)
(,,,-
($&(&
'(&,
0'(0+
($0$+
(()$$
(,+&&-$
6<
',(+
(,-,)
'&$,
(),*0
(,,++
($&,*
'(),
0'($*
($0-,
(()),
=>?@
A@B; CDB=
<?B?=?=>?@
=EB <<FB?
B> <<FB?
GB <<FB?
@ B%H?B<@
I?C?B <AIB
=
?
;B;@ 4 @A??
Heitast 9° C | Kaldast 0° C
Norðlæg átt, víða 10-
15 m/s. Slydda eða
rigning Norðaust-
anlands en skýjað
sunnan og vestan. » 10
Rappararnir Móri
og Poetrix halda
áfram að senda hvor
öðrum tóninn í dag-
blöðunum og í text-
um sínum. » 49
TÓNLIST»
Skiptast á
skotum
KVIKMYNDIR»
Ólánið eltir James Bond
á röndum. » 45
Chileski rithöfund-
urinn Roberto Bal-
año Ávalos samdi
bókmenntasögu með
ímynduðum rithöf-
undum. » 48
BÓKMENNTIR»
Upplognir
nasistar
FÓLK»
Hættur í CSI og kominn
í kast við lögin. » 50
KVIKMYNDIR»
Iron Man verður frum-
sýnd um helgina. » 46
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Hótaði börnum sínum dauða
2. Ronaldo í útistöðum
3. Skaut Man Utd til Moskvu
4. Hjólhýsi splundraðist á ferð
Íslenska krónan veiktist um 1,34%
PAUL Scholes var hetja Manchest-
er United í gærkvöldi þegar hann
gerði eina mark leiksins við Barce-
lona í síðari leik liðanna í undan-
úrslitum Meistaradeildar Evrópu í
knattspyrnu. Markið gerði hann
snemma leiks með þrumufleyg af
um 25 metra færi efst í markhornið.
Þetta var sérlega ánægjulegt þar
sem hann var í banni þegar United
varð meistari fyrir áratug.
Úrslitaleikurinn í Meistaradeild-
inni verður í Moskvu 21. maí og er
ljóst að í fyrsta sinn í sögu hennar
verða tvö ensk lið sem mætast í úr-
slitum því í kvöld ræðst hvort það
verður Chelsea eða Liverpool sem
mætir United. | Íþróttir
Scholes var
hetja United
Reuters
Gleði Paul Scholes fagnar með Rio
Ferdinand eftir sigurmarkið.
SVO getur farið að tvær íslenskar
jólamyndir verði frumsýndar í ís-
lenskum kvikmyndahúsum jólin 2009,
en tveir íslenskir kvikmyndagerð-
armenn stefna að því að hefja tökur á
slíkum myndum fyrir næstu jól.
Annars vegar er um að ræða mynd
eftir Árna Þór Jónsson, endurgerð á
hryllingsstuttmyndinni Örstutt jól
sem Árni gerði sjálfur á síðasta ári.
Fjármögnun þess verkefnis stendur
nú yfir.
Hins vegar er um að ræða mynd
sem hlotið hefur vinnuheitið Hátíð í
bæ og Hilmar Oddsson mun gera eft-
ir handriti Páls Kristins Pálssonar.
Fjármögnun myndarinnar er langt
komin og líklegt að tökur á henni
hefjist fyrir næstu jól. | 44
Íslenskar
jólamyndir
í bígerð
Hilmar Oddsson Árni Þór Jónsson
„ÞETTA var dásamlegt,“ sagði Alexandra Kjeld, gagn-
rýnandi Morgunblaðsins, að loknum tónleikum bassa-
barítónsins Willards White í Íslensku óperunni í gær-
kvöldi. „Hann er með dáleiðandi rödd og
sviðsframkomu og leiðir mann með sér.“
Tónleikarnir voru til heiðurs Paul Robeson og inn á
milli laga var sagt frá ævi hans og ferli. „Robeson var
söngvari og frelsishetja. Þetta var mjög áhrifaríkt og í
rauninni mjög pólitískt. Það var heiður að fá að upplifa
þetta,“ sagði Alexandra.
Dáleiðandi rödd og framkoma
Willard White hélt tónleika í Íslensku óperunni
Morgunblaðið/hag
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
BÚIÐ er að selja 150 rásnúmer í
Laugavegshlaupið sem fara á fram
12. júlí. Er þetta metsala, en heild-
arfjöldi þátttakenda síðasta sumar
var 144.
Svava Oddný Ásgeirsdóttir,
skipuleggjandi hlaupsins, segir
þurfa að takmarka fjölda þátttak-
enda til að hægt sé að veita kepp-
endum fullnægjandi öryggi og þjón-
ustu á leiðinni og eru mörkin sett við
150 þátttakendur: „Í vondu veðri
þarf t.d. að vera rými til að hýsa fólk
á þeim stoppum sem eru á leiðinni og
viðunandi aðstaða í annarri þjón-
ustu,“ segir hún.
Tekið við skráningum á biðlista
Svava hefur orðið vör við að mörg-
um þykir súrt í brotið að hafa ekki
náð sér í rásnúmer í tíma. Verið er að
leita leiða til að leysa úr þessum
vanda en þangað til geta áhugasamir
skráð nöfn sín á biðlista.
Hlaupið er um 55 km langt og
flokkast því sem ofurmaraþon. Segir
Svava vinsældir Laugavegshlaups-
ins hafa aukist gríðarmikið síðustu
ár enda að hennar sögn einhver fal-
legasta hlaupaleið landsins: „Fyrir
nokkrum árum þótti það að hlaupa
Laugaveginn ekki vera nema fyrir
sérvitringa, en þeir sem hafa tekið
þátt hafa verið hæstánægðir og með
þeim hefur orðstír hlaupsins dreifst
víða,“ segir hún en að jafnaði er um
helmingur keppenda útlendingar og
er það einnig með þann hóp sem þeg-
ar hefur krækt sér í rásnúmer, hann
skiptist nokkuð jafnt milli Íslendinga
og erlendra gesta.
Uppselt á Laugaveginn
Búið er að selja 150 pláss í hlaupið þó enn séu rúmlega tveir
mánuðir í keppni Leita leiða til að fjölga plássum
Í HNOTSKURN
»Aðsókn í hlaupið hefur stór-aukist þó að hlaupaleiðin sé
ekki á færi nema þrautþjálfaðra
íþróttamanna. Leiðin er 55 km,
frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur.
»Takmarka þarf fjölda þátt-takenda þar sem aðstaða á
leiðinni leyfir aðeins viðunandi
þjónustu við ákveðinn fjölda.
»Tekið er við skráningum ábiðlista.Ævintýri Það ku vera leitun að fal-legri hlaupaleið en Laugaveginum.