Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.05.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2008 51 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GUÐNA SIGURJÓNSSONAR, Hjallalandi 32. Rósa Hermannsdóttir, Hermann Gunnarsson, Svava Viktoría Clausen, Alfreð Örn Hermannsson, Marisa Somvichian, Gunnar Axel Hermannsson, Svava Óttarsdóttir, Gestur Hermannsson, Viktoría G. Hermannsdóttir, Bjarni Lárus Hall og langafabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði sendum við sérstakar þakklætiskveðjur. Helga Henrysdóttir, Henry Þór Henrysson, Gíslína Garðarsdóttir, Haraldur Henrysson, Elísabet Kristinsdóttir, Hálfdan Henrysson, Edda Þorvarðardóttir, Hjördís Henrysdóttir, Gísli Þorsteinsson, Þorsteinn Á. Henrysson, Lára Erlingsdóttir og ömmubörnin. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Alúðarþakkir. Við höfum verið umvafin hlýhug, umhyggju, sam- úð, ást og vináttu vegna útfarar elskaðrar eigin- konu, móður, tengdamóður, fóstru og ömmu, UNNAR KJARTANSDÓTTUR, Álftamýri 6, Reykjavík, sem lést þann 10. apríl. Fyrir það færum við ykkur okkar hjartans þakkir. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfóki á deild 11 E, geisladeild og göngudeild krabbameinssjúkra á Landspítalanum við Hringbraut, heimahlynningu LSH, líknardeild í Kópavogi og Helgu Sigurjónsdóttur á Landspítalanum Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Garðar Ingvarsson, Karen, Sigríður Anna, Ingvar, Ingibjörg Elísabet Garðarsbörn, tengdabörn, fósturbörn og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærs sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HAUKS RUNÓLFSSONAR, Víkurbraut 30, Hornafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinsdeildar Landspítalans, starfsfólk Sjúkrahótelsins á Rauðarárstíg 18, hjúkrunarþjónustan Karitas og heimaþjónusta og starfsfólk HSSA. Halla Bjarnadóttir og fjölskylda. Börn hins látna og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, STEINUNNAR JÓSEFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Deildartúni 5. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir frábæra umönnun. Adda Ingvarsdóttir, Viðar Karlsson, Elsa Ingvarsdóttir, Böðvar Jóhannesson, Ellert Ingvarsson, Svanhildur Kristjánsdóttir og ömmubörn. ✝ Sigurjón Guð-mundsson fæddist að Kúlu- dalsá í Innri- Akraneshreppi 8. júlí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 3. maí sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurður Jónsson, f. 26.2. 1907, d. 8.9. 1995, og Jónína Sigurrós Gunn- arsdóttir, f. 5.3. 1912, d. 2.1. 2001. Systkini Sigurjóns eru 1) Jón Auðunn, f. 15.3. 1934. 2) Jó- hanna Kristín, f. 28.4. 1935. 3) Þorvaldur, f. 30.7. 1940. 4) Ragnheiður, f. 2.3. 1948. 5) Guð- rún, f. 24.9. 1950. Eftirlifandi eiginkona Sig- urjóns er Kristín Marísdóttir, f. 27.5. 1944. Þau giftust 20.4. 1963, og hófu það vor búskap að Kirkjubóli í Innri-Akranes- hreppi, þar sem þau bjuggu æ síðan. Börn þeirra eru: 1) María, f. 17.10. 1964, hún á fjögur börn og eitt barnabarn. Sambýlis- maður Maríu er Þorsteinn Máni Árnason. 2) Sigurrós, f. 28.10. 1965, gift Hallgrími Þ. Rögn- valdssyni, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 3) Ingibjörg, f. 2.9. 1970, gift Agli Þór Eiríks- syni, þau eiga tvö börn. 4) Pétur, f. 16.2. 1975, kvænt- ur Söru Margréti Ólafsdóttur, þau eiga þrjú börn. 5) Unnur, f. 20.5. 1980, hún á tvo syni. Sambýlis- maður Unnar er Alf Wardum. 6) Guðjón, f. 3.9. 1981. 7) Kristín, f. 29.3. 1987. Sigurjón fluttist með fjöl- skyldu sinni að Innra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi árið 1945. Hann stundaði öll algeng sveita- störf og vann einnig við fisk- vinnslu. Hann útskrifaðist bú- fræðingur frá Hvanneyri vorið 1959 og starfaði alfarið við bú- skap eftir það, í nánu samstarfi við foreldra sína í fjölda ára og síðar með dóttur sinni og tengdasyni eftir að þau hófu bú- skap að Innra-Hólmi, en jarð- irnar Innri-Hólmur og Kirkjuból liggja saman. Sigurjón átti við vaxandi van- heilsu að stríða síðustu misseri og dvaldi síðustu mánuði á Sjúkrahúsi Akraness. Útför hans var gerð frá Innra-Hólmskirkju 9. maí sl. Eitt sinn verða allir menn að deyja Eftir bjartan daginn kemur nótt Ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Siggi frændi minn á Kirkjubóli er dáinn ómar í höfði mér. Ég finn sting í hjarta mér og verð klökkur, mér líður illa. Minningarnar um góðan mann bæta líðanina þó aðeins. Ég var svo heppinn að fá að vera í sveit á Kirkjubóli í þrjú sumur. Siggi hafði alltaf nóg fyrir okkur vinnumennina að starfa og dáðist ég oft að skipulagi og stjórnunar- hæfileikum hans. Mér leið og líður alltaf vel á Kirkjubóli enda lærði ég þar margt og mikið undir hand- leiðslu góðs fólks. Okkur Sigga kom alltaf vel saman enda var hann allt í senn áhugasamur, vinnusam- ur og laghentur. Við vorum æv- inlega vaktir á morgnana með þeim fleygu orðum: „Hæ strákar það er ræs“ og stukkum við þá á fætur til- búnir að takast á við verk dagsins, þetta voru skemmtilegir tímar. Síðan þetta var hef ég alltaf komið öðru hverju í kaffisopa og spjall og hurfu þar klukkutímarnir fljótt þegar Siggi rifjaði upp gamla tíma, sagði mér sögur og eins gát- um við spjallað um vélar og tæki og síðast en ekki síst um sameiginleg- an Landrover-áhuga okkar. Ég man hvað Siggi var ánægður og stoltur þegar hann sýndi mér Landroverinn sinn og sagði: „Hæ, Baddi, ég þarf endilega að fá þig til að kíkja á glóðarkertin í honum.“ Erill og tímaleysi gerðu það að verkum að ekki er ég enn búinn að laga þetta fyrir þig, Siggi minn, og nú er það orðið of seint! Mér finnst mjög sárt að hafa ekki getað komið spjallað við þig undanfarið ár, ég gat ekki horfst í augu við þá staðreynd að þetta væri tapað stríð hjá þér og sjúk- dómurinn smátt og smátt að eyði- leggja svona góðan mann. Er við lútum höfði og kveðjum þig, frændi minn, veit ég með vissu að þér líður vel núna, ert örugglega að sansa eitthvað hjá Guði. Vertu sæll, Siggi minn, og takk fyrir allt, við sjáumst síðar. Hvíldu í friði. Bjarni Jónsson. Sigurjón Guðmundsson Elski mamma mín, nú eru komin til Jesú og ég er viss um að þú varst sótt af englum. Þú varst svo falleg og góð að utan sem innan. Það var alltaf svo gott að ræða við þig og þú dæmdir aldrei neinn, áttir alltaf varnarorð handa öllum, smærstu og stærstu, allir voru jafningjar í þínum huga. Það var svo gott að hlæja með þér, það var alltaf svo stutt í hláturinn þinn þó lífið færi ekki alltaf mjúkum höndum um þig elsku mamma mín. Alltaf hafðirðu meiri áhyggjur af okkur krökkunum en sjálfri þér. Ég sit hér og skil bara ekkert í því að þú sért farin frá okkur en líklega hefur vantað í umönnunarstörf á himnum einvern með hlýtt faðmlag og hjarta á réttum stað. Ömmuhlutverkið fór þér afskap- lega vel. Þú varst kannski ekki þessi týpíska amma í kleinubakstri og jólakökugerð, fórst frekar í sund með liðið og í sjoppuna á eftir. Þá var nú oft fjör. Svo þurfti náttúrlega að snyrta sig á eftir. Já, þú vildir alltaf vera vel til höfð og ég var alltaf stolt af því þegar var talað um hvað ég væri lík þér. Elsku mamma mín. Nú ert þú á himnum hjá pabba þínum og bræðr- unum sem þú talaðir svo mikið um og ég veit að þér líður svo vel. Það er styrkur í sorginni að vita það. Minning þín er ljós í lífi okkar allra. Sofðu rótt. Þín Bryndís. Elsku nafna mín. Það eru til svo mörg falleg orð til að lýsa því hve góð kona þú varst. Þegar ég hugsa til baka þá koma svo Hafdís Þórarinsdóttir ✝ Hafdís Þórar-insdóttir fædd- ist á Akureyri 22. maí 1949. Hún lést 2. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Akureyrar- kirkju 10. mars. góðar minningar upp í huga minn af okkur tveimur saman. Hvað ætli ég hafi verið margar helgar hjá þér? Þær helgar voru alltaf svo skemmtileg- ar og góðar. Ég man hvað var gaman þegar þú leyfðir mér alltaf að tæma eldhússkápana og fara með allt í bað og hafa mikla froðu. Allir morgnarnir sem ég borðaði cocopuffs fram í eldhúsi og á meðan varst þú í uppi í rúmi að drekka kaffið sem ég færði þér í rúmið því þér fannst svo gott að sofa út en ég vakti þig alltaf eldsnemma með kaffinu. Síðustu ár hafa nú verið aðeins öðruvísi hjá okkur, en þú varst alltaf besta frænka og ég á eftir að sakna þín svo mikið. En nú ertu komin á góðan stað og ég veit að þér líður vel og þá líður mér vel, elsku nafna mín. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Þín nafna, Hafdís. Þegar ég sá nafnið hennar Hafdísar Þórarinsdóttur vinkonu minnar datt mér í hug að setja smágrein um þessa elsku. Hún var alltaf kát og hress á leikjum þeg- ar ég sá hana og líka góð kona. Mig langar að votta syst- ur hennar, börnum og skyldfólki samúð mína. Jón Óskar Ísleifsson. Haltu guð í hendi mína hjá mér vertu dag og nótt. Láttu englaljós þitt skína svo ég sofi vært og rótt. Elsku amma Dísa, við gleymum þér aldrei. Það er svo gott að kúra undir fínu sængunum sem þú gafst okkur. Minning þín lifir í hjarta okkar. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Guddurnar þínar, Silja Ýr og Lydía Ýr. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.