Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Höfum verið beðnir að útvega u.þ.b. 250 – 300 fm eign á framangreindu svæði. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlis- eða raðhús í vesturborginni óskast Mb l 10 02 65 8 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Mikið endurnýjað og vel staðsett timburhús á steyptum kjallara sunnanmegin á Seltjarnarnesi. Húsið stendur rétt við sjávarsíð- una og úr húsinu er einstakt útsýni. Stutt er í alla þjónustu. Húsið skiptist þannig: 1.hæð: anddyri, stofa, borðstofa, herbergi, snyrt- ing og eldhús. 2. hæð: tvö herbergi (gætu verið 3-4) og baðher- bergi. Kjallari: þvottahús, geymsla og tvö svefnherbergi. Lambastaðabraut - glæsilegt sjávarútsýni Mb l 10 03 38 0 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Til leigu er mjög gott, 55,7 fm skrifstofurými við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Húsnæðið er í mjög góðu ástandi en í sameign er falleg móttaka, fundarherbergi og eldhúsaðstaða. Hér er á ferðinni mjög gott skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson í síma 617-1800. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Jón Gretar Jónsson jon@husakaup.is s. 617 1800 Suðurlandsbraut 52 – Reykjavík Sími 533 4800 Opið hús í dag milli kl. 17.00 og 18.00 Glæsileg og mikið endurnýjuð 78,3 fm 3ja herbergja endaíbúð á fjórðu hæð (efstu) í fjölbýli á Seltjarnarnesi, með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, stofu, og tvö herbergi. Sér geymsla í kjallara. Glæsilegt útsýni til sjávar í átt að Esjunni. Tvennar svalir. LÁN MEÐ 4,15% VÖXTUM FRÁ GLITNI FYLGIR EIGNINNI. LÁNIÐ 17,7 MILLJ. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Eiðistorg 9 – Opið hús ÍSLENSKT menntakerfi er í öftustu röð á heimsmælikvarða varðandi vöntun á námsúrræði í raungreinakennslu. Þetta náms- úrræði er svo óþekkt hér að ekki hefur myndast orð yfir það í ís- lensku máli, en á ensku er það oft- ast nefnt „science center“ eða „science museum“, verður hér nefnt tæknimiðstöð. Eflaust þekkja margir þetta af ferðalögum eða af- spurn. Tæknimið- stöðvar eru salir með fræðandi og gagn- virkum leiktækjum, sérstaklega ætluðum til að vekja umhugsun um eðli, virkni og aðra þekkingu. Not- andinn öðlast þekk- ingu um leið og hann upplifir skemmtun og gagnvirkni. Allir uppalendur vita að reynslan er besti kennarinn, og hvað er árangursríkara til kennslu barna en fræðandi leikir? Þetta er samt ekki eina hlutverk tækni- miðstöðva. Flestar eru þær einnig öflugur fræðslu- og kynningarmið- ill á sviði tækniþróunarsögu, dag- legrar tækni og nýjunga á tækni- sviði. Tæknimiðstöðvar eru yfirleitt settar upp og starfa út frá þörfum skólanna og þykja sjálf- sagðir viðkomustaðir nem- endahópa einu sinni eða oftar á skólagöngunni. Í raun er þetta svo ómissandi þáttur í raungreina- kennslu að fjölmörg ríki hafa mót- að sérstaka stefnu um uppbygg- ingu á þessu sviði. Þetta námsúrræði er notað af öllum ná- grannalöndum okkar og áhersla á það fer stöðugt vaxandi í hinni hröðu tækniþróun. Jafnt iðnríki sem þróunarríki hafa séð þörfina og mótað sér markvissa stefnu um uppbyggingu á þessu sviði. Ís- lenska skólakerfið er steypt í sama mót og í grannlöndum okk- ar, einkum Norðurlöndunum, þó það sé sniðið að okkar aðstæðum. Þjóðfélag okkar er ekki frábrugðið öðrum hraðvaxandi tækni- samfélögum hvað varðar þörf á tæknimenntuðu fólki og kynningu á tækniþróun og –menningu. Út- tektir hafa verið gerðar sem sýna að nauðsynlegt verður að fjölga verulega í þeim hópi sem velur sér tækni- og vísindagreinar sem framtíðarstarf. Með öðrum orðum; bráðnauðsynlegt er að efla áhuga og skilning barna og ungmenna á sviði raungreina og beina þannig menntavali í æskilegan farveg. Á grundvelli þessa hafa t.d. Norð- menn mótað sérstaka stefnu um uppbyggingu tæknimiðstöðva í öll- um fylkjum landsins. Í stefnu norskra stjórnvalda í þessum efn- um segir m.a.: „Byggðar verða upp svæðistækni- miðstöðvar í þágu skólastarfs og al- mennings á viðkom- andi svæðum. Þær skulu vera miðstöðvar á sviði gagnvirkrar þekkinarmiðlunar og mynda heildstætt þjónustunet í landinu. Megintilgangurinn með stofnun tækni- miðstöðva er að styrkja raungreina- kennslu“. Önnur Norðurlönd nýta þetta úrræði óspart, en flestar eru tæknimiðstöðvar í Svíþjóð, nær 30 talsins. Þetta úrræði er forgangs- mál í uppbyggingu skólamála í hinum nýfrjálsu Eystrasalts- löndum. T.d. beita stjórnvöld í Lettlandi sér nú fyrir stofnun fyrstu tæknimiðstöðvar þar. Spyrja má hve sanngjarnt sé að bera frammistöðu íslenskra nem- enda saman við frammistöðu er- lendra jafnaldra sem búa við betra námsúrræði í þessum efnum. Ekki er hægt að líta fram hjá þessum áhrifaþætti þegar skoðaðar eru niðurstöður Písa-kannana OECD, en þar mældist árangur hér slak- ari en við hefðum óskað. Hvers eiga íslensk skólabörn að gjalda? Áhugafólk um úrbætur í þessum efnum hefur nú tekið höndum saman og stofnað ÁTAK, sem stendur fyrir: „Áhugasamtök um tæknimiðstöð fyrir almenning og kennslu“. ÁTAK hefur nú tekið við undirbúningsstarfi sem staðið hefur í nokkur ár. Kennaraháskóli Íslands/SRR vann vandaða skýrslu á sl. ári, byggða á áliti sérfræðingahóps. Meginniðurstaða hennar er að stofnun tækni- miðstöðvar sé brýnt og tímabært verkefni. En skilningur stjórn- valda mætti vera meiri. Sótt var um fjárveitingu á þessu ári til að fá að vinnunni færustu sérfræð- inga á þessu sviði. Sótt var um 20 milljónir, en Alþingi fannst tvær nægja. Ekki virðist samt skortur á opinberu fé til annarra útgjalda, s.s. „landvarna“ eða „öryggisráðs“. Ekki skal hér dæmt um nauðsyn þess, en væri ekki meiri þörf á að tryggja börnum okkar menntun til jafns við aðrar þjóðir? ÁTAK eru gjaldfrjáls áhuga- samtök, opin öllum sem vilja úr- bætur í þessum efnum. Beiðni um skráningu má senda á póstfangið tsi@tsi.is. Á heimasíðu samtak- anna: www.tsi.is, má sjá meira um verkefnið, grundvöll þess og víð- tæka vinnu. Einnig má þar opna heimasíður erlendra tækni- miðstöðva og sjá hvernig þær nýt- ast menntun og þjóðlífi. Þarna er einnig að finna safn af fræðslusíð- um á sviði raungreina. Samtökin vinna í nánu og víð- tæku samstarfi við fagfélög, menntastofnanir og kennslustéttir. M.a. starfar fjölmennur og ört stækkandi samráðshópur að verk- efninu, skipaður fulltrúum lands- sambanda á sviði menntunar, at- vinnulífs og menntastofnana og sérfróðum aðilum. Efnt hefur ver- ið til samstarfs við margar erlend- ar tæknimiðstöðvar, t.d. í Kanada, Noregi, Svíþjóð og Lettlandi. Ný- lega var grunn- og framhalds- skólum boðin aðild að þessari vinnu og hafa margir þegar þegið það. ÁTAK hefur boðið stjórnvöld- um aðstoð við að uppfylla fyrirheit þeirra um „menntun í fremstu röð“. Beðið er viðbragða og að- komu þeirra að þessu mikilvæga máli. Hvers eiga íslensk skólabörn að gjalda? Valdimar Össurarson skrifar um námsúrræði í raungreinakennslu » Í raun er þetta svo ómissandi þáttur í raungreinakennslu að fjölmörg ríki hafa mótað sérstaka stefnu um upp- byggingu á þessu sviði. Valdimar Össurarson Höfundur er verkefnisstjóri. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna við opnun forsíðu fréttavefjarins mbl.is vinstra megin á skjánum undir Morg- unblaðshausnum þar sem stendur Senda inn efni eða neð- arlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum Sendu inn efni. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í um- ræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upp- lýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttöku- kerfi aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.