Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR R júpur. „Krían er komin og himbrimi á tjörn- unum!“ Glaðleg rödd Sigurjóns á Kaldbak heilsaði mér í símanum. Þetta var á miðvikudaginn og ég heyrði á rómnum, að hann byggist við að ég brygði undir mig betri fætinum og flýtti mér norður. Og það var rétt hjá honum, – hugurinn var floginn þangað á andartakinu. Og allir höfðu sömu sögu að segja: Það er meira um rjúpu í Aðaldal en í fyrra. Sumpart vegna þess að veiðitíminn var stuttur og menn gera ekki svo mikla bölvun af sér á fáeinum dögum. Og svo eru snjóalög þannig, að sennilega er haglaust og lítið um rjúpur á fjall- lendinu. „Karrarnir eru farnir að setjast upp hérna norðan við hraunið og það gerist venjulega ekki nema rjúpunni sé farið að fjölga,“ segir Vilhjálmur á Sílalæk. Skrítilegt með karrann! Hann tyllir sér upp á hraunnybbur, skjannahvítur og heldur en ekki boru- brattur, og helgar sér svæði, auðveld bráð fyrir fálkann. En það gerir ekk- ert til. Næsti karri tekur bara við og sér um fleiri en eina rjúpu ef svo ber undir. Rjúpan hefur klæðst felulitum, þegar hér er komið sögu, er mógrá eins og lyngmórinn, svo að það er engu líkara en karrinn sé að fórna sér fyrir rjúpuna. Það er riddaralega gert! Fyrir alþingi liggur stjórn- arfrumvarp um breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um það urðu svo sem engar umræður, enda efnið lítið annað en það, að veiðiskýrslum skuli skilað fyrir 1. apríl, sem ráðherra segist vonast til að „stuðli að betri og upplýstari ákvörðunum.“ Og tekur fram í leið- inni: „Það má kannski segja að með þessu móti sé gerð tilraun til að fjar- lægja úr almennri umræðu hina ár- vissu deilu um stærð rjúpnastofnsins og veiðarnar á rjúpunni.“ Finnur Guðmundsson var að bjástra við að leysa þessa þraut fyrir 60 til 70 árum og varð að ævistarfi hans og síðan hafa aðrir fuglafræðingar fetað í hans fótspor og enn er gátan óleyst sem fyrr. Mér virðist ráðherrann hlaupa apríl með veiðiskýrslurnar. Eða eins og kerlingin sagði: „Mér er sem ég sjái hvítasunnuandlitið á þér, vinur Jón, er þú skrásettir þetta!“ (Sjá Ísa- fold 1904 bls. 317.) Í Magnúsar sögu berfætts segir frá því, að hann hafi deilt um konungdóm við bræðrung sinn Hákon Þórisfóstra, og voru miklar viðsjár með flokk- unum. Hákon konungur hafði farið upp til Dofrafjalls: „En er hann fór yfir fjallið, reið hann um dag eftir rjúpu nokkurri, er fló undan honum. Þá varð hann sjúkur og fékk banasótt og andaðist þar á fjallinu, og var lík hans norður flutt og kom hálfum mánuði síðar til Kaupangs en hann hafði brott farið. Gekk þá allur bæj- arlýður og flestir grátandi móti líki konungs, því að allir menn unnu hon- um hugástum.“ Þetta er merkileg frásögn. Hún er of óvenjuleg til að geta verið lýsing á því, sem raunverulega gerðist, en vandséð, hvers vegna Snorra er í mun að halda því til haga, að konungur fór á eftir rjúpunni eins og honum væri ekki sjálfrátt. Og rifjast upp í því sambandi, að María mey boðaði alla fuglana á sinn fund og skipaði þeim að vaða eld, sjálf himnadrottningin. Þeir þorðu ekki annað en hlýða, nema rjúpan. Hún neitaði. María reiddist og lagði á rjúpuna, „að hún skyldi verða allra fugla meinlausust og varn- arlausust, en undireins svo ofsótt að hún ætti sér ávallt ótta vonir nema á hvítasunnu,“ segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. „Og skyldi fálkinn sem fyrir öndverðu átti að hafa verið bróðir hennar ævinlega ofsækja hana og drepa og lifa af holdi hennar.“ Mér PISTILL » Skrítilegt með karr-ann! Hann tyllir sér upp á hraunnybbur, skjannahvítur og heldur en ekki borubrattur, og helgar sér svæði, auðveld bráð fyrir fálkann. En það gerir ekkert til. Næsti karri tekur bara við.Halldór Blöndal Rjúpur sýnist einsýnt, eins og Hákoni Þór- isfóstra er lýst, háttum hans og geðs- lagi, og eins og að honum var sótt, að hann hafi leitað undan eins og rjúpan. Yfir báðum vofði haukurinn, – bræðr- ungurinn eða bróðirinn, – enda kvað Hákon „sér skugga vera um vilja frænda síns, Magnúss konungs.“ María Guðsmóðir lagði svo fyrir, að rjúpan skyldi óttalaus á hvítasunnu. Það er á mannanna valdi, að hún geti lifað óttalaus af þeim árið um kring. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Jóhönnu M. Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „NEMENDUR Melaskóla tóku þessu fagnandi sem sínu vinnu- tæki og mátu það sem kærkomna nýjung. Þau öðl- uðust nýjan skiln- ing á námsbók- unum og uppbyggingu þeirra með hjálp forritsins,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og höf- undur námstækniforritsins Nem- anets. Endurgerð útgáfa af Nemaneti leit dagsins ljós síðastliðið haust. Nýja útgáfan var keyrð í vetur sem þróunarverkefni í Melaskóla með fulltingi menntamálaráðuneytisins. Það gekk með eindæmum vel að sögn Ástu Kristrúnar. Starfið með börnunum hafi gefið henni tækifæri til að laga kerfið enn frekar að þörf- um nemendanna. Yfir níutíu nemendur 7. bekkja Melaskóla hlutu þjálfun í notkun for- ritsins og voru jafnt stjórnendur sem kennarar ánægðir með verk- efnið að sögn Ástu Kristrúnar. Vinnutæki nemandans Hún segir að í grunnskólum sé Mentor notaður sem upplýs- ingaveita til foreldra og nemenda. Í framhaldsskólum og háskólum séu upplýsingaveitur skólanna nýttar í sífellt meira mæli til að koma náms- gögnum og upplýsingum frá kenn- urum til nemenda. „Hingað til hefur ekki verið þróað sérstakt vinnutæki nemandans, eins og Nemanet er. Það er námstækniforrit sem virkjar námsfærni og tekur mið af nýju vef- lægu námsumhverfi,“ segir Ásta Kristrún. Þar sem forritið er veflægt nýtist það ekki aðeins til að efla ein- beitingu við lestur námsbóka, heldur líka til að vista námsgögn, hvort sem þau eru unnin af nemandanum, kennaranum eða eru sótt á vefinn. Ásta Kristrún segir að forritið megi nota í öllum fögum óháð skóla- stigi. „Hver nemandi býr sér til sinn eigin þekkingarbanka sem byggist á markvissum námsaðferðum. Bank- inn er svo aðgengilegur hvar og hve- nær sem er á netinu,“ segir Ásta Kristrún. Hún segir Nemanetið vera eins- konar rafræna stílabók, sérstaklega hugsaða til vinnu í heimanámi, við verkefnavinnu, til undirbúnings og úrvinnslu kennslustunda. „Þetta er því ekki sambærilegt við upplýsingaveitur skólanna. Nem- anetið er námstæki nemandans, þó að kennarar geti vissulega nýtt sér það sem hvetjandi tæki við kennslu, við símat og einstaklingsmiðað nám,“ segir Ásta Kristrún. Nem- anetið geri einnig foreldrum auð- veldara fyrir að aðstoða börnin við námið. Ásta segir orðasafnið, sem er einn hluti forritsins, jafnan vekja sér- staka hrifningu hjá nemendum. Þar er grunnhugsunin sú sama og með orðaspjöldum þar sem nemendur skrifa spurningar öðrum megin, svör hinum megin og hlýða svo sjálf- um sér yfir. „Í forritinu opnar þú þinn orðasarp, færð vinstri og hægri dálk, setur orðið inn öðrum megin og skilgreininguna við hliðina á því. Þannig vinna nemendurnir skil- greiningarnar sjálfir, veiða sífellt að- alatriðin úr bókinni og bæta í sarp- inn,“ segir Ásta Kristrún. Námið spennandi áskorun Hún segir að á þennan hátt fáist safn sem alltaf sé aðgengilegt og nota megi á auðveldan hátt til að hlýða sjálfum sér yfir. „Þetta fannst krökkunum alveg sérstaklega sniðugt og notuðu mik- ið,“ segir Ásta Kristrún. „Ég hef verið með nemendur í ráðgjöf vegna samræmdu prófanna og fög sem þeim þóttu áður vera erf- ið eða leiðinleg urðu að spennandi áskorun með notkun forritsins. Nemendurnir spæna bækurnar bók- staflega inn í orðasafnið. Það er nefnilega gríðarlega mikilvægt að nemendur hafi leið til að einangra, meta, safna og vinna úr og þetta er einmitt tækið til þess,“ segir Ásta Kristrún. Rafræna stílabókin eykur námsgetu  Námstækniforritið Nemanet gefur góða raun  Þjálfar skipulögð vinnubrögð og eykur einbeitingu nemendanna  Hentar fyrir flest námsfög og á öllum skólastigum Námsgleði Þessar stúlkur kynntu sér kosti Nemanetsins með aðstoð Ástu. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MÁLÞING um samfélagsgeðþjón- ustu verður haldið 13. maí. Sáu þær Auður Axelsdóttir og Jóhanna Erla Eiríksdóttir iðjuþjálfar um að skipuleggja það en Jóhanna stýrir vettvangsteymi í Kaupmannahöfn. „Samfélagsgeðþjónusta er stuðn- ingur og eftirfylgd við einstakling og aðstandendur í bataferlinu og byggist á að efla þátttöku á ný í samfélaginu,“ segir Auður. „Við munum skoða hvar við erum stödd í þessum málaflokki hér heima, fjalla um hugmyndafræði og nálganir. Við þurfum að komast að samkomulagi um hvað skiptir máli og hvernig við ætlum að byggja upp þessa þjón- ustu. Þess þarf að gæta að sömu gildi eiga ekki við samfélagsgeð- þjónustu og í hefðbundinni meðferð og geta þau jafnvel hindrað ein- stakling í viðleitni hans við að ná stjórn á eigin lífi. Styðja þarf fólk í sínu daglega umhverfi – þar sem það hefur aðgengi að nokkurs kon- ar leiðsögumanni sem er alltaf hægt að leita hjálpar hjá. Deila hugmyndum og fagþekkingu Meðal gesta á ráðstefnunni er danskt vettvangsteymi: „Við ætlum að heyra um þær leiðir sem Danir hafa farið og munu teymisliðar fræða okkur um þeirra aðferðir og áherslur,“ segir Auður. Í danska vettvangsteyminu starfa 12 sérfræðingar af ólíkum sviðum, m.a. iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðing- ar, sálfræðingur, félagsráðgjafi og læknir: „Hver meðlimur teymisins sinnir á bilinu 10 til 12 einstakling- um og er þeirra aðaltengiliður fyrir aðstoð og þjónustu,“ útskýrir Auð- ur. „Hann vinnur bókstaflega að öll- um málum skjólstæðingsins hverju sinni og innan teymisins sjálfs vinna allir á svipaðan hátt. Þeir deila fagþekkingu sín á milli og hugmyndum að lausnum á vanda- málum.“ Skjót og aðgengileg þjónusta Fagteymið sem verður á mál- þinginu sinnir skjólstæðingum sem eiga við fjölþættan vanda að stríða, eru með geðræn vandamál og hafa sumir ánetjast fíkniefnum. Reynt er að styðja þetta fólk þannig að það geti búið heima þrátt fyrir erfiðleik- ana og felst lausnin meðal annars í því, að þurfi einstaklingurinn á að- stoð að halda, á hann alltaf auðveld- an aðgang að tenglinum sínum og getur með skjótum hætti fengið þá þjónustu sem hann þarfnast. Málþingið fer fram í safnaðar- heimili Laugarneskirkju á þriðju- dag kl. 10 til 12.30. Fer það fram á dönsku og ensku og má skrá þátt- töku á audeir@internet.is. Meðal fyrirlesara má nefna, auk Auðar, Bjarna Karlsson prest, Hall- grím Björgvinsson frá Hugarafli, Jóhönnu Erlu Eiríksdóttur iðju- þjálfa og Margréti Jónsdóttur að- standanda. Morgunblaðið/hag Málþing Þær Auður Axelsdóttir og Jóhanna Erla sáu um skipulagninguna. Staðan í samfé- lagsgeðþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.