Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 32
samfélag
32 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Raddir innflytjenda
Innflytjendur á Íslandi erulangt frá því að vera einsleiturhópur. Konur og karlar allsstaðar að úr heiminum búa nú
hér á landi um skemmri eða lengri
tíma og eru forsendur flutninganna
mismunandi. Sumir eru hér í leit að
nýjum tækifærum sem ekki eru fyrir
hendi í heimalöndum þeirra, aðrir
koma hingað til tímabundinnar vinnu
og verkefna og enn aðrir eru hér af
hreinni ævintýraþrá.
Á undanförnum árum hefur um-
ræða um innflytjendur aukist til
muna í takt við þá fjölgun sem orðið
hefur á erlendum ríkisborgurum hér
á landi. Neikvæð umræða hefur verið
nokkuð áberandi síðustu misserin
þótt stærstur hluti innflytjenda sé
venjulegt fólk sem leggur sig fram
um að standa sig vel og taka virkan
þátt í íslensku samfélagi. Ein þeirra
er Paola Cárdenas. Hún ákvað að
setjast að á Íslandi eftir að hafa upp-
lifað hversu friðsælt hér er. Upp-
haflega var það þó ástin sem leiddi
Paolu til Íslands, 19 ára gamla. Það
var árið 1996, en síðan hefur hún lok-
ið hér stúdentsprófi, háskólaprófi og
gegnir nú stöðu verkefnisstjóra hjá
Rauða krossi Íslands.
Paola féllst á að hitta blaðamann á
vinnustað sínum í Efstaleitinu og
segja frá reynslu sinni sem innflytj-
andi á Íslandi. Þrátt fyrir að vera fín-
gerð og grönn hefur Paola sterka áru
í kringum sig sem gefur til kynna að
hér er kona sem veit hvað hún vill.
Hún segir frá tilurð þess að hún
fékk stöðu verkefnisstjórans: „Á
meðan ég skrifaði meistararitgerð
mína sendi ég ferilskrána til nokk-
urra staða sem vinna að málefnum
innflytjenda, því það var sá vett-
vangur sem mig langaði helst að
vinna við. Á sama tíma var auglýst
eftir verkefnisstjóra í málefnum inn-
flytjenda hjá Rauða krossinum. Ég
sendi inn umsókn í gegnum ráðning-
arstofuna sem sá um umsóknirnar,
en eitthvað hlýtur að hafa gerst í
sendingunni því það kom seinna í ljós
að ráðningarstofunni hafði ekki bor-
ist umsóknin. Þegar ég hafði ekki
heyrt frá þeim í langan tíma ákvað ég
að tala við Rauða krossinn, sagði
þeim af hverju mig langaði að vinna
með innflytjendum og að ég hefði
ekkert heyrt frá ráðningarstofunni
þrátt fyrir að hafa sent inn umsókn.
Þau hjá Rauða krossinum báðu mig
að senda ferilskrána mína beint til
þeirra. Það er skemmst frá því að
segja að ég fékk starfið,“ segir Paola
og brosir og bætir svo við: „Það get-
ur borgað sig að vera ýtin og frek.“
Í sömu sporum og aðrir
innflytjendur
Í hverju felst starfið?
„Starfið er fjölbreytt og felst í
meginatriðum í því að virkja innflytj-
endur á þann hátt að þeim sé gert
kleift að taka virkan þátt í íslensku
þjóðfélagi. Sem innflytjandi get ég
auðveldlega sett mig í spor þeirra
sem vinna mín snýst um. Og ég er
mjög ánægð með það að reynsla mín
geti nýst öðrum útlendingum,“ segir
Paola og hefur frásögn sína af upp-
runa og tilurð þess að hún kom til Ís-
lands.
„Ég er fædd í Venesúela en faðir
minn er frá Kólumbíu og móðir mín
frá Chile. Það gætti sterkra áhrifa
frá Chile í uppeldi mínu enda fór fjöl-
skyldan reglulega þangað í heimsókn
til móðurfjölskyldu minnar og þar
voru t.d. öll jól haldin. Í Venesúela og
einnig í Kólumbíu, þar sem ég bjó
með fjölskyldunni um fimm ára
skeið, fannst öllum ég tala með chi-
leskum hreim,“ segir Paola og brosir.
Uppvöxturinn með þremur systr-
um ásamt foreldrunum einkenndist
því af fjölþjóðlegri reynslu en einnig
af ákveðnum skorti af frelsi. „Lífið í
Suður-Ameríku var mjög verndað.
Lífið gekk út á skólagönguna og ætl-
ast var til þess að maður byggi í for-
eldrahúsum þar til maður giftist,“
segir Paola.
Þráði frelsi og kulda
Þetta lífsmynstur átti ekki vel við
Paolu sem þráði frekari ferðalög og
ekki síst frelsi. Þegar móðir hennar
stakk upp á því að hún færi sem
skiptinemi til Bandaríkjanna greip
hún tækifærið samstundis. „Ég hafði
lengi óskað þess að upplifa hvernig
það væri að búa við kulda. Allir þeir
staðir sem ég hafði búið á einkennd-
ust af heitu loftslagi. Ég endaði í
litlum bæ í Wisconsin í Bandaríkj-
unum þar sem nóg var af snjó og
kulda,“ segir hún og hlær. Þar
kynntist hún líka Íslendingi sem
einnig var skiptinemi á sömu slóðum.
„Ég varð svo ástfangin,“ segir Paola
og ranghvolfir augunum brosandi.
„Ég fékk mikinn áhuga á að heim-
sækja Ísland en eftir að dvölinni í
Wisconsin lauk fór ég heim til Vene-
súela. Um mánuði síðar kom íslenski
kærastinn minn og heimsótti mig. Sú
heimsókn sló strenginn fyrir það sem
koma skyldi.“ Þetta var í ágúst 1996
og í september sama ár var Paola
komin til Íslands.
Menningarsjokk
Menningarsjokkið var mikið en
Paolu líkaði þó strax við Ísland. Hún
byrjaði á því að vinna og fara í ís-
lenskunám í Námsflokkunum. Paola
rifjar það upp brosandi að þar sem
þetta var íslenska á algjöru byrjenda-
stigi lærði hún einungis nokkrar setn-
ingar á námskeiðinu: „Ég heiti Paola,
ég er frá Venesúela og símanúmerið
mitt er …“ rifjar hún upp og skelli-
hlær.
„Nokkru seinna fór ég í Fjölbrauta-
skólann í Garðabæ og kláraði stúd-
entsprófið. Þar var spænskan mín
metin sem íslenska, þ.e. sem móð-
urmál, enska var annað mál og ís-
lenska það þriðja. Það hjálpaði alveg
ótrúlega mikið og gerði mér kleift að
klára stúdentinn,“ segir Paola. Að
stúdentsprófi loknu fór hún til Boston
í Bandaríkjunum þar sem hún fór í
sálfræðinám og kláraði þar BA-próf.
„Ég treysti mér ekki í háskólanám á
Íslandi út af tungumálinu,“ segir hún.
Kærastinn, sem þá var orðinn eig-
inmaður hennar, eftir mikinn þrýsting
frá foreldrum hennar, kom einnig út
til Boston og kláraði sitt BA-nám þar.
„Að BA-námi loknu vildi eig-
inmaður minn fara til Suður-
Ameríku að læra spænsku en ég var
ekki á því. Ísland hafði unnið hug
minn allan, friðsældin, hreina loftið
og ekki síst frelsið til að lifa því lífi
sem ég vildi gerði það að verkum að
ég gat varla hugsað mér annan stað
Vinkonan Með bestu vinkonu sinni Anne frá Danmörku. AFS 1995-96.Í góðum félagsskap Paola með AFS skiptinemum 1995-96.
Málsvari Paola vill vera mál-
svari innflytjenda á Íslandi, og
starfar í raunninni sem slíkur
hjá Rauða krossinum.
Feðgin Paola ásamt föður sínum.
Útskrift Með BA í sálfræði í Boston 2001.
Hún á föður frá Kólumbíu og móður frá Chile, ólst
upp í Venesúela og bjó um skeið í Kólumbíu. Fyrir
tólf árum settist hún að á Íslandi, giftist, eignaðist
dóttur, lauk stúdents- og háskólaprófi og skildi við
mann sinn á meðan hún vann að meistararitgerð í
sálfræði um um stöðu erlendra kvenna við skilnað
og sambúðarslit. Halldóra Traustadóttir hitti
Paolu Cárdenas, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi
Íslands, sem virkjar innflytjendur til að taka virkan
þátt í íslensku samfélagi.