Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 21
Eftir Daniel Cohn-Bendit
Dany, þér hefur gengið svovel en láttu ekki þessi öfllengst til vinstri nota þigþví að þau vilja knýja þig
til að eyðileggja allt, sem gæti
sprottið af því, sem þú ert að skapa.“
40 árum síðar hljóma þessi orð, sem
Jean Baudrillard, sem þá var aðstoð-
arprófessor í Nanterre, sagði 22.
mars 1968, enn rétt.
Ég kann að valda stuðnings-
mönnum mínum og þeim, sem láta
heillast af „byltingunni“, von-
brigðum, en ég er ekki leiðtogi bylt-
ingarinnar, sem haldið er fram að
hafi átt sér stað 1968. Gleymið því:
’68 er dáið og grafið undir götustein-
unum, jafnvel þótt þessir götu-
steinar hafi komist í sögubækurnar
og valdið róttækum breytingum í
þjóðfélögum okkar!
Í fyrstu kann það að vekja furðu,
en eins og ég gerði ljóst í samtali
mínu við Jean-Paul Sartre í Le Nou-
vel Observateur, var ég aðeins hátal-
ari uppreisnar. „’68“ var því tákn-
rænt fyrir endalok byltingar-
goðsagna og það var til góðs fyrir
frelsishreyfingar allt frá áttunda
áratugnum til okkar daga. Þegar
öllu er á botninn hvolft einkenndu
sjöunda áratuginn ýmiss konar bylt-
ingar, sem tengdust innbyrðis og
urðu fyrsta hnattræna hreyfingin,
sem var send út beint í útvarpi og
sjónvarpi.
Náðu saman í þránni
eftir frelsun
Breytingarnar, sem rekja má til
„’68“ höfðu fyrst og fremst áhrif á
hefðbundna menningu, staðnaða sið-
prýði og prinsippið um að valdið
kæmi að ofan. Félagslegt líf breytt-
ist, atferli fólks, talsmáti, hvernig
menn sýndu ást sína og svo fram-
vegis. En þrátt fyrir umfangið
sneiddi hreyfingin hjá ofbeldi og til
varð ný byltingarleið. Námsmenn,
verkamenn og fjölskyldur – allir
höfðu þessir hópar lögmætar kröfur,
en engu að síður náðu þeir saman í
sömu þránni eftir frelsun.
Uppreisnin var pólitískt tjáning-
arform, en markmiðið var ekki að
hrifsa pólitísk völd sem slík. Tilvist-
arkjarni hennar gerði að verkum að
hún var „pólitískt óþýðanleg“. Þráin
eftir frelsi, sem knúði hreyfinguna
áfram, sneiddi hjá úreltum hugs-
unarhætti af nauðsyn. Fyrir vikið
gátu steingeldar pólitískar hefðir
ekki sótt neinn ávinning í atburðina.
Íhaldssemin var svo rótskotin í
Frakklandi bæði til hægri og vinstri
að í báðum herbúðum misstu menn
af merkingu hreyfingarinnar og
gátu aðeins stuðst við staðlaðar bylt-
ingarskilgreiningar. Hvað stjórn-
leysingjana snertir virtist framtíð-
arsýn þeirra um víðtæka sjálfstjórn
– sem var tengd úreltum sögulegum
tilvísunum – fullkomlega óviðeig-
andi.
Upphafið fólst í að hafna pólitísk-
um stofnunum og þingræði, en við
skildum ekki fyrr en síðar að hin lýð-
ræðislega áskorun felst í að sölsa
undir sig pólitískt rúm, sem hefur
verið „normaliserað“.
Frammi fyrir anarkistunum með
sína naumhyggjulegu, pólitísku mál-
fræði, sem endurspeglast í hinu
þekkta kjörorði „kosningar, gildra
fyrir fábjána“, og kommúnistunum,
sem lutu þeim örlögum að á end-
anum var byltingarhugsjón þeirra
tengd alræðissamfélögum gat fram-
haldið af maí 1968 aðeins orðið stökk
til hægri með kosningasigri de Gaul-
les hershöfðingja.
Skók forsögulegar
hugmyndir um samfélagið
Það var óneitanlega pólitískur
ósigur, en það er að sama skapi
óneitanlegt að gríðarlegur skjálfti
skók forsögulegar hugmyndir okkar
um samfélagið, siðferðið og ríkið.
Hugmyndinni um hlýðni við yf-
irvaldið var ögrað og uppreisnin
kveikti sprengingu undir miðju hins
dæmigerða, tvíhöfða franska valda-
skipulags þar sem fór saman
ríkjandi Gaullismi og komm-
únistaflokkur með verkalýðsstéttina
á valdi sínu. Fyrir vikið leysti rót-
tæknin í upprótinu að endingu úr
læðingi ánægjuna af því að lifa.
Nýrri kynslóð fylgir nýtt pólitískt
ímyndunarafl og ný, ljóðræn kjörorð
eru letruð á veggi. Hinn súrrealíski
kjarni uppreisnarinnar var einhvern
veginn tákngerður í frægri ljósmynd
Gilles Carons þar sem ósvífið bros til
lögreglumanns í óeirðagalla grefur
undan hinni frosnu, viðteknu skipan
þannig að hún verður fáránleg.
Auðvitað hefur sumt fólk aldrei
komist yfir sæluna af geggjun og
gleði þessara fimm vikna og aðrir
bíða enn eftir því að „’68“ nái há-
marki sínu í einhvers konar úr-
slitadegi.
Oki íhaldssemi og
alræðis kastað
Hvað mig snertir er langt síðan ég
sætti mig við „lögmálið um raun-
veruleikann“ án fortíðarþrár – og án
þess að gera lítið úr mikilvægi þess,
sem gerðist. Því að „’68“ var vissu-
lega uppreisn þar sem tveimur tíma-
bilum var splæst saman. Oki íhalds-
seminnar og alræðishugsunarinnar
var kastað og skapaður farvegur
fyrir þrána eftir persónulegu og
kollektívu sjálfstæði og frelsinu til
tjáningar. Frá menningarlegu sjón-
armiði sigruðum við.
Á þá að heimsækja „’68“ að nýju?
Já, en aðeins til að skilja það sem
gerðist, átta sig á umfanginu og
halda í það, sem enn er vit í á okkar
tímum. Svo dæmi sé tekið er það
umhugsunarefni að 23 árum eftir
heimsstyrjöldina síðari mótmæltu
Frakkar af öllum regnbogans litum
því að mér yrði vísað úr landi með
því að segja „Við erum öll þýskir
gyðingar“.
En það réttlætir ekki fljótfærn-
islegan samanburð og jafn vel enn
síður samsömun hverra einustu
mótmæla nú við „’68“. Samhengið
hefur gerbreyst á 40 árum. Heimur
kalda stríðsins er farinn og sömu-
leiðis skólar, sem eru skipulagðir
eins og herskálar, stéttarfélög með
alræðisvald, ofsóknir á hendur sam-
kynhneigðum og skuldbinding
kvenna til að þurfa leyfi eiginmanna
sinna til að fá að vinna eða opna
bankareikning.
Í stað þess heims er kominn fjöl-
breyttur heimur þar sem fyrir er al-
næmi, atvinnuleysi, orku- og um-
hverfiskreppa og svo framvegis. Við
skulum því leyfa nýjum kynslóðum
að skilgreina eigin orrustur og þrár.
Það að taka dulúðina úr „’68“ af-
hjúpar einnig þykjustulæti þeirra,
sem vilja rekja allt, sem miður hefur
farið í okkar heimi, til þessa árs.
Sumir draga ’68-kynslóðina til
ábyrgðar fyrir ofbeldi í borgunum,
kreppuna í menntakerfinu, „gull-
slegnar fallhlífar“ framkvæmda-
stjóranna, hnignun valdboðsins og –
hvers vegna ekki – loftslagsbreyt-
ingarnar vegna þess að hún skrifaði
á veggina: „Það er bannað að
banna.“
Með þessum hætti vonast sumt
fólk til að geta skotið sér undan því
að útskýra vandamál okkar tíma.
En hvernig er annað hægt en að
túlka þetta sem pólitíska brellu,
spellvirki gegn nútímavæðingu tján-
ingarinnar, sem ætlað er að loka af
öllu rými til skynsamlegrar rök-
ræðu?
Viðsjál arfleifð ’68
kynslóðarinnar?
Í maí 1968 var gerð uppreisn gegn valdi og fyrir frelsi
AP
Snupraður Daniel Cohn-Bendit kemur af fundi aganefndar
Sorbonne-háskóla í París 6. maí 1968 eftir að lögregla hafði
ráðist gegn stúdentum, sem lögðu skólann undir sig. Barist
var á götum úti og rúmlega 600 stúdentar voru handteknir.
UPPREISNIR»
Reuters
Upphefðin Daniel Cohn-Bendit gat sér orð í upp-
reisn stúdenta í París í maí 1968. Nú situr hann á
Evrópuþinginu og hér kemur hann af fundi Nicol-
asar Sarkozys, forseta Frakklands, 16. apríl 2008.
Höfundur er meðforseti bandalags
Græningja/Frjálsa Evrópuhópsins á
Evrópuþinginu.
© Project Syndicate, 2008.
www.project-syndicate.org
„Hún er næstum of
góð til þess að það geti
verið satt; einstakur
listamaður, fögur
kona, konungleg
framkoma.“
- Washington Post
EINSÖNGS-
TÓNLEIKAR
DENYCE GRAVES
HÁSKÓLABÍÓI 1. JÚNÍ
SUPER MAMA
DJOMBO
NASA VIÐ AUSTURVÖLL
30. & 31. MAÍ
WAYNE SHORTER
KVARTETTINN
HÁSKÓLABÍÓ 24. MAÍ
Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe.
Rás 1 - annar í hvítasunnu kl. 17.20
Þáttur undir yfirskriftinni Myndlist á Listhátíð. Fjallað verður um
Tilraunamaraþonið og þá fjölmörgu myndlistarviðburði sem
verða í Reykjavík, á Norður- og Austurlandi, og í Hveragerði og
Reykjanesbæ. Í umsjón Jórunnar Sigurðardóttur.
Í Sjónvarpinu og á rásum 1
og 2 um hvítasunnuhelgina
Listahátíð í brennidepli
Sjónvarpinu - hvítasunnudag,
strax að loknum fréttum kl. 19.35
Kynningarþáttur um glæsilega dagskrá Listahátíðar 2008
Rás 2 - annar í hvítasunnu kl. 13.00
Þáttur um dillandi afrískt gumbé Super Mama Djombo og Gíneu
Bissá. Í umsjón Freys Eyjólfssonar.
Rás 1 - annar í hvítasunnu kl. 14.00
Þáttur um saxófónsnillinginn og nífaldan Grammy-
verðlaunahafa, Wayne Shorter sem er einn frægasti gesturinn
sem hingað hefur komið úr djassheiminum. Í umsjón Lönu
Kolbrúnar Eddudóttur.
Miðasala á listahatid.is & midi.is
Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði, þar með talið
þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem opnaðar verða á hátíðinni 15.-18. maí.
Miðasala fer einnig fram í síma 552 8588 alla virka daga frá kl. 10-14.