Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu er, í einni fallegustu skrifstofubyggingu borgarinnar, 765 m2 mjög gott skrifstofuhúsnæði á þriðju hæð við Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík. Húsnæðið er sérlega vandað að allri gerð enda hefur húsið nýlega verið allt klætt með vönduðum flísum að utan sem gerir það sérlega glæsilegt. Að innan húsnæðið sérlega snyrtilegt og bjart með fallegu útsýni til norðurs og suðurs. Hlutfall bílastæða við húsið er gott m.v. sambærilegt hús í miðborginni. Hér er á ferðinni sérstaklega vel staðsett hús með fallega ásýnd. SUÐURLANDSBRAUT 18 - REYKJAVÍK Jón Gretar Jónsson jon@husakaup.is s. 617 1800 JAFNRÉTTISBARÁTTAN hefur skilað góðum árangri víða á Vest- urlöndum. Á Íslandi hefur árangur baráttu sem háð hefur verið í yfir 100 ár skilað okkur mun réttlátara sam- félagi. En betur má ef duga skal. Enn er launamunur kynja óþolandi og eins og 100 galvaskar konur bentu á í heil- síðuauglýsingu í blöðunum hinn 31. janúar, þar sem þær gáfu kost á sér til stjórnarsetu í fyr- irtækjum, þá er hlutfall kvenna í æðstu stöðum fyrirtækja og stofnana óþolandi lágt. Jafnrétti kynja er mannréttindi. Við lítum á það sem sjálfsögð mannréttindi að fólki sé ekki mismunað vegna litarhafts eða trúar- bragða. Á sama hátt er það auðvitað hvorki þol- andi fyrir konur né menn að annað kynið njóti forréttinda vegna kyns síns. Þrátt fyrir að við getum fagnað því að lagalega njóti kynin sömu réttinda og skyldna þá getum við ekki sætt okkur við það að kynja- skiptingin sé í raun svo samofin menningu okkar sem raun ber vitni. Einn af mikilvægustu þáttum mannréttindabaráttu er fræðsla og upplýsingasöfnun. Við verðum að fræða fólk og þá sérstaklega ung- dóminn um mannréttindi. Við verðum jafnframt að safna upplýsingum um stöðu mála, rannsaka það sem úr- skeiðis hefur farið og hvað hægt er að gera betur, og miðla upplýsingunum til almennings. Öðruvísi fáum við ekki breytt ástandinu. Vestnorræna ráðið hefur lagt á það áherslu að framboð á námsefni um stöðu kvenna og mannréttindi verði aukið. Íslandsdeild ráðsins lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á rík- isstjórnir Íslands, Fær- eyja og Grænlands að gera með sér sam- komulag um gerð skyldunámsefnis fyrir unglinga um ólík kjör og hlutskipti kvenna á norðurslóðum og mann- réttindi. Með því mætti auka umræðu um jafn- réttismál og skilning á því að kvenréttindi eru mannréttindi óháð menningu. Það myndi jafnframt stuðla að því að auka þekkingu á ólíkum kjörum og hlutskipti kvenna á norðurslóðum. Við vitum að hagur kvenna er mjög bágborinn víða, einkum í fátækari löndum og væri hægt að nefna mörg hryggileg dæmi um misrétti og of- beldi gagnvart konum því til stuðn- ings. Kynbundin mannréttindabrot og ofbeldi endurspegla það viðhorf margra að konur eigi ekki að njóta sama réttar, sömu sæmdar og sömu virðingar og karlmenn. Það skal ekki gert lítið úr því að lög um jafnrétti kynjanna eru ákaflega mikilvæg en við verðum að horfast í augu við að við verðum að stuðla að viðhorfs- breytingu ef við ætlum að tryggja jafnrétti í reynd. Ég tel ekki nokkurn vafa á því að langáhrifaríkasta leiðin til að breyta viðhorfum í samfélaginu er að miðla upplýsingum til barna og ungmenna í gegnum menntakerfið og hafa þannig áhrif á félagsmótun þeirra. Gerð skyldunámsefnis um mannréttindi og misjöfn kjör kvenna á norðurslóðum og á Vestur- Norðurlöndum gæti verið mikilvægt lóð á vogarskálar viðhorfsbreytinga í þá veru að litið verði á konur og karla sömu augum sem manneskjur sem njóta skuli sömu mannréttinda og hafi sama rétt til mannhelgi. En það er skortur á kerfisbundinni söfnun upplýsinga og rannsóknum um kjör kvenna á norðurslóðum ef Norðurlönd eru undanskilin. Hins vegar liggja fyrir niðurstöður einnar viðamestu rannsóknar sem unnin hefur verið um lífskjör á norð- urslóðum. Lokaskýrsla alþjóðlega rannsóknarverkefnisins SLiCA (e. Survey of Living Conditions in the Arctic) var birt í lok mars 2007. Rannsóknin sem hófst árið 1997 náði til norðurslóðasamfélaga Banda- ríkjanna og Kanada, á Norðurlöndum og samfélaga frumbyggja í Rúss- landi. Hana er hægt að nýta sem grunn við gerð þess skyldunámsefnis sem mælt er með í þingsályktun- artillögunni sem nefnd er hér að ofan. Það sama gildir um bók um velferð á Vestur-Norðurlöndum sem nýverið kom út undir ritstjórn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur dósents. Í báðum þessum rannsóknarverkefnunum er að finna upplýsingar um ólík kjör og hlutskipti kvenna á norðurslóðum, meðal annars um jákvætt samfélags- legt hlutverk kvenna sem sterkra fyr- irmynda og einstaklinga. Ég teldi jafnframt mikilvægt að upplýsingar um alþjóðlega sáttmála um mann- réttindi og kvenréttindi, svo sem mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samninginn um afnám allrar mismununar gagnvart konum, yrðu gerð skil í námsefninu. Ég treysti því að ályktun þessi hljóti skilning og góðar móttökur hjá framkvæmdavaldinu og megi verða mikilvægt skref til að upplýsa æsku Vestur-Norðurlanda um sambandið milli mannréttinda, menningar og stöðu kvenna. Mótum ungmenni til virðingar og jafnréttis Karl V. Mattíasson skrifar um mannréttindi » Við verðum að fræða fólk og þá sér- staklega ungdóminn um mannréttindi. Höfundur er alþingismaður og for- maður vestnorræna ráðsins. Karl V. Mattíasson ÞRIÐJUDAGINN 6. maí sl. birti Einar Steingrímsson prófess- or opið bréf til Vísinda- og tækni- ráðs þar sem hann gerir að um- talsefni auglýsingu um „Markáætlun á sviði vísinda og tækni 2009 til 2015“. Opin og gagnrýnin umræða um skipulag opinberra fjárveit- inga til vísinda og ný- sköpunar er nauðsyn- leg og því er bréf Einars vel þegið. Í bréfinu koma fram ýmsar gagnlegar ábendingar sem sum- ar lúta að smæð ís- lensks vísinda- og tæknisamfélags og tekur ráðið þær ábendingar alvarlega. Það er t.d. stöðugt viðfangsefni að tryggja að faglegt mat umsókna sé hafið yfir allan vafa. Markáætlun er aðeins ein leið stjórnvalda til að styðja við vís- inda- og nýsköpunarstarf í land- inu, en opnir samkeppnissjóðir á sviði vísinda, tækniþróunar og ný- sköpunar gegna þar vitaskuld langstærstu og mikilvægustu hlut- verki, ásamt rannsóknarframlagi til háskóla og stofnana. Fjárlög 2008 mörkuðu tímamót í fjárveit- ingum til vísinda og tækni en þar var boðuð nánast tvöföldun op- inberra samkeppnissjóða á kjör- tímabili ríkisstjórnarinnar. Rann- sóknasjóður mun á þessu tímabili nær tvöfaldast úr 590 milljónum árið 2007 í 1100 milljónir árið 2011, og Tækniþróunarsjóður vaxa úr 500 milljónum í 800 milljónir á sama tímabili. Hafa verður því í huga að það fé sem rennur til markáætlunarinnar er ekki tekið af starfandi sjóðum eða framlögum til stofnana, heldur kemur til nýtt fé. Þeir sem ekki sjá tækifæri til þátttöku í mar- káætluninni geta eftir sem áður sótt um styrki í samkeppnissjóði og ljóst er að opnu samkeppn- issjóðirnir munu hafa umtalsvert meira afl til að styðja við vísinda- og nýsköpunarstarf í landinu en síðustu ár. Sú markáætlun sem nú hefur verið auglýst er byggð á framtíð- arsýn sem Vísinda- og tækniráð efndi til árið 2007, en þar var gerð tilraun til að rýna inn í framtíðina og koma auga á sérstök tækifæri í vísindum og tækni í alþjóðlegri samkeppni. Um slíka aðferð- arfræði má vitaskuld deila. Eitt aðalmarkmiðið var að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, úr háskól- um, rannsóknastofnunum og at- vinnulífi til að ræða saman um þær áskoranir sem blasa við í ís- lensku samfélagi og finna leiðir til að smíða brýr á milli ólíkra aðila. Hátt í 200 manns komu að þeirri vinnu og liggja nú fyrir skýrslur fjögurra starfshópa. Vísinda- og tækniráð ályktaði í desember 2007 um átta svið vís- inda og tækni sem fælu í sér sér- stök tækifæri og var starfs- nefndum ráðsins falið að skipuleggja nýja markáætlun á grundvelli þeirra. Sum áherslu- sviðanna átta koma ekki á óvart, en við leyfum okkur að fullyrða að saman endurspegla þau með nýj- um hætti ólík svið vísinda og fræða. Hér er í fyrsta sinn í lang- an tíma jafnvægi milli hug-, fé- lagsvísinda og skapandi greina, og annarra greina vísinda og tækni – en einnig má finna tengingar þvert á fagsvið. Því getum við ekki verið sammála Einari þegar hann lætur að því liggja í grein- inni að hug- og félagsvísindi beri skarðan hlut frá borði í þeirri Markáætlun sem nú er auglýst. Einar gerir athugasemd við þá áherslu sem lögð er á samstarf háskóla, stofnana og fyrirtækja í Markáætluninni. Markmið Vís- inda- og tækniráðs er að efla vís- indarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menning- ar og auka samkeppnishæfni at- vinnulífsins. Stefnumörkun ráðsins er því mjög víðfeðm. Í stefnu Vís- inda- og tækniráðs 2006-2009 var undirstrikað mikilvægi þess að hvetja fyrirtæki og ríkið til að taka saman höndum um sókn í rannsóknum og þróunarstarfi til að ná betri árangri í arðbærri ný- sköpun og alþjóðlegri samkeppn- ishæfni á grundvelli þekkingar. Alþjóðlegar mælingar sýna að þáttur rannsókna og nýsköpunar í starfi íslenskra fyrirtækja hefur dregist saman á undanförnum ár- um, og því er augljóslega verk að vinna. Ný markáætlun tekst ein- mitt á við þennan vanda, og lögð er áhersla á að fyrirtæki eða rekstraraðilar taki sem mestan þátt í starfinu. Það er ögrun fyrir öll svið vísinda og tækni að finna samstarfsaðila í ólíkum geirum, og þeir geta komið úr óvæntum átt- um. Má t.d. benda á að í síðustu úthlutun úr Rannsóknasjóði voru tvö samstarfsverkefni milli há- skóla og fyrirtækja í hugvísindum, annað var á sviði handritarann- sókna og hitt í heimspeki. Vísinda- og tækniráð vonar að þær nýju samræður sem spretta upp milli ólíkra aðila í undirbún- ingi umsókna í nýja markáætlun verði til að örva nýjar hugmyndir. Um Markáætlun Vísinda- og tækni- ráðs 2009-15 Guðrún Nordal og Hallgrímur Jónasson svara bréfi Einars Steingrímssonar um markáætl- un á sviði vísinda og tækni Hallgrímur Jónasson » Vísinda- og tækniráð vonar að þær nýju samræður sem spretta upp milli ólíkra aðila í undirbúningi umsókna í nýja markáætlun verði til að örva nýjar hug- myndir. Guðrún er prófessor og formaður vís- indanefndar Vísinda- og tækniráðs. Hallgrímur er formaður tækni- nefndar Vísinda- og tækniráðs. Guðrún Nordal Verslun fyrir börn á aldrinum 0-10 ára Föt, skór og fylgihlutir frá Kammakarlo, Fuzzies, Cocomma/Bisgaard, Joha og Karla 20% kynningarafsláttur af öllum vörum til 31. maí! Kammakarlo Copenhagen Bæjarlind 12 Kópavogi s.554-5410 • www.kammakarlo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.