Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 26
umhverfismál 26 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að sem hitar Láru Hönnu svo í hamsi er fyrirhuguð Bitruvirkjun, allt að 135 MW jarðgufuvirkjun, við Ölkelduháls, ofan við Reykjadal ofan Hveragerðis, sem á að framleiða rafmagn fyrir álver í Helguvík. Lára Hanna hefur beitt sér gegn virkjunaráformunum með bloggi (www.larahanna.blog.is), greinaskrifum og sérstakri heima- síðu (www.hengill.nu). „Það er ekkert auðvelt fyrir mig að standa í þessu. Ég er svo athyglifælin. En svo má brýna deigt járn að bíti.“ Hún segist reyndar ekki vera upphafsmaður Hengilssíðunnar, það er Petra Ma- zetti, leiðsögumaður og hestamaður, sem Lára Hanna segir vera meiri Ís- lending en margur sem er það borinn og barnfæddur. „Þegar við fréttum af ráðagerð- unum um Bitruvirkjun gátum við ekki trúað því að nokkur maður væri svo vitlaus að fremja slíkt hryðjuverk gegn náttúrunni. Rétt eins og fólk trúir ekki sínum eigin eyrum, þegar fjallað er um olíuhreinsistöð á Vest- fjörðum. En þegar á leið fóru að renna á okkur tvær grímur og svo varð okkur ljóst, að Orkuveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Ölfus ætluðu að reisa virkjunina. Þá tók Petra forystuna um heimasíðuna, sem Katarina Wiklund setti upp og Kjartan Pétur Sigurðsson lagði til ljósmyndir. Sjálf hef ég skrifað í met- ravís gegn virkjunaráformunum. Auk þessa létum við búa til og prenta veggspjald, sem var borið inn á hvert heimili í Hveragerði, Þorláks- höfn og dreifbýli Ölfuss til að vekja þá sem næst virkjuninni búa til vit- undar um afleiðingar þess að hún verði að veruleika í túnfætinum hjá þeim. En það er ekki eins og við Petra séum einar í heiminum. Það var sett Íslandsmet í athugasemdum við virkjanaáformin til Skipulagsstofn- unar þegar hún fjallaði um mat á um- hverfisáhrifum. Þær voru hátt í sjö hundruð. Og nú þegar Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst breytingar á að- alskipulagi til þess að koma virkjun niður í náttúruperlu vonum við að at- hugasemdunum rigni yfir þá í nýju Íslandsmeti.“ Lára Hanna segist vilja taka fram, að þær Petra séu óháðar stjórn- málaflokkum og samtökum og að þær heyi baráttuna gegn Bitruvirkj- un algjörlega á eigin forsendum. „Við Petra erum bara hluti af þessum al- ræmda almenningi sem kallast kjós- endur fyrir kosningar. Við höfum varið geysimiklum tíma og fjármunum í þessa baráttu, sem við vonum auðvitað að skili sér þótt síðar verði, þó ekki verði nema í hug- arfarsbreytingu og vakningu hjá al- menningi.“ Brotalamir í lögunum Lára Hanna segir tvær alvarlegar brotalamir á lögum. „Annars vegar gera lög um umhverfismat frá 2006 ráð fyrir því að framkvæmdaaðilinn sjálfur, í þessu tilfelli Orkuveita Reykjavíkur, sjái um mat á umhverf- isáhrifum og til þess er fenginn „óháður fagaðili“, VSÓ-Ráðgjöf, sem gæti átt svo mikið undir því að af framkvæmdinni verði, að hann geti ekki verið á móti henni. Skipulags- stofnun gerir ekkert annað en að sor- tera athugasemdirnar og sendir þær svo til Orkuveitunnar sem fer í gegn- um þær og úrskurðar sjálf í málinu. Halló! Heyrir enginn í mér? Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að menn séu hlutlausir í svona ferli. Sá sem ætlar að reisa virkjunina og sá sem ég tel víst að fái bita af kökunni, þessir aðilar fara með úrskurðarvaldið! Það þarf að lagfæra þessa galla á lögunum, þannig að óháðir aðilar úti í bæ, til dæmis einhver háskólinn, ann- ist þessi störf og Skipulagsstofnun þarf að fá úrskurðarvaldið aftur. Núna er þetta eins og þegar sýslu- mennirnir stjórnuðu rannsókn mála sem þeir dæmdu svo í. Jón Krist- insson þurfti að leita til Mannrétt- indadómstóls Evrópu til þess að við kipptum þessu í liðinn með aðskiln- aði. Ég vona að það þurfi ekki að fara þá leiðina til þess að leiðrétta þessa vitleysu. Hin lögin eru Skipulags- og bygg- ingarlögin. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar, sem m.a. taka á því ofurvaldi, sem sveitarstjórnir hafa haft síðan 1997. Morgunblaðið/Valdís Thor Skelegg Lára Hanna Einarsdóttir vill ekki sjá Bitruvirkjun rísa við Öl- kelduháls. Hún segist tilbúin til þess að berjast alla leið. Reykjadalur Í botni Reykjadals er fallegur foss og allt um kring er litadýrð náttúrunnar ævintýraleg. Í liði með landinu „Það bara gengur ekki að menn meti allt í megawöttum. Við verð- um að leggja af þennan hugsunarhátt í garð náttúrunnar að flippa meðan hægt er og skítt með framtíðina.“ Þess- um orðum fylgir Lára Hanna Einarsdóttir eftir með krepptum hnefanum framan í Freystein Jóhannsson. Ljósmynd/Kjartan Pétur Sigurðsson Heimsferðir bjóða frábært sértilboð til Fuerteventura, sem hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við góðan að- búnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Gott íbúðahótel á góðum stað í Corralejo. Á hótelinu er góð aðstaða, s.s. móttaka, veitinga- staður, snarl-bar, mini-verslun, þvottaaðstaða, barnaleik- svæði, sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstaða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fuerteventura 3. eða 17. júní frá kr. 44.990 *** Frábært sértilboð *** Maxorata Beach Mjög takmarkaður fjöldi íbúða Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 54.990 64.990 Verð kr. 54.990 vika / 64.990 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 saman í íbúð á Maxorata í viku. Aukavika kr. 10.000. Vikuferð aðeins í boði 17. júní. vika 2 vikur Verð kr. 44.990 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Maxorata Beach í viku. Aukavika kr. 10.000. Vikuferð aðeins í boði 17. júní. vika 2 vikur Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.