Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Engin bönd hafa haldiðCristiano Ronaldo í vet-ur. Hann hefur gert 30mörk fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, af- rek sem fáir samtímamenn geta leikið eftir. Portúgalinn er samt ekki nema hálfdrættingur á við mesta markaskorara allra tíma í ensku knattspyrnunni, Dixie Dean, sem gerði hvorki fleiri né færri en 60 mörk fyrir Everton í gömlu 1. deildinni veturinn 1927-28 – í 39 leikjum. Met sem verður ugglaust aldrei slegið. Í vikunni voru liðin 80 ár frá því að Dean vann afrekið, þá skoraði hann þrennu gegn Arsenal í loka- leik Everton á þessari rómuðu leiktíð þegar Bítlaborgarar urðu meistarar. Lokamarkið, sem kom á síðustu andartökum leiksins, var það sextugasta og þar með sló Dean landsmet sem George nokk- ur Camsell hafði sett þegar hann gerði 59 mörk fyrir Middles- brough árið áður. En það var í 2. deild. Haltur fyrir lokaleikinn Dean skoraði í fyrstu níu leikj- um Everton þennan vetur, þar á meðal öll mörkin í 5:2 sigri á Man- chester United. Hann var kominn með 30 mörk um jólin og eftir þrennu gegn Liverpool skömmu eftir áramót hafði hann gert 43 mörk. Þá dró hins vegar af kapp- anum sem skoraði ekki í fjórum leikjum í röð. Fyrr bjuggust menn við því að jörðin hætti að snúast. Fjórar tvennur á skömmum tíma og ferna gegn Burnley þýddu þó að metið var aftur í augsýn þegar aðeins einn leikur var eftir um vorið. Það leit þó ekki vel út um tíma því Dean haltraði af velli á Turf Moor en Harry Cook sjúkra- þjálfari dró hann á flot á elleftu stundu fyrir leikinn gegn Arsenal. Þar átti Dean þó vandasamt verk fyrir höndum, hann vantaði þrjú mörk til að slá metið og í vegi hans stóð einn besti varnarmaður deildarinnar, Charlie Buchan, í sínum síðasta kappleik sem átti svo sannarlega að verða eitthvað til að greina barnabörnum frá. Dean lét þó kurteisina lönd og leið þetta eftirmiðdegi og jafnaði fljótt met Camsells með skalla og marki úr vítaspyrnu. En klukkan tifaði og enn vantaði hann punktinn yfir i-ið. Æðisgenginni leit lauk rétt fyrir leikslok þegar Dean smeygði sér fram fyrir varnarmann og sendi boltann í markið með vöru- merki sínu – skalla. Allt ætlaði um koll að keyra Allt ætlaði um koll að keyra á Goodison Park. Everton hefur unnið marga merka sigra gegnum tíðina en Thomas Keates, sögurit- ari félagsins, fullyrðir að aldrei hafi önnur eins fagnaðarlæti brot- ist út og þegar Dixie Dean sló markametið. Himinninn hrökk í kút. Dean lét raunar ekki við 60 deildarmörk sitja þennan vetur. Hann gerði jafnframt þrjú mörk í tveimur bikarleikjum og fjögur mörk í fimm leikjum fyrir enska landsliðið. Samtals 67 mörk í 46 leikjum eða 1,46 mörk að meðaltali í leik. Ótrúlegt afrek. Það var kraftaverk að Dixie Dean skyldi yfir höfuð flengjast um grundir þetta sögulega vor. Tveimur árum áður kjálka- og höf- uðkúpubrotnaði hann í mót- orhjólaslysi og var vart hugað líf. En Dean veitti örlögunum viðnám og bati hans var ótrúlegur. Læknar voru eigi að síður full- vissir um að hann myndi aldrei leika knattspyrnu framar. Dean var á öðru máli og veturinn eftir gerði hann 21 mark í 27 leikjum fyrir Everton. Heilbrigðisstéttin var orðlaus. Missti eista í tæklingu Árangurinn er enn merkilegri fyrir þær sakir að Dean skoraði um helming marka sinna á ferl- inum með höfðinu. Hann hlífði sér sumsé hvergi eftir slysið. Dean var vanur að æfa koll- spyrnur með sandfylltum leð- urbolta ásamt félaga sínum Tommy Lawton og það bar svo sannarlega árangur. Hann var þó að sögn kunnugra ekki síðri á jörðinni, fljótur, leikinn og útsjón- arsamur. Lagði öfugt við marga markaskorara upp fjölda marka fyrir samherja sína. Dixie Dean var mikið prúðmenni á velli og var hvorki færður til bókar né vísað af velli á öllum sín- um ferli. Hann skipti aldrei skapi enda þótt hann væri miskunn- arlaust sparkaður niður af harð- skeyttum varnarmönnum milli- stríðsáranna. Einn tæklarinn gekk meira að segja svo vasklega fram að Dean þurfti að hirða annað eist- að upp úr grassverðinum. Samt kvartaði hann aldrei. Stóð bara upp og hélt áfram að skora. Svona eins og Didier Drogba! Snemma beygðist krókurinn William Ralph Dean fæddist í Birkenhead á Merseyside 22. jan- úar 1907. Hann hóf feril sinn hjá Tranmere Rovers og skoraði 27 mörk í 33 leikjum fyrir félagið í 3. deildinni frá 1923-25. Talið er að aðdáendur hafi gefið Dean gælunafnið Dixie vegna þess hvað hann var dökkur á brún og brá. Þá var hárið á honum hrokkið og mörgum þótti hann líkjast mönnum af afrískum uppruna í suðurríkjum Bandaríkjanna. Sjálf- um geðjaðist Dean aldrei að nafn- inu og vildi að menn kölluðu sig Bill. Everton, sem Dean studdi í æsku, festi kaup á piltinum fyrir 3.000 pund vorið 1925 og á fyrsta heila tímabili sínu á Goodison Park gerði hann 32 mörk í 38 leikjum í efstu deild. Sextíu marka spark- tíðin stendur vitaskuld upp úr en alls gerði Dean ellefu sinnum meira en 20 deildarmörk á tímabili á ferlinum og fjórum sinnum 30 mörk eða meira. Veturinn 1931-32 sendi hann knöttinn 45 sinnum í netið og 39 sinnum 1930-31 og þá eru bara deildarleikir taldir. Seinni árin dró af Dean og Everton seldi hann til Notts County haustið 1937. Þar náði hann sér ekki á strik og gekk til liðs við írska liðið Sligo Rovers í janúar 1939. Þar lék hann til úr- slita um bikarinn um vorið en Sligo laut í gras fyrir Shelbourne. Eftir leikinn var silfurmedalíu Deans stolið af hótelherbergi hans sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar hann var á ferð á Írlandi tæpum 40 árum síðar var henni skilað. Dean barst þá nafnlaus pakki upp á hótel. Að heimsstyrjöldinni síðari lok- inni sneri Dixie Dean ekki aftur á völlinn. Hann lék 16 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim 18 mörk, þar af 12 mörk í fimm leikj- um veturinn eftir slysið 1926-27. Hann gerði alls 349 mörk í 399 leikjum fyrir Everton og samtals 408 mörk í 465 leikjum á ferlinum. 0,87 mörk að meðaltali í leik Dean hefur samt ekki gert flest deildarmörk í ensku knattspyrn- unni frá upphafi, þann heiður á Arthur Rowley sem lengst af lék með Leicester City og Shrewsbury Town á 5. til 7. áratugnum. Hann gerði 433 mörk í 619 leikjum, að- allega í neðri deildum. Meðalskor Deans er hins vegar mun betra, 0,87 mörk í leik á móti 0,70 hjá Rowley. Eftir að hann lagði skóna á hill- una rak Dean um skeið knæpu en lengst vann hann fyrir sér sem dyravörður hjá Littlewoods- keðjunni og lýsa samstarfsmenn hans þar honum sem rólegum og hæverskum manni. Dean lést af völdum hjartaslags 1. mars 1980, 73 ára að aldri. Það var við hæfi að kallið kæmi á Goo- dison Park skömmu eftir að dóm- arinn hafði flautað til leiksloka hjá Everton og erkifjendunum Liver- pool. Árið 2001 var reist stytta af Dean fyrir utan leikvanginn með áletruninni: Knattspyrnumaður, heiðursmaður, Everton-maður. Samanburður erfiður Ógerningur er að bera Dixie Dean saman við Cristiano Ronaldo og aðra markahróka samtímans. Svo mikið hefur hinn góði leikur breyst í áranna rás. Varnarleikur var ekki sama listin í þá daga og hann er nú og fyrir vikið voru fleiri mörk gerð að jafnaði í leikj- um. Ástand valla, knötturinn sjálf- ur, þjálfunaraðferðir, mataræði og aðrir þættir sem gera menn að meisturum eru vitaskuld á engan hátt sambærilegir nú og fyrir átta áratugum. Að ekki sé talað um launin. Ronaldo er eflaust ekki margar mínútur að vinna fyrir árs- tekjum Deans. Ljóst má vera að Dixie Dean myndi ekki skora 60 mörk á sparktíð væri hann meðal vor í dag. En hefðu Cristiano Ronaldo, Emmanuel Adebayor og Fernando Torres skorað 60 sinnum hefðu þeir verið uppi árið 1928? Þar ligg- ur efinn. Þegar himinninn hrökk í kút  Áttatíu ár liðin frá því Dixie Dean vann það einstaka afrek að skora sextíu deildarmörk fyrir Everton á einni og sömu leiktíðinni  Það er metið sem sparkskýrendur telja öruggast í ensku knattspyrnunni Í HNOTSKURN »Met Dixies Deans, 60 mörk íefstu deild á sparktíð, verður líkast til aldrei slegið. Næst því komst Tom „Pongo“ Waring sem skoraði 49 sinnum fyrir Aston Villa 1930-31. »Mörkin 60 voru 3,4% af öllummörkum í ensku 1. deildinni þennan vetur, samkvæmt upplýs- ingum frá sparkunnandanum Trevor Powell. Það er líka met. »Næst því komst Alan Sheareren mörkin hans 34 fyrir Blackburn voru 2,85% allra marka 1994-95. Francis Lee gerði 34 mörk fyrir Manchester City 1971-72 eða 2,84% allra marka í deildinni þann vetur. »Dixie Dean varð tvívegisenskur meistari með Ever- ton, 1928 og 1932 og einu sinni bikarmeistari, 1933. KNATTSPYRNA» © Hulton-Deutsch Collection/CORBIS Marksækinn Dixie Dean er mesti markaskorari sem um getur í ensku knattspyrnunni. Hér er hann á leið út á völl með Everton árið 1936. AÐ ÞÚ SAFNAR VILDARPUNKTUM HJÁ SAGA SHOP BÆÐI Í ÁÆTLUNARFLUGI ICELANDAIR OG Í VERSLUN Í LEIFSSTÖÐ? VISSIR ÞÚ … Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 19 81 0 5 /0 8 WW W.V ILDARKLUBBUR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.