Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 29 an hátt.“ Gosbrunnurinn naut strax vinsælda Var fólk ánægt með gerð þessa garðs? „Já, svo sannarlega. Framkvæmd garðsins þótti takast með eindæm- um vel og var hann opnaður form- lega af borgarstjóra hinn 18. ágúst 1954, að viðstöddu fjölmenni. Sérlega athygli vakti tjörn með gosbrunni. Gosbrunnurinn var steypt líkneski af dreng sem situr á baki svani og heldur um háls hans og gýs vatnið upp um nef svansins. Hann var áður á svipuðum stað í þá- verandi garði Thors Jensens, en þá uppi á axlarhárri steinhæð. Þetta var fyrsti gosbrunnur í almennings- garði í Reykjavík og var í miklu uppáhaldi hjá yngstu kynslóðinni. Hann er því miður horfinn núna og væri virðingarvert framtak ef borgin sæi sér fært að endurbyggja gos- brunninn. Líkneskið sjálft er að öll- um líkindum enn til í geymslum borgarinnar. Ávalar línur einkenna Hallargarð- inn í öllu skipulagi eins og garða am- erísku módernistanna. Meginstígur bugðast skáhallt í gengum garðinn frá Listasafni Íslands og kvíslast svo annarsvegar til móts við Fjólugötu en hinsvegar til móts við Hljómskál- ann. Annað megineinkenni skipulags- ins sést best þegar gengið er eftir stígum garðsins. Birtast þá í sífellu ný sjónarhorn, bæði innan garðsins og utan. Ímyndum okkur að það sé árið 1955 og við að ganga eftir meginstígnum ofan frá Skothúsvegi. Það fyrsta sem mætir auganu er langur bugðóttur stígur og trjáröð sem leiðir augað áfram að blóm- skrúðugri steinhæð, þaðan má einn- ig sjá yfir að Reykjavíkurtjörn. Sé haldið áfram tekur við bogadreginn steinbekkur sem styður við stein- hæðina en á vinstri hönd birtist okk- ur á miðri grasflöt tjörn með gos- brunni í svanslíki og efalaust börn að busla. Sé gengið áfram til norðurs sjáum við garðskálann umkringdan gróskumiklum gróðurbeðum og við himin ber turn Fríkirkjunnar og húsin handan við Tjörnina.“ Hefur garðurinn breyst mikið frá hinni upphaflegu hönnun? „Sé sama leið gengin í dag og ég var að nefna eru nokkur veigamikil atriði sem eru horfin – eins og stein- hæðin og tjörnin með gosbrunninum sem saman mynduðu þungamiðju garðsins – og gerir þetta garðinn fá- breytilegri frá því sem áður var. Ýmsar aðrar breytingar hafa átt sér stað í garðinum. Árið 1986 var garðurinn endurgerður í upp- haflegri mynd að nokkru undir leið- sögn Jóns H. Björnssonar. Sú breyt- ing var þó m.a. gerð að runna- og blómabeðum var komið fyrir á flöt- inni þar sem tjörnin stóð forðum. Nokkru síðar var svo reistur minn- isvarði um Thor Jensen og konu hans sem upphaflega ræktuðu garð við hús sitt á þessum stað.“ Kæmi til greina að endurgera Hallargarðinn algjörlega í upp- haflegri mynd? „Garðurinn eins og hann er í dag er í öllum megindráttum eins og á teikningu Jóns frá 1953. Ýmislegt hefur þó breyst í tímanna rás og hann hefur því miður, sem fyrr gat, verið rúinn ýmsu skrauti. Þær hug- myndir sem uppi hafa verið á breyt- ingum á garðinum í tengslum við sölu á Fríkirkjuvegi 11 og uppbygg- ingu á safni þar um Thor Jensen, tel ég varasamar og hef ýmislegt við þær að athuga. Þær sýna bæði Hall- argarðinum og húsinu, með sinni upphaflegu aðkomu frá Fríkirkju- vegi, ákveðna vanvirðingu. Jón H. Björnsson hélt þessu að mestu óbreyttu þegar hann endurhannaði garðinn. Að hleypa bílum inn í garð- inn og brjóta skörð fyrir nýjan göngustíg í gengum langabekkinn, eins og hugmyndir hafa verið um, myndi að mínu mati rýra verulega menningarlegt verðmæti hans. Færsla á upphaflegum göngustíg sem liggur að miðju hússins og myndar meginás í ásýnd þess ásamt tröppunum tel ég einnig að væri af- ar misráðið. Ég geri það að tillögu minni að garðinum verði sýnd full virðing og hann endurgerður og færður í sína upphaflegu mynd, gosbrunnurinn með svanslíkneskinu og steinhæðin ofan við langabekkinn verði end- urbyggð og garðinum sýndur sá sómi sem honum ber með end- urbótum á gróðri og bættri um- hirðu. Aðgengi má bæta með því að út- búa sérstaka upphækkaða aðkomu við Fríkirkjuveg, lokuð bílastæði sem gætu jafnframt tengt garðinn betur út á Fríkirkjuveg.“ Hallargarðurinn er hluti af garðlistasögu Íslands Hver er þýðing Hallargarðsins í garðlistasögu landsins? „Hallargarðurinn er hluti af stuttri garðlistasögu Íslands og það er jafn mikilvægt að sýna þeirri sögu virðingu og byggingarsögunni. Á sama tíma og til stendur að end- urgera Fríkirkjuveg 11 ætti að huga að sögulegu mikilvægi Hallargarðs- ins. Hér er mikil þörf á faglegri um- ræðu um garða og ekki síður hvern- ig að endurgerð þeirra eigi að standa. Nú gæti skapast lag með nýjum eiganda hússins, að vinna í samvinnu við borgaryfirvöld að því að endurgera garðinn sem næst upprunalegri mynd og endurheimta hans fyrri ljóma. Þannig getur fólk fengið tækifæri til að upplifa ís- lenska garðlistasögu og ekki síður að njóta lystisemda garðsins.“ gudrung@mbl.is Bogalínur Bæði Hallargarðurinn og Austurvöllur á Ísafirði, sverja sig í ætt við garða sem gerðir voru af amerísk- um módernistum. Myndin á þessu póstkorti frá um 1960 sýnir bogadregnar línur í anda ameríska módernismans. Fyrir miðri mynd við enda langa blómabeðsins sést fyrst steinhæðin og þar á bakvið tjörnin með gosbrunn. Gosbrunnurinn Tjörnin og gosbrunnurinn voru eitt aðal aðdráttarafl garðs- ins, en eru nú miður horfinn. Vinsælt póstkort frá því skömmu fyrir 1960. Sérlega athygli vakti tjörn með gosbrunni. Gosbrunn- urinn var steypt líkneski af dreng sem situr á baki svani og heldur um háls hans og gýs vatnið upp um nef svansins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.