Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ið komið upp hér á landi vegna við- skipta með fiskafurðir, enda eru hér ytri landamæri EES. Eins og áður segir hefur þurft sérstakt leyfi yfirdýralæknis til innflutnings á hráu kjöti, sem hefur verið bundið þeim skilyrðum að kjötið hafi verið frosið í að minnsta kosti 30 daga. Litið hefur verið á það sem öryggisventil gagnvart því að upp komi dýrasjúkdómur í framleiðslulandinu, því þá gefist ákveðið svigrúm í tíma til að koma í veg fyrir að varan komist á mark- að hérlendis. Jafnframt hefur verið bent á sóttdrepandi áhrif frystingar, þó að hún vinni ekki á öllu smiti. Vottorð vegna salmonellu Raunar er hættan tvíþætt, því smit getur einnig borist í menn frá hráu kjöti og á það einkum við um salmonellu og kamfílóbakter með kjúklingakjöti. Kjúklingaframleið- endur óttast raunar að sýktir kjúk- lingar verði fluttir inn og að þannig verði komið óorði á greinina. Sóttvarnalæknir hefur lýst því yfir að halda verði uppi ströngum vörnum fyrir neytendur í landinu, enda hafi ekki greinst salmonella í kjúklingi hér á landi í 3 til 4 ár og mikill árangur hafi náðst gegn kamfílóbakter. Liður í því er að fara fram á að Íslendingar geti krafist vottorðs um að kjúklingar frá EES séu lausir við salmónellu, en ESB hefur fallist á það gagn- vart Svíum og Finnum. Íslendingar gerðu bókun þar að lútandi á sínum tíma, eins og Svíar og Finnar í sínum aðildarvið- ræðum, og auðheyrt er að íslensk stjórnvöld hyggjast fara þá leið. En meginreglan er sú að ekkert inn- flutningseftirlit sé til staðar á innri markaðnum. Slík vottorð vegna salmonellu yrðu því skoðuð í tolli og teknar stikkprufur á markaði. Ef salmonella kemur upp og „rökstuddur grunur“ beinist að ein- um framleiðanda, þá er hægt að beita hann innflutningseftirliti. En ekki er hægt að hefja slíkt eftirlit án þess að „rökstuddur grunur“ vakni, því litið væri á það sem við- skiptahindrun. Of dökk mynd? Sumir eru á því að myndin sé máluð allt of dökkum litum af hagsmunaaðilum bænda. Ekki verði hægt að flytja inn ódýrustu kjúklingabringurnar, svo dæmi sé tekið, því að þær muni ekki stand- ast eftirlit, auk þess sem það yrði vont afspurnar fyrir verslanir að vera með sýkta vöru á boðstólum. Með hliðsjón af því að kamfílóbak- ter sé útbreidd víðast hvar í heim- inum, þá sé líklegast að kjúklingar verði fluttir inn frá Norðurlöndum. Og það má heyra á stjórnvöldum að beitt verður öllum tiltækum ráð- um til að verja stöðu Íslendinga í baráttunni gegn kamfílóbakter, sem náðst hefur að hreinsa að mestu úr alifuglum hérlendis, en staðan í þeirri baráttu er sögð óvíða ef nokkurs staðar betri. Tiltæku ráðin felast fyrst og fremst í hertu markaðseftirliti með því sem er á boðstólum í versl- unum. Leiði slíkt eftirlit í ljós kam- fílóbaktersmit, þá verður brugðist við með því að taka vöruna af markaði eða með öðrum aðgerðum sem nauðsynlegar þykja til að tryggja heilbrigði neytenda. Rekjanleiki er lykilþáttur í eftir- litinu, en kveðið er á um það í mat- vælalöggjöfinni að hægt eigi að vera að rekja vöruna til framleið- anda, og meginreglan er sú að ekki á að markaðssetja matvæli sem ekki þykja örugg. Ef framleiðendur standa sig ekki hrökklast þeir því, ef að líkum lætur, fljótt af mark- aðnum. Fylgismenn frumvarpsins segja staðreyndina þá að ómögulegt sé að skapa skilyrði á íslenskum mat- vælamarkaði með núlláhættu. Ef Íslendingar ætli sér að vera þátt- takendur í viðskiptalífi og lifa á út- flutningi á matvörum, þá geti þeir ekki haldið sínum stífustu vörnum til streitu. Það sé einföld staðreynd að Íslendingum standi ekki til boða að halda bæði og sleppa. Framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna neitar því ekki. Hann segir menn átta sig á því að skuld- bindingin gagnvart EES hafi verið gerð og ekki verði komist hjá því að taka upp lögin með einum eða öðrum hætti, en segist telja að meira svigrúm sé til að aðlaga lög- in að þörfum atvinnuvegarins. Þess vegna eigi ekki að samþykkja lögin á Alþingi í vor heldur nýta sumarið til að fara yfir frumvarpið. Á móti kemur að til eru þeir sem segja nær ómögulegt að spá fyrir um áhrif nýju matvælalöggjaf- arinnar. Þess vegna sé ótækt að gera kröfu um að áhrifin séu metin áður en frumvarpið sé lagt fram. Og raunar eigi Íslendingar engra annarra kosta völ en að leyfa frjálst flæði búfjárafurða. Kostnaður Eitt af því sem hagsmunaaðilar í landbúnaði hafa áhyggjur af er að kostnaður muni aukast samhliða breyttri aðferð við gjaldtöku og auknu eftirliti. Þeir telja að breyt- ingarnar kunni að fela í sér að eft- irlit verði dýrara, en grundvall- arreglan er sú að sá sem er til skoðunar á hverjum tíma greiði kostnaðinn. Á hinn bóginn er bent á að inn- heimtur eftirlitskostnaður muni fara eftir gjaldskrá sem ráðherra setji og skuli hann hafa samráð við hagsmunaaðila í hvert skipti sem hann hyggist breyta gjaldskránni. Þar skapist því vettvangur fyrir hagsmunaaðila til að hafa áhrif á ráðherra í þá veru að hleypa eft- irlitsstofnunum ekki of langt í gjaldtöku. Gagnrýnt er að eftirliti kunni að vera ábótavant í öðrum löndum innan EES, sem þannig geti haldið niðri kostnaði og boðið lægri vöru. ESB hafi vissulega styrkt lagaum- gjörðina, en framkvæmdin sé fjarri því víða innan aðildarríkja sam- bandsins. Til þess að mæta því verður gripið til markaðseftirlits með smásölunni, þannig að ef eitt- hvað kemur upp, þá er hægt að rekja það til frumframleiðandans innan EES og kostnaður fellur á hann. Fiskframleiðendur falla nú þegar undir slíkt frumframleiðslu- eftirlit og greiða kostnað í sam- ræmi við það. En slíkt markaðs- eftirlit lendir ekki á framleiðendum nema þeim verði á í messunni. Annað kerfi er núna við lýði hér á landi varðandi eftirlitskostnað. Greitt er lögbundið gjald fyrir kjöt- skoðun í sláturhúsum og þarf að breyta lögum til að breyta taxt- anum. Gagnrýnendur þess kerfis telja það tímaskekkju, hvort sem Evrópulöggjöfin verður að veru- leika eða ekki, enda sé þar engin trygging fyrir því að gjaldtakan sé ekki umfram kostnað. Það er hins vegar alveg skýrt í þeirri löggjöf sem lagt er upp með núna að óheimilt er að innheimta meira en raunkostnað. En mörkin verða óljósari þegar kemur að því að skilgreina hversu hár „raun- kostnaðurinn“ er. Það verður alltaf matskennt og þar reynir á sam- ráðsvettvang hagsmunaaðila og ráðherra. Fullyrt er innan stjórnkerfisins að Matvælastofnun muni ekki fá sjálfdæmi í þeim efnum. Mat- vælastofnun byggir eftirlit sitt á áhættumati og greiningu, sem þýð- ir að ef allt er í lagi í framleiðsl- unni, þá er dregið úr eftirliti. Þannig er grunnviðmiðunin sú að þeir sem standi sig vel njóti þess í kostnaði, en „trassarnir“ megi eiga Morgunblaðið/Árni Sæberg Einangrun í 1100 ár Ríkar ástæður eru fyrir því að Íslendingar leyfa ekki frjálsan innflutning lifandi dýra, því ís- lenskir dýrastofnar hafa búið við mikla einangrun í 1100 ár og eru því viðkvæmir fyrir sjúkdómum. . S amráð við hagsmunaaðila í landbúnaði hefur verið of lítið, að sögn Jóhannesar Torfasonar á Torfalæk, ekki síst þegar horft er til þess langa undirbúningstíma sem stjórn- kerfið hefur haft til að fjalla um nýju matvælalöggjöfina. „Við hefð- um þurft að fá mun skýrari heim- ildir til að halda uppi eftirliti og tryggja neytendum sambærilega hollustu og íslenskar landbún- aðarvörur hafa,“ segir hann. „Við vitum að heilbrigðisástandið er í flestum tilvikum á hærra plani hér á landi en víðast hvar innan EES og oft á miklu hærra plani. Þá á ég við í sambandi við salmonellu og kamfílóbakteríu, en einnig kúa- berkla að ógleymdri gin- og klaufa- veiki. Ég las um það í Morg- unblaðinu að menn eru að fara að bólusetja við blátungu í Danmörku, sem ég veit varla hvað er. Aldalöng einangrun dýra hér á landi er gríð- arlegur kostur fyrir atvinnugrein- ina og neytendur og skylda okkar sem þjóð að halda uppi öflugum vörnum því dýrastofnarnir eru af- skaplega viðkvæmir gagnvart sýk- ingum. Ómerkilegir sjúkdómar er- lendis geta haft alvarlegar afleiðingar hér á landi, eins og sýndi sig með hrossaflensuna um árið.“ Hann segir að vissulega sé ástandið í sláturhúsum innan EES sumstaðar í topplagi, en að annars staðar sé það jafnvel svo slæmt að slíkum húsum yrði lokað á stundinni hér á landi, enda búi íslenskur land- búnaður við mjög gott eftirlit og gagnsætt framleiðsluferli. Slagur um hillurými Fleira er nefnt til af Jóhannesi, sem gagnrýnir að engin tilraun skuli vera gerð til að meta kostnað atvinnugreinarinnar við að innleiða breytingarnar. „Það á bæði við um bændur og afurðastöðvar, en það er einungis reynt að meta þann kostnað sem fellur beint á ríkið,“ segir hann. „Og það er heldur ekki gerð tilraun til þess að meta líklegar afleiðingar nýju löggjafarinnar á matvælaframleiðslu í landinu. Stjórnmálamenn sem vilja jafnvel láta sig kalla sig virta tala um sex- tán svínabú og tvo kjúk- lingabændur, en nefna ekki að hundruð manna hafa lífsviðurværi af þessari fram- leiðslu. Og ég þykist vita að þessar atvinnugreinar séu talsvert skuld- settar í bankakerfinu og að bank- arnir þurfi ekki á stórum gjald- þrotum að halda í augnablikinu.“ Þá nefnir hann að tveir aðilar hafi tangarhald á matvörumarkaðnum og þeim sé létt að geta flutt inn verulega mikið af búfjárafurðum í krafti þess valds sem yfirráð yfir hillurými skapi. „Þá er hægt að hindra aðgang innlendra matvæla um tíma og þarf ekki marga mánuði til að ganga af stórum hluta af okk- ar framleiðslu dauðri.“ Jóhannes telur líklegt að verð- lækkun sem óhóflegur innflutn- ingur skapi yrði skammvinn kjara- bót fyrir neytendur. „Ég fæ ekki séð að þessir aðilar geti boðið aðrar matvörur sem fluttar eru inn á „Evrópuverði“. Og engin rök hníga að því að búfjárafurðir yrðu boðnar á verulega lægra verði til lengri tíma, ekki síst ef um litla eða veika innlenda framleiðslu er að ræða.“ Sjálfstæði þjóð- arinnar veikt Síðan eru það „hug- lægu áhrifin“, að sögn Jóhannesar. „Stað- reyndin er sú að Íslend- ingar flytja inn afar hátt hlutfall matvara af orkuneyslunni og eru mjög háðir innflutningi á vörum eins og korni, sykri og olíum,“ segir hann. „Út frá öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar finnst mér ákaflega óskynsamlegt að gera okkur háðari innflutningi en orðið er. Og það gengur gegn þróun í umhverf- isvernd í heiminum, þar sem lagt er upp úr því að lágmarka flutn- ingaþörf vegna mengunar sem af þeim hlýst. Verðhækkanir á mat- vöru í heiminum segja okkur líka að við eigum að hugsa aðeins lengra en til kvölds eða fyrramáls – það er ekki lengur sjálfsagður hlutur að fá mat á diskinn og hefur kannski aldrei verið það. En með þeim skref- um sem á að stíga er verið að veikja sjálfstæði þjóðarinnar.“ Norðmenn sterkari Jóhannes vill að Íslendingar horfi meira til Norðmanna, sem standi í sömu sporum en virðist hafa sterk- ari sjálfsmynd en Íslendingar. „Þeir eru ekkert feimnir við að beita toll- um til varnar sinni framleiðslu og leggja áherslu á að vera sjálfum sér nógir, alveg frá mold og á borðið,“ segir hann. „En við höfum markvisst verið að fella niður eða lækka tolla og þó svo að landbúnaðarráðherra segi að þessum breytingum fylgi engar tollalækkanir, þá er búið að sýna tvö spil sem benda til annars. Fyr- irheit ríkisstjórnar í sambandi við kjarasamninga fyrr á árinu voru í þá veru að tollar yrðu lækkaðir á matvörum og einnig er viðræðulota í gangi hjá WTO sem mun líklega leiða til tollalækkunar.“ En meginatriðið, að sögn Jóhann- esar, er að „flumbrugangur stjórn- valda“ sé slíkur að þau skirrist við að leggja nokkurt raunhæft mat á líklegar afleiðingar. „Miðað við hvað þetta hefur verið lengi í und- irbúningi, bæði hjá núverandi og fyrri landbúnaðarráðherra, þá finnst mér með ólíkindum að þegar ræða eigi afleiðingar þá sé blaðið autt – og enginn til svars. Ég tel grundvallaratriði að leggja mat á til hvers löggjöfin leiðir, ekki síst úr því margt bendir til að áhrifin verði mikil á heila atvinnugrein.“ Hann segir mikilvægt að hafa í huga að í landbúnaði sé horft til langs tíma og breytingar gerist hægt. „Það líður langur tími frá því kálfur fæðist og þar til hann er orð- inn arðgæfur gripur. Undanfarinn áratug og jafnvel til lengri tíma litið hefur verð á innlendum matvælum hækkað minna en flest annað og það endurspeglast í framfærslugrunni Hagstofunnar, sem sýnir að matvæli eru sílækkandi hluti af ráðstöf- unarfé neytenda.“ 20-40% samdráttur? En hvert er mat Jóhannesar á af- leiðingunum? „Ég tel líklegt að það verði 20-40% samdráttur í innlendri búvöruframleiðslu á einu til þremur árum, sem mun hitta búgreinar mis- jafnlega,“ segir hann. „Ég veit ekki hvað það þýðir í störfum, atvinnuleysi eða áhrifum á fasteignaverð á einstökum stöðum, en það er náttúrlega ljóst að þetta snertir öll byggðalög. Það á bæði við um þéttbýlissvæðin í kringum Reykjavík, þar sem stærstu hluti af alifugla- og svínakjötsframleiðslu fer fram, því hagkvæmt er að stunda hana nálægt markaðs- svæðum, en líka veikari byggðalög, þar sem starfrækt eru sláturhús og mjólkurframleiðsla og þær greinar eru mjög stór hluti atvinnulífinu. Áhrifin verða alvarleg fyrir þær byggðir, hvort sem horft er til Hvammstanga, Blönduóss, Ak- ureyrar, Húsavíkur eða Sauð- árkróks. Og maður veltir því fyrir sér hvort brýnt sé að fá slíkan skell svo skömmu eftir niðurskurð á þorskveiðum. Stjórnmálamönnum sem segjast vilja standa að aðgerð- um til mótvægis við samdrátt í þorskveiðum í hinum dreifðu byggðum hlýtur að geta dottið betra ráð í hug en að vega með jafn alvarlegum hætti að heilli atvinnu- grein og líklegt er að samþykkt þessara breytinga geri. Ég öfunda þetta ágæta fólk ekki af því að falast eftir stuðningi okkar í næstu kosn- ingum . . .“ – En nú er aðlögunartíminn átján mánuðir – áður en lögin taka gildi? „Það breytir engu,“ segir Jóhann- ALVARLEGT FYRIR MÖRG BYGGÐARLÖG Jóhannes Torfason NÝ MATVÆLALÖGGJÖF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.