Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 1
VÆNTANLEG matvælalöggjöf gæti leitt til þess að innlendri framleiðslu verði ýtt til hliðar á smá- sölumarkaðnum, að mati þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í landbúnaði. Takmörkuð samkeppni á smásölumarkaði þar sem tveir stórir aðilar ráða ferðinni er helsta áhyggjuefni þeirra. Með matvælalöggjöfinni, sem mun gera að verk- um að Ísland verður hluti af innra markaði Evr- ópska efnahagssvæðisins með búfjárafurðir, kjöt- vörur, mjólkurvörur og egg, verður talsverð breyting á skilyrðum íslensks landbúnaðar. Til stendur að löggjöfin verði samþykkt í þessum mán- uði og taki gildi 1. júlí og verði að fullu komin til framkvæmda 18 mánuðum síðar. Spáir allt að 40% samdrætti Jóhannes Torfason á Torfalæk segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þeim tveimur aðilum, sem ráði fyrir matvörumarkaðnum, sé létt að geta flutt inn verulega mikið af búfjárafurðum í krafti þess valds sem yfirráð yfir hillurými skapi: „Þá er hægt að hindra aðgang innlendra matvæla um tíma og þarf ekki marga mánuði til að ganga af stórum hluta af okkar framleiðslu dauðri.“ Jóhannes telur að afleiðingarnar af þessum breytingum verði miklar í landbúnaði: „Ég tel lík- legt að það verði 20-40% samdráttur í innlendri bú- vöruframleiðslu á einu til þremur árum, sem mun hitta búgreinar misjafnlega.“ Bændur uggandi Óttast afleiðingar fyrir- hugaðra matvælalaga  Íslenskur landbúnaður | 10 Breytingar Líklegt er að breytingarnar hafi tals- verð áhrif á kjúklingarækt hér á landi. Heimili Gyðinga í landinu sem sagt er að Guð hafi gefið Ísraelsþjóðinni fyrir þrjúþúsund árum er nú orðið 60 ára. En afmæli Ísraels er fagnað í skugga átaka og ofbeldis. Ríkið í Landinu helga 60 ára Stjörnurnar í ensku knattspyrn- unni eru hálfdrættingar á við mesta markaskorara allra tíma. Dixie Dean skoraði 60 mörk fyrir Ever- ton veturinn 1927–28 í 39 leikjum. Markahrókurinn Dixie Dean Í maí 1968 var gerð uppreisn í París gegn boðum og bönnum og breidd- ist út um heim. Íhaldssemi og al- ræði var skotmark uppreisnarinnar og takmarkið frelsi til að vera til. Uppreisn gegn al- ræði og íhaldssemi VIKUSPEGILL EGILL „Gillz“ Einarsson, hljómborðs- leikari stuðsveitarinnar Merzedes Club, sem varð í öðru sæti í undanrásum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hér á landi í vetur, segir íslensku þjóðina misskilja keppnina. Egill óskar Euro- bandinu eigi að síður góðs gengis í Serbíu. „Vonar maður ekki alltaf að Íslandi vegni vel? Ég á samt ekki von á því Eurobandið vinni keppnina, til þess er írski kalkúninn of stór biti. Írar skilja að Júróvisjón er skemmtikeppni en ekki söngvakeppni eins og hún var í gamla daga. Það eru bara gamlir bakraddasöngvarar eins og Guðrún Gunnarsdóttir sem taka þessa keppni alvarlega. Íslendingar eru því mið- ur ekki ennþá búnir að fatta að þetta er grín. Annars hefðu þeir valið okkur. Þeir fengu tækifæri til að senda gott grínatriði og lag eftir einn mesta tónlistarsnilling þjóðarinnar til Serbíu en gerðu rækilega í brækurnar. Grátlegt.“ Egill er keppnismaður en kveðst eigi að síður aðeins hafa verið fúll í fimm mín- útur. „Það þýðir ekkert að væla yfir þessu og eftir á að hyggja er ég bara feginn að við unnum ekki. Við erum líka langtum vinsælli en hljómsveitin sem vann. Það sér ekki fyrir endann á þessu ævintýri og ég ætla að vera í Merzedes Club meðan ég nýt þess. Hvernig er ekki hægt að hafa gaman af þessu, við félagarnir inni á kló- setti að bera á okkur brúnkukrem …“ Fyrst og síðast þjálfari Þótt Egill sé með mörg járn í eldinum er hann fyrst og síðast líkamsræktarþjálf- ari. Hann er með aðsetur hjá H-10 Sport og Spa í Kórnum í Kópavogi en er að mestu hættur dæmigerðri einkaþjálfun. Þess í stað hefur hann kynnt til sögunnar svonefnda fjarþjálfun sem hann segir ganga vonum framar. „Fjarþjálfun er val- kostur við einkaþjálfun. Einkaþjálfun er dýr og fólk á ekki að þurfa að slíta af sér annan handlegginn til að fá þjálfun.“ | 22 Hljómborðsleikarinn Egill „Gillz“ Einarsson undrandi á löndum sínum Skilja ekki Jú- róvisjón Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjölhæfur Egill „Gillz“ Einarsson kemur víða við en lítur aðallega á sig sem líkamsræktarþjálf- ara. Hann býður fólki nú upp á svokallaða fjarþjálfun sem valkost við einkaþjálfun. mamma mamma >> 63 Öll leikhúsin á sama stað Leikhúsin í landinu SUNNUDAGUR BÍÓIN Í SUMAR MIKIÐ UM DÝRAR BRELLUMYNDIR DAGLEGT LÍF >> 30 LISTAHÁ- TÍÐ 2008 TILRAUNAMARAÞON Í HAFNARHÚSINU FÓLK >> 71 STOFNAÐ 1913 128. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.